Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 14
14 óháÖ dagblað I IOtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Án ábyrgðar Menn hafa ekki orðið upplýstari um stöðu ríkisfjár- mála, þótt þeir hafi reynt að fylgjast með deilu núver- andi og fyrrverandi fjármálaráðherra um halla ríkisfjár- mála á valdatíma þeirra. Helzt er, að menn hafi sann- færzt um, að alltaf sé unnt að framleiða nýjar tölur. Mikilvægt er, að Ríkisendurskoðunin stuðh ekki að slíku moldviðri með kæruleysislegri útgáfu á tölum. Þegar hún breytir um reikningsaðferðir, þarf hún að hafa kafla um, hvernig gamla reikningsaðferðin hefði komið út, til að létta fólki samanburð milli ára. Raunar eru sífelldar breytingar á reikningsaðferðum til þess fallnar að rugla fólk í ríminu og gera lukkuridd- urum stjórnmálanna kleift að þyrla upp ryki til að hylja mistök sín. Festa í reikningsaðferðum er nauðsynleg á þessu sviði, svo sem raunar í öðrum fræðigreinum. Stundum er eins og stjórnmálamenn og embættis- menn taki óvart saman höndum um að flækja mál sem mest fyrir fólkinu í landinu. Hin óskráða og ómeðvitaða vinnuregla þeirra virðist hljóða svo: „Af hverju hafa hlutina einfalda, þegar hægt er að hafa þá flókna.“ Embættismenn hafa verið að vinna að hugmyndum um ríkissparnað. Ein hugmynd þeirra er að flytja 775 milljón króna verkefni til sveitarfélaga án þess að flytja tekjur til þeirra á móti. Þetta er gamalkunn aðferð til að spara fyrir hönd ahra annarra en sjálfs sín. Erfitt er að taka þá embættismenn alvarlega, sem framleiða tihögur um tilfærslu á útgjöldum, þegar þeir eru beðnir um tillögur um sparnað útgjalda. Þeir virð- ast vera brenndir sama ábyrgðarleysinu og lukkuridd- ararnir, sem örlögin gera að ráðherrum í þessu landi. Fjármálaráðherra hótaði fyrir helgina, að ríkisstjórn- in mundi framvegis gefa út bráðabirgðalög í þinghléum, þótt sá ósiður hafi verið lagður niður í nálægum löndum og þótt stjómarskrá og þingskapalögum hafi verið breytt hér í fyrra til að gera bráðabirgðalög óþörf. Ef fjármálaráðherra telur, að setja hefði átt meiri takmörk við ræðutíma þingmanna, þegar þing er kallað saman til að afgreiða mál, sem áður voru leyst með bráðabirgðalögum, á hann að vinna slíkum hugmyndum fylgi innan þingsins, en ekki hunza þingskapalögin. Öll röksemdafærsla ráðherrans í máh þessu var sam- felld hundalógík. Stjómarskránni hefur verið breytt og ný þingskapalög hafa verið sett, beinlínis til að gera bráðabirgðalög óþörf. Það er út í hött að koma á eftir og segjast ekki geta notað þessar nýju reglur. Ef ráðherra telur, að ekki sé hægt að nota nýleg lög, af því að þau séu svo seinvirk og af því að stjómarand- staðan tali of mikið, ætti hann að láta af þeim sið að brjóta lýðræðishefðir um leið og þær verða til og fá sér heldur vinnu á öðrum vettvangi en sjálfs lýðræðisins. Raunar gildir það um flesta oddvita stjómmálanna innan stjómar og utan, svo og um marga helztu embætt- ismenn ríkisins, að ástæða er til að óska sér, að þeir störfuðu á einhveijum öðrum vettvangi, þar sem ætla mætti, að minna tjón hlytist af völdum þeirra. Engin ein meinsemd' í efnahagslífi þjóðarinnar er verri en getuleysi stjómmálamanna og embættismanna á sviði ríkisíjármála, enda er ríkið stærsta fyrirtæki landsins. Ráðherra fram af ráðherra hafa ríkisfjármálin verið í steik og virðast fremur fara versnandi. Æðsta stjóm ríkisins hefur of lengi verið mörkuð ábyrgðarleysi og hentistefnu burtreiðarmanna, sem telja ráðherradóm ekki vera starf, heldur lífsstíl. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUJDAGUR 8, SEPTEMBER 1992. Greinarhöfundur segir ríkisaðstoð EB við skipasmíðar t.d. hafa algjörlega eyðilagt skipasmíðar hér á landi. Framsýni er flasi betri Höfuðtilgangur EES-samnings- ins er að gera öll EB- og EFTA- ríkin að einu markaðssvæði með um 380 milljónir neytenda. Til þess að ná þessum markmið- um er komið á frelsunum fjórum og í 53. og 54. gr. EES-samningsins eru bönnuð öli samráð fyrirtækja eða samræmdar aðgerðir þeirra á milli og einnig er bönnuð misnotk- un markaðarins með yfirburða- stöðu á svæðinu. Þessar greinar eru orðréttar þýðingar á 85. og 86. gr. Rs, sem oft hefur staðið um mikili styr og oft komið til úrlausn- ar EB-dómstólsins. í 55. og 56. gr. samningsins skal eftirlitsstonun EFTA og fram- kvæmdastjóm EB tryggja að þessi ákvæði séu virt. Fjöldi reglugerða kveður nánar á um framkvæmd efdrlitsins en mikilvægust er nr. 17/62 en þar er m.a. lögð rík áhersla á tilkynningaskyldu fyrirtækja og að eftirlitsstofnunin fær vald til rannsókna og getur krafist skjala, bókhaldsgagna, svo og skýrslutök- ur og hún getur ákveðið sektir eöa fevíti. Umrædd ákvæði má nota bæði til sóknar og vamar ef ein- hver telur á sér brotið. íslendingar hafa vegna fólksfæð- ar myndaö margvísleg samtök framleiðenda vegna sölu afurða, m.a. til þess að forðast undirboð. í nýútgefnu riti, Hjáríki, eftir dr. Björn Stefánsson, telur hann hæp- ið að Sölumiðstöðin, SÍF eða Síldar- útvegsnefnd fái starfsleyfi nema í gjörbreyttu formi. Svipað myndi væntanlega gilda um sölusamtök landbúnaðar og fleiri fyrirtæki hér gætu talist brotleg við umrædd ákvæði. Öllu alvarlegra er að fram- tíðarskipan þessara mála verður háð samþykki erlendrar eftirlits- nefndar. Ríkisstuðningur Algjört bann er við hvers konar ríkisstuðningi er raskað gæti sam- keppnisreglum, sbr. 1. mgr. 61. gr. umrædds samnings. Hér gæti verið um að ræða beina styrki, skatta- ívílnun, hagstæð lán, yfirtöku taps o.fl., en frá þessu ákvæði em und- anþágur, sbr. 3. mgr. Fram- kvæmdastjóm EB og eftirlitsstofn- un EFTA-ríkja skal fylgjast með framkvæmd ríkisaöstoðar og gera viðeigandi ráðstafanir til breytinga að eigin frumkvæði og skiptast á ugplýsingum. í 64. gr. samn. og í bókun 27 er gert ráð fyrir að báöir eftirlitsaðilar geti gert athugasemdir. Telji þeir að þessar reglur séu brotnar er gripið til bráðabirgðaráðstafana og Kjallaiinn Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur finnist engin lausn geta þeir gert afdráttarlausar ráðstafanir. Rétt er að vekja athygli á aö öll skrif- finnska mun stóraukast. Komið verður á fót leyfis- og eftirlitsskrif- stofu og samhliða fer fram mikil tilfærslu framkvæmdavalds til er- lendra aðila. Bitur reynsla sögunnar sýnir að nauðsynlegt hefur veriö að grípa til stórfelldrar ríkisaðstoðar til hjálpar atvinnulífi okkar á vissu millibili en samkvæmt EES-samn- ingnum verðum viö ekki einráðir heldur þurfum samþykki sameig- inlegu EES-nefndarinnar. Athygli skal einnig vakin á þvi að af EB hálfu er með yfirlýsingu 15 áskihn um sinn ríkisaðstoð viö skipasmið- ar en þessi aðstoð hefur algjörlega eyðilagt okkar skipasmíðar. Framlög og nefndarstörf Samkvæmt 82. gr. skal reikna fyrir hvert fiárhagsár hlutfalls- stuðul annars vegar landsfram- leiðsla hvers EFTA-ríkis og hins vegar heildarsumma vergrar landsframleiðslu bandalagsins. Þá verða fiárframlög reiknuð sérstak- lega vegna þátttöku í ákveðnum verkefnum og verður staða hvers ríkis metin með hliðsjón af fiár- framlagi sínu en aðgangur tryggð- ur að öllum upplýsingum. Einnig er aðgangur að félags- málastefnu EB, rannsóknum og tækniþróun og umhverfismálum. Almennt má þó segja að framþróun EB-réttar á sviði félagsmála hafi ekki verið ör en aftur á móti hefur eflst mjög vísindalegur og tækni- legur grundvöllur evrópsks iðnað- ar. Þessarar þekkingar má að sjálf- sögu afla með samningum við EB eða önnur þróuð iðnríki. Hræðsluáróður Fylgismenn EES-samninganna hamra látlaust að ef við ekki semj- um þá forum við á mis við allar framfarir í Evrópu og lífskjörin muni fljótlega dragast aftur úr mið- að við aðrar þjóðir Evrópu. Oft heyrist sagt að okkar bíði hlut- skipti Albaníu í Evrópusamfélag- inu. Sama áróðri var einmitt beitt í Danmörku fyrir skömmu þegar kosið var um Maastricht-sam- komulagið. Danir hafa löng kynni af EB og felldu samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Árið 1962 var mikill áróður hér á landi fyrir inngöngu í EB og marg- ir af frammámönnum þjóöarinnar voru i forsvari, vel studdir af fiöl- miölum. Við höfðum nýlega fengið viðurkennda 12 mílna fiskveiði- landhelgi. De Gaúlle kom okkur til bjargar með því að neita öllum nýjum ríkjum inngöngu í EB. Öll þekkjum við síðari atburði og vit- um að það hefði verið borin von að færa landhelgina í 50 mílur og síðan í 200 mílur ef gengið hefði verið í EB. Allar hrakspámar reyndust rangar, við nutum viðskiptafrelsis og gerðum góða samninga við EB og önnur lönd enda stórbötnuöu lífskjörin næstu 20 árin og voru meðal þeirra bestu í heiminum. Reynslan hefur sýnt að okkur ís- lendingum hefur aUtaf vegnað best með því að standa á eigin fótum, foröast framsal valds til erlendra aðila og látið ekki hrekjast af leið vegna ímyndaðs ótta. Sigurður Helgason „Bitur reynsla sögunnar sýnir að nauð- synlegt hefur verið að grípa til stór- felldrar ríkisaðstoðar til hjálpar at- vinnulífi okkar á vissu millibili en sam- kvæmt EES-samningnum verðum við ekki einráðir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.