Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. JUNÍ 1992. 11 Sviðsljós Elton John: Nýímynd fyrir tónleika- ferðalagið Elton John er nú farinn í enn eitt tónleikaferðalagið. Að þessu sinni hefur hann skapað séf nýja ímynd og tamið sér annað við- horf. „Fjöldi fólks varð fyrir von- brigðum með mig þegar ég fór síðast í tónleikaferðalag," sagði Elton og var með þeim orðum að skírskota til þess hversu þreyttur og í hversu lélegu ástandi hann var þá. „Ég brást sjálfum mér meira en nokkrum öðrum," bætti hann svo við. Nú er víst annað uppi á ten- ingnum. Söngvarinn hefur grennst og lítur út fyrir að vera í finu formi. „Ég þurfti á hvíld að halda. Ég var algjörlega út- brunninn. Það tók mig þrjú ár að vakna til meðvitundar og læra að njóta hins einfalda í lífinu, eins og fallegra daga. Hérna áður fyrr nennti ég ekki á fætur á morgn- ana og hélt mig í skugganum. Gert er ráð fyrir að um þrjár milljónir manna og kvenna muni koma á tónleika Eltons í Evrópu, en þeim lýkur í næsta mánuði á Spáni. Jane Seymour: Þjáist af bak- verkjum Breska leikkonan Jane Seymo- ur þjáist nú af verkjum í baki. Hún fann fyrst til verkjanna þeg- ar hún var að innrita sig í flug á flugvellinum í Los Angeles og reyndi að lyfta einni ferðatösk- unni. „Ég ætlaði að lyfta einni af þyngstu töskunum þegar bakið á mér gaf sig. Ég ákvað samt að halda ferð minni áfram og vonaði að verkirnir myndu hverfa en það hafa þeir ekki gert," sagði Jane. Þegar atburðurinn gerðist var hún á leiðinni til Austurríkis til að leika í nýrri útgáfu á sögunni um Heiðu sem Walt Disney fyrir- tækið er að gera. Varð hún að eyða 11 tímum á gólfi flugvélar- innar þar sem hún gat ekki setið vegna verkja og fór strax í hjóla- stól þegar hún lenti. Þessi föngulegi hópur fermdist í Fáskrúðsfjarðarkirkju fyrir 30 árum. Fermingarbarnamót á Fáskrúðsfirði Ægir Kristmsöon, DV, Fáskrúðsfirði: Tvö fermingarbarnamót voru hald- in hér nýlega. Þrjátiu og fjörutíu ár voru liðin frá fermingu þeirra sem saman komu og rifjuðu upp gamlar minningar. I yngri hópnum voru rri.a. hjónin Ingólfur Arnarson og Þórhildur Guð- laugsdóttir lengst að komin, en þau búa í Svíþjóð þar sem þau starfrækja verslanir í Malmö og Lundi. Blóm voru lögð á leiði tveggja fermingar- systkina sem eru látin. Fyrir nokkru kom saman á Fá- skrúðsfirði fólk sem fermdist í bæn- um fyrir hálfri öld. Ræddi það gaml- ar minningar og snæddi saman á veitingastað. ILAUGARDAL Sýningar: Virka daga kl. 20.00 Laugardaga kl.15.00 og 20.00 Sunnudaga kl.15.00 og 20.00 N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING MOTAÐIR BILAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI NOKKUR DÆIVII Mazda 626 GLXi, '92, 2000i, sjálfsk., 4 dyra, VW Golf GL, '91, 1600, sfálfsk., 5 dyra, MMC Galant GLSi, '89, 2000Í, sjálfsk., 4 vinrauöur, ABS, sóllúga, álfelgur o.fl., ek. dökkblár, ek. 12 þ. km, verð 1.050.000 stgr. dyra, grár, ek. 55 þ. km, verð 980.000 stgr. 2 þ. km, verð 1.700.000 stgr. VW Jetta CL, '91, 1600, 5 gíra, -4 dyra, MMC Lancer st. 4x4, '88, 1800, 5 gira, 5 MMC Pajero stuttur, '88, 2600, bensín, 5 steingrár, álfelgur o.fl. ek. 9 þ. km, verð dyra, rauður, ek. 51 þ. km, verð 750.000 gíra, 3 dyra, grár, upphækkaður, 33" dekk 1.000.000 stgr. stgr. 0.fl., ek. 57 þ. km, verð 1.200.000 stgr. BYGGIR A TRAUSTI HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18 - Laugardaga kl. 10-14 N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.