Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992. Fréttir__________________________________________________________________________________________x>v Deilur um útflutning á ferskfiski: Guðmundur J. gekk af f undi Af lamiðlunar - segir miðlunina grafa sína eigin gröf og viU að ráðherra kanni samsetningu nefndarinnar „Ég mun ganga á fund utanríkis- ráðherra og kreíjast þess að hann kanni mjög aivarlega vinnubrögð og samsetningu Aflamiðlunar," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, form- aður Dagsbrúnar. Guðmundur sat fund Aflamiðlunar á miðvikudag en þar er hann vara- maður. Guðmundur var með tillögu á fundinum þar sem hann vildi að aðeins yrði leyft að flytja út 400 tonn af ferskfiski til Bretlands en meiri- hlutinn samþykkti að heimila út- flutning á 600 tonnum. Guömundur segir að fulltrúi Sjómannasambands- ins hafi viljað leyfa 800 tonna útflutn- ing. „Þetta er ekkert persónulegt gegn formanni nefndarinnar, Eiríki Tóm- assyni frá Grindavík, og ég er ekki að bera sakir á hann, en hann er fulltrúi stórrar útgerðar og fisk- vinnslu og um leið getur hann ekki verið hlutlaus oddamaður. Þetta eru ekki persónulegar árásir á hann en hann gæti þess vegna verið fulltrúi LÍÚ.“ Aflamiðlun er skipuð fimm fulltrú- um, einum frá LÍÚ, einum frá fisk- vinnslustöðvunum, einum frá Verkamannasambandinu, einum frá Sjómannasambandinu og einum oddamanni, Eiríki Tómassyni, sem Guðmundur segir að eigi að vera hlutlaus, en hann segir að Eiríkur geti ekki verið þessi hlutlausi odda- maður. „Viðskiptadeild utanríkisráðu- neytisins hefur ritað Aflamiðlun bréf og óskað eindregið eftir því að hún dragi verulega saman allar heimildir en það virðist ekki hafa hrifið eitt eða neitt á meirihluta nefndarinnar. Fulltrúi fiskvinnslustöðvanna greiddi atkvæði með tillögu minni um 400 tonna útflutning. Jón Baldvin Hannibalsson hefur sagt að Afla- miðlun sé aö bregðast sínu hlutverki ef hún takmarki ekki útflutning mið- að við atvinnuhorfur í landinu. Meirihlutinn hafði það að engu enda er furðuleg samsetning í nefndinni. Ég tel að með þessu sé meirihlutinn jafnvel að leggja Aflamiðlun í gröf- ina. Ég ætla að ræða þetta við utan- ríkisráðherra en ég hef ekki náð i hann ennþá. Það var fleira sem Guðmundur nefndi, svo sem að formaður Afla- miðlunar, Eiríkur Tómasson, hefði verið meðal þeirra sem sóttu um út- flutning og eins að fundir nefndar- innar væru haldnir á skrifstofu Landssambands íslenskra útvegs- manna. -sme Karen Majen, 9 ára, við skurðinn þar sem hún sökk upp að öxlum. Nú er búið að hleypa mestöllu vatni úr skurðinum en heyi hefur veriö sturtað í hann. Skurðurinn er á lóð Háskóla íslands. DV-mynd Brynjar Gauti Hætt komin 1 skurði skammt frá Norræna húsinu: Telpa sökk upp að öxlum í f orarvilpu - skurðurmnnotaðurtilaðkastaheyií 9 ára stúlka, Karen Majen, komst 1 mikla hættu fyrir skömmu þegar hún sökk upp að öxlum í skurði sem grafinn hefur verið við ræsi á lóð Háskóla íslands austan Oddagötu skammt frá Norræna húsinu. Þegar Karen hafði kallað á hjálp í nokkrar , mínútur kom vinkona hennar að og tókst með miklum erfiðismunum að bjarga Karenu. „Við vorum að búa til hús þama rétt hjá. Þá datt mér í hug að ná í litla töflu sem var þarna til að hafa fyrir borð. Ég stytti mér leið þama yfir. Ég labbaöi yfir venjulegt hey en allt í einu seig ég niður. Ég öskraði á vinkonur mínar en þær héldu að ég væri að grínast. Svo ákvað vin- kona mín að gá að mér til öryggis. Hún labbaði hingað en sökk svo sjálf niður en náði að losna og hljóp heim til sín. Frænka vinkonu minnar dró mig síðan upp. Ég fór í bað heima hjá þeim og það var strax hringt í lögguna," sagði Karen Majen. Helga Briem, móöir stúlkunnar, sagði lögregluna hafa bragðist skjótt við með því að girða skurðinn af öðrum megin og setja viðeigandi skilti. Hins vegar væri ljóst að hætt- an væri enn fyrir hendi að böm færa sér að voða í skurðinum. Helga sagð- ist telja það mikla mildi að ekki fór verr og fót telpunnar hefðu verið mjög illa lyktandi eftir volkið í þessu hálfgerða kviksyndi sem þama var. Helga henti lopapeysu Karenar, slík- ur óþefur var af fótunum. „Stelpan hefði sokkið þama ef hjálpin hefði ekki borist strax,“ sagði Helga. Hjá hverfisstöð gatnamálastjóra í vesturbænum fengust þær upplýs- ingar í gær að mesta vatninu hefði verið hleypt úr skurðinum eftir at- burðinn. Hins vegar væri umræddur skurður alfarið á vegum umsjónar- manns lóða við Háskóla íslands sem hefði saínað heyi í hann. Ekki náðist í þann aðila sem þar er í forsvari. -ÓTT Langtímaspá bandarísku veöurstofunnar: Þokkalegasta veður í vændum Ekki er öll von úti enn fyrir sól- þyrsta Frónbúa ef marka má lang- tímaveðurspá bandarísku veðurstof- unnar (NOAA) sem gildir til 15. júlí. Samkvæmt henni ætti að geta orðiö eilítið hlýrra en í meöalári á tímabil- inu og eins útlit fyrir minni rigningu en í meðalári. Ef við verðum heppin gæti orðið dágott veður hér á landi í júlíbyrjun, í það minnsta austan til á landinu. Norðanáhlaup undanfarinna daga og skítviðri það sem ríkt hefur á suð- vesturhominu í júní hefur haft mið- ur æskileg áhrif á sálartetur margra. Þykir ófáum sem ekkert sumar muni koma. Hefur fólk tekið fram vettlinga og trefla og hafa búist við hinu versta. En... enn er von, eins og lesa má úr kortinu. DV hefur oft birt mánaðarspár bandarísku veðurstofunnar og oftar en ekki hafa þær staðist í megin- dráttum. Spár þessar segja fyrir um megintilhneigingar í veörinu á til- teknu tímabili en spá ekki veðrinu frá degi til dags. Þá ber að geta þess að því lengra sem spátímabilið er því minni verður áreiðanleikinn. Langtímaspá um veður á N-Atlantshafí til 15. júlf Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) Spáin sýnir frávik frá meöalhita og meöalúrkomu á spásvæöinu 43 punda stórlaxinn: Tók aðeins 20 mínútur að landa honum Elias Helgason, veiðifélagi Marinós, heldur hér á 43 punda stórlaxinum sem tók spón í Bakká í Bakkafirði. Áin gefur fáa laxa á hverju sumri og stund- um engan. DV-mynd Ágúst Ó „Það tók ekki langan tíma að landa laxinum, rétt tæpar tuttugu mínútur, en þetta var gaman. Fiskurinn tók spón,“ sagði Marinó Jónsson, sjó- maður á Bakkafirði, en hann veiddi 43 punda lax í Bakká í Bakkafiröi. „Við höfðum verið að keyra yfir brúna á Bakká og sáum þrjá laxa. Ég reyndi við þá smástund en þeir tóku ekki. Ég labbaði aöeins ofar í ána og þá sá ég þennan væna fisk. Þessir laxar hafa gengið snemma í ána því yfirleitt kemur laxinn ekki fyrr en um miðjan júlí. Hann tók eft- ir nokkur köst. Þaö vora tekin hreist- ursýni af laxinum, en þau era héma hjá mér ennþá. Það er ekki mikil veiði í Bakká en ég hef þó mest séð 17 laxa einum hylnum," sagði Mar- inó sem var að koma af sjónum með eitt tonn af fiski, þó engan laxinn. Erfitt verður að sjá hvaöan þessi fiskur er fyrr en hreistur hefur verið greint. í það gætu verið nokkir dag- ar. Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefurástönghérlendis. -G.Bender.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.