Alþýðublaðið - 21.07.1921, Blaðsíða 1
/
0-@íiö ttt af »A.l^ý©taJffiol£l£3a«iiss,.
1921
Fimtudaglsa 21. júlí.
165. tölub!.
Jiiisiið í JIoregL
Samningarnir við Spán
og Frakkland.
í norska blaðinu „Arbejdet",
sera gefið er út í Bergea, er fyrir-
lestur eftir Castberg, formann
Ibannflokksins á þingi Norðmanna.
Fyrirlesturinn rekur frá rótum
ihvernig stendur á um samninga
¦ Norðmanna við erlend ríki og
skýrir kröfu Spánverja um tilslak-
anir á brennivínsbanninu.
Castberg vítir mjög aðfarir and-
Ibsnninga heima fyrir og segir:
„— Útíendiagarnir hafa síuðst
við undirróður þeirrá. Jafnvel þing-
menn hafa látið þá skoðun í Ijósi
4 þingsalnum, að það ætti að
slaka til á lögunum, og undir það
tiefir einn samningsmaðurính tek-
ið. Um þetta segir spánskt blað,
að það hafi tekið eftir „þessura
vegJynda samningsmanni". Og
annað blað segir: „Við verðum
að nota samherja okkar í Noregi."
Hefðu menn innanlands ekki hegð-
að sér svo glæpsamiega, hefðum
við staðið betur að vígi."
Hvað segir Morgunbiaðið um
betta? Það hefir eins og áður
'iiefir verið sýnt fram á gengið í
lið með andstæðingum vor ís-
Sendinga og hegðað sér eins og
norsku iiiræðismennirnir.
; Uíb samninginn við Frakka
segir hásm, að hann sé ekki eins
hættulegur og £ fljótu bragði virð-
/ist. Sé óttinn við hann sprottinn
•af misskilningi.
— Fyrsta grein samningsins
Mjóðar svo: „Norska stjórnin
skuldbindur sig til, meðan núver-
andi samkomulag stendur, að Ieyfa
insfiutning á fötura og fiöskum,
ásamt flutaingi innanlands, á
írönskum vínum með 14 gráða
styrkleika eða minna, án þess áð
takmarka notkunina."
— Én þessari grein fylgir skýr-
ing, sem er sassbijóða á frönsku
og fylgir samningnum. Skýringin '
sýnir, að hér er ekki gengið í
neinu á löggjöf landsins. Þannig
er til orða tekið í skjaíinu:
„Það leiðir af sjáifu sér, að
orðin „án þess að takmarka notk-
unina" þýða, að norska stjórnin
gerir ekki sérstakar ráðsíafanir
eins og t. d. takmörkun á inn-
flutningi eða skömtun á einka-
notkun, í því augnamiði að hindra
löghlýðna neytendur, sem eru
einskis ólöglegs vitandi (in bona
fide), í að afla sér þess víns er
þeir æsktu. Það leiðir afsjálfusér
að þetta afnemur á engan hátt
þann rétt sera norskar sveitastjórn-
ir hafa með tilliti til undanþágu
að norskum lögum. Ekki heldur
afnemur þetta þann rétt, sera sér-
hver stjórn hefir til að setja vísar
löggæzlureglur, sem gætu veríð
nauðsynlegar í vísu falii. :--------".¦
Það, sem segja má samningnum
til hróss, segir Castberg, er að
hann er bygður á þjóðsiratkvæða-
greiðslunni um bann og hann
hindrar ekki að komið verði á
einkasölu eða félagssölu. — En
fari svo, a.ð öl! félögin leggist
niður, með atkvæðagreiðslu, ligg-
ur ekki annað fyrir en'algert að-
flutningsbann, og það ræðir samn-
ingurinn ekki um.
Af þessu geta menn séð, að
staðhæfitigar Morgunblaðsins um
það, að samriingurmn banni algert
vínbann, eru rangar, hvort sem
þær eru teknar eftir norskum and-
banningablöðum eða ekki. Og um
afslátt á atkvæðagreiðslunni um
brennivínslögin er ekki að ræða,
því hún talaði aðeins um bann á
sterkum vínum, en tiltók ekki
gráðustyrkleikann,' og létt vín
frönsk hafa sum 14 gráðu styrk-
leik. \
Meðal annars segir Cástberg:
— Spánverjar hafa gert oss
tilboð, sem ekki er Sbægt að ganga
að. Spánn hefir þvinæst lagt geysi-
háan toll á saltfisk. Noregur hefir
svarað með því, að hækka tollinn
á spönskum vörum. Hækkunin á
tolli af spönskum vinum var sam-
þykt af þinginu f einu hljóði og
hækkunin á öðrum vörum með
yfirgnæfandi meirihluta.
Hann segir að Spánverjar krefj-
ist ferfalt meiri innfintnings á vín-
um til iðnaðar, vísinda og meðaia-
notkunar, en Norðmenn þarfnist,
og ekki megi fiytja þessi vín út
aitur. Um kröfuna segir hann:
— Það er skiljaniega til lítiís
sóma fyrir landið, ef gengið væri
að þessu, og það gæti ekki verið
sarahljóða þeirri samþykt stór-
þingsins, að aðeins skyldi Ieyfður
innfiutningur til iðnaðar, vísinda
og meðalanotkunar eítir þörfum.
Þessi tiílaga var samþykt með,
öilum atkvæðum gegn 1, og að
ganga frá samþyktinni vegaa ktölu
frá útlöndum, væri til þess að
rýra álit Noregs og sóma haos;
það væri skarð i þjóðarkeiður
vorn og sjálýstæði vort. Og það
mundi leiða til frekari baráttu út
á við og inn á við, og að þessu
er svo farið, hefir enginn lýst
Ijósara en einmitt núverandi utan-
ríkisráðherra, dr. Rcestad.
Hér kemur fracs sama skoðunin
sem haldið hefir verið fram hér í
blaðinu og leyfum vér oss að efast
um að „Morgunbkðsljósin" séu
skarpskygnari utanrfkisstj órnm'ála-
rneun en þessir mikiisæetnu Norð-
menn.
Castberg telur það nauðsynlegt
að leggja talsvert í sölurnar, svo
ekki þurfi að láta undan Spánverj-
um. Segir hann að enginn vafi
sé á því, að Spánverjar muni
hætta þessu tollstriði, ef þeir sjáí
að Norðmönnum sé alvara, að
fara sömu ieiðina og ísland, Banda-
ríkin, Finnland og Nýfundaaíand..
— Menn segja að fólki snúist
hugur gegn banninu, en jafnframt
koma fjölmargar háværar raddir
um það, að Sáta ekki undan,
segir Castberg. — Þetta stendur
ekki vel heima við það, sem
Morgunblaðið hefir sagt.
— Það, sem norska þjóðin er
nu að berjast fyrir, er alheims-