Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 31. JOLÍ 1992. IVtatgæðingur vikuimar 49 Belgískur matur Ingimar og Hólmfríður afslöppuð i sumarfríi. DV mynd JAK Hjónin Hólmfríður Svavarsdóttir og Ingimar Ingimarsson tóku áskorun Þorbjargar Hákonardótt- ur í síöustu viku og gefa hvort sína uppskriftina. Báðar uppskriftirnar eiga uppruna sinn í Belgíu með, ólíkum hætti þó. Hólmfríður fann sína uppskrift í belgískri mat- reiðslubók þegar þau voru þar í námi. „Á námsárunum í Belgíu vorum við alltaf blönk en nauta- tungan er bæði ódýr og góð,“ segir Hólmfríður og síðan hefur hún eld- að réttinn af fingrum fram eftir því hvað hentar hveiju sinni. Uppskrift Ingimars varð til í sum- arfríi rétt hjá Calais í Frakklandi þegar hann og belgískur vinur hans möndluðu eitthvað saman og úr varð fyrirtaks pastasósa. Nautatunga í Madeirasósu Ný nautatunga 3-4 stönglar sellerí 1-2 laukar 3-6 gulrætur 1 púrra 2 lárviðarlauf timían salt pipar Suðutími 2 'A til 3 klukkustundir Sósan 'A-1 lítri soð 6 tómatar (eða 1 dós tómatar) 1 Htíl dós tómatkraftur 200 g sveppir (eða ein dós af svepp- um) steinselja madeiravín eftir smekk Nautatungan er látin liggja í salt- vatni í 3 klst. til að hreinsa hana. Vatninu hellt og tungan skoluð, sett í sjóöandi saltvatn og soðin í 5 mín., vatninu hellt af. Sett aftur í sjóðandi vatn, salti, pipar, lárviðar- laufi, tímíani, selleríi, lauk og púrru bætt út í og soðið í eina klukkustímd og þá er gulrótunum bætt út í. Soð- ið áfram í rúma eina klukkustund. Tungan tekin upp og hvíta skinnið flysjað af meðan hún er enn heit. Skorin í þunnar sneiðar. Tómatarnir eru settir í sjóðandi vatn og látnir liggja í smástund. Vatninu hellt af og þeir flysjaðir. Síðan eru þeir marðir í gegnum sikti út í soðið. Suðan látin koma upp. Þykkt með sósujafnara en líka er gott að baka sósuna upp. Svepp- unum bætt út í, síðan tómatkraftín- um og síðast madeiravininu og dá- htlu af steinselju. Borið fram með hrísgrjónum, nýbökuðu snittu- brauði og þurru rauðvíni. Hentugt er aö gera þennan rétt í stórum skömmtum og frysta. Pastasósa Ingimars 'A bolli ólífuolía 3-4 hvítlauksgeirar (eða fleiri) 10-12 ansjósuflök (niðursoðin) 300 g sérrítómatar Hitið ólífuolíuna á pönnu við vægan hita. Hvítlaukurinn er sax- aður í sneiðar og látinn krauma í olíunni þar til hann fer að taka á sig ljósbrúnan lit. Þá er hann veidd- ur upp úr. Eftir aö ansjósurnar hafa verið stappaðar vandlega eru þær hrærðar út í. Tómötunum er bætt út í rétt áður en sósan er bor- in fram en hún er mjög góð með ýmsum pastaréttum eins og skelj- um, fiðrildum og að sjálfsögðu spaghetti og núðlum. Með góðu víni er þetta fyrirtaksmáltíö í miklum hitum. Ingimar og Hólmfríður skora á Bjama Óskarsson en Hólmfríður segir hann snilling í austurlenskri matargerö og sérstaklega jap- anskri. Hinhliðin Umferðin er eilífðarverkefni - segir Óli Hörður Þórðarson, framkvæmdastióri Umferðarráðs Mesta ferðahelgi ársins er hafin og þeir sem sfjóma umferðarmál- um landsins hafa unnið hörðum höndum viö undirbúning. Vonast að sjálfsögðu allir til að umferðin gangi greiðlega og slysalaust fyrir sig. Óli H. Þórðarson hefur í ára- tugi verið einn helstí ráðgjafi öku- manna um þessa helgi og stjórnað henni af miklu kappi ásamt lög- reglumönnum landsins. Óli var ennfremur þekktur fyrir útvarps- þættí sína hér áður fyrr. Það er ÓU Hörður Þórðarson sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Óli Hörður Þórðarson. Fæðingardagur og ár: 5. febrúar 1943. Maki: Þuríður Steingrímsdóttir. Böm: Þau em fjögur á aldrinum 19-29 ára. Bifreið: Volvo 740 árgerð 1990. Starf: Framkvæmdastjóri Umferð- arráðs. Laun: Þau em of lág. Áhugamál: Fjölskyldan og starfið. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eg hef prófað að vera með en aldrei fengiö fleiri en eina til tvær réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í afslöppun með fjöl- skyldunni í sumarfríi eins og ég hef haft það undanfarið. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Tala við fólk sem er ekki skilningsríkt á þaö sem þarf að gera. Uppáhaldsmatur: Góð nautasteik. Uppáhaldsdrykkur: íslenska vatnið er alltaf best. Óli H. Þórðarson framkvæmda- stjóri. Hvaða íþróttamaður fmnst þér standa fremstur í dag? Ég er alltaf að bíða eftír að Einar Vilhjálmsson kastí spjótinu langa skotinu. Uppáhaldstimarit: Ég les ekki mik- ið af tímaritum en finnst Úrval mjög gott. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Móðir min. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Ég er ávallt hlynntur löglega kjörinni ríkisstjórn. Hvaðajœrsónu langar þig mest að hitta? Eg myndi vilja rabba við Ein- stein en hann var örugglega ákaf- lega vitur maður. Uppáhaldsleikari: Róbert Arnf- innsson. Uppáhaldsleikkona: Guðbjörg Þor- bjamardóttir var alltaf mjög góð. Uppáhaldssöngvari: Kristján Jó- hannsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred Flinstone. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og fréttaskýringaþættir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Aldrei verið hrifinn af erlendum her hér á landi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður G. Tómasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég er öllu meira gefinn fyrir Sjónvarpiö. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Tage Ammendrup. Uppáhaldsskemmtistaður: Við hjónin fórum aldrei á skemmtístaði og ég hef fæsta séð, ekki einu sinni Hótel ísland. í mínum huga er uppáhaldsskemmtistaöurinn Þing- vellir. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Skaga- menn í fótbolta, FH í handbolta og hverfisfélagið Víkingur í öllum öðrum greinum. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Já, að bæta umferðina enn frekar en-það mun vera eilííð- arverkefni. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég ferðaðist um landið, var meðal annars í sumarbústað sem kunn- ingi minn á. Eftirminnilegast var þó að koma á Fellsströnd í Dala- sýslu sem er mjögfaliegur staður. -ELA LEIÐSÖGUNÁM Leiðsöguskóli íslands hefst 7. sept. nk. ef næg þátttaka fæst. Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Umsóknareyðublöð liggja frammi í skólanum 4.-7. ágúst frá kl. 17-19. Uppl. verða gefnar í síma 643033 á sama tíma. Æskilegt er að umsækjendur hafi: 1. Stúdentspróf og gott vald á erlendum tungumálum (auk ensku t.d. þýsku, frönsku, Norðurlandamálum, hollensku, spænsku, ítölsku eða japönsku). 2. Reynslu í ferðamennsku og þekkingu á islandi. 3. Aðstæður til að vinna óreglubundna sumarvinnu. 4. Gott skap og jákvæðan hugsunarhátt. 5. Náð 21 árs aldri. LEIÐSÖGUSKÓLI ÍSLANDS TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Ekta leðurskór kr. 2.950 Reimuðu skómir em beinhvítir, þeir óreimuðu grá/drapplitir. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Sendingarkostnað borgum við, þú greiðir því aðeins kr. 2.950. Sími 98-11826, fax 98-13034, 900 VESTMANNAEYJAR Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1992 sé lokið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 12. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, er hér með auglýst að álagningu opin- berra gjalda á árinu 1992 er lokið á alla aðila sem skatt- skyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981 og II. kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum föstudaginn 31. júlí 1992 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí - 13. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1992, húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, húsnæðisbóta, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1992, þurfa að hafa bor- ist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1992. 31. júlí 1992. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Kristján Gunnar Valdimarsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra. Friðgelr Sigurðsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.