Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. Afmæli Stefán Guðmundsson Stefán Guðmundsson, vaktmaður hjá Heklu hf„ Digranesvegi 71, Kópavogi, varð sjötugur sl. þriðju- dag. Starfsferill Stefán er fæddur í Starmýri en ólst upp í Hnaukum í Álftaíirði í Suður-Múlasýslu. Að lokinni bama- skólafræðslu stundaði hann nám í Reykholti í Borgarfirði 1939-40 og á Laugarvatni 1942-43. Stefán hefur ennfremur sótt fiölda námskeiða, t.d. í bókfærslu, matreiðslu, félags- málum og tungumálum. Stefán hóf störf hjá Klæðaverk- smiðju Álafoss 1943 og var verk- stjóri í litunardeild til 1945, síðan hjá Bókaútgáfunni Helgafelli, aðal- lega við áskriftarsöfnun, til 1948 og í Kiddabúð til 1952. Hann vann ýmis störf til sjós og lands næstu árin, eða til 1961, s.s. við matreiðslustörf á bátum og skipum, verslunarstörf og bústörf að Byggðarholti í Lóni, aöal- lega viö ræktun garðávaxta. Stefán hóf störf hjá Dagblaðinu Tímanum og Framsóknarflokknum í Reykja- vík 1961 og sinnti þar fjáröflunar- og bókhaldsstörfum tfl 1987 og hóf siðan útgáfu á eftirprentunum myndlistarverka og listaverkakorta og uppvinnslu ættfræðiefnis á eigin vegum. Hann var um tíma hjá Ætt- fræðiútgáfunni Sögusteini en er nú í liðlega hálfu starfi sem næturvörð- urhjáHekluhf. Stefán var gjaldkeri fulltrúaráðs Framsóknarfélagsins í Reykjavík nokkur ár og síðar gjaldkeri á skrif- stofu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Jafnhliða annaðist hann skipulag og framkvæmd happ- drættaflokksins. Fjölskylda Sambýliskona Stefáns 1945-60 var Ólöf Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 31.8.1926, frá Streiti í Breiðdal. Foreldrar hennar: Guðmundur Pét- ursson og Björg Höskuldsdóttir. Stefán kvæntist 28.3.1964 Mattheu Jónsdóttur, f. 7.7.1935, listmálara. Foreldrar hennar: Jón Guðmunds- son, frá Selárdal í Dalasýslu, sjó- maður og síðast starfsmaður Hörpu hf. í Reykjavík, og Matthfldur Kristófersdóttir, frá Keldunúpi á Síðu, húsmóðir og saumakona. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Stefáns og Ólafar Ragnhfldar Guðmundsdóttur: Dagný, f. 3.12. 1946, maki Magnús Jónsson, þau eru búsett á Seljanesi í Reykhólasveit og eiga fimm syni; Guðmundur Unnþór, f. 6.6.1948, forstjóri, maki Margrét Guölaugsdóttir, þau eru búsett á Álftanesi og eiga íjóra syni; Stefán, f. 10.12.1949, Stefán er bú- settur í Reykjavík; Gunnar, f. 21.1. 1953, lögfræðingur og fulltrúi ríkis- saksóknara, maki Anna Þorgilsdótt- ir, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þijú böm; Ása Björg, f. 6.9.1954, maki Þórður M. Jónsson, þau era búsett í Árbæ í Reykhólasveit og eiga tvö böm. Dætur Stefáns og Mattheu Jónsdóttur: Matthfldur, f. 24.7.1964, starfsmaður Reiknistofu bankanna; Þórlaug, f. 11.12.1966, starfsmaður Radíóstofunnar hf., maki Ingimundur Hannesson; Hrafnhildur, f. 26.5.1969, starfsmað- ur Íslensk-Ameríska hf.; Arna Björk, f. 13.7.1971, nemi. Systkini Stefáns: Kristinn, f. 1920, bóndi að Þvottá í Álftafirði, maki Unnur Guttormsdóttir; Eggert, f. 1921, fyrrv. starfsmaður Álversins í Straumsvík, Eggert er búsettur í Reykjavík; Valborg, f. 1922, sjúkra- liði í Kópavogi, fyrri maður: Jónat- an Lúðvíksson, frá Djúpavogi, seinni maður: Ingvar B. Guðnason; Egfll, f. 1923, fyrrv. verkstjóri í Sel- tjamameshreppi, maki Elísabet Gunnlaugsdóttir, þau em búsett í Reykjavík; Leifur, f. 1925, húsa- smíðameistari, Leifur er búsettur í Reykjavík; Sigurbjörg, f. 1925, hús- móðir, maki Arnór Karlsson, þau em búsett á Sauðárkróki; Þorgeir, f. 1926, verkstjóri, maki Amfríður Gunnarsdóttir, þau eru búsett í Stefán Guömundsson. Kópavogi; Ingibjörg, f. 1926, hús- móðir, maki Snæbjöm Þorvarðar- son, þau eru búsett á Þfljuvöllum í Berufirði. Stefán og Valborg em tví- burar sem og Leifur og Sigurbjörg og Þorgeir og Ingibjörg. Foreldrar Stefáns: Guðmundur Eyjólfsson, f. 20.9.1889, d. 2.9.1975, bóndi og fræðimaður, og Þómnn Jónsdóttir, f. 5.9.1888, d. 26.11.1956, húsmóðir, þau bjuggu í Starmýri og síðar að Þvottá í Álftafirði. Fóstur- foreldrar Stefáns: Ami Antonius- son, f. 20.8.1877, d. 16.10.1935, og Björg Jónsdóttir, f. 13.6.1870, d. 1962, frá Krossalandi í Lóni, þau bjuggu í Hnaukum í Álftafiröi. Dagf ríður Pétursdóttir Dagfríður Pétursdóttir, húsmóðir og fiskvinnslutæknir, Ásgarði 7, Reykjavík, er sjötug í dag. Fjölskylda Dagfríður fæddist í Garðsenda í Eyrarsveit á Snæfellsnesi en ólst upp í Hjarðarbrekku í sömu sveit. Hún hóf sambúð 1942 með Sveini Þormóðssyni, f. 28.6.1926, blaðaljós- myndara á DV, en þau giftu sig 5.8. 1948. Foreldrar Sveins voru Þor- móður Sveinsson, fisksali í Reykja- vík, og Theodóra Stefánsdóttir frá Krókvelli í Garði, húsmóðir í Reykjavík. Böm Dagfríðar og Sveins em Sveiney Sveinsdóttir, f. 8.8.1943, hjúkmnarkona í Svíþjóð, gift Karli Jóhannssyni verslunarmanni; Þor- móður, f. 5.8.1945, kranamaður í Bandaríkjunum, kvæntur Sue Sveinsson húsmóður; Bragi, f. 13.3. 1948, húsaviðgerðarmaður í Sand- gerði, kvæntur Sigrúnu Ó. Snorra- dóttur húsmóður; Kristín, f. 21.6. 1950, skartgripasali í Bandaríkjun- um; Sigríður, f. 13.8.1952, húsmóðir í Bandaríkjunum, gift Brian Early, radarsérfræðingi hjá Bandaríkja- her; Theodóra, f. 12.3.1955, tölvu- fræðingur og deildarstjóri hjá Texas Instmment í Bandaríkjunum, gift Robert Todd tölvufræðingi; Hörður Ingi, f. 28.7.1960, tækjamaður á Djúpavogi, kvæntur Hjálmfríði Auðunsdóttur húsmóður. Systkini Dagfríðar: Guðrún Hall- fríður, f. 4.10.1917, d. 20.7.1984, hús- móðir í Reykjavík; Jóhannes Páll, f. 6.6.1920, d. 11.4.1935, sjómaður í Gmndarfirði; Hallgrímur, f. 23.7. 1924, d. 27.10.1989, sjómaður í Gmndarfirði; Jens, f. 30.3.1927, d. 11.12.1957, verkamaður í Gmndar- firði; Áslaug, f. 26.5.1930, bóndakona og fiskvinnslukona í Lárkoti í Gmndarfirði; Jóhannes Páll, f. 25.2. 1935, d. 8.2.1950, sjómaður í Grund- arfirði; Jón, f. 19.7.1936, lögreglu- þjónn og formaður Lögreglufélags Reykjavíkur; Vilhjálmur, f. 9.7.1938, Dagfríöur Pétursdóttir. forstjóri Kvíabryggju. Foreldrar Dagfríðar: Jens Pétur Jóhannesson frá Hömmm í Eyrar- sveit, f. 2.10.1893, d. 29.4.1942, og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir frá Bakka í Eyrarsveit, f. 16.4.1897, d. 11.3.1958, húsmóðir. Stefan Björgvin Guðmundsson Stefán Björgvin Guðmundsson, fyrrv. bóndi á Dratthalastöðum og póstur á Úthéraði, nú búsettur að Stekkjartröð 11A á Egilsstöðum, varðsjötugurígær. Starfsferill Stefán fæddist að Dratthalastöð- um og ólst þar upp við öll almenn sveitastöf en hann og bræður hans hafa alltaf haft mikinn áhuga á bú- skap, jarðrækt og húsbyggingum. Hann stundaði nám við Eiðaskóla 1940-42 og vann þá fyrir sér með vegavinnu á sumrin og stimdum með jarðarbótavinnu hjá bændum. Stefán tók síðan við búskap að Dratthalastöðum er hann kvæntist og hefur verið þar bóndi lengst af síðan. Hann rak lengi blandaðan búskap en varð að slátra fénu er riðuveikin heijaði 1982 og lagði þá affjárbúskap. Þá hefur Stefán verið veðurathugunarmaður frá 1964. Stefán og Hallveig bmgðu búi og fluttu á Egflsstaði eftir síðustu ára- mót. Fjölskylda Stefán kvæntist 26.10.1959 Hall- veigu Friðrikku Guðjónsdóttur, f. 11.5.1923. Hún er dóttir Guðjóns Gíslasonar, b. á Heiðarseli á Jökul- dalsheiði, og Guðrúnar Benedikts- dótturhúsfreyju. Böm Stefáns og Hallveigar Frið- rikku em Sigmundur, f. 13.7.1960, búfræðingur og b. á Dratthalastöð- um; Guðrún Svanhfldur, f. 2.11. 1962, húsmóðir á Vopnafiröi, gift Emil Ólafssyni vélstjóra og eiga þau tvö böm; Guömundur Hjalti, f. 26.9. 1964, verkamaður og póstur, búsett- ur í Borgamesi, kvæntur Vigdísi Sigvaldadóttur póstfulltrúa og eiga þau einn son; Sólveig Heiðrún, f. 23.6.1966, húsmóöir og fóstra í Kópa- vogi, gift Ómari Ólafssyni stýri- manni og eiga þau eina dóttur. Stjúpsonur Stefáns er Jón Rúnar Sveinsson, f. 15.7.1951, félagsfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Valgerði Ámadóttur, íþróttakennara og hús- móður. Systkini Stefáns: Halldór, f. 15.11. 1910, d. 18.5.1983, b. á Klúku í Hjalta- staðaþinghá; Sigmundur, f. 12.1. 1912, d. 22.4.1959, b. á Dratthalastöð- um; Guörún Ingibjörg, f. 22.2.1914, d. 3.1.1977, húsmóðir í Húsey; Sig- fríð Jóhanna, f. 17.4.1916, húsmóðir í Laufási í Hjaltastaðaþinghá; Krist- björg Hallfríður, f. 24.2.1919, d. 15.11. 1943. Foreldrar Stefáns vora Guðmund- ur Halldórsson frá Sandbrekku, f. 20.2.1869, d. 17.10.1942, b. í Ósi og síðar að Dratthalastöðum, og Guð rún Sigmundsdóttir, f. 14.4.1885, d. 12.11.1964, húsfreyja. Ætt Guömundur var sonur Halldórs, b. í Húsey, hreppstjóra í Sand- brekku, Magnússonar, b. í Húsey, hreppstjóra í Tungu, Jónssonar. Stefán Björgvin Guömundsson. Móðir Hafldórs var Herborg frá Teigi Magnúsdóttir Runólfssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Torfastöðum, Jóns- sonar og Margrétar Sigurðardóttur frá Hrafnabjörgum. Guðrún, móðir afmælisbarnsins, var dóttir Sigmundar, b. í Gunnhild- argerði, Jónssonar, b. í Gunnhfldar- gerði, Vigfussonar, b. á Fremras- tekk, Tómassonar. Móðir Jóns var Sesseþa Jónsdóttir frá Bót. Móðir Sigmundar var Guðrún Ásmunds- dóttir frá Dagverðargerði. Móðir Guðrúnar Sigmundsdóttur var Guörún Björg Sigfúsdóttir, b. í Straumi, Þorkelssonar, ogBjargar Eiríksdóttur, b. á Vífilsstöðum, Bjamasonar. Stefán verður heima á afmælis- daginn að Stekkjatröð ll á Egfls- stöðum. Til hamingju með afmaelið 18. júní 90 ára 50 ára Karen Andrésson, Vesturgötu 12, Akranesi. Sigrún Reynisdóttir, Yrsufelli 20, Reykjavík. 80 ára Vallargötu 23, Sandgeröi. Hún tekur á móti gestum á afiuaelisdag- Lárus Scheving Jónsson, Aflagranda 40, Reykjavík. Asmundur Jónsson, Túngötu 20, Húsavik. Júlíana Sigurðardóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufiröi. inn eftir kl. 20 í björgunarsveitarhúsinu í Sandgerði. Viktor Guðbjörnsson, Giljaseli 11, Reykjavík. Einar Erhartsson, Kvistageröi 4, Akureyri. 75 ára 40 ára Þuríöur V. Björnsdótlir, Laugamesvegi 112, Reykjavik. Kristín Kristjánsdóttir, Borgarbraut 30, Borgamesi. I'órhaila Björnsdóttir, Austurvegi 5, Grindavík. Ashildur Sigurðardóttir (átti afmæli 15.6), Valsmýri 3, Neskaupstað. Sigurbjörg Ágústa Ólafsdóttir, Lambhaga 9, Bessastaöahreppk Kristin Ketiisdóttir, LækjavöUum 2, Bárðdælahreppi. 70 ára Laxalóni v/Vesturiandsbraut, Reykja- vík. Gunnar Magnússon, Hagamei 50, Reykjavík. Finnbogi Jóhannsson, Minni-Mástungum, Gnúpverjahreppi. VUhjálmur S. Pétursson, 60 ára Jón Ingi Öfjörð, Drápuhliö 26, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Háholö 1, Keflavik. Katrin Rósmundsdóttir, Strandgötu 2, Neskaupstaö. Gústaf R. Oddsson, Espilundi 9, Akureyri. Jóhann Gislason, Þóroddarkoti l, Bessastaðahreppi. Ingibjörg Richter, FifuseU 11, Reykjavík. Guðný Kristín Guttormsdóttir, Kleifarseli 53, Reykjavík. Stefán Jónsson Stefán Jónsson flugvélstjóri, Vest- urbergi 113, Reykjavík, er fimmtug- urídag. Starfsferill Stefán er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla verknáms 1959, flugvirkjaprófi frá Spartan School of Aviation í Tulsa í Okla- homa í Bandaríkjunum 1961, fékk flugmannsréttindi á svifflugu 1957 og tók einkaflugmannspróf 1966. Stefán var flugvirki hjá Flugfélagi íslands frá 1961, fékk flugvélstjóra- réttindi á Douglas DC-61969 og ráð- inn flugvélstjóri á Boeing 727 hjá Flugfélagi íslands frá 1971. Hann hefur verið eftirlitsflugvélstjóri og tæknikennari flugmanna hjá Flug- leiðum frá áramótum 1986-87. Fjölskylda Stefán kvæntist 28.11.1970 Kol- brúnu Þórðardóttur, f. 3.2.1947, skólaritara. Foreldrar hennar: Þórður Guðjónsson, húsasmíða- meistari í Reykjavik, og Hrefna Ormsdóttir húsmóðir. Dóttir Stefáns og Kolbrúnar er Steinunn, f. 20.8.1971, stúdent, bú- Stefán Jónsson. sett í foreldrahúsum. Systkini Stefáns: Samúel D. Jóns- son, f. 11.10.1929, rafvirkjameistari í Reykjavik; Dóra G. Jónsdóttir, f. 21.11.1930, gullsmiðurí Reykjavík, sonur hennar er Jón Jóhann Jó- hannesson, f. 1957, Jón Jóhann er búsettur í Reykjavík. Foreldrar Stefáns vom Jón Dal- mannsson, f. 24.6.1898, d. 1970, gull- smiður, og Margrét Samúelsdóttir, f. 30.10.1901, d. 1989, húsmóðir, þau bjugguíReykjavík. Stefán er að heiman á afmælisdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.