Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1992, Blaðsíða 26
34 FOSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992. Afmæli Sigurgeir Jónsson Sigurgeir Jónsson, kennari og kaup- maöur, Boðaslóð 15, Vestmannaeyj- um, er flmmtugur í dag. Starfsferill Sigurgeir er fæddur í Vestmanna- eyjum. Hann lauk gagnfræöaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vest- mannaeyjum 1959, tók próf frá Vél- skólanum á sama stað ári síðar og próf frá Kennaraskólanum 1%5 en þarhóf Sigurgeir nám 1962. Sigur- geir settist síðar aftur á skólabekk í Vestmannaeyjum og lauk meira fiskimannaprófi frá Stýrimanna- skólanum 1984. Sigurgeir var kennari við Barna- skólann í Vestmannaeyjum til 1973, í Hveragerði næstu tvö ár á eftir og blaðamaður í Reykjavík um tíma. Hann var æskulýðsfulltrúi Vesta- mannaeyjarbæjar um þriggja ára skeið en hóf aftur kennslu við Stýri- mannaskólann eftir nám í sama skóla. Sigurgeir hefur stundað sjó- mennsku sem vélstjóri og stýrimað- ur og haft hana bæði að aðalstarfi og eins sumarstarfi samhliða kennslunni. Sigurgeir og kona hans, Katrín Lovísa Magnúsdóttir, keyptu verslunina Oddinn við Strandveg fyrir tveimur árum og hafa rekið hanasíðan. Sigurgeir var ritari Sjómannafé- lagsins Jötuns í Vestmannaeyjum í fjögur ár, ritstýrði Sjómannadags- blaði Vestmannaeyja fimm sinnum og var ritstjóri Fylkis, málgagns Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna- eyjum, í tvö ár. Hann hefur oft setið í stjórn Bridgefélags Vestmanna- eyja, var um tíma félagi í Kirkjukór Vestmannaeyja og lék með dans- hljómsveit á yngri árum. Fjölskylda Sigurgeir kvæntist 1967 Katrínu Lovísu Magnúsdóttur, f. 29.3.1944, frá Ketilsstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu. Foreldrar hennar: Magn- ús Halldórsson bóndi og kona hans, Lára Ólafsdóttir. Börn Sigurgeirs og Katrínar Lo- vísu: Jarl, f. 3.11.1967, nemi í Stýri- mannaskólanum, sambýliskona hans er Unnur Ingólfsdóttir; Dís, f. 2.8.1969, skrifstofustúlka í Reykja- vík, sambýlismaður hennar er Hlynur Jóhannsson; Hersir, f. 16.1. 1971, verkfræðinemi við Háskóla íslands, sambýhskona hans er Dóra Aðalsteinsdóttir; Dögg Lára, f. 15.10. 1974, nemi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Dóttir Sigurgeirs og Ölmu Þorvarðardóttur er Fann- ey, f. 1.3.1965, gift Þóri Skúlasyni, kerfisfræðingi, þau eiga tvö börn. Systir Sigurgeirs er Ingibjörg, gift Garðari Arasyni verslunarstjóra, þau eru búsett í Þorlaugargerði og eiga fjögur börn. Uppeldissystir Sig- urgeirs er Anna Oddgeirs, gift Frið- riki Hjörleifssyni sendibílstjóra, þau eru búsett í Reykjavík og eiga fimm börn. Foreldrar Sigurgeirs: Jón Guð- jónsson, bóndi og skipasmiður frá Þorlaugargerði, og Guðrún Jóns- dóttir frá Suðurgarði. Sigurgeir og Katrín Lovísa dvelja SigurgeirJónsson. hjá kunningjum í Malaga á Spáni um þessar mundir. Ragnar Edvardsson Ragnar Edvardsson borgarstarfs- maður, Kjartansgötu 1, Reykjavík, varð sjötugur sl. miðvikudag. Starfsferill Ragnar fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hann lærði bakaraiðn hjá föður sínum, var vörubílstjóri hjá Þrótti, rak síðan eigið bakarí, Nes- bakarí, og ók síðan aftur hjá Þrótti um áratugaskeið en hefur verið ör- yggisvörður hjá Reykjavikurborg frál978. Ragnar sat í stjórn Þróttar og var ritari félagsins 1971-77. Fjölskylda Ragnar kvæntist Jónínu Rann- veiguÞorfinnsdóttur, f. 16.9.1921, d. 10.4.1992, húsmóður, enþau skildu. Hún var dóttir Þorfinns Guðbrandssonar múrara og konu hans, Ólafar Runólfsdóttur húsmóð- ur. Ragnar og Jónína eignuðust sex börn: Ómar Þ. Ragnarsson, f. 16.9. 1940, fréttamaður og skemmtikraft- ur í Reykjavik, kvæntur Helgu Jó- hannsdóttur; Edvard Sigurður, f. 4.8.1943, kennari og bankastarfs- maður, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur kennara; Jón Rúnar f. 12.1.1945, framkvæmdastjóri og rakarameist- ari í Reykjavík, kvæntur Petru Baldursdóttur ritara; Ólöf, f. 16.6. 1948, kennari í Reykjavík, gift Ólafi Jóhanni Sigurðssyni véMrkja; Guðlaug, f. 20.8.1951, húsmóðir í Stokkhólmi í Svíþjóð, gift Sigurjóni Leifssyni yfirbryta; Sigurlaug Þur- íður, f. 17.7.1964, húsmóöir og nemi íReykjavík. Systkini Ragnars: Guðrún Áslaug Guðmundsdóttir, f. 21.5.1921, hús- móðir og fyrrv. starfskona við mötuneyti Landspítalans, og Guðni Þ. Guðmundsson, fulltrúi hjá Sjóvá, núlátinn. Foreldrar Ragnars voru Guð- mundur Edvard Bjarnason, f. 1901, nú látinn, bakarameistari í Reykja- vík, og Sigurlaug Þuríður Guðna- dóttir, f. 1901, nú látin, húsmóðir. Ætt Meðal systkina Edvards voru Anna, gift Erlendi Þórðarsyni, presti í Odda, og Sigríður, móðir Bjarna Jónssonar listmálara. Ed- Ragnar Edvardsson. vard var sbnur Bjarna, formanns í Reykjavík, Gíslasonar. Meðal systk- ina Sigurlaugar voru Einar, prófast- ur í Reykholti, faðir Bjarna, fram- kvæmdastjóra Byggðastofnunar, og Guðmundar, fyrrv. forstjóra Skip- aútgerðar ríkisins. Annar bróðir Sigurlaugar var Jón, prestur og skjalavörður, faöir rithöfundanna Guðrúnar, Ingólfs, Torfa og Eiríks. Sigurlaug var dóttir Guðna, b. á Óspaksstöðum í Hrútafirði, Einars- sonar, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. , ERT ÞU ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTAR6ETRAUN Á FULLRI FERD! I OG SIMINN ER 63 27 OO Wotar þú vettlinga þegar þú lest bækur? Bók þarf ekki aó kosta 2000 króiuir til aö vera góö. ^ Úrvalsbækur kosta 790 krónur og ennþá minna i áskrift! Á næsta sölustaó eða i áskrift í síma (91)63 27 00 Það er vissara meðan þú lest þessa: - annars nagar þú neglurnar upp til agna! Æsileg spennusaga úr New York samtímans Til hamingju með afmælið26.júní 85 ára Trausti Jónsson, Vesturbraut 16, Hafharfirði. 80ára Jón Gttðjónsson, Grænumörk 1, Selfossi. 75ára Friftfinnur Friðfinnsson, Munkaþverárstræti 34, Akureyri. 70ára Jóhunn a Jónsdóttir, Réttarholti, Akrahreppi Erla Steingrímsdóttir, Fitjabraut 6a, Njarðvík. Guðrwn Pétursdóttir Hátúni2í,Keflavik. (áafmæli27.6.) Guörúntekurá mótígestumi safnaðarheim- ilinuílnnri- Njarðvíkkl. 16-19 áafmæl- isdaginn. 60ára Heiðbjört Jóhannesdóttir, Hamrahlíð, Lýtingsstaðahreppi. Tryggva Eggertsdóttir, Garðavegi 14, Hvamrastanga. 50ára Ingibjörg veröur að heiman á af- mælisdaginn. Sigurást Karelsdóttlr, Borgarvík23, Borgarnesi. Árni í sleifsson, Þjórsárholtí, Gnúpverjahreppi. Friðílnnur Kristjánsson, Hegranesi 5, Garöabæ. 40ára_________ Va lu r M agn ú s so n, Stórholti 47, Reykjavík. ÓJ öl' Viktoria Jóna sdót t i r, Strándaseh 8, Reykjavík. Sigrún Arnsteinsdóttir, Borgarhlíð 2d, Akureyri. Jóhanna Ragnarsdóttir, Rimasíðu 23d, Akureyri. Lárus Guðmundsson, Hátúni lOa, Reykjavík. H a fdí s Sigrún Aradóttir, Reyðarkvísl 8, Reykjavík. Pétur Gunnar Pétursson, Krosshömrum 23, Reykjavík. Stefanía Lára Sigurðardóttir, Tjarnarlundi 5c, Akureyri. Hafdis Baidvinsdóttir, Starmýri 23, Neskaupstað. Guðmundur M. Jakobsson, Urðarbraut l, Garði. Ingi Arnar Pálsson, Ólafsbraut 44, Ólafsvík. Valdimar Sólbergsson, Vogabraut 54, Akranesi Friðjón Erlendsson, SólvöEum 5, Akureyri. Hólmfriður Jónsdóttir, Bugðutanga 1, Mosfellsbæ. Ragnhildur Anna Karlsdóttir, Kársneshraut 115,Kópavogi. RagnheiðurSteindórsdóttir, Brávallagötu 14,Reykjavík. Ingibjðrg KristjánBdóttír, UrðarbrautS, Blönáuósi. Lóð undir atvinnuhúsnæði Reykjavíkurborg hyggst selja byggingarlóð á milli Skúlagötu og Sætúns í Reykjavík ef viðunandi tilboð fæst. Lóðin er á móts við Klapparstíg 3, um 1.500 ferm. að stærð, og má reisa á henni tvö 240 ferm. verslunar- og bjónustuhús auk tengibyggingar. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 3, 3. hæð, sími 632300. Þar fást einnig afhentir söluskilmálar og skipulagsskil- málar. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, í síðasta lagi föstudaginn 7. ágúst 1992. Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.