Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992. Kvikmyndir Þá hefur enn einn handritahöf- undurinn bæst í hóp kvikmynda- leikstjóra. Það er rithöfundurinn Michael Tolkin sem gerði m.a. handritið að nýjustu mynd Roberts Altman, The Player en hún vann tíi nokkurra verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu. Frumraun Tolkins sem leik- stjóra er myndin The Rapture sem hefur fengið góða dóma víöast hvar. Hún náði þó ekki af einhveij- um ástæðum að höfða tii Banda- ríkjamanna því að hún hlaut litla aðsókn vestra. Myndin var hins vegar frumsýnd í Evrópu í sl. mán- uði og virðist efni hennar höfða betur til Evrópubúa sem eru vanir að horfa á myndir sem teljast vera í listræna kantinum á kvikmynda- framleiðslunni. Ný andlit Það er annars athyglisvert hve kvikmyndaframleiðendur eru að verða opnir fyrir því að leyfa óreyndum leikstjórum að spreyta sig og þá oft á tíðum á stórmyndum þar sem kostnaður hleypur á hundruðum milljóna króna. Kvik- myndaverin eru að reyna að ná niður kostnaði og eru tilbúin að taka áhættuna sem fylgir því að ráða tiltölulega óreyndan leik- sfjóra. Þau hafa ekki enn þorað að neita launakröfum leikara á borð við Tom Cruise, Kevin Costner, Mel Gibson, Sean Connery, Bill Murray, Amold Schwarzenegger og Steve Seagal, svo að einhverjir séu teknir, en allir þessir aðilar fá yfir 330 milljónir íslenskra króna fyrir leik sinn í stórmynd frá Holiy- wood. Þegar ofan á bætist kostnað- ur við að kaupa kvikmyndaréttinn að metsölubók, ráða þekktan hand- ritahöfund til að skrifa handritið og ráða síðan þekktan leikstjóra þá er kostnaðurinn algerlega farinn úr böndum og til að eiga möguieika á að skila einhveiju í kassann verð- ur myndin að slá öll aðsóknarmet. Leikari og leikstjóri Kvikmyndaframleiðendur hafa oft fengiö þekkta leikara til að lækka launin sín ef þeir fengju einnig að leikstýra myndinni. Þetta hefur heppnast oft vel eins og með Kevin Kostner og mynd hans Danc- es With Wolves eða Jodie Foster með Little Man Tate. Það eru einn- ig margir leikarar sem hafa lagt leik meira eða minna á hilluna til að sinna leikstjóm eins og Ron Howard, Rob Reiner og Penny Marshall en eftír þau liggja myndir eins og Splash (1984), Misery (1990) og Jumpin’ Jack Flash (1986). Ein af stórmyndum sumarsins, Alien 3, er leikstýrð af algerum nýgræðingi. Hann fékk í hendum- ar tæpa þijá milljarða sem var kostnaðurinn við gerð myndarinn- ar. í dag em lágmarkslaun leik- sfjóra þegar um stórmynd er að ræða um 7 milljónir króna. Þekktir leiksfjórar eins og Richard Donner lyfta ekki litla putta fyrir minna en 300 milljónir svo það er mikil Leikstjórinn og handritahöfundurinn Michael Tolkin. Hér sjást Sharon og dóttir hennar. freisting fyrir kvikmyndaverin að taka áhættuna. Trúarlegtefni Það má heldur ekki gleyma því aö það er takmarkað framboð af leiksfjórum sem alltaf skila mynd- um á réttum tíma án þess að fara fram úr kostnaðaráætlun og svo síðast en ekki síst skila myndum sem verða nær undantekningar- laust vinsælar. Árið 1990 fengu 35 nýir leikstjórar að spreyta sig sem er 22 fleiri en árið 1989. í heild er þetta ánægjuleg þróun því þessir leikstjórar hafi blásið nýju lífi í kvikmyndaiðnaöinn í Hollywood. En snúum okkur aftur að The Rapture. Efni myndarinnar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum þar sem það fjallar um trúarlegt efni. Tolkin segist hafa fengið fems kon- ar viðbrögð við myndinni. „Fólk segir að myndin sé góð vegna þess að hún sýni hve mikilvæg trú er fyrir fólk. Fólk segir einnig að The Rapture sé góð mynd vegna þess aö hún sýni vel tilgangsleysi trúar. Fólk segir að The Rapture sé vond mynd vegna þess að hún sé ekkert annað en trúaráróður og að lokum segir fólk að myndin sé slæm vegna þess að hún boði guðlast." Þetta sýnir nokkuð vel að myndin vekrn- viöbrögð hjá fólki og það getur les- ið út úr henni á margvíslegan máta. Skrautlegur lífsstíll Söguhefjan Sharon (Mimi Ro- gers) vinnur sem símastúlka í Los Angeles. Hún stundar næturlífið mikið ásamt vini sínum Vic þar sem þau leita uppi pör sem em til- búin aö taka þátt í ástarleikjum með þeim. Þannig kynnist hún Randy sem hún tekur einnig upp samband við. Nokkm síðar fær hún heimsókn frá trúboðum sem segja henni að dómsdagur sé í nánd. Síðar fara að gerast ýmis at- vik í lífi Sharon sem gera hana þunglynda og örvæntingarfulla. Dag einn hittir hún ungan ferða- mann sem ferðast á puttanum og fer með hann á hótel. Þar stelur hún byssu frá honum til að geta framið sjálfsmorð. En í örvæntingu sinni finnur hún biblíu og fær vitr- un. Þegar Sharon segir Vic frá þessari reynslu hlær hann bara aö henni og upp úr því skilja þeirra leiðir. Dularfullurendir En sagan er ekki öll. Sharon kemst aö því að yfirmaður hennar er trúaður eins og hún. Hann kem- ur henni í samband við hóp fólks sem trúir því að dómsdagur sé inn- an 5 til 6 ára. Sharon tekst að gera Randy að trúfélaga sínum og sam- an eignast þau dóttur, Mary að nafni. Dag einn er Randy myrtur af geðveikum starfsmanni hans. Sharon fær þá vitrun sem hún túlk- ar á þann máta að hún og Mary geti sameinast guði og Randy í himnaríki ef þær fari út í eyði- mörkina sem þær og gera. Þar ger- ast sorglegir atburðir sem enda með því að Sharon verður dóttur sinni að bana en brestur kjark til að fyrirfara sjálfri sér. Hún er sett í fangelsi þar sem hún hittir gamla vinkonu sem segir henni að nú sé komið að dómsdegi. Ekki er rétt að fjalla nánar um enda myndarinnar því sjón er sögu ríkari. Tormeltefni Tolkin hefur svo sannarlega tek- ist að vekja upp fleiri spumingar heldur en hann hefur svarað. Þessi mynd er krefjandi fyrir áhorfendur og lætur þá yfirgefa kvikmynda- húsið þungt hugsandi um lífið og tilveruna. „Þegar ég skrifaði hand- ritiö að The Rapture reyndi ég að gera það þannig úr garði að það væri helst ekki hægt að gera kvik- mynd eftir því,“ hefur verið haft eftir Tolkin. „Eg var búinn að fá nóg af kvikmyndahandritagerö, ekki vegna þess að ég fengi ekki greitt fyrir vinnuna heldur vegna þess að enginn gerði myndir eftir handritunum mínum. þetta átti að verða úrslitatilraunin mín og ef þeir segðu nei ætlaði ég mér að verða venjulegur skáldsagnahöf- undur. Þegar ég var orðinn næst- um úrkula vonar hitti ég Mimi Rogers og allt í einu var orðin til kvikmynd." Þörfin á að trúa The Rapture fylgir í kjölfar mynda eins og The Fisher King og svo Grand Canyon sem byggja að hluta til á söguhetjum í leit að ein- verju til að trúa á. Sharon finnur sína trú gegnum trúarsölumenn sem beija að dyrum hjá henni. Líf hennar er fullt af einmanaleika og leiðindum og þarna finnur hún aft- ur lífi sínu tilgang . Tolken setur efni myndarinnar þannig fram að áhorfendur finna til með Sharon þótt þeir séu ekki samþykkir því hvernig hún leysir sín mál. Það má segja að myndin móðgi eða Umsjón Baldur Hjaltason gangi fram af hveijmn sem sér hana en þó mismunandi mikið eftir því hvemig viðhorf og skoðanir áhorfandinn hefur á trúmálum. Þótt The Rapture hafi fengið góða dóma þá á Michael Tolkin eftir að sanna sig, bæði sem rithöfundur og kvikmyndagerðarmaöur. Hand- rit hans aö Thé Player gaf honum draumastart og allt bendir til þess aö næsta verkefni hans, handritið aö Deep Cover, hafi heppnast vel, enda er samnefnd mynd sýnd við þokkalega aösókn í Bandaríkjun- um. Tolkin gaf nýlega út sína aöra bók sem ber nafnið Among The Dead en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún verður færð í kvikmyndabúning. Það mæðir mikið á Mimi Rogers sem fer með hlutverk Sharon. Hún túlkar frábærlega vel hugarangur Sharon og það er erfitt að hugsa sér The Rapture án hennar í aðal- hlutverki. Myndinni er ekki dreift af neinum af stóru risunum svo þaö er ekki auðvelt að spá hvar hún birtist á hvíta tjaldinu. Þetta hefur líka leitt til þess að myndin fær ekki eins góða dreifingu og ef stóru kvikmyndaverin heiðu tekið hana upp á arma sína. Það er því lítið annað hægt að gera en bíöa og sjá til. Helstu heimildir: Variety, Empire, Sight and Sound.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.