Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 31. 1992. Sviðsljós Whitney Houston og Bobby Brown: Þótti lítið hvoru til annars koma en það breyttist fljótt Söngkonan og feguröardísin Whitney Houston játaðist rapparan- um Bobby Brown þann 18. júlí síð- asthðinn. Brúðkaupið var haldið í glæsilegum bústað hennar. Ljós- myndurum var meinaöur aögangur og bláar blöðrur byrgðu mönnum sýn. Kjóll Whitney var snjóhvítur síð- kjóll með frönskúm blúndum, pallí- ettum og perlum. Hann fór vel við 10,5 karata demantstrúlofunarhring- inn sem Bobby gaf henni. Það tók hvorki meira né minna en sex mán- uði að hanna og sauma brúðarkjól- inn en það var Marc Bouver sem annaðist það. Hann hannaði einnig hvítan smóking á brúðgumann. Sjö glæsilegar brúðarmeyjar og sjö svaramenn fylgdu hrúðhjónunum til kirkju og voru brúðarmeyjarnar klæddar í ljósfjólublátt og svara- mennirnir í purpuralit jakkafot. Brúðkaupið stóð yfir alla nóttina með dansleik og tilheyrandi. Veiting- unum var komið fyrir í tjöldum. í aðaltjaldinu var franskur matur framreiddur, í öðru fór sjálf athöfnin fram, að lokum var komið fyrir nokkrum minni tjöldum fyrir kokk- teila og starfsfólk brúðkaupsins. Nýbökuðu hjónin hyggjast fara í tíu daga brúðkaupsferð á rivíeruna. Brúðhjónin létu allar gjafirnar renna í sjóð til bágstaddra barna í heiminum. Nýlega fór fram keppnjn ungfrú Evrópa í Aþenu. Þrjátíu og tvær stúlkur tóku þátt í keppninni sem fram fór í 35. skiptið. Fyrir íslands hönd tók Heiðrún Anna Björnsdóttir þátt í keppninni en komst ekki í úrslit. Á myndinni má sjá þátttakendur i keppninni og er Heiðrún Anna fimmta frá vinstri. MÝTT-ríÝTT ÓDÝR FRAMKÖLLUN 1 dags biö 1 klukkutíma bið Verð 12myndirkr. 533,- Verð 12myndirkr. 723,- 24myndirkr. 881,- 24 mynclir kr. 1191,- 36 myndirkr. 1229,- 36 myndirkr. 1659,- A Ath.! Við höfum verið í ffamköllunarþjónustu i 67 ár. Fýrsta flokks vinna og myndgæði. amatnp UÓSMYNDAVÖRUVERSLUN *■“■ ■ LAUGAVEGI 82 • P. O. BOX 71 -121 REYKJAVÍK AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS i tllefni þess að flmm ár eru llðin frá stofnun Gulu linunnar héft starfs- fólk fyrirtækisins og fjölskyidur þess upp í Hvammsvik í Kjós og plant- aði þar rúmlega 1000 piöntum í samvinnu við fagfólk. Var þar með einu tré plantað fyrir hvert fyrirtæki sem tekur þátt í þjónustu Gulu línunnar. FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984-1 ,fl. 01.08.92-01.02.93 kr. 57.954,71 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, Júlí 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.