Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 19
I FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992. Dagfari lýgur í ógáti Það sannast á þér, elsku vinurinn, að slæmt er að einangrast og liggja alltaf undir sömu sænginni án þess að reka nefið út. Ekki þekkirðu mikið tíl prestastéttarinnar. Það er kannski ekki von að þú látir sjá þig í kirkju. En presturinn í Reykholti hefur örugglega aldrei ætlast til þess að fá meira en aðrir. Ég full- yrði að það hefur honum aldrei dottiö í hug. Hann er hins vegar til með að sjá lögmönnum fyrir verk- efnum og ekki trúi ég að þú hafir neitt á móti því. Aldrei hefur það nú verið talinn glæpur eftir vestrænum gildum að bera álitamál undir dómstóla. Sei sei nei. Annars eru þessi verkefni víst nokkuð snúin fýrir lögmenn. Mér skilst að sýslumaðurinn eigi nóg með að koma Reykholtsmál- daganum inn á þinglýsingarskrána hjá sér. En þetta er nú allt í lagi. Hafirðu hins vegar heyrt Reykholtsklerk- inn tala um benefissíum og kúgildi þá bið ég Guð almáttugan að hjálpa þér og ég tek það skýrt fram að ég ætlast engan veginn til þess að þú skiljir það. Auðvitað fyrirgef ég aUt slíkt því vitið er nú einu sinni ekki meira en Guð gaf og svo kemur það heldur ekki að neinni sök því ég get bara snarað þessu yfir á mælt mál í einni málsgrein. Útlegging á texta er nú einu sinni mitt fag. Það yrði þá þannig í stuttu máli: Reykholtsklerkur verður ró- legur ef hann fær bara eins og hin- ir aumingjamir og hvorki punkt eða prik fram yfir það. Það gladdi mig að þú skyldir muna eftir mettuninni. Hún er nú það helsta sem ég á og dugar mér ágætlega enn. Að vísu var það ekki alveg nákvæmt með fimm hundruð manns af einu brauði eftir mínum vasareikni en það er nú vel fyrir- gefið fyrst þú varst svona skynsam- ur eins og fiskifræðingamir og Þor- steinn að sleppa fiskunum alveg. Þeir em hvort sem er allt of fáir eftir eins og þjóðin veit. Launþegar gera heldur enga at- hugasemd þótt við fáum eins og hinir. Þeir vita vel hvað þeir eiga í okkur og þótt Ásmundur og Ög- mundur hafi verið eitthvað hrædd- ir um að Vigdís ætlaði fram úr þeim þá hafa þeir mér vitanlega aldrei haft neinar áhyggjur af okkur. Ég hef nú lýst því yfir í þessu blaði af öðm tilefni að ég er langt frá því að gefast upp og mun halda áfram þótt þeir taki mín laun alveg Kjalkiinn Úlfar Guðmundsson prestur, Eyrarbakka en það gildir bara um mig en ekki ungu prestana með fjölskyldur og ómegð. Kaþólska aðferðin hentaöi því mjög vel á íslandi að mínu viti. Ókeypis jarðarför Aðalerindi mitt var þó að mér fannst þú hefðir áhyggjur af þinni jarðarfor. Ég skal sjá um hana. Haf þú engar áhyggjur af því enda sagði frelsarinn: „Hafið þvi ekki áhyggj- ur af morgundeginum. - Hverjum degi nægir sín þjáning." Það eru fullar líkur á að ég geti staðið við það því ég er ern eftir aldri og í sæmilegri þjálfum. Ég var aö hugsa um að hlaupa maraþon í ágúst og datt meira að segja í hug að bjóða ríkisstjóminni að hlaupa á móti mér eitt hundrað metra í senn til skiptis og svo gætu þeir hvílt sig í ráðherrabílnum á milli. Þeir hefðu haft gott af því. Jóhanna hefði þá að sjálfsögðu bara hlaupið eftir því sem hún vildi sjálf sér til skemmtunar eða þá til að hjálpa Davið þegar hann tæki við af Þorsteini þvi það er hætt við að sæki á hann mæði. En svo hætti ég nú við þaö allt saman því þeir hafa svo mikið að gera við að stjóma þjóðinni. - Ég hleyp bara sjálfur og bið fyrir þeim á meðan. En ég lofa þvi sem sagt. Jarðar- förina færð þú ókeypis h)á mér. Þú læðir bara nafninu að mér og ég skýt því inn á milli ritningarlestra svo lítið beri á um leið og ég syng yfir þér. Komumst við þá báðir vel frá þessu, trúi ég. Ég er sjóaður og öllu vanur og þú veist að flestir era nú orðnir góðir á kveðjustimdinni. Lifðu heill þangað til. Úlfar Guðmundsson Presturinn í Reykholti, séra Geir Waage. - „Hann er hins vegar til með að sjá lögmönnum fyrir verkefnum ... “ segir Úlfar Guðmundsson m.a. . .þótt AsmundurogÖgmundurhafi veriö eitthvað hræddir um að Vigdís ætlaði fram úr þeim þá hafa þeir mér vitanlega aldrei haft neinar áhyggjur af okkur.“ Góðgætifrá Góu... NÚ ER ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.