Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992. 23 Sviðsljós Olivia Newton-John frestar kvikmyndaleik og tónleikum: Þurfti að fjarlægja hluta brjósts hennar vegna krabbameins Söngkonan Olivia Newton-John gekkst undir mikla aðgerð fyrr í þessum mánuði þar sem þurfti að fjarlægja hluta af hægra brjósti hennar. Söngkonan greindist með krabbamein fyrir stuttu. Olivia fékk að fara heim af sjúkrahúsinu, Cali- fomia Cedars Sinai, fyrir nokkrum dögum og mim hún hafa náð sér þokkalega. Maður hennar, Matt Lattanzi, og! sex ára dóttir, Chloe, komu brosandi út af sjúkrahúsinu með Ohviu. Þau höfðu búið á svítu sjúkrahússins í þrjá daga með Oliviu en svítan er Olivia Newton-John kemur út af sjúkrahúsi í Los Angeles eftir erfiða skurð- aðgerð, í fylgd eiginmanns og dóttur. ætluð stjörnum kvikmyndaheims- ins. „Mömmu er að batna en hún var mikið veik,“ sagði Chloe htla við fréttamenn. Matt, sem er 32ja ára, sagði að þau hefðu orðið fyrir miklu áfahi þegar í ljós kom að Olivia væri með brjóstakrabba. „Hún hefur feng- ið rétta meðhöndlun og er að ná sér,“ sagði hann. Þau hlökkuðu mikið til að fá Oliviu heim aftur og sögðust ætla aö gera aht fyrir hana. Ohvia, sem er 43ja ára og faédd á Bretlandi, leit vel út eftir hina erfiðu aðgerð. Hún varð fyrst fræg fyrir íjórtán árum er hún söng og lék í kvikmyndinni Grease. Smehur myndarinnar, Summer Nights, var á breskum vinsældarhst- um í nítján vikur. Frægðarferillinn fór hins vegar nokkuð niður árið 1981 eftir þrjár vinsælar plötur með söngkonunni. Hún sneri sér þá að heimihnu og fjölskyldunni. Ohvia ætlaði að koma fram á nýjan leik á næstunni og átti tónleikaferða- lag hennar að heíjast 6. ágúst í kjöl- far nýrrar hljómplötu, Back To Basics, sem kom út í byrjun júh. Tónleikaferðalaginu hefur verið frestað og einnig tökum á þriðju Gre- ase kvikmyndinni sem átti aö vera með sömu leikurum og fyrr, þ.e. Ohviu og John Travolta. „Hún er auðvitað leið yfir að þurfa að fresta þessu öhu en heilsan er fyrir öllu,“ sagði eiginmaðurinn Matt. Madonna er ánægð með nýja kvik- myndahlutverkið. Kynbomban Jayne Mansfield eins og hún leit út þegar hún var upp á sitt besta. Madonna kát - hefur fengið hlutverk sem Jayne Mansfield Madonna hefur verið svohtið mið- ur sín síðustu misseri þar til ný- lega. Tveir fyrrum sambýhsmenn hennar, Warren Beatty og Sean Penn, hafa eignast börn með síðari vinkonum en sjálf á Madonna eng- in böm. Sean Penn er reyndar skh- inn við barnsmóður sína, Robin Wright, en Warren Beatty hefur aldrei verið hamingjusamari og dáir bamið og móðurina, Anette Bening. Madonna gleðst hins vegar yfir annars konar upphefð því að ákveðið er að hún leiki Jayne Mansfield í samnefndri kvikmynd um ævi þeirrar frægu kynbombu. Jayne Mansfield var næstum eins þekkt og Marilyn Monroe sem Madonna hefur alltaf viljað líkjast. Jayne fórst í bílslysi á besta aldri. Til þess að kóróna kátínu Ma- donnu hefur Sean Penn fengið th- boð um að leika eiginmann kynbombunnar, Mickey Hargitay. Ekki er vitað hvort vandræðagep- ihinn vih þiggja hlutverkið. Jf/Ó^ARUD j ÓMISSANDi j^81 Góðgæti frá Góu... 25 ára 1992 7,14 % raunávöxtun HÆSTA ÁVÖXTUN Á Hæsta ávöxtun á innlánsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum m.v. síðustu sex mánuði hefur aftur komið í hlut þeirra sem skipta við sparisjóðina. Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir sem ávaxta sparifé á innlánsreikningum hafa borið mest úr býtum hjá sparisjóðunum. n Hafðu þetta í huga a næstu vikum SPARTS.TOF)TRNTR og mánuðum. Komdu til okkar. fyrir þig Og þtna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.