Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 27
FÖSTJJDAGUR 31, JJJIJ .1992. 47 - Telur þú að kjör þitt á sínum tíma hafi valdið byltingu í framsókn kvenna í æðri stöður þjóðfélagsins? „Það er of snemmt að segja til um hvort það hafi verið kjör mitt eða aukin menntun kvenna, nema hvort tveggja komi til. Það er framtíðarinn- ar að skera úr um það. En á því leik- ur enginn vafi að kjör mitt, og að ég hef gegnt embættinu allan þennan tíma, hefur styrkt sjálfsvitund kvenna. Konur eru ekkert blávatn. Það er einungis gömul hefð, og von- andi brátt úrelt, að halda konum í skugganum." - En áttu þér eitthvert einkalíf í þessu starfi? „Forsetinn á einkalíf og forsetinn á gott einkalíf. Það er allt komið undir góðri skipulagningu. Ég hef aliö upp dóttur mína á þessum tólf árum. Hún er mesta prýðisstúlka, kærleiksrík og góö. Það gæti hún ekki verið nema hún hafi fengið þann kærleika sem ég vildi gefa henni. Ég á góða fjöl- skyldu og fjölda yina sem hafa ræktað þann vinskap. Ég er auðvitað alltaf forsetinn en ég sjálf er inni í hon- um," segir Vigdís og hlær. - Er ekki erfitt fyrir ungling að alast upp með forseta að foreldri? „Jú, auðvitað er það erfitt. Ég hef verndað dóttur mína eins og sjáaldur auga míns. Hún hefur nær aldrei ver- ið með mér opinberlega eða í sviðs- ljósinu. Nú er hún vaxin úr grasi, verður tvítug í haust, og ræður sér sjálf. En það er skiljanlega erfitt fyrir ungling að vera dóttir forsetans." Býr ekki á Bessa- stöðum - Þið hafið ekki búið á Bessastöð- um undanfarin ár. Hver er ástæða þess? „Húsakostur hér var orðinn mjög illa farinn. Það varð að taka á því máli. Við bjuggum hér mæðgurnar í forsetaíbúðinni þar til endurbætur hófust. Síðan höfum við verið í gamla húsinu okkar í Reykjavík. Endurbót- um er ekki enn að fullu lokið. Engin sérstök forsetaíbúð er hér núna en henni verður komið fyrir í svoköll- uðu ráðsmannshúsi. Bessastaðastofa þykir ekki henta fyrir fjölskyldu. Hún er vinnustaður, móttökustaður og þjóðarheimili. Hins vegar munu væntanlegir forsetar, sem eiga eftir að koma hingað með fjölskyldur, fá nýja íbúð sem hentar nútímafólki. Ég er þakklát, fyrir hönd þjóðarinn- ar, að ráðist var í endurbætur áður en allt var komið í óefhi." - Nú hefur þú umgengist þjóðhöfð- ingja og kóngafólk. Er ekki hætta á að forseti fjarlægist alþýðufólk? „Ekki sá forseti sem nú situr. For- seti, sem er kjörinn lýðræðislegri kosningu, ræktar samband sitt við fólkið. Þetta er allt óðruvísi með kóngafólk sem er fætt inn í störf sín og er oft á tíðum einangraðra." Betraaðveraógift - Hefur það einhvern tíma á und- anförnum árum háð þér að vera eig- inmannslaus í þessu embætti? „Það hefur ekki háð mér til þessa dags. Ég er af þeirri kynslóð að það hefði verið erfitt fyrir karlmann að vera við hlið konu í þessu starfi. Tímarnir hafa breyst á þessum árum. Þetta höfum við rætt, Mary Robertson, forseti írlands, og eigin- maður hennar, Nicholaus, og þau eru sömu skoðunar. Þau eru fimmtán árum yngri en ég og vinna að því að sjálfsagt sé og eðlilegt að konan skipi embættið og eigjnmaðurinn styðji við bakið á henni í einu og öllu. Ég efast um að það hefði gengið upp í mínu tilfelli. Sú breyting að kona tæki að sér embættið var nógu stór. Þó hugarfarsbreyting hafi átt sér stað þykir það enn ekki sjálfsagt að konur séu í æðstu stöðum í stjórn- málum. Ég sakna frægu myndarinn- ar af Margareti Thatcher þar sem hún stóð á tröppunum við hlið allra þessara öndvegjskarla. Þar var þó kona meðal þeirra herramanna sem hafa ráð heimsins í höndum sér." Engin ævisaga Vigdís hefur ætíð lagt mikla áherslu á að sérkenni íslenskrar menningar séu hið frjálsa orð. Hún vitnar ávallt tíl bókmenntaarfsins í „Þegar þannig árar, eins og hjá okkur nú, er betra að hafa staöfestu í forsetaembættinu," segir Vigdís Finnbogadóttir, forseti Isiands, meðal annars viðtalinu. ræðum sínum. Finnst henni að æska þessa lands beri nægilega virðingu fyrir sögu forfeðra okkar og mæðra? „Allar kynslóðir á æskuskeiði bera aldrei nægilega virðingu fyrir sögu forfeðranna. Eg leyni því ekki að mér finnst ekki vera lögð nægilega mikil rækt við að vekja áhuga barna og unglinga á þessum gersemum sem er þjóðararfur okkar. Myndefnið er qrðið áleitið og bókin á undanhaldi. Ég kvíði þróuninni en tel þó að nú þegar við höfum uppgötvað hvert kann að stefna sé fyrsta skrefið tekið til aö snúa þessari öfugþróun við. Ég vildi leggja þar lið ef ég gætí." - Þú sagðir fyrir tólf árum að þú myndir skrifa ævisögu þína. Þar yrði kafli um forsetaframboðið og margar mannlífsmyndir. Kemur þessi bók út að fjórum árum liðnum? „Allar skoðanir skal endurmeta strax og ný viðhorf myndast. Þetta hefur áreiðanlega verið sagt í spaugi, hafi ég sagt það. Ég var galvösk á þessum tíma og spaugsöm. Maður heldur sér á floti í gamansemi. Lífið verður svo litlaust ef hvergi örlar á gamansemi. Núna, tólf árum síðar, myndi ég aldrei.skrifa bók um for- setaframboðið. Aftur á móti á ég í fórum mínum afskaplega skemmti- legar mannlífslýsingar. Ég býst þó við að ég myndi kjósa að skrifa um eitthvað allt annað." Mikilvinna Fyrir tuttugu árum hefði engu stúlkubarni látið sér detta í hug að óska sér að verða forseti. Nú ganga litlar stúlkur hins vegar með slíkan draum í maganum. - Er skemmtilegt að vera forseti ís- lands? „Já, auðvitað er skemmtilegt að vera forseti íslands af því að það er svo gaman og gott að vera íslending- ur. En það gegnir sama máli með starf forseta lýðveldisins og öll önnur störf. Það er 'skemmtilegt þegar vel gengur og erfitt þegar leiðin er tor- sótt. Forsetaembættið er mikil vinna. Ég fæ stundum þá spurningu hvað ég sé að gera allan daginn. Embættið getur verið áberandi eh hin mikla vinna er hljóðlát. Ég er í gríðarlegri skrifstofuvinnu. Fyrir utan það sem heima er að gerast berast mörg er- indi erlendis frá. AIls kyns fyrir- spurnir og beiðnir um að ég sé við- stödd allra handanna stefnur. Ég væri sjaldan heima ef ég ættí að sinna þótt ekki væri nema broti af þeim beiðnum. Embættinu fylgjr mikið skipulagsstarf og hörkuvinna. Auk þess er forseti fulltrúi þjóðar- innar á ýmsum vettvangi og talar ennfremur fyrir hennar hönd. Sumir íslendingar átta sig kannski ekki á nauðsyn þess að ísland geri vart við sig úti í hinum stóra heimi. Það er alltaf hætta á að við gleymumst og hverfum í mannhafið. Allar þær við- talsbeiðnir, sem ég fæ alls staðar frá í heiminum, taka geysilegan tíma því mér er í mun að sinna þeim. Það er aldrei sjaldnar en einu sinni í viku að ég tek á mótí erlendum blaða- mönnum. Þegar þessir blaðamenn koma til íslands og ræða við forset- ann fá þeir um leið áhuga á landinu og gera sér grein fyrir hvernig það er. Það skilur nefnilega enginn ís- land til hlítar sem ekki hefur verið hér. Sumir halda jafnvel að við séum frumstæð þjóð. Hlutverk forseta er ekki síst að laða menn hingað heim, taka vel á móti þeim, þannig að það skili sér úti í hinum stóra heimi. Áhugi erlendra blaðamanna hefur aukist á undanfórnum árum og ég hef það fyrir reglu að veita sem flest- um viðtal. Það er sterkasta mynd sem við getum gefið af landi okkar og þjóð og styrkir þá ímynd sem út- flutningsvörur okkar hafa. " Útlitið skiptir máli Á undanfornum dögum hefur Vig- dís dvahð sér til hressingar og heilsu- bótar á Reykhólum í Reykhólasveit. Þar hefur hún jafnframt hugað að ávarpi því sem hún mun flytja til þjóðarinnar á morgun er hún tekur við embættínu í fjórða skiptið. „Ég gekk um tún og engi, iðkaði líkamsrækt og borðaði hollustufæði. Reyndi að hugsa um hvað ég vil gera og segja á þessum tímamótum," segir hún. - Miklar kröfur eru gerðar til útlits forseta. Er ekki erfitt að halda sér alltaf í svo góðu formi? „Ég lifi heilbrigðu lífi, geng mikið, legg áherslu á góðan svefn og hreyf- ingu. Það getur verið talsvert verk að huga að útlitinu, sérstaklega fyrir konur," segir Vigdís enda hefur hún vakið heimsathygh fyrir glæsileika. Á næstu mánuðum verður mikið annríki hjá forsetanum. Norski kon- ungurinn, Haraldur V, kemur hing- að til lands í opinbera heimsókn í september. Og síðar í haust fer Vig- dís í heimsókn til Tékkóslóvakíu. Allar slíkar heimsóknir eru ákveðn- ar með tveggja til þriggja ára fyrir- vara og undirbúningurinn er mikill svo allt megi vel fara. Ræktumjörðina og börnin - Áttu þér eitthvert óskaverkefni þegar þú lætur af störfum eftir fjögur ár?, „Ég er htið fyrir að spá þannig um eigin framtíð. Reynslan hefur kennt mér aö ég mun alltaf hafa nóg fyrir stafni hvort sem ég yerð forseti eða fyrrverandi forseti. Ég á eftir að láta að minnsta kosti einn draum rætast sem ég átti árið 1980. Að sinna meira söguþorsta barna, t.d. með því að koma á fót barnaleikhúsi fyrir þau. Ég vil rækta börn, ungt fólk og jörð- ina. Þetta fer saman og er það besta sem maður getur gert í lífinu. Ef við gerum það þurfum við engu að kvíða," segir Vigdís Finnbogadóttir, forsetí íslands. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.