Alþýðublaðið - 20.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.07.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Ra fmagnfilelðslui. Strauomum hefir þegar verið hleypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rafleiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið ( tíma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hlti & Ljós. Laugaveg 20 B. Sími 830. tt á bezta stað við Laugaveginn, er til leigu. — Upplýsingar í síma 7S8. — fást í Kaupfélaginu 1 Gamla bankanum. V alskonar nýjungar. Einfaidar harmonikur. Hljóðfærahúsiö, Alþýðumenn verzla að öðru jöfnu við þá sem auglýsa í blaði þeirra, þess vegna er bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu. Alþýdabladid • sr ðdýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanp- ið það og lesið, þ£ getið þið alðrei án þess reriö. Alþbl. kostar I kr. á mánuðl. K aupid Alþýöublaðið! Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: ólafur Fríðriksson. PrenUmiðjan Gutenberg. fétci Ltmd<m\ Æfintýri. Tóhanna leit á hann, varir hennar skulfu, þegar hún ætlaði að svara. Sheldon helt áfram. „Og þú mátt ekki gleyma, að hann er sonur höíðingja og að það er eins víst og tveir og tveir eru tjórir, að ættmenn hans við Port Adams munu hefna hans með því að taka höfuð hvíts manns". „Þetta er svo hræðilega þýðingarlaust", sagði Jóhanna loksins. „Og svo-------æfintýralegt", bætti hann kýminn við. Hún svaraði þessu engu. Hún snéri sér burt frá hon- um, og Sheldon vissi, að orð hans höfðu hitt. „Þessi þarna er orðinn veikur", sagði Binu-Charley og benti á Poonga-Poongamanninn, sem særst hafði af örinni. Maðurinn sat kveinandi og spenti greipar á hnjám sér. Sheldon hafði strax látið þvo sárið úr sóttvarnar- meðölum, en samt bólgnuðu herðarnar mjög. „Við verðum að fara með hann þangað sem Tudor liggur", mælti Jóhanna. Blóðið kemst á meiri hreyfingu ef hann gengur og vinnur á móti eitrinu. Adamu Adam, geturðu annast þennan mann. Hristu hann. Ef hann sofnar deyr hann“. Ferðin gekk nú betur. Binu-Charley hafði skógarbú- ann á undan sér og lét hann ryðja burtu gildrunum. Skörp bugða var á einum stað á veginum og var ó- mögulegt að komast hjá þvi, að reka sig á laufþyknið. Skógarbúinn var hér mjög varkár og þegar hann hafði greitt sundur þyknið, kom spjótsoddur í ljós, sem var þannig fyrir komið, að óhjákvæmilegt var að rekast á hann, þegar farið var um stíginn. Binu-Carley tók spjótið og rannsakaði það nákvæm- lega, alt i einu lést hann ætla að reka það í skógar- búann, sera hrökk í ofboði undan. Spjótið var vafalaust eitrað. Þegar lagt var af stað aftur hélt Carley spjótinu ógnandi við bak skógarbúans, Sólin gekk snemma undir háu fjöllin í vestri, en tungls- ljós lýsti ferðafólkinu. Leiðangurinn hélt stöðugt áfram um þennan töfraskóg — þar sem allsstaðar voru hættur og skelfing í leyni, þar sem dauðinn læddist hljóðlaust að mönnum, þar sem mannlífið var en á fornaldarstigi. Ekki bærðist hár á höfði, loftið var þrungið rotnun og óhollum gufum. Svitinn bogaði af þeim og þau fundu greinilega rotnunarþefinn. Þau fóru af stígnum. Stundum urðu þau að skríða á fjórum fótum gegnum þyknið, og stundum urðu þau að klifia í trjánum fimm álnir tyrir ofan jörðina. Loksins komu þau að gríðarstóru banantré, sem var ótrúlega stórt um sig og umvafið vafningviði. Innan úr djúpi trésins heyrðu þau rödd. eins og maður syngi með daufri og hæglátri rödd. Alt í einu hljóðnaði söngurinn, og veika röddin hróp- aði halló, sem Jóhanna svaraði. „Eg er ekki orðinn vitlaus", sagði röddin; „eg söng bara ögn til að halda kjarknum við. Hafið þið nokkuð, sem hægt er að éta?" Fimm mínútum slðar var búið að vefja sjúklinginn ábreiðum. Bál voru kynt, vatn sótt, tjald Jóhönnu reist og Lalaperu tók utan af matnum og opnaði dósirnar. Tudor, sem var orðinn hitalaus, var mjög máttfarinn og glorhungraður. Höfuð hans var svo bólgið af mý- flugnabiti, að hann var varla þekkjanlegur, og Jóhanna smurði andlit hans með sínum eigin húðsmyrslum og vafði það heitum klútum. Sheldon fékk sting í hjartað í hvert sinn sem hendur hennar snertu andlit eða lík- ama Tudors. Hann fann að þessar hendur voru ekki lengur drengshendur. Nú voru það konuhendur — og Æ fintýriÖ eftir Jack London, sagan sem hefir verið að koma hér í blaðinu, kemur út sérprentuð á ágæt- um pappír með mynd höfundarins. — Hún verður yfir 200 síður og kostar aðeins 4 kr. send frítt hvert á land sem er gegn póstkröfu. Upplagið lítið. — Sendið pantanir sem fyrst til blaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.