Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 14
JU---
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SÍMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
íslenzkur skáksigur
íslendingar náðu sínum bezta árangri í skák frá upp-
hafi, miðaö við styrk móts, á ólympíuskákmótinu í
Manila á Filippseyjum, sem lauk í fyrradag. íslenzka
sveitin varð í sjötta sæti, á eftir sveitum Rússa, Úsbeka,
Armena, Bandaríkjamanna og Letta. Þetta er geysigóður
árangur, þar sem Sovétríkin hafa skipzt upp í hin ýmsu
lýðveldi, sem senda sérsveitir og raða sér mörg hver í
efstu sætin. Miðað við fyrri tíð mætti segja, að árangur
íslendinga nú samsvari þriðja sætinu, á eftir „Sovétríkj-
unum" og Bandaríkjunum.
íslendingar hafa oft náð mjög góðum árangri á ólymp-
íuskákmótum. Þeir voru fimmtu í Dubai árið 1986 og
áttundu í Júgóslavíu 1990. DV valdi skáksveitina „menn
ársins" 1986 eftir árangurinn í Dubai. Fyrr á árum má
nefna glæsilega frammistöðu íslenzkrar sveitar á Kúbu
og í Argentínu. Þátttökuþjóðir eru vel á annað hundrað
á ólympíumótum síðustu ár.
Frammistaða íslenzkra skákmanna hefur löngum
glatt hjörtu landsmanna, og íslendingar hafa vakið verð-
skuldaða athygh annarra þjóðá. Margir einstakir ís-
lenzkir skákmenn hafa gert garðinn frægah, og má þar
nefna Friðrik Ólafsson og Jóhann Hjartarson. Þeir kom-
ust í fremstu röð einstaklinga á kandidatamótum. Fyrir
htla þjóð eins og íslendinga er einkar hugljúft, þegar
sveit, skipuð fjórum aðalmönnum og tveimur vara-
mönnum, nær jafnlangt og varð í þetta sinn.
Afrek af þessu tagi eru uppörvun fyrir skákhstina
hér á landi, og þau grípa hugi landsmanna eins og önn-
ur afrek, svo sem þegar íslendingar eiga heimsmeistara
í bridge, sigurvegara á stórum handknattleiksmótum
eða jafnvel „sterkasta mann heims" eða „faUegustu
konu heims".
Við eigum nú þegar sex stórmeistara í skák og höfum
reynt að gera vel við þá. Við höfum nær því jafnmarga
stórmeistara og hin Norðurlöndin samanlagt. Á ólymp-
íuskákmótinu náði varamaðurinn Hannes Hlífar Stef-
ánsson, sem er um tvítugt, þriðja og síðasta áfanga að
stórmeistaratitli. Hann skortir þó að svo stöddu nokkur
ELO-skákstig til þess, að titilhnn verði staðfestur, sem
gæti orðið um næstu áramót. Annar íslendingur, sem
keppti sem varamaður á mótinu, Þröstur Þórhallsson,
er skammt frá stórmeistaratifh.
Þetta ólympíumót var vafalaust sterkasta ólympíu-
mótið frá upphafi, og jafnframt er ólympíusveitin ís-
lenzka hin sterkasta, sem við höfum sent frá byrjun.
Frammistaða íslendinganna var jöfn og góð og enginn
veikur hlekkur. Keppt var á fjórum borðum, og hlaut
sveitin um 60 prósent vinningshlutfall. Tiltölulega bezt-
ur var árangur Hannesar Hlífars, sem hlaut um 78 pró-
sent mögulegra vinninga.
Fréttir birtust nokkru fyrir þetta ólympíuskákmót
um, að mjög vafasamt væri um þátttöku íslenzku sveit-
arinnar í mótinu vegna fjárhagsörðugleika. Sem betur
fór, tókst að bjarga málum í tæka tíð. Hið opinbera hef-
ur á tíðum komið samböndum eins og Skáksambandi
íslands til hjálpar, þegar um fjárhagsörðugleika hefur
verið að ræða. Þar má nefna Bridgesambandið og Hand-
knattleikssambandið. Við setjum metnað í að verða
skákþjóð áfram, og þessi mál verður að leysa þannig
að opinberir aðilar styrki sambandið, þegar við slíka
erfiðleika er að etja, enda ekki um stórar fjárhæðir að
ræða. Skákþjóðin getur leyst málin með þeim hætti, þar
sem um ræðir meðal annars mikilvægt æskulýðsmál.
Haukur Helgason.
Itzhak Shamir. - „Hann einangraði þjóðina og fékk almenningsálitið í heiminum á móti Israel vegna óbilgimi
og ósveigjanleika", segir m.a. í grein Gunnars. Símamynd Reuter
Enginn syrgir Shamir
Itzak Shamir er gamall hermdar-
verkamaður, hann var félagi í
mestu öfgasamtökum gyðinga á
stjórnartíð Breta í Palestínu, Stern-
hópnum, sem meðal annars átti sök
á morðinu á Bernadotte greifa, þeg-
ar hann reyndi að miðla málum
miUi gyðinga og araba áriö 1947 og
auk þess myrti Sternhópurinn
hundruð manna í árásum á arabísk
þorp fyrir og eftir sjálfstæðisyfir-
lýsinguna 1948.
Stefnan beið ósigur
Shamir var á sínum tíma eftir-
lýstur og fór huldu höfði. Það er
ef til vill vegna þessarar reynslu
sem hann hefur allra manna mest
þrástagast á því að meira og minna
öll samtök Palestíumanna séu
hermdarverkasamtök, hann er að
flýja sinn eigin sk'ugga. Nú þarf
hann þess ekki lengur, hann hefur
loksins verið sigraður í kosningum.
ísraelskur almenningur hefur los-
að sig við hann og nú loksins er
von til þess að skriður komist á
friðarviðræður Palestínumanna og
ísraelsmanna sem ekkert hefur
miðað í síðan þær hófust síðasta
haust.
Stefna Shamirs í málefnum Pa-
lestínumanna, landnámið á her-
numdu svæðunum og þvermóðsk-
an gagnvart Bandaríkjunum,
verndarengli ísraels, hefur beðið
ósigur, allur almenningur vill
breytingu. Hún á að koma frá Itzak
Rabin og þeirri stjórn sem hann
mun mynda ásamt vinstri flokk-
um, en illu heilli ekki án þátttöku
eins eða fleiri flokka heittrúar-
manna, sem munu hér eftir sem
hingaö til að öllum líkindum hafa
stjórnina í hendi sér, þrátt fyrir
sáralítið fylgi. Það var Rabin sem
var leiðtogi Verkamannaflokksins
en Peres tók við fyrir kosningarnar
1977, þegar flokkurinn tapaði fyrir
Likud í fyrsta sinn frá upphafi. Þá
var Likud undir forystu Menachem
Begins, en Shamir var arftaki hans
og ennþá ósveigjanlegri en Begin.
Nú hefur Rabin hefht fyrir þær
ófarir Verkamannaflokksins. Úr-
slitin eru persónulegur sigur hans,
hann tók fyrir skömmu við forystu
í flokknum á ný af Shimoni Peres.
Rabin er alls ekki jafh frjálslyndur
og Peres en hann hefur samt á sinni
stefhuskrá að hætta landnámi á
hernumdu svæðunum og veita Pa-
lestínumönnum aukna sjálfstjórn.
Samt vill hann ekki leyfa þeim að
stofha sjálfstjórnarríki. Hann vUl
bæta sambúðina við Bandaríkin og
einbeita sér að uppbyggingunni
innan ísraels, en leggja minní
áherslu á að halda þeim landvinn-
ingum sem ísraelsmenn hafa náð í
styrjöldum sínum. Hann hefur
jafnvel verið til viðræðu um að af-
henda Sýrlendingum meginhlut-
ann af Golanhæðum, sem hafa þó
verið formlega innlimaðar í ísrael.
Kjallarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaöur
endalausum erfiðleikum í Israel
sjálfu. Og á allra síðustu árum hef-
ur samsetning íbúa ísraels breyst
á afgerandi hátt með innflytjendum
frá Sovétríkjunum fyrrverandi.
Innflytjendur
Þaö er tahð víst aö þessir innflytj-
endur, alls um 400 þúsund manns
eða yfir 8 prósent af þjóðinni, hafi
að yfirgnæfandi meirihluta kosið
Rabin og þar með fellt Shamir og
Likud. Sá meirihluti sem áður
studdi Likud var að miklum hluta
innflytjendur frá Miðausturlönd-
um og Norður-Afríku sem komu til
ísraels á sjötta áratugnum. Nú hef-
ur samsetning þjóðarinnar breyst
með nýjum innflytjendum. En það
er samt ekki alveg nóg.
Verkamannaflokkurinn hefur
„Rabin byrjar með hreint borð og
stefnuskrá sem er ólíkt,sveigjanlegri
og raunhæfari en Stór-ísraels draumar
Shamirs og hans nóta."
Allt spáir þetta góðu um framgang
friðarviðræðna.
Rabin og hernámiö
Þetta kann að koma á óvart frá
Rabin því að hann var forseti ísra-
elska herráðsins í sex daga stríðinu
1967 og æðsti maður þess hers sem
hertók vesturbakkann og Golan-
hæðir. En Rabin hefur Hka dýpri
skilning sem hermaður á því í
hverju öryggi ísraels er fólgið og
hann ásamt mestum hluta hersins
er á þeirri skoðun að ísrael sé nú
hernaðarlega tryggara en nokkru
sinni fyrr. Engin alvarleg utanað-
komandi hætta steðji nú að, ísra-
elsmenn hafi efni á að gefa eftir og
semja við nágranna sína. - í þessu
er almenningur honum sammála.
Skoðanakannanir hafa hvað eftir
annað síöustu mánuði sýnt mikinn
meirihluta andvígan hugmynda-
fræði Shamirs um Stór-Israel og
þeirri ofuráherslu sem hann leggur
á að halda í hvern einasta fermetra
lands sem hertekinn hefur verið.
Almenningur vill að stjórnin ein-
beiti sér aö vandamálum í ísrael
sjálfu þar sem efhahagsástand er
slæmt og atvinnuleysi vaxandi en
láti af þráhyggju sinni um land-
vinninga og útþenslu á kostnað
Palestínumanna.
'Það er að renna upp fyrir ísraels-
mönnum að fámenn þjóð þeirra,
sem er innan við fimm núlhónir
manna, getur ekki innlimað 1,8
milhónir araba, ef ríkið á að vera
framvegis ríki gyðinga. Endalaust
hernám og endalaus fjandskapur
við nágrannana er uppskrift að
ekki hreinan meirihluta, jafnvel
með stuðningi Meretz, sem er
vinstra bandalag, hefur Rabin ekki
nema 57 þingsæti af 120. Hann
vantar minnst fjögur upp á meiri-
hluta, og þar sem hann hefur hafn-
að samstarfi við flokk araba í ísra-
el neyðist hann til að leita á náðir
eins eða fleiri af trúarlegu flokkun-
um. í ísrael háttar þannig til að
allt landið er eitt kjördæmi og til
að fá mann á þing þarf aðeins 1,5
prósent atkvæða.
í framboði voru 25 hstar, af þeim
komu 13 listar manni eða mönnum
á þing. Einn öfgaflokkur datt út af
þingi. Þaö getur því farið svo að
þrátt fyrir góðan vilja Verka-
mannaflokksins geti þrír eða fjórir
þingmenn sett stjórninni stólinn
fyrir dyrnar. Þannig hefur þetta
alltaf verið í ísrael, en engu að síð-
ur hefur Rabin ótvírætt umboð til
breytinga. Þær breytingar geta
ekki orðið nema til góðs, bæði fyrir
ísraelsmenn sjálfa og þá menn ut-
anlands sem eru þeim velviljaðir.
Shamir kom á sinni stjórnartíð
óorði "á ísrael. Hann einangraði
þjóðina og fékk almenningsáhtið í
heiminum á móti ísrael vegna óbil-
girni sinnar og ósveigjanleika. Rab-
in byrjar með hreint borð og
stefhuskrá sem er ólíkt sveigjan-
legri og raunhæfari en Stór-ísraels
draumar Shamirs og hans nóta. Því
er það að þessar kosningar geta
yaldið þáttaskilum ekki aðeins í
ísrael heldur í Miðausturlöndum
öllum.
Gunnar Eyþórsson