Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Nenna enn að rífast Svo virðist sem margir telji skipta máli að vera í Alþýðuflokknum og taka virkan þátt í störfum hans. Mikil átök um málefni einkenndu flokksþing hans um síðustu helgi, en helztu forustumenn hinna ólíku sjón- armiða síðan kosnir til óbreyttra trúnaðarstarfa. Svo mikill var ágreiningurinn, að um tíma þurfti að stöðva þinghald meðan samningafundir stóðu yfir í hlið- arsölum, og í annan tíma stóð til að loka þinginu í einn dag fyrir íjölmiðlum. Allt fór þó á þann veg, að menn greiddu hver öðrum atkvæði í rússneskri kosningu. Málefnaágreiningurinn þarf ekki að skaða flokkinn neitt. Jafnvel er hugsanlegt, að hann dragi athygli að flokknum sem hugmyndafræðilegum skurðpunkti í stjórnmálasögu síðustu ára, þar sem tekist er á um mikilvæg atriði á borð við umfang velferðarkerfisins. Að vísu verður að vara við að meta málefni of mik- ils. Stjórnmál snúast miklu fremur um menn og völd, þar sem málefnum er teflt fram og aftur. Að loknum flokksþingum setjast menn í ráðherrastóla, fara að reikna dagpeninga sína og finna vinum sínum stöður. Samt er ljóst, að burðarlið Alþýðuflokksins hefur metið málefni nógu mikils til að nenna að rífast um þau á flokksþingi. Það er merki þess, að menn reikni með, að þeim verði ekki stungið undir stól milli málþinga, þótt ótal dæmi séu einmitt um þau örlög málefna. í stórum dráttum tók Alþýðuflokkurinn mælanlega sveigju í átt frá velferðarstefnu til hagfræðihyggju. Hann sætti sig við atlögu ríkisstjórnarinnar að miklum kostn- aði í heilbrigðis- og menntamálum og fól henni, með fyrirvörum þó, að halda áfram á sömu braut. Hagfræðihyggja flokksins er enn mjög óskýr. Engin marktæk niðurstaða fékkst í sjávarútvegsmálum. í þess stað var endurtekin gömul hómilía um, að banna þurfi útflutning á ferskum og dýrum fiski til aö efla atvinnu- bótavinnu við framleiðslu á ódýrri og frystri fangafæðu. Ekki komu fram nein merki þess, að Alþýðuflokkur- inn hyggist taka á tuttugu milljarða árlegum kostnaði við hefðbundinn landbúnað. Hann neitar sér og þjóð- inni um spamað til að vega á móti tólf milljarða þorsk- tjóni og átta milljarða Qárþörf til velferðar. Ekki þarf að hrósa Alþýðuflokknum fyrir þau mál- efni, sem urðu ofan á eða biðu lægri hlut á flokksþing- inu. Hér er aðeins verið að hrósa honum fyrir að rífast yfirleitt um málefni á tímabih stjómmálasögunnar, sem einkennist fremur af öðm, baráttu um menn og völd. Jónamir vom sigurvegarar þingsins. Þeir notuðu fréttir af milljarða niðurskurði þorskveiða til að auð- kenna tillögur Jóhönnu um milljarða aukningu velferð- ar sem tímaskekkju. í hnotskum má lýsa þinginu á þann hátt, að þar hafi Jónar lamið Jóhönnu með þorski. En Jóhanna Sigurðardóttir mun áfram verða í stjóm- arandstöðu í ríkisstjóminni. Hún mun halda áfram að verja sín málefni með klóm og kjafti og vera afskipta- laus um önnur mál. Hennar stíll mun áfram vera annar en hinna ráðherranna, án flottra bíla og stöðutákna. Að öðm leyti hafa ráðherrar Alþýðuflokksins fengið heimild flokksþingsins til að halda áfram stefnu ríkis- stjórnarinnar. Hún mun mæta áföllum með því að ganga í evrópskt efnahagssvæði og með því að auka enn bilið milh ríkra og fátækra, en ekki skera upp efnahagslífið. Merkilegast er, að rúmlega hundrað manns skuh telja mikhvægt að veija rúmlega heihi helgi til að takast sið- menningarlega á með nokkrum tilþrifum um málefni. Jónas Kristjánsson - 11:81 .Skipulag iþróttamála er ekki eins gott hér á landi og viða erlendis segir m.a. í grein Stefáns. íþróttaþjóðin íslendingar Áhugi á íþróttum er vaxandi hér á landi. Margir telja jafnvel að ís- lendingar séu talsverð íþróttaþjóð og miðað við höfðatölu séum við í fremstu röð. Enn vantar þó mikið upp á að við stöndum grannþjóöum okkar á sporði í íþróttum. Iþrótta- menning, íþróttaiðkun ahnenn- ings, íþróttakennsla og keppnis- íþróttir standa enn að baki því sem almennt gerist í okkar heimshluta. íþróttahefðir Á Norðurlöndum er mikill áhugi á íþróttum. iþróttaiðkun er sam- gróin menningu þjóðanna og iðkun íþrótta og útivera til heilsubótar og líkamsræktar er hluti af daglegu lífi fólks. Skipulag keppnisíþrótta er markvisst og þjóðimar löngu kunnar á alþjóðavettvangi fyrir afrek sín og íþróttamenn. Danir til dæmis fyrir hjólreiðamenn og sigl- ingakappa, Norðmenn skiðamenn og skautahlaupara, Finnar fyrir frjálsíþróttamenn og Svíar fyrir tenniskappa og borðtennismenn. íþróttakennsla, þjálfun barna og unglinga, skipulag íþróttamála og annað íþróttastarf býr að þessari arfleifð. Við íslendingar eigum ekki eins mikla íþróttaheíð. Ekki er langt síðan íþróttir þóttu annars flokks tómstundagaman og þeir sem stimduðu þær voru nefndir „sportidíót". Afstaða manna hefur þó breyst síðustu árin. Með aukn- um áhuga hefur komið aukinn metnaður. - Fólk er stolt af afrek- um helstu afreksmanna þjóðarinn- ar. Margir hajga þvi fram aö við höf- um náð úíntalsverðum árangri í íþróttum, skipulag íþróttamála sé gott, þjálfun bama og unglinga í góðum höndum og geta þeirra bestu jafnist á við það sem best gerist erlendis. Miðað við fólks- flölda séum við í fremstu röð. Það er misskilningur. Við stöndum flestum nágrannaþjóðum okkar að baki á öllum þessum sviðum, jafn- vel þó miðað sé við höfðatölu. Hálfdrættingar á við Dani Erfitt er að mæla árangur heilla þjóða í íþróttum. Ólíkar íþróttir era stundaðar og engar reglur um hvemig meta skuh árangur. Sem vísbendingu mn árangur má ef til vill bera árangur okkar á ólympíu- leikum saman við árangur helstu grannþjóða okkar. Ólympíuleik- amir em heimsins mesta íþrótta- hátíð og þjóðir leggja mikinn metn- að í framgöngu fulltrúa sinna. Til dæmis má finna hversu mörg ólympíuverðlaun hver þjóð haíi unnið fyrir hveija 260 þúsund íbúa Kjállariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur en við miðað við höfðatölu, Bretar og Belgar 50% fleiri og Frakkar og ítalir nálægt 25% fleiri. Austurrík- ismenn og Svisslendingar eru einn- ig með betri árangur. Þá hafa verið taldar helstu þjóðir Vestur-Evrópu, að frátöldum Spánverjum, Portú- gölum, írum og Lúxemborgurum en greinarhöfundur þekkir ekki árangur þeirra. í Evrópu er að fmna fámennar smáþjóðir. Nefna má San Marino, Liechtenstein, Andorra, Kýpur og Möltu. Ein þessara þjóða, Liechten- stein, hefur náð afbragös góðum árangri á vetrarólympíuleikum. Fjórir íþróttamenn hennar hafa hlotið 2 gull-, 2 silfur- og 5 brons- verölaun. Þaö svarar til 45 verö- launa miðaö við okkar fólksflölda. „Þjálfunin miðast oftast við að búa lið undir næstu keppni en kennsla á und- irstöðuatriðum og uppbygging ein- staklinga er vanrækt.“ í landinu. Við erum sjálf 260 þúsund og höf- um hlotið tvenn verðlaun. Vil- hjálmur Einarsson vann til silfur- verðlauna í þrístökki í Melboume 1956 og Bjami Friðriksson brons- verðlaun í júdó í Los Angeles 1984. Þessi kvarði er smáþjóðum hag- stæður. Samkvæmt honum eru Finnar mesta íþróttaþjóð Norður- landa. Þeir höfðu um síðustu ára- mót unnið alls 392 verðlaun á sum- ar- og vetrarleikum. Þá em síðustu vetrarleikar ekki taldir með. Það jafngildir því aö íslendingar hefðu unnið 25 verðlaun. Hver Finrú er samkvæmt því jafnoki 12 íslendinga í keppni. Norðmenn og Svíar em einnig miklir íþróttamenn. Norðmenn hafa unnið til 275 verðlauna og Svíar 533, auk þeirra sem þjóðimar unnu í febrúar síðastliðnum. Það svarar til 15 eða 17 verðlauna til íslendinga eða meira en sjöfalds okkar árangurs. Danir hafa unnið 95 verðlaun sem svarar til 5 verð- launa tfl íslendinga. Við erum sam- kvæmt því ekki hálfdrættingar á við Dani í íþróttum. Meö þeim lökustu í Evrópu Samanburður við áörar grann- þjóðir okkar er einnig óhagstæður. Þjóðverjar og Hollendingar hafa unnið til helmingi fleiri verðlauna Undirstaðan vanrækt Ástæða er til að íhuga hvers vegna árangur okkar í íþróttum er ekki betri en raun ber vitni því metnað skortir ekki. Þeir sem fylgj- ast með þjálfun bama og unglinga vekja athygh á þætti sem kann að vega þungt. Þjálfunin miöast oftast við að búa Uð undir næstu keppni en kennsla á undirstöðuatriöum og uppbygging einstaklinga er van- rækt. I knattspymu er til dæmis algengt að 9 og 10 ára böm taki þátt í 5 eða 6 stórum mótum á minna en þremur mánuðum. Keppnisharka og metnaður er með ólíkindum. Þjálfari í þessum aldurshópi lýsti markmiðum sín- um þannig: „Takmarkið er alltaf að vinna. Því sættir maður sig aldr- ei við annað en ná sigri. Ég vona að þeir sem komast ekki í Uð geflst ekki upp heldur haldi áfram af full- um krafti." Svipuð dæmi er að finna í öðram íþróttagreinum. Skipulag íþrótta- mála er ekki eins gott hér á landi og víða erlendis og opinber stuðn- ingur hinn minnsti á Norðurlönd- um. GaUaö uppbyggingarstarf veg- ur þó vafalaust enn þyngra því traust bygging rís sjaldan á óvönd- uðum granni. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.