Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 31
FÖSTUUAGUR 31.4JÚLL1992. 51 Meniung Ólympíusöngur Sannarlega, sannarlega segi ég yöur aö mikil voru þau undur og stórmerki sem mættu sjónum okkar í beinni útsendingu frá Barselónu á laugardaginn. Hvað snertir hug- vit, útlit og flest önnur tillit sló þessi opnun- arhátíð Katalóníumanna út aðrar opnunar- hátíðir ólympíuleika sem ég man eftir. Meira að segja var hún ekki alveg laus við spennu; mundi bogmanninum takast að fíra ör í fýr- verk leikanna og tendra ólympíueldinn? Það sem gaf þessari hátíð sérstaklega menningarlegt yfirbragð var tónhstarflutn- ingurinn. Á opnunarhátíðinni í Los Angeles var að vísu músík, hundrað píanóleikarar sem í sameiningu glömruðu „Rhapsody in blue“ eins og um hópíþrótt væri að ræða. í Barselónu söng þekktasta sópransönkona Grikkja, Agnes Baltsa, imdir stjóm Mikis Theodorakis, og síðan tefldu Spánveijar fram draumahði sínu í óperusöng til að skemmta viðstöddum og heimsbyggðinni ahri, sjálfum „Magic“ Domingo ásamt José Carreras, Montserrat Cabahé, Ciacomo Ara- gah, Joan Pons og Teresu Berganza. Þar á undan söng raunar önnur stórstjarna með talsvert spánskt blóð í æðum, Alfredo Kraus. Þama vom á dagskrá margar af frægustu og fahegustu aríum tónbókmenntanna og var söngprógramminu ætlað að endurspegla ólympíuhugsjónina. Saman sungu stjömun- ar skemmtilega syrpu sem hófst á söngnum þekkta úr La Traviata, Brindisi, þar sem íþróttamönnum er fagnað og endar á her- hvatningunni úr Aidu: „Ritorna vincitor" - snúðu heim sem sigurvegari. Nýttblóð Af þessum söng myndaðist mikh og góð stemning sem jafnaðist næstum á við rafur- magnað andrúmslofið í Róm, þegar þeir Domingo, Carreras og Pavarotti sungu sam- an sællar minningar. Að vísu mátti sjá og heyra að Spánverja fer bráðum að vanta unga stórsöngvara, Aragah, Berganza og Cabahé em öh komin af léttasta skeiði en þar sem raddbönd voru stirð bættu menn Tónlist/geisladiskar Aðalsteinn Ingólfsson upp með eldmóði og sönggleði. Teresa Berg- anza virðist bera aldurinn öhu betur en Ca- baUé, söng aríur úr Migpon og ítölsku stúlk- unni í Alsír af miklum bravúr. CabaUé hefur enn feiknarlega rödd en er hætt að hafa á henni fullkomna stjóm og bregður þá ósjald- an fyrir sig ofleik. AUur þessi söngur var tekinn upp í janúar og febrúar síðasthðnum og kom á markað nokkrum dögum fyrir opnunarhátíðina, ásamt myndbandi af lokuðum tónleikum sem þá voru haldnir. Skífan dreifir bæði geislaplötu með söngnum og myndbandinu hér á landi. Hvorttveggja er skemmthegur minjagripur um stórhátíð og stórsöngvara. Á geislaplötunni kemur CabaUé öllu betur út en á opnunarhátíðinni, og Joan Pons, sem lengi hefur verið í skugga þeirra Domingos og Carreras, syngur eins og engiU. „From the Official Barcelona Games Ceremony": Domingo, Carreras, Caballé, Aragall, Berganza, Pons. Sinfóníuhljómsveitin i Barselónu, stjórnandi Garcia Navarro, BGM Classics & Rca Victor (Barc 002). Þú átt ESSO alltaf að - Einnig um helgar OO BTU H-brennari, ryöfrír - áp TrjákliPpur vf' j\9,6V 5 átakssti/lin, 2Í Hleöslutæki meö rafhlöðu fyrir trjáklippur, sláttuorf og grasklippur '^óeddar, samanbrjótanlegir Grill, gasgrill og grillvörur, ýmis garðáhöld, útileikföng og dót fyrir börnin, áhöld fyrir garðinn, veiðidót, útilegudót og að sjálfsögðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.