Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992.
Spurningin
Hvorir veröa Evrópu-
meistarar í knattspyrnu,
Danir eða Þjóðverjar?
Þórdís Lilja Bergs: Það veit ég ekki.
Ásdís Gígja Guðjónsdóttir: Þjóðverj-
ar verða Evrópumeistarar.
Þröstur Björgvinsson: Frændur okk-
ar Danir vinna leikinn gegn Þjóðverj-
um, 2-1.
Þorsteinn Magnússon: Þjóðverjar
sigra, 3-2.
Steindór Grétar Kristinsson: Þjóð-
verjar vinna Dani, 2-1.
Runólfúr Hauksson: Það verða Þjóð-
verjar sem verða Evrópumeistarar
og vinna leikinn, 3-1.
Lesendur
Loksins lægri
flugfargjöld?
Björn Halldórsson skrifar:
Lengi höfum við íslendingar beðið
eftir því að geta skroppið út fyrir
landsteinana án þess að þurfa að líða
fyrir það fjárhagslega mánuðum
saman. Flest önnur lönd eru landföst
við nálæg grannríki og þar geta
menn hoppað upp í lestir, ekið á 'eig-
in bíl eða flogið stuttar vegalengdir,
nú eða farið með ferju stutta sjóleið,
án þess að það komi verulega við
pyngjuna.
Hér hefur þessu verið öðruvísi far-
ið. Það er varla á færi annarra en
þeirra sem vinna hjá stöndugum fyr-
irtækjum eða hinu opinbera að fara
út fyrir pollinn. Það er líka stundað
ótæpilega að tengja saman frí og við-
skipti í þessum ferðum og merkilegt
nokk, yfirmenn hjá rikinu og í einka-
fyrirtækjum láta þetta gott heita.
Ekki síst vegna þess að þeir eru und-
ir sömu sök seldir sjálfir hvað þetta
varðar. Konan og dagpeningarnir til
uppihalds í nokkra daga eftir að til-
skildum erindum lýkur eru mikil-
vægir þættir sem ekki má gleyma.
Almenningur á íslandi er því illa
settur að þessu leyti og fargjóldin
hafa til skamms tíma verið óheyri-
lega há. Með aukinni samkeppni á
Evrópuleiðum hefur þetta breyst,
einkum á undangegnum 10-12 mán-
uðum. Fargjöld til Bandaríkjanna í
frjálsu vali, óháð pakkaferðum, eru
enn há og par er engin samkeppni.
Nú rofar Útillega til í þessum efnum
með frjálslegri verðlagningu flugfar-
Bréfritari telur að fuilkomiö frelsi í samgöngumálum verði ekki að veru-
leika fyrr með inngöngu í EB.
gjalda og fyrirhugaðri óheftri sam-
keppni á flugleiðum innan EB-svæð-
isins. Sumar þjóðir vilja aö þessi
samkeppni komist á innan árs. Aðrar
þjóðir draga lappirnar sem mest þær
mega. Verst ef niðurstaða verður
málamiðlun og samið um einhvern
„aðlögunartíma", kannski 4-5 ár,
jafnvel áratug. - Ef að líkum lætur
verða íslensk stjórnvöld varla ýkja
hrifin af fargjaldafrelsi og óheftri
samkeppni hvað sem líður fagurgala
embættismanna samgönguráðu-
neytis og yfirlýsingum aðila í flug-
rekstri hér þessa stundina.
En sá tími nálgast engu að síður
að íslenskur almenningur sirji við
sama borð og aðrar Evrópuþjóðir,
a.m.k. hvað varðar flugfargjöld, þótt
illu heilli breytist ekki aðstæður
þeirra um val á fjölbreyttari ferða-
máta úr landi að sinni. Fullkomið
frelsi í samgöngumálum til og frá
landinu verður svo ekki að veruleika
fyrr en með inngóngu okkar í Evr-
ópubandalagið. En þar er að mæta
íslenskum heittrúarmönnum sem
vitna ákaft til smæðar íslensku þjóð-
arinnar og sérstöðu. - Eins og smæð-
in og sérstaðan kalli sérstaklega á
einangrun og átthagafjötra!
Atorkusamur rithöf undur
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Enn hefur Thor Vilhjálmsson hlot-
ið bókmenntaverðlaun - að þessu
sinni frá sænsku akademíunni - en
hin fyrri komu frá Norðurlandaráði.
Er ástæða til að hrósa rithófundinum
og samfagna honum vegna þessa
ávinnings. Einkum með hliðsjón af
því að hann er ekki hátt skrifaður í
eigin landi. Hins vegar er vitað að
hann hefur ötullega stutt við bakið á
okkar norrænu vinum, bæöi á lista-
mannahátíðum og við önnur tæki-
færi.
Verðlaunaveitingar í seinni tíð
vekja upp tvö atriði til umhugsunar.
Hið fyrra er að höfundar geta náð
frægð og frama þótt þeir hafi enga
snilligáfu eða sérstaka skáldskapar-
hæfileika. Jafnvel ritsóðar eða af-
brigðilega hugsandi persónur geta
náð æðstu metorðum ef þeir eru
nægilega kappsfullir og nota réttu
tökin. - Sá sem vill ná til fjöldans nú
á dögum verður að krydda frásögn-
ina með klámi og/eða morðum þar
sem hryllingur og viðbjóður hefur
yfirráðin.
Annað atriðið lýtur að þvi hversu
lítt er orðið að marka almenna lista-
gagnrýni. Hún er yfírborðsleg,
handahófskennd og kreddubundin.
Málverkalistin hefur ekki farið var-
hluta af því. Nú er svo komið að
málarar þora varla að sýna mynd
landslags eða andlits - aðeins strik,
reiti og litaklessur.
Einn hinna fremstu í kúnstinni
sagði við mann, sem horfði hissa og
spurull á mynd eftir hann: „Þetta er
boðskapur frá undirmeðvitundinni."
- En myndin líktist helst innyfli og
mátti sem næst heyra garnagaulið.
Annar abstrakt listamaður lét svo
um mælt á síðustu sýningu sinni er
hann var kominn á gamals aldur:
„Ég er nú að færast nær náttúr-
unni"! - Betra seint en aldrei, segi ég.
Island gangi í Evrópubandalagið:
Fiskveiðar eru ekki framtíðin
Kristinn skrifar:
Þegar þorskveiðar snarminnka
sem raunin er nú og stofninn er þeg-
ar ofveiddur hlýtur maður að staldra
við því þorskveiðar verða að líkind-
um ekki að neinu marki hér næstu
10-20 árin. Sú gullkista sem fiskimið-
in hafa verið Islendingum hingað til
er nú svo gott sem tæmd. Maður
spyr: Hvað er til ráða? Þiggja far með
hraðlestinni til Brussel. Það bauö
Kohl, kanslari Þýskalands, Norður-
löndunum á þingi Norðurlandaráðs
fyrir nokkru.
Mitt mat er að okkur beri að sækja
um aðild að EB nú þegar og vera
samferða norrænum þjóðum í sókn
þeirra til bættra lífskjara. Vissulega
þarf að tryggja að hinar EB-þjóðirnar
verði ekki inni í landhelgi okkar
heldur sé sá samningur sem gildir
við EES dæmi um hugsanlega lausn
Bréfritari bendir á Dani og lífskjör þeirra, sem hafa verið í EB í tæplega 20
ár, ef menn eru í vafa um ágœti bandalagsins.
DV áskilur sér rétt
til að stytta aðsend
lesendabréf.
sem EB og við gætum fallist á.
Spánn, Portúgal og Tyrkland fá
mikla efnahagsaðstoð við að byggja
upp iðnaö í sínum löndum. Ætla
mætti aö EB myndi veita íslending-
um slíka aðstoð við að byggja upp
orkufrekan iðnað, t.d. álver og þá á
kannski 2 eða 4 stöðum á landinu,
og ennfremur við að koma í gang
útflutningi á orku með sæstreng. '
Við gætum ávallt haft mikinn hag
af aðild því fiskveiðar verða ekki
uppistaðan í atvinnulífi þar eð aflinn
fer snarminnkandi. Þeir sem eru á
móti aðild að EB eða eru í vafa ættu
að skoða hug sinn að nýju. Menn
geta einnig farið til Danmerkur og
kynnt sér lífskjör þar í landi en Dan-
ir hafa verið í EB í tæplega 20 ár. -
Aðild að EB er þjóðhagslega hag-
kvæm fyrir okkur eins og aðrar Evr-
ópuþjóðir.
ÁTVRheldurí
staðgreiðsluna
G unnar Ólafsson skrifar:
Þótt olíufélögin hafi nú loks los-
að umgreiðsluhðftinogtekiðupp
viötekna viðsMptahætti með
greiðslukort, heldur ÁTVR enn í
staðgreiðsluna. Beinharðir pen-
ingar skulu það vera - eða ávís-
anir. Ekkert múður. Ríkið er
samtviðsig.
Síðan stendur til að taka í notk-
un svokölluð debetkort sém þýðir
að allar úttektir gegn þeim eru
teknar beint ut af bók viökom-
andi viðsMptavinar. ÁTVR verð-
ur því einá fyrirtæMð sem fær
beinan aðgang að sparibókum
landsmanna sem finna sig í því
að stofna sérstaka bók tíl afnota
fyrir ÁTVR. Það er ekki öli vit-
leysan eins'- sem betur fer.
Þögnhjákrötum
ÁrniSig. skrifar:
Athygli manna beindist mjóg
að Bokksþingi kratanna síðustu
dagana fyrir þinglð. EkM síst
vegna stóru orða ungkratanna,
hvort tækist að slá skjaídborg um
Jóhönnu og hvernig Guðmundi
Árna tækist rallið úr vinstri
beygjunum. En það var líkt og
þingheimi hefði verið gefin deyfl-
lyfjasprauta, enginn varð ágrein-
ingurinn. Karlinn stendur enn
keikur í brúnni og enginn spyr
um fiskiríið. Vart er við þvi að
búast að ungkratar fari á stjá
öðru sinni til aö leíðrétta kompás-
inn hjá fornianninum enda orðið
nokkuö um seinan þar setn flokk-
ur hans líkt og annarra formanna
er orðinn tímaskekkja.
Vérðíglugga
ferðaskrifstofa
H.Ó. hringdi
Furðulegt erað ferðaskrifstofur
hér skuli ekkí nota hina stóru
glugga sína og auglýsa betur
áfangastaði og verðtiiboð, Þetta
er viðtekin venja alls staðar sem
ég þekki til. Það auðveldar gang-
andi vegfarendum að átta sig,
sparar tima og vekur áhuga.
í Vestmannaeyjum sá ég nýlega
augiýstar ferðir ásamt þeim til-
boðum sem í gangi voru. Það
vora auglýstar helgar- og viku-
ferðir til helstu stórborga, tekið
framhvorthótel var iKtBfaliðeða
ekfci o.sirv. Þetta ætti að tíðkast
meira í ferðaþjónustenni.
Hvarfakútarog
haldlausrök
Sigurbjörn hringdi:
Eg sá sjonvarpsviðtal við fuli-
trua í uráhverfisráðuneytis um
hiha nýjú hvarfakuta'á bifreiðum
hér á landi. Ekkert ahnað kom
mér í hug eftir viötalið en þarna
væri am að ræða hlut sem um-
hverfisráðuneytið yæri staðráðið
i að konta i gegn hvað sem liði
gagnrökum sem styðja gagns-
leysi hvarfakuta hér á landi. EÍtt
sinn voru fiestir bflar með meng-
unarvarnir hingað komnir og
þær voru teknar úr hifreiðunum.
Sama veröur niðurstaöan varö-
andi hvarfakútana, óskabarn
umhverfisráðunéytisins.
ÁtökiníEvrópu
S.P, nringdi.- .
Ég sé ekki betur eða heyri en
að stríðsátökin í Evrópu austan-
verðri magnist upp gagnstætt þvi
sem menn vonuðu þegar átðkin
í Júgósalavlu voru í uþpsignngu.
Nu er þar blóðugt stríð í fiestúm
landshlutum. Ifyrwerandi Sov-
étiýðveldunum iogar allt í bar-
dögum sitt á hvað og Tékkðsfó-
vakía er brátt á barmi borgara-
styrjaldar, hvað sem hver segir i
dag - ÁtöMn i austanverðri Evr-
ópu nálgast oöfluga og ekki lil'-
vænlegt að binda tröss sitt við
rí k i eða ríkjasambönd þar.