Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992. 15 Aðstoð við fötl- uð og sjúk börn „Dagleg þjónusta, sem barn fær utan heimilis, skeröir umönnunarbæt- ur,“ segir m.a. í grein Ástu. Nú er komin til framkvæmda breyting á lögum um almanna- tryggingar sem samþykkt var í des- ember í vetur. Þaö er ákvæöi um fjárhagsaðstoð við framfærendur fatlaðra og sjúkra barna. Með þess- um lögum er verið að setja inn í almannatryggingalögin tíundu greinina úr lögum um málefni fatl- aðra um leið og barnaörorkan verður að umönnunarstyrk. Við þessa breytingu heyrir að- stoðin við þennan hóp öll undir almannatryggingar og heilbrigðis- ráðuneytið en hún var áður að hluta undir félagsmálaráðuneyti. Réttur alvarlega sjúkra barna og barna með langvinna sjúkdóma er einnig aukinn með þessum lögum. Samkvæmt lögum eiga framfær- endur fatlaðra og sjúkra barna frá þriggja mánaða að 16 ára aldri, sem dvelja í heimahúsi, rétt á fjárhags- aðstoð ef sjúkdómur eða fötlun hef- ur í för með sér tilfinnanleg út- gjöld, umönnun eða gæslu. Umönnunarstyrkur og umönnunarbætur Aðstoðin er í formi umönnunar- styrks og umönnunarbóta. Upp- hæðir styrksins eða bótanna mið- ast við þjónustuþörf á heimili og fötlunar- eða sjúkdómsstig. Umsóknir um aðstoð vegna fötl- uðu barnanna heyra enn að nokkru undir svæðisskrifstofur fatlaðra sem áður nefndust svæðis- stjórnir. Umsóknir vegna sjúku barnanna heyra beint undir trygg- ingayfirlækni. Svæöisskrifstofur fatlaðra gera tillögur um greiðslur vegna þeirra barna sem njóta þjón- ustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Tryggingayfirlæknir úr- KjaHarinn Ásta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Trygginga- stofnunar ríkisins skurðar greiðslur og metur læknis- fræðilegar forsendur umsækjanda, fötlunar- og sjúkdómsstig. Umönnunarstyrkur nefnast lægri upphæðirnar. Hann kemur í staö barnaörorkunnar. Hærri greiðslurnar nefnast umönnunar- bætur. Umönnunarstyrkur miðast við 12^10 klst. þjónustu á heimili á mánuði en umönnunarbætur mið- ast við 40-175 klst. þjónustu. Upp- hæðir styrks og bóta ákvarðast af upplýsingum frá greiningaraðila, þjónustustofnunum og framfæ- rendum, eftir ákveðnum reglum. Tryggingaráði er heimilt að hækka viðmiðun í allt aö 200 klst. í sérstök- um tilvikum. Dagleg þjónusta, sem barn fær utan heimilis, skerðir umönnunarbætur. Ef um tilfinnan- leg útgjöld er að ræða, t.d. mikinn ferða- og dvalarkostnað vegna læknismeðferðar, er heimilt að meta þau til hækkunar greiðslna. Styrkur til bifreiðakaupa og önnur hiunnindi Heimilt er að veita framfærend- um fatlaðra og sjúkra barna styrk til bifreiöakaupa. Allar upplýsingar um umsóknir og skilyrði fyrir rétti til styrksins er að finna í sérstökum bæklingi um þá aðstoð sem Tryggingastofn- un veitir hreyfihömluðum vegna bifreiða. Framfærendur barna með umönnunarstyrk eöa umönnunar- bætur eiga rétt á niðurfellingu á bifreiðaskatti. Börn sem njóta umönnunarbóta greiða lægra gjald fyrir læknis- þjónustu og heilsugæslu, sem er um þriðjungur af almennu gjaldi. Framvísa þarf sérstöku skírteini við greiðslu. - Börn með umönnun- arstyrk greiöa almennt gjald. Tryggingastofnun tekur þátt í kaupum á hjálpartækjum eftir ákveðnum reglum. Þurfi börn með þessa fjárhagsaðstoð á hjálpar- tækjum að halda skal hafa sam- band viö lækni sem sækir um þau á sérstöku eyöublaði. Upplýsingaskylda og umsókn Framfærendum þessara barna er skylt aö tilkynna Tryggingastofn- un eða svæðisskrifstofu ef aðstæð- ur breytast þannig að forsendur fyrir greiðslum breytast. Sumaror- lof skólabarna hefur þó ekki áhrif á greiöslur. Það er ástæða til að minna á að sækja þarf um allar bætur al mannatrygginga. Samráð skal hafa við lækni um umsókn. Hún berist tryggingayfirlækni á sérstöku eyðublaði. Umsókn skulu fylgja upplýsingar frá greiningaraðila um læknisfræðilega greiningu og að- stæður viðkomandi barns. Umsókn vegna barns, sem nýtur þjónustu skv. lögum um málefni fatlaðra, skal send viðkomandi svæöis- stjórn. Greiningaraðifr sendir í þeim tilvikum svæöisstjórn upp- lýsingar um fötlun og félagslegar aðstæður umsækjanda. Svæðis- skrifstofa metur umsóknina og ger- ir tillögur um greiðslur og sendir tryggingayfirlækni. Greiðslur eru lagöar inn á banka- reikning framfæranda barnsins mánaðarlega. Ekki skal greiða fyr- ir læknisvottorö sem krafist er vegna umsóknar. Skírteini vegna umönnunarbóta Um þessar mundir er verið að senda út skírteini til forráðamanna þeirra barna sem njóta umönnun- arbóta. Á skírteininu kemur fram hversu lengi úrskurður barnsins gildir. Sé skammt þar til úrskurður rennur út er tímabært að fara að huga aö endurmati. Foreldrar eða aðrir aðstandend- ur barna sem gætu átt rétt á þess- ari fjárhagsaðstoð eða voru með greiðslur vegna barnaörorku eða 10. greinar um málefni fatlaöra ættu að verða sér úti um nýjan bækling um þessa aðstoð. Hann fæst hjá Tryggingastofnun og um- boðum hennar, auk þess liggur hann frammi á heilsugæslustööv- um og læknastofum. Ásta R. Jóhannesdóttir „Börn sem njóta umönnunarbóta greiða lægra gjald fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu sem er um þriðjungur af almennu gjaldi. Framvísa þarf sér- stöku skírteini við greiðslu. - Börn með umönnunarstyrk greiða almennt gjald.“ Hvatvísi ráðamanna í hvalveiðimálum „Aftur er því hætta á að ísland verði skotspónn hvalfriðunarsinna og það skaðar hagsmuni okkar ... “ Nú hefur ríkisstjórn íslands ákveðið að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Þessi ráðstöfun er vægast sagt heimskuleg þar sem hún mun ekki þjóna tilgangi sínum heldur einungis skaða íslenska hagsmuni. Það gefur augaleið að þessi fullyrðing þarfnast útskýr- ingar í ljósi ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar. „Alþjóða hvalfriðunarráð?“ Því hefur verið haldið fram að Alþjóða hvalveiðiráðið sé í raun „alþjóða hvalfriðunarráð", og því hafi veiðiþjóðir á borð við íslend- inga ekkert þangað að sækja. Und- anfarin ár hafa íslendingar reynt að tala innan ráðsins fyrir skyn- samlegri nýtingu á vistkerfí sjávar, þ.m.t. sjávarspendýrum á borð við hvali. - Nýjustu hugmyndir í Bandaríkjunum hljóða hins vegar upp á að friða hvalinn og takmarka ásókn í æti hans, m.a. þorsk. Það segir sig sjálft að slíkar hug- myndir vega að undirstöðu ís- lensks atvinnulífs og því munu ís- lendingar þurfa að berjast gegn slíkum hugmyndum af alefli. Við höfum þegar stofnað samstarfs- nefnd með öðrum fískveiðiþjóðum á norðurhveli og höfum talað í mörg ár fyrir daufum eynun í Al- þjóða hvalveiðiráðinu. Næsta skref að mati ríkisstjómarinnar er að mótmæla þessu með úrsögn úr ráð- inu, svipað og þegar menn slíta stjómmálasambandi vegna stjórn- málaágreinings. Ekki einfalt mál Málið er hins vegar ekki svo ein- falt. í fyrsta lagi göngum við einir út. Þjóðirnar í samstarfsnefndinni, telja m.ö.o. ekki nauðsyniegt að KjaUarinn Ásgeir Baldursson nemandi f þjóðfélagsfræðum við HÍ segja sig úr ráðinu að svo stöddu. Það þýðir að smáþjóðin ísland hundsar alþjóðasamstarf sem hentar ekki fiskveiðihagsmunum hennar. Með þessu göngum við enn fram fyrir skjöldu og storkum al- menningsálitinu á Vesturlöndum. Aftur er þvi hætta á að ísland verði skotspónn hvalfriðunarsinna og það skaðar hagsmuni okkar, ekki síst á okkar mikilvægustu mörkuðum, þ.e. Bretlandi, Þýska- landi og Bandaríkjunum. Norð- menn fara aðra leið, þeir hefja aftur takmarkaðar veiðar á hrefnu. Jap- anir, Grænlendingar og Færeying- ar munu bíða og sjá. Guð einn veit hvað Rússar munu gera. Samstaða hvalveiðiþjóðanna er því mjög tak- mörkuð og það skaðar hagsmuni okkar. í öðru lagi er það örugglega sam- kvæmt langtímahagsmunum allra smáþjóða að virða almennt séð all- ar alþjóðastofnanir. Því að án þeirra mega þær sín lítils gagnvart stórþjóðum. Hvernig getum við mótmælt því þegar á okkar rétti er brotið ef við sjálf hundsum aliar alþjóðastofnanir og/eða samþykkt- ir sem ekki henta skammtímahags- munum okkar. í þriðja lagi þagnar rödd íslands innan Alþjóða hvalveiðiráðsins þegar við göngum úr því. Það skað- ar hagsmuni okkar því að þó við höfum enn ekki náð að sannfæra meirihluta ráðsins um ágæti þess að nýta allt vistkerfi sjávar né full- vissað hann um að nóg sé af hval í Norður-Atlantshafi þá er enginn vafi á því að afstaða þjóða er að mildast og að með ötulu samstarfi við allar aðrar hvalveiðiþjóðir heims er hægt að sveigja almenn- ingsálitið að takmarkaðri og var- færnislegri nýtingu í stað algjörrar friðunar. Það verður ekki hægt með því að hundsa alþjóðasam- þykktir og hegða sér eins og Sadd- am Hussein á alþjóðavettvangi. ís- lendingar eru ekki einir í heimin- um. í fjórða lagi munum við eftir sem áöur þurfa að hlíta ákvörðunum ráðsins, þar sem hvalveiðar geta ekki talist einkamál einstakra þjóða, og Alþjóða hvalveiðiráðið er eftir sem áður eina alþjóðastofnun- in sem fjallar um hvort og þá hve mikiö má veiða af hverjum stofni. Sagan kennir okkur jú að um hval- veiðar verður að vera alþjóðlegt samráð ef koma á í veg fyrir of- veiði. Og ef við veiðum í trássi við samþykktir þess munum við aftur fá að kenna á þrýstingi hvalvernd- unarhópa. Takmarkaðar hvalveiðar Með því að segja okkur úr ráðinu erum við því í raun að gefast upp. Játa að við höfum ekkert um þessi mál að segja í náinni framtíð og viðurkenna að það sé borin von að við veiðum aftur hval fyrir alda- mót. Við fyrirgerum rétti okkar til að taka þátt í að móta hvalveiði- stefnu eða standa gegn mótun hval- friðunarstefnu á alþjóðavettvangi. Nú þykist ég vita að það er vilji þorra þjóðarinnar að Islendingar taki aftur upp hvalveiðar og að það sé ekki ætlun ríkisstjórnarinnar að mála sig út í horn. Þess vegna væri það til muna gæfulegra að fara að dæmi Norðmanna og hefja aftur takmarkaðar hvalveiðar (annað- hvort í sumar eða næsta sumar), og hafa um það víðtækt samstarf við Norðmenn og aðra þá er kunna að vilja feta í fótspor okkar. Viö ættum enn um sinn að sitja í Alþjóða hvalveiðiráðinu, a.m.k. þar til viö komum á fót annarri stofnun sem gæti yfirtekið starf- semi þess. Og á meðan við sitjum þar ættum við að halda áfram til- raunum okkar til þess að sannfæra aðildarríkin um ágæti skynsam- legrar nýtingar á öllum auðlindum hafsins. Ásgeir Baldursson „ ... með ötulu samstarfi við allar aðr- ar hvalveiðiþjóðir heims er hægt að sveigja almenningsálitið að takmark- aðri og varfærnislegri nýtingu í stað algjörrar friðunar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.