Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 31. JÚLl' 1992. FÖST.UDAGUR 31. JÚLÍ 1992. Megum aldrei láta von- leysi ná tökum á okkur - segirVigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sem á morgun hefur sittfjórða kjörtímabil „Ég ákvaö að gefa kost á mér næstu fjögur ár eftir mikla umhugs- un og þrýsting frá traustum mönn- um sem ég tek mikið mark á í þjóðfé- laginu. Þeir töldu rétt að ég færi fram ennþá einu sinni þar sem ég er enn á góðum jámum, ef svo má að orði komast. Mér tekst þannig vonandi að ýta enn áfram ýmsu því sem ég hef stefnt að,“ segir Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, sem á morgun mun hefja sitt fjórða kjörtímabil með undirritun eiðstafs í Alþingishús- inu. Vigdís hefur verið farsæl í staríi sínu undanfarin tólf ár og hvarvetna vakið mikla athygh, jafnt á heima- slóðum sem erlendis. DV fékk tæki- færi til að hitta hana að máli á Bessa- stöðum í tilefni af þessum tímamót- um. Eins og jafnan skartaði forseta- setrið sínu fegursta í góðviðrinu í gærmorgun. Sjálf hafði Vigdís á orði að Bessastaðir væru nokkurs konar sátt milli fortíðar og nútíðar. „Á þess- ari sátt eigum við að byggja og minn- ast þess að aldirnar voru forfeðrum okkar erfiðar.“ - Varþaðekkiákjósaniegastvegna aðstæðna í þjóðfélaginu að forseti sæti áfram? „Mér er sagt það og heyri á mörg- um að sú sé farsælasta lausnin. Þeg- ar þannig árar, eins og hjá okkur nú, segja menn að betra sé að hafa stað- festu í forsetaembættinu. Það tekur sinn tíma að læra á þetta starf. Ég tek undir það að réttast sé að hrófla ekki mikiö við embættinu um þessar mundir." - Þú tilkynntir um framboð þitt 19. júní fyrir ári sem var fyrr en búist var við. Vildir þú koma í veg fyrir að fjölmiðlar leituöu að eftirmanni þínum? „Nei, af og frá. Mér þótti rétt að tilkynna um framboðið í fyrra svo ekki yrðu uppi vangaveltur um hvort ég ætlaði að hætta. Ég skynjaði ákveðna spennu og fannst rétt að eyða óvissunni.“ - Áttir þú von á mótframboði? „Alveg eins. í lýðræðisþjóðfélagi mega menn alltaf eiga von á mót- framboði enda er það sjálfsagt ef ástæða þykir til.“ - Hver eru helstu verkefni þín á komandi kjörtímabili? „Það er ætíð margt framundan og ekki síst allt það er varðar mann- rækt. Ég vil stuöla að því að íslend- ingar haldi áfram að trúa á sjálfa sig þó í móti blási. Umhverfismál eru mér ákaflega hugleikin. Þess verður ekki langt að bíða að þau verði aðal- málið í heiminum. Ég get t.d. og vil beita rödd minni til að tala fyrir ís- land á alþjóðavettvangi. Þar sem ég er orðin vel kunnug helstu forráða- mönnum í heiminum get ég veitt ís- landi byr á margan hátt. Það mun ég reyna að gera.“ Danadrottning fékk íslenskar birkiplöntur - Umhverfissjónarmið þín eru ein- mitt orðin fræg um heiminn. Þú gróðursetur tré hvar sem þú kemur og svo er einnig um gesti þína. Hefur þessi áhugi hvatt almenning til að huga að uppgræðslu landsins? „Það vona ég. Að minnsta kosti fer það ekki sporlaust yfir bömin ef þau fá að taka þátt í gróðursetningu. Böm keppast ætíð við að segja mér að þau viti sitthvað um fifil og sóley Það hefur aldrei háð forseta að vera óglft. Hún telur aö erfitt hefði verið fyrir karlmann aö standa við hlið hennar. og þá er efld vitund þeirra um gróður landsins. Alls staðar þar sem ég kem gróðurset ég þrjár trjáplöntur, eina fyrir drengi, aðra fyrir stúlkur og þá þriöju fyrir ófæddu bömin og fram- tíðina. Ég sendi Margréti Dana- drottningu þrár íslenskar birkihrísl- m- í silfurbrúðkaupsgjöf til að setja niöur í sínum garði. Nú er gróðurinn okkar farinn að berast til útlanda!“ - Hafa erlendir gestir aldrei undrast að þeir skuli vera beðnir um að gróð- ursetja hér? „Þeim finnst afar gaman að koma í Vinaskóginn við Kárastaði og þó aö hann sé ekki orðinn að skógi enn skynja þeir vel að einhvem tíma verður að byrja og njóta þess að vera þátttakendur í því. Vorið eftir að ég kom á Bessastaði setti ég niður trjá- plöntur sem í dag eru limgerðið hér fyrir utan salargluggann. Fáir töldu að plöntumar myndu spjara sig í sjávarseltunni og rokinu en þær hafa dafnað vel og mynda nú fallegan skjólvegg," segir Vigdís stolt. Viðkvæm fyrir gagnrýni - Aö undanfomu hefur borið meira á gagnrýni á forsetaembættið sem slíkt en áður. Finnst þér hún eiga rétt á sér og tekur þú hana per- sónulega? „Það er aldrei hægt að vera allra viðhlæjandi og væri varla eðlilegt. Auðvitað hljóta einhveijir menn að óska sér einhvers annars en að hafa mig hér. Það getur enginn gert svo öllum líki. Ég skoöa alla gagnrýni, hugsa um hvað sé réttmætt í henni og tek tillit til hennar. Óréttmæt gagnrýni fer í öllum myndum, hvar sem er í þjóðfélaginu, mjög fyrir brjóstið á mér. Þaö em allir við- kvæmir fyrir gagnrýni, ekki síður ég en aðrir. Mig langar að gera vel og það særir engan meira en sjálfa mig ef ver tekst til.“ Fyrir tólf árum, þegar Vigdís háði sína fyrstu kosningabaráttu, var hún spurð hvort ekki ætti að auka völd forseta. Hún svaraði því til að aukin völd myndu stofna lýðræðinu í hættu. Er hún sömu skoðunar eftir reynslu undanfarinna ára? „Ef eitthvað er hefur sú skoðun styrkst," segir hún. „Lýðræðið er viðkvæmt fjöregg, ekki síst í fá- mennu þjóðfélagi þar sem allir em nátengdir. Það væri ekki farsælt að hafa forseta sem hefði völd til að hygla einum frekar en öðrum og stýra þjóðfélaginu eftir eigin geð- þótta.“ - Telur þú að einhverjar breytingar þurfi að gera á embættinu? „Ég sé ekki á stundinni hvaða breytingar þyrfti að gera með tilliti til stjómsýslu. Ég tel farsælt aö þjóð- in eigi einn mann, forseta, sem sé hafinn yfir daglegt þras og er í tengsl- um við fólkið. Hvaö sem öllum at- hugasemdum líður finn ég að meiri- hluti fólksins í þessu landi er vinir mínir. Fyrir það er ég afar þakklát. Enginn veit fyrr en í er komið hvem- ig er að eignast svona mikla hlýju frá heilli þjóð. Því fylgir mikil ábyrgð. Að sjálfsögðu eru gerðar kröfur til mín en ekki meiri kröfur en ég geri til sjálfrar mín. Ekki síst vegna þess að ég er kona. Ennþá er nýtt aö kven- maður fáist við þau störf sem ég fæst við og það er litið miklu gagnrýnni augum á konur í embættum en karl- mann. Það höfum við rætt stallsystur á írlandi og íslandi." Vigdís hefur ekki búið á Bessastöðum undanfarin ár vegna endurbóta á húsnæðinu sem brýn þörf var fyrir. Nú er engin íbúð fyrir forseta á Bessa- stöðum. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Áhyggjur af atvinnuleysi Vigdís hefur starfaö með nokkrum forsætisráðherram á undanfömum áram. Þjóðmálin hafa ekki alltaf siglt lygnan sjó. Það er því ekki úr vegi að spyija hvort ráðherrar landsins hafi beðið forseta um álit í erfiðum málum. „í öllum stjórnarmyndunum ræða forseti og formenn flokkanna mikið saman. Forseti hefur auðvitað fullan rétt á aö segja sínar skoðanir. Það er ekki mitt að segja til um hvort eitthvað, sem ég hef sagt, hefur leitt til jákvæðra úrlausna." - En hefur þú lent í erfiðri pólitískri stöðu? „Já, auðvitað, en ekki á hinum seinni árum. Á fyrstu áram mínum var þetta allt nýtt fyrir mér og ef til vill var ég ekki eins vör um mig og ég hef orðið með reynslu og aldri,“ segir Vigdís og brosir. Undanfarið hefur sjávarútvegur verið helsta umræðuefni þjóðarinn- ar. Sjaldan hefur staða hans verið jafnerfið og sérstaklega fyrir litil sjávarþorp á landsbyggðinni. Vigdís hefur ávallt talið sig vin sjómannsins enda hefur sú stétt ævinlega staðið dyggilega við bakið á henni. - Ertu bjartsýn á framtíð þessa fólks og áttu góð ráð handa því? „Ég tek þetta ástand nær mér en nokkum granar og hugsa mikið um það. Engu að síður verðum við að vera bjartsýn því hugtakið bjartsýni felur í sér vongleði. Við skulum segja að ég sé vongóð vegna þess að ég hef bjargfasta trú á íslenska þjóð. Ég þekki styrk hennar og seiglu. Það er fátt sem dregur eins úr kjarki þjóðar og þegar atvinnuleysi knýr dyra. Við höfum áöur yfirstigið erfiða tíma og á það verðum viö að trúa nú því von og trú eflir, uppgjöf slævir. Mér er það engin launung að mér hefur stundum fundist erfitt hversu lengi við erum að taka við okkur varðandi uppbyggingu á öðram at- vinnuvegum samhliöa sjávarútvegi sem er sveiflukenndur. Ástæða þess er vitaskuld fjármagnsleysi og fá- menni þjóöarinnar. En þó viö séum fámenn erum við sterk og stöndum þar jafnfætis stórþjóðum. Ef við getum komið því þannig fyrir að atvinnu- leysi nái ekki undirtökum í byggðum landsins, með því að beita hugviti og aðhaldi, hljótum viö að horfa fram á betri tíma. Við skulum minnast þess að það er ekki nema einn mannsaldur síðan þjóðin var svo fátæk að hún átti ekki nema rétt til hnífs og skeiðar. Þessu höfum við gleymt í velmegun undanfarinna áratuga. Mergurinn málsins viö þessar að- stæður er að láta bömin aldrei finna fyrir vonleysi. Ef böm era alin upp í vonleysi hætta þau að trúa á landið og lífið. Ég vildi biðja alla menn að láta aldrei á sér finna að það sé ekki von í stafni." Sjálfsvitund kvenna styrkst Staða konunnar hefur vissulega breyst á undanfömum árum. Árið 1980 var heimsfrétt að kona gæfi kost á sér í embætti forseta. Þegar Vigdís undirritaði eiðstaf sinn á Alþingi árið 1980 var þar karlaveldi. Nú situr kona í stóli sameinaös þings. Forseti Hæstaréttar, sem setur Vigdísi í emb- ætti að þessu sinni, er einnig kona. - Telur þú að kjör þitt á sínum tíma hafi valdið byltingu í framsókn kvenna í æðri stöður þjóðfélagsins? „Það er of snemmt að segja til um hvort það hafi verið kjör mitt eða aukin menntun kvenna, nema hvort tveggja komi til. Það er framtíðarinn- ar að skera úr um það. En á því leik- ur enginn vafi að kjör mitt, og að ég hef gegnt embættinu allan þennan tíma, hefur styrkt sjálfsvitund kvenna. Konur eru ekkert blávatn. Það er einungis gömul hefö, og von- andi brátt úrelt, að halda konum í skugganum." - En áttu þér eitthvert einkalíf í þessu starfi? „Forsetinn á einkalíf og forsetinn á gott einkalíf. Það er aUt komið undir góðri skipulagningu. Ég hef alið upp dóttur mína á þessum tólf áram. Hún er mesta prýðisstúlka, kærleiksrík og góð. Það gæti hún ekki verið nema hún hafi fengiö þann kærleika sem ég vildi gefa henni. Ég á góða fjöl- skyldu og fjölda vina sem hafa ræktað þann vinskap. Ég er auðvitað alltaf forsetinn en ég sjálf er inni í hon- um,“ segir Vigdís og hlær. - Er ekki erfitt fyrir ungling að alast upp með forseta að foreldri? „Jú, auðvitað er það erfitt. Ég hef vemdað dóttur mína eins og sjáaldur auga míns. Hún hefur nær aldrei ver- ið með mér opinberlega eöa í sviðs- ljósinu. Nú er hún vaxin úr grasi, verður tvítug í haust, og ræður sér sjálf. En það er skiljanlega erfitt fyrir ungling að vera dóttir forsetans.“ Býr ekki áBessa- stöðum - Þið hafið ekki búið á Bessastöð- um undanfarin ár. Hver er ástæða þess? „Húsakostur hér var orðinn mjög illa farinn. Það varð að taka á því máli. Við bjuggum hér mæðgurnar í forsetaíbúðinni þar til endurbætur hófust. Síðan höfum við verið í gamla húsinu okkar í Reykjavík. Endurbót- um er ekki enn að fullu lokið. Engin sérstök forsetaíbúð er hér núna en henni verður komið fyrir í svoköll- uðu ráðsmannshúsi. Bessastaðastofa þykir ekki henta fyrir fjölskyldu. Hún er vinnustaður, móttökustaöur og þjóðarheimili. Hins vegar munu væntanlegir forsetar, sem eiga eftir að koma hingað með fjölskyldur, fá nýja íbúð sem hentar nútímafólki. Ég er þakklát, fyrir hönd þjóðarinn- ar, að ráðist var í endurbætur áður en allt var komið í óefni.“ • - Nú hefur þú umgengist þjóðhöfö- ingja og kóngafólk. Er ekki hætta á að forseti fjarlægist alþýðufólk? „Ekki sá forseti sem nú situr. For- seti, sem er kjörinn lýðræðislegri kosningu, ræktar samband sitt við fólkið. Þetta er allt öðruvísi með kóngafólk sem er fætt inn í störf sín og er oft á tíðum einangraöra." Betra að vera ógift - Hefur þaö einhvem tíma á und- anfömum áram háð þér að vera eig- inmannslaus í þessu embætti? „Það hefur ekki háð mér til þessa dags. Ég er af þeirri kynslóð að það hefði verið erfitt fyrir karlmann að vera við hlið konu í þessu starfi. Tímamir hafa breyst á þessum áram. Þetta höfum við rætt, Mary Robertson, forseti írlands, og eigin- maður hennar, Nicholaus, og þau era sömu skoðunar. Þau era fimmtán áram yngri en ég og vinna að því að sjálfsagt sé og eðlilegt að konan skipi embættið og eiginmaðurinn styðji við bakið á henni í einu og öllu. Ég efast um aö það heföi gengið upp í mínu tilfelli. Sú breyting að kona tæki að sér embættið var nógu stór. Þó hugarfarsbreyting hafi átt sér stað þykir það enn ekki sjálfsagt að konur séu í æðstu stöðum í stjórn- málum. Ég sakna frægu myndarinn- ar af Margareti Thatcher þar sem hún stóð á tröppunum við hlið allra þessara öndvegiskarla. Þar var þó kona meðal þeirra herramanna sem hafa ráð heimsins í höndum sér.“ Engin ævisaga Vigdís hefur ætíö lagt mikla áherslu á að sérkenni íslenskrar menningar séu hið fijálsa orð. Hún vitnar ávallt til bókmenntaarfsins í „Þegar þannig árar, eins og hjð okkur nú, er betra að hafa staðfestu i forsetaembættinu," segir Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, meðal annars í viðtalinu. ræðum sínum. Finnst henni að æska þessa lands beri nægilega virðingu fyrir sögu forfeðra okkar og mæðra? „Allar kynslóðir á æskuskeiði bera aldrei nægilega virðingu fyrir sögu forfeðranna. Eg leyni því ekki að mér finnst ekki vera lögö nægilega mikil rækt við að vekja áhuga barna og unglinga á þessum gersemum sem er þjóðararfur okkar. Myndefnið er orðið áleitið og bókin á undanhaldi. Ég kvíöi þróuninni en tel þó að nú þegar viö höfum uppgötvað hvert kann að stefna sé fyrsta skrefið tekið til að snúa þessari öfugþróun við. Ég vildi leggja þar lið ef ég gæti.“ - Þú sagðir fyrir tólf áram að þú myndir skrifa ævisögu þína. Þar yrði kafli um forsetaframboðið og margar mannlífsmyndir. Kemur þessi bók út að fjórum árum liðnum? „Allar skoðanir skal endurmeta strax og ný viðhorf myndast. Þetta hefur áreiðanlega verið sagt í spaugi, hafi ég sagt það. Ég var galvösk á þessum tíma og spaugsöm. Maður heldur sér á floti í gamansemi. Lífið veröur svo litlaust ef hvergi örlar á gamansemi. Núna, tólf áram síðar, myndi ég aldrei skrifa bók um for- setaframboðið. Aftur á móti á ég í fórum mínum afskaplega skemmti- legar mannlífslýsingar. Ég býst þó við að ég myndi kjósa aö skrifa um eitthvað allt annað.“ Mikilvinna Fyrir tuttugu árum heföi engu stúlkubami látið sér detta í hug að óska sér aö verða forseti. Nú ganga litiar stúlkur hins vegar með slíkan draum í maganum. - Er skemmtilegt að vera forseti ís- lands? „Já, auðvitað er skemmtilegt að vera forseti íslands af því að það er svo gaman og gott að vera íslending- ur. En það gegnir sama máli með starf forseta lýðveldisins og öll önnur störf. Þaö er skemmtilegt þegar vel gengur og erfitt þegar leiðin er tor- sótt. Forsetaembættið er mikil vinna. Ég fæ stundum þá spumingu hvað ég sé að gera allan daginn. Embættið getur verið áberandi en hin mikla vinna er hljóðlát. Ég er í gríðarlegri skrifstofuvinnu. Fyrir utan það sem heima er að gerast berast mörg er- indi erlendis frá. Alls kyns fyrir- spumir og beiðnir um að ég sé við- stödd allra handanna stefnur. Ég væri sjaldan heima ef ég ætti að sinna þótt ekki væri nema broti af þeim beiðnum. Embættinu fylgir mikið skipulagsstarf og hörkuvinna. Auk þess er forseti fulltrúi þjóðar- innar á ýmsum vettvangi og talar ennfremur fyrir hennar hönd. Sumir íslendingar átta sig kannski ekki á nauösyn þess að ísland geri vart við sig úti 1 hinum stóra heimi. Það er alltaf hætta á að við gleymumst og hverfum í mannhafið. Allar þær við- talsbeiðnir, sem ég fæ alls staðar frá í heiminum, taka geysilegan tíma því mér er í mun að sinna þeim. Það er aldrei sjaldnar en einu sinni í viku að ég tek á móti erlendum blaða- mönnum. Þegar þessir blaðamenn koma til íslands og ræða við forset- ann fá þeir um leið áhuga á landinu og gera sér grein fyrir hvemig það er. Það skilur nefnilega enginn ís- land tU hlítar sem ekki hefur verið hér. Sumir halda jafnvel að viö séum frumstæð þjóð. Hlutverk forseta er ekki síst að laða menn hingað heim, taka vel á móti þeim, þannig að það skili sér úti í hinum stóra heimi. Áhugi erlendra blaðamanna hefur aukist á undanförnum áram og ég hef það fyrir reglu að veita sem flest- um viðtal. Þaö er sterkasta mynd sem við getum gefið af landi okkar og þjóð og styrkir þá ímynd sem út- flutningsvörar okkar hafa. “ Útlitið skiptir máli Á undanfömum dögum hefur Vig- dís dvalið sér til hressingar og heUsu- bótar á Reykhólum í Reykhólasveit. Þar hefur hún jafnframt hugað að ávarpi því sem hún mun flytja til þjóðarinnar á morgun er hún tekur við embættinu í fjórða skiptiö. „Ég gekk um tún og engi, iðkaði líkamsrækt og borðaði hoUustufæði. Reyndi að hugsa um hvað ég vU gera og segja á þessum tímamótum," segir hún. - Miklar kröfur era gerðar til útlits forseta. Er ekki erfitt aö halda sér alltaf í svo góðu formi? „Ég lifi heUbrigðu lífi, geng mikiö, legg áherslu á góðan svefn og hreyf- ingu. Það getur verið talsvert verk að huga að útlitinu, sérstaklega fyrir konur,“ segir Vigdís enda hefur hún vakið heimsathygli fyrir glæsUeUca. Á næstu mánuðum verður mikið annríki hjá forsetanum. Norski kon- ungurinn, Haraldur V, kemur hing- að tU lands í opinbera heimsókn í september. Og síðar í haust fer Vig- dís í heimsókn til Tékkóslóvakíu. AUar slíkar heimsóknir eru ákveðn- ar meö tveggja til þriggja ára fyrir- vara og undirbúningurinn er mikUl svo aUt megi vel fara. Ræktumjörðina og bömin - Áttu þér eitthvert óskaverkefni þegar þú lætur af störfum eftir fjögur ár? „Ég er Utið fyrir að spá þannig um eigin framtíð. Reynslan hefur kennt mér að ég mun alltaf hafa nóg fyrir stafni hvort sem ég verð forseti eða fyrrverandi forseti. Ég á eftir að láta aö minnsta kosti einn draum rætast sem ég átti árið 1980. Að sinna meira söguþorsta bama, t.d. með því að koma á fót barnaleikhúsi fyrir þau. Ég vU rækta böm, ungt fólk og jörð- ina. Þetta fer saman og er það besta sem maöur getur gert í lífinu. Ef við gerum það þurfum viö engu að kviða," segir Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.