Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992. Í5 Hlutfallsgreiðslur fyrir lyf Tryggingastofiiun tekur þátt í lyfjakostnaði landsmanna eftir ákveðnum reglum. Þetta er einn stærsti útgjaldalið- ur stofnunarinnar. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að minnka lyfjakostnað. Þann 1. ágúst næst- komandi ganga í gildi nýjar reglur um hlutfallsgreiðslu með ákveðnu hámarki í stað fastagjalds fyrir lyf sem Tryggingastofnun greiðir að hluta. Þær eru forsenda frekari aðgerða til að minnka lyfjakostnað- inn. í „bandormslögunum" var ákveðið að hafa þennan hátt á. Ýmislegt fleira, sem miðar að því að minnka lyfjakostnað almanna- trygginganna, felst í reglugerðar- breytingunum 1. ágúst. Læknar geta heimilaö afgreiðslu á öðru lyfi en getið er á lyfseðli, sé það ódýr- ara samheitalyf, þ.e. lyf sem inni- heldur sömu efni. Lyfsali skal þá afgreiða ódýrasta samheitalyf. Tryggingastofnun er einnig heimil- að að gefa út lyfjaskírteini á ódýr- asta samheitalyf þó að læknir æski annars sem er dýrara. Hvaö breytist? Lyf skiptast í grófum dráttum í fjóra flokka eftir greiðsluskiptingu milii sjúklings og Tryggingastofn- unar. Það eru lyf sem almanna- tryggingamar greiða að fullu, lyf sem þær greiða aö fullu gegn fram- vísum lyfjaskirteinis, lyf sem al- mannatryggingamar taka ekki þátt í að greiða og síðast en ekki síst algengustu lyfin sem almenn- ingur hefur greitt fastagjald fyrir. Þetta era, svo dæmi séu tekin, bólgueyðandi giktarlyf, magalyf, blóðþrýstingslyf og ofnæmislyf. Breytingin verður á síðasta flokknum; fastagjaldið fellur niður og hlutfallsgreiðsla kemur í stað- inn. Þetta era algengustu lyfin sem sjúklingar greiddu 850 kr. fyrir KjaUaiinn Ásta R. Jóhannesdóttir delldarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Trygginga stofnunar ríkisins og lækkað hjá öðrum, eftir verði þeirra lyfia sem þeir nota. Há- marksgreiðsla fyrir hverja af- greiðslu fer þó eklti yfir 3000 kr. og 700 kr. fijá lífeyrisþegum. Sam- kvæmt útreikningum sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu hækkar lyfjakostnaður sjúklinga ekki að meðaltali. Þó er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhveijir sem era á mjög dýrum lyfjum verði fyrir auknum lyfjakostnaði við þessa breytingu. Við því verður bragðist eftir því sem reynsla kemur á hana. Margnota lyfseölar Önnur nýjung er að nú verða teknir í notkun nýir lyfseðlar sem gefa kost á fjóram afgreiðslum á sama lyfseðil. Þetta getur sparað sjúkhngi ferðir til læknis og gerir „Við þessa breytingu getur lyfjakostn- aður hækkað hjá einhverjum og lækk- að hjá öðrum, eftir verði þeirra lyfja sem þeir nota. Hámarksgreiðsla fyrir hverja afgreiðslu fer þó ekki yfir 3000 kr. og 700 kr. hjá lífeyrisþegum.“ hvem skammt en 500 kr. ef lyfið var á bestukaupalista. Samsvar- andi upphæðir fyrir lífeyrisþega hafa verið 250 kr. og 150 kr. Eftir breytinguna 1. ágúst hverf- ur bestukaupalistinn. Greiöslur verða þá 25% af verði lyfs fyrir hveija afgreiðslu en fara ekki yfir 3000 kr. og 10% af verði fyrir lífeyr- isþega, mest 700 krónur. Ein af- greiðsla miðast við mest 100 daga skammt. Við þessa breytingu getur lyfia- kostnaður hækkað hjá einhverjum honum kleift að dreifa greiðslum fyrir lyf yfir lengra tímabil. Læknir verður einnig að taka af- stöðu til þess á lyfseðlinum hvort afhenda megi ódýrasta samheitalyf hveiju sinni í stað þess lyfs sem ritað er á lyfseðilinn. Þetta gerir hann með því að merka s á seðil- inn. Það þýðir að sjúklingur getur fengið afgreitt lyf með öðra heiti í apóteki en ritað er á lyfseðilinn. Skilyrði er að það innihaldi sömu efni og sé ódýrara. Sé það ekki heimilt ritar hann bókstafinn r á „Samkvæmt útreikningum sérfræðinga I hellbrigðisráðuneytinu hækkar lyfjakostnaöur sjúklinga ekki að meðaltali," segir m.a. i grein Ástu. seðilinn. TO að auðvelda læknum og sjúkl- ingum að fylgjast með því hvert er ódýrasta samheitalyfið hveiju sinni verður gefm út skrá um hvaða lyfjaheiti er ódýrast af hverri tegund. Sé lyfseðill merktur s er apóteki skylt að afgreiða ódýr- asta samheitalyfið. Lyfjaskírteini Þessi breyting ætti ekki að varða þá sem era nú með lyfjaskírteini, nema örfáa. Þeir munu fá heim- send ný lyfjaskírteini og fá leið- beiningar í apóteki ef þurfa þykir. Þeir sem nota að staðaldri þau lyf sem nú falla undir hlutfallsgreiðsl- ur geta átt rétt á lyfjaskírteini. Best er aö hafa samband við lækni sem sækir um skírteinið til Trygginga- stofnunar. Tryggingastofnun er heimilt að gefa út lyfjaskírteini á ódýrasta samheitalyf hveiju sinni, nema gild rök læknis fylgi um ann- að. Hafi elli- og örorkulífeyrisþegar háan lyfiakostnað geta þeir sótt um uppbót á lífeyri sinn hjá lífeyris- deild Tryggingastofnunar eða um- boðum hennar. Uppbótin er háö því að lífeyrisþeginn hafi lifeyris- greiðslur frá Tryggingastofnun, þ.e. greiðslur hafi ekki falhð niður vegna tekna. Umsókn þarf aö fylgja umsögn frá lækni um lyfianotkun og kostnað vegna hennar. Almenningur ætti aö fylgjast vel með hvaða áhrif þessi breyting hef- ur á lyfiakostnað og kynna sér hvaða leiðir era innan almanna- trygginganna til að minnka hann, verði hann óeðlilega hár. Með þessum breyttu reglum er verið að reyna að fá almenning og lækna til liðs við að reyna að draga úr lyfiakostnaöi Tryggingastofn- unar án þess að það komi niður á sjúklingnum. Ásta R. Jóhannesdóttir Er fjölgun ferða- manna æskileg? „Hin tiltölulega nýja bændaþjónusta er áhugavert framtak í þróun ferða- mannaþjónustunnar hér á íslandi.*' - Dæmigert smáhýsi i notkun hjá ferðaþjónustu bænda. Oft vitna menn í ferðamanna- þjónustuna og upplýsa hver aðra um þeirra miklu diclumsýn; að hér muni útlendir ferðamenn fylla landið milh fiahs og fiöra, rétt eins og birkiplöntumar forðum, sem forfeður okkar notuðu í lífsbarátt- unni. En hvers vegna erum við ekki ánægð með tekjur okkar af ferða- mönnum? Þolir hálendið aukinn átroðning? Höfum við skipulagt hlutina út í ystu æsar? Ég óttast að svo sé ekki. Horfum á heildarpakkann Þeir „túrhestar", sem hingað til hafa óvart lagt leið sína til íslands, hafa ekki skhað okkur þeim hagn- aði sem skyldi. Því ber aö athuga ástæðuna: meirihluti þeirra sem hingað vihast bera kyndh sparsem- innar báðum höndum. Auðvitað koma th íslands fiölmargir ferða- menn sem hér versla að einhveiju ráði. Auk þess má nefna þær gjald- eyristekjur sem fást, t.d. með sölu póstkorta, sem náði 80 mhljónum á síðasta ári. En við verðum að horfa á hehdarpakkann. Lítum nánar á staðreyndir málsins: Einn hluti ferðamanna býr á hót- elum. Þau eru dýr og þetta fólk er í mörgum thfehum sparsamt. Því er htið eftir, t.d. fyrir rándýrt fæði. Annar hluti ferðamanna kemur hingað með hjól þar sem tjald hvh- ir þögult á bögglaberanum, thbúið th notkunar. Lítið er keypt en öh ókeypis þjónusta er notuð. Hins vegar er dugnaður þessa fólks að- KjaHaiinn Ólafur Guðmundsson nemi í MR dáunarverður og margan íslands- vininn höfum við eignast með þess- um hætti. Þriðji hluti ferðamannanna kem- ur hingað á tröhvöxnum ferðahót- elum. Víða er dvahð, oft án nok- kurra áhyggna af fáliðuðum fialla- grösum (sem íslendingar hafa ekki enn rifið upp) eða grænleitum gróðri (sem kindin hefur fúlsaö við). Að lokum höfum við síðan ferða- menn sem einfaldlega dveljast hjá ættingjum sínum. Hvaö skal gera? í fyrsta lagi verðum við að sefia reglur um það sem má og það sem ekki má: Það á t.d. ekki að vera hægt að flyfia inn með sér tröhvaxin ferða- hótel, mat og drykk, eldhústæki, svefnaöstöðu og svo framvegis án þess að borga í raun nokkuð. Auk þess er aldrei hægt að fylgjast meö ferðamönnum, innlendum og er- lendum, úti í óbyggðum landsins. Síðan þarf að reyna að lækka verð á ahri þjónustu (gistingu, mat og svo framvegis) sem án efa myndi skila sér í aukinni verslun. Það er auðvitaö engin speki aö segja að lækkun verðs auki verslun en við verðum aö átta okkur á því að út- lendingar hafa samanburð - þeir vita hvað hlutirnir kosta í sínu heimalandi og haga kaupum sínum eftir því. - Mér finnst jafnvel aö töskur sumra útlendinga, sem maður hefur verið í sambandi við, hafi skroppið saman er þeir hverfa af landi brott! Hér vh ég síðan nota tækifærið og minna á ástæðuna fyrir háu bílaleiguverði. Það era ótrúlega margir sem faha í gryfiu gleymsk- unnar; menn gleyma m.a. því aö íslenska vegakerfið, í raun íslenska holukerfiö, á aha sök, að ekki sé minnst á meðferð bhanna á hálend- inu. Setjum okkur markmið Ef fiölgun ferðamanna verður að veruleika, sem ég tel afar ólíklegt, þá verður að koma til gífurleg harka í aha skipulagningu okkar. Án kröftugrar skipulagningar tel ég það með eindæmum vanhugsað að auka hér fiölda ferðamanna verulega. í framtíðinni tel ég að útlendingar muni leita í enn meira mæh til út- lendra ferðaskrifstofa og farar- sfióra. Þær geta boðið betur en þær íslensku og verður þetta án vafa stórt vandamál í framtíðinni. Við megum ekki hrekja ferða- menn frá ókkur þannig að þeir búi í tjöldum, ferðist á hjólum eða í eigin bhum, taki með sér mat frá útlöndum og hafi erlenda leiösögu- menn. En því miður þá er þetta að gerast. Hin tiltölulega nýja bændaþjón- usta er áhugavert framtak í þróun ferðamannaþjónustunnar hér á fs- landi. Hún eykur valmöguleika ferðamannsins og er skemmtheg tilbreytni um leið. Þessi þjónusta nær t.d. th ákveðins hóps sem ann- ars myndi velja fialdstæði fyrir svefnstað. Við skulum setja okkur örfá markmið: að fá hingað takmarkað- an fiölda ferðamanna, að reyna að auka verslun okkar við þá, sefia reglur um innflutning útlendinga á hreyfanlegu hótelunum, herða refsingar vegna umhverfisspjaha - sem yrði auk þess okkur sjálfum til góðs. Með tímanum öðlumst við aukna þekkingu vegna göngu okkar í skóla reynslunnar. En því miður, hér óttast ég aö skólagjaldiö verði ansi hátt. Ólafur Reynir Guðmundsson \ „Við megum ekki hrekja ferðamenn frá okkur þannig að þeir búi í tjöldum, ferðist á hjólum eða 1 eigin bílum, taki með sé mat frá útlöndum og hafi er- lenda leiðsögumenn. - En því miður er þetta að gerast.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.