Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 13
„Hann ældi og pissaði á sig og fínlegar dömurnar sögðu einum rómi oj-bara.“ í leit að alsælu Hann var klæddur samkvæmt nýjustu tísku undirheimanna, ók um á hraðskreiðum bílum og var í tygjum við fagrar konur sem orð- aðar voru við módelstörf. Á daginn starfaði hann við dularfull við- skipti og verslunarstörf en á kvöld- um var hann barþjónn á kynngi- mögnuðum skemmtistað í mið- borginni. Hárið var dökkt og sítt, slegið aftur fyrir eynm og niður á hnakkann. í öðru eyranu bar hann lítinn guilhring. Hann var oftast í svörtum leðurjakka, gallabuxum og skinnstígvélum og hann fylltist aðdáun þegar hann horfði á mynd sína í spegli. „Á nóttunni er ég kon- ungur alheimsins, þegnar mínir mæna á mig aðdáunaraugum, æs- andi gljápíkur dansa í kringum mig í takt við trommuslátt diskósins, baðaðar fjólubláu ljósi næturinnar. Þá er eins og tíminn standi kyrr og andartakið hverfi inn í óravídd- ir óraunveruleikans," sagði hann eitt sinn í létt geggjuðum góðra vina hópi. Hann drakk áfengi ótæpilega en varð sjaldnast mjög drukkinn. Stöku sinnum fékk hann sér hassmola í pípu en þegar hassið hætti að hafa nein teljandi áhrif fór hann að nota amfetamín; „svona til að kýla mig upp úr ládeyðu smáborgarans,“ sagði hann við tómið í kringum sig. Þegar fregnir bárust um nýtt efni, alsælu eða ecstasy, á fíkniefnamarkaði nætur- innar sperrti hann eyrun og fylltist áhuga. „Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi," sagði hann, spek- ingslega, „og óravíddir mannshug- ans verður að kanna með tíistyrk réttra hjálpartækja." Síðan fór hann á stúfana og útvegaði sér nokkur hylki af þessu nýja efni og greiddi vel fyrir eða 5.000 kr. fyrir stykkið. Sölumaðurinn var glæsi- menni úr skemmtanalífinu á blá- leitumBMW. Sagan Ecstacy eða alsæla er nafn á efn- inu 3,4-methylenedioxymethamp- hetamine. Lyíjafyrirtækið E. Merck setti efnið á markað árið 1914 sem megrunarlyf en þaö hvarf úr umferð og lá í gleymsku allt til ársins 1980. Efnið er því á engan hátt nýtt á borðum fíkniefnasal- anna. Þaö hefur einhver örvandi amfetamínlík áhrif en veldur auk þess vellíðan og einhveijum of- skypjunum. Neytandinn telur sig færast nær öðrum manneskjum og hann finnur fyrir velvilja og já- kvæðum hughrifum gagnvart ver- öldinni. En aukaáhrif efnisins eru fjölmörg, lystarleysi, krampar, tan- því fljótlega. Annar hringdi á sjúkrabíl. Krampamir virtust eng- an enda ætla að taka. Hann blánaði upp og kipptist allur til. Einstakir líkamshlutar virtust fá eigið líf og þyrptust í allar áttir samtímis. Handleggirnir kipptust í eina átt, fæturnir í aðra og höfuðið keyrðist aftur á bak ofan í parkettgólfið. Hann ældi og pissaði á sig og fínleg- ar dömurnar sögðu einum rómi oj-bara. Þá kom sjúkrabíllinn og snöfurmannlegir menn á hesta aldri björguðu skelfingu lostnum samkvæmisgestum frá þeirri sjón- mengun sem kóngur næturlífsins var orðinn. Hann var settur á börur og ekið með hann á sjúkrahús á blikkandi fjólubláum ljósum við undirleik sírenu. Læknum og hjúkrunarliði tókst með miklum herkjum að ráða niðurlögum krampanna. Síðan tók við erfiður tími á gjörgæslu með alls konar uppákomum, losti, háum hita og blóðtappa í lunga. En seint og um síðir fékk hann að yfirgefa sjúkra- húsið og fara aftur heim. Svona alvarlegir fylgikvillar neyslu al- sælu eru ekki algengir en efnið virðist geta valdið miklum krömp- um, losti, ofsahita og blóðstorknun íæðum. Biturtbros Hann ákvað eftir þetta að snerta ekki alsælu aftur. „Lífið á gjör- gæslu er engin alsæla," sagði hann og brosti biturlega. Hann hafði lagt af á sjúkrahúsinu og leðurfötin virtust nokkrum númennn of stór. Eymalokkurinn hafði týnst í öllu írafárinu og hárið hafði tapað bæði glans og glæsileika. Hann reyndi að fara aftur á gamla skemmtistað- inn en honum fannst allt vera inn- antómt og dapurlegt. „Sá sem stað- ið hefur í biðsal dauðans og beðiö eftir fari yfir ána Styx nennir ekki að standa í röð til að komast á skemmtistað," sagði hann og ákvað að hringja í feitlaginn, glaðlegan sjúkrahða úr sveit sem hafði fært honum límonaði að drekka. Hún samþykkti að fara með honum í bíó og hann ákvað nokkru síðar að gera aldrei framar tilkall til kon- ungdæmis nætminnar. „Mitt ríki er dagurinn," sagði hann nokkrum vikum síðar þegar hann vaknaði við hhð sjúkrahðans í htilh íbúð í Breiðholtinu. „Hættuþessunöldri og fáðu þér ipjólk að drekka," sagði hún með norðlenskum hreim og kyssti hann á tómt gatið eftir eyrnalokkinn. nagnístran, ógleði, vöðvastirðleiki, sviti, hjartsláttur og háþrýstingur. Eftir neyslu efnisins kvarta margir undan svefnleysi og óeðlhegri þreytu sem varir í marga daga. Margir neytendur finna fyrir mikl- um ofsóknarhugmyndum, svefn- leysi og ofskynjunum sem ganga yfir á tveimur sólarhringum. Lang- tímaáhrif efnisins geta líkst geð- veikiseinkennum með miklum of- sóknarhugmyndum, hugsanatrufl- unum og svefnleysi. Vegna þessa var öhum tilraunum til að finna einhver not fyrir efnið hætt. Hörmulegveisla Hann keypti sér 4 hylki fyrir 20.000 krónur og hugði gott th glóð- arinnar. í dýrlegu samkvæmi eftir bah ákvað hann að láta til skarar skríða og gleypti í sig2 hylki. Hann fann Á læknavaktLniú fyrir einkennhegum áhrifum. Skyndhega var hann glaðvakandi og langvinn þreytan virtist horfin á veg allrar veraldar. Fyrir augum sá hann htróf regnbogans, stjömur og himintungl. Fólkið í samkvæm- inu breytti um svip og andhtin virt- ust leysast upp í einingar sínar. Risastórt nef dansaði við eyra með hláum eymalokk, ljósleitt hár hélt utan um ægistórar framtennur. Hann hristi höfuðið og starði fram fyrir sig og hugurinn fyhtist bjart- sýni, gleði og jákvæðum trylhngi. „Ég er lifandi, we are the champi- ons,“ söng hann fagnandi og tók undir með Fredda Mercury í Que- en. Hann skehti í sig hylkjunum tveimur sem eftir vom og fann hvemig áhrifin stigmögnuðust og hugurinn varð léttari, tryhtari og tættari en nokkm sinni fyrr. Tíminn stóð kyrr en þaut þó áfram af ofsahraða. Aht í einu fannst hon- um eins og aht væri að springa inni í höfðinu á sér og hann rak upp vein. Skyndhega féh hann út af og fór í krampa. Aðrir gestir hættu að dansa og þyrptust í kring- um hann og horfðu á hann engjast í flogum á gólfinu. Einhver reyndi að troða upp í hann skeið en hætti Óttar Guðmundsson læknir A SILDARÆVINTVRIÐ Á SIGLUFIRÐI MEÐ SUÐURLEIÐUM Upplýsingar á BSÍ í síma 22300 Organisti óskast til starfa Söfnuðir Isafjarðarprestakalls auglýsa stöðu kirkju- organista. Um fullt starf er að ræða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra organleikara. Allar nánari upplýsingar veita formaður sóknarnefnd- ar Isafjarðar, Björn Teitsson, í símum 94-4119 eða 94-4540 og varaformaður, Elísabet Agnarsdóttir, í síma 94-3391. Sóknarnefndir ísafjarðarprestakalls Rafstöðvar og dælur frá Fyrir bændur, verktaka, sumarhús o.fl. Bensín eða diesel Rafstöövar: Dælur: 12vog220v 130-2000 I á mín. 600-5000 W Verð frá kr. 21.000,- Verð frá kr. 44.000,- Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími674000 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS^? Breytingar á lyfjakostnaði, gerð lyfseðla og afgreiðslu þeirra Frá og með 1. ágúst 1992 taka eftirfarandi breytingar gildi: í stað fastagjalds fyrir lyf koma hlutfallsgreiðslur. Almenntverð: Lífeyrisþegar: Fyrir hverja lyfjaafgreiðslu 25% af verði lyfs 10% afverði lyfs hámark3000kr. hámark700kr. Ein afgreiðsla miðast við mest 100 daga lyfjaskammt. Gegn framvísun lyfjaskírteinis fást ákveðin lyf við til- teknum, langvarandi sjúkdómum, ókeypis eða gegn hlut- fallsgreiðslu. Tryggingastofnun er heimilt að gefa út lyfja- skírteini á ódýrasta samheitalyf hverju sinni. Fjölnota lyfseðlar verða teknir í notkun. Þessi nýja tegund lyfseðla gefur kost á allt að fjórum afgreiðslum á sama lyfseðli. Læknir skal tilgreina á lyfseðli hvort heimilt sé að afgreiða ódýrasta samheitalyf eða ekki, í stað þess sem ávísað er á. Að öðrum kosti er lyfseðill ógildur. Lyfjafræðingur skal afhenda ódýrasta samheitalyf sé heim- ild til þess á lyfseðli. Tryggingastofnun ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.