Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Page 8
8 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Svipmym Hver er maðurinn? . „Hvað stendur á blaðsíðu 43 í félagsfræðikennslubókinni?“ Sá sem svipmyndin er af fór með textann. Hann kunni allar skólabækumar sínar utan að. Skólabræður hans voru undr- andi. Það var erfitt að skilja hvem- ig nokkur gat verið með svona gott minni. Og lyki síðasta orðinu á einhverri síðu með bandstriki af því að hluti þess færðist yfir á næstu síðu vissi hann það líka! Þar fyrir utan var hann besti íþróttamaðurinn meðal nemend- anna. Hann var úthaldsbestur í víðavangshlaupi. Hann varð meist- ari í borðtennis. Og hann stóð sig best allra í köfubolta. Hann hafði brennandi áhuga og vildi ætíð sigra. Hefði hann lagt íþróttir fyrir sig hefði hann getað orðið heimsfrægur. Loks lauk hann prófinu. Hann varð doktor í lögum, félagsfræði og stjórnvísindum. Þetta var námsár- angur sem vakti virðingu. Eftir prófið opnaði hann mála- færsluskrifstofu ásamt tveimur fé- lögum sínum. En best lét honum að hjálpa fátæku fólki. En þessi „vonlausu“ mál færðu ekki miklar tekjur. Þremur árum síðar fór sá sem svipmyndin er af í fangelsi. Þá shtn- • aði upp úr hjónabandinu. Hann leit þannig á að Mirta hefði svikið sig með því að taka við peningum af ríkisstjóminni. Líklega var hér um samsæri að ræða. En sá sem hér er lýst var ófús til sátta. Síðan hafa aðrar konur komiö við sögu í lífi hans. En hann hefur aldr- ei gengið í hjónaband aftur. Hann á marga vini og aödáendur. En hann á líka marga óvini. Af efnafólki kominn Drekkur eðalviskí Faðir þess sem svipmyndin er af var efnaður og gat greitt fyrir skóla- göngu sonarins. Hánn var sendur á heimvistarskóla sem var i miklu áliti, enda giltu þar strangar reglur. Allir urðu að ganga í skólabúningi. Piltamir vom vaktir klukkan hálf- sjö á morgnana. Klukkan sjö urðu þeir að vera komnir að morgun- verðarborðinu. Hann var stór, sterkur og mynd- arlegur. Hins vegar eignaðist hann ekki marga vini í skólanum. Hann virtist ekki eiga mikla samleið með hinum nemendunum. Þeim fannst hann vera of alvörugefinn og inn- hverfur. Eftir að hafa lokið námi í heima- vistarskólanum fór hann i háskóla. Hann las lög því að hann vildi verða málafærslumaður. Kvæntistkonu afefnafólki í háskólanum kynntist hann stúlkunni sem varð konan hans. Hún hét Mirta og var systir eins skólabróður hans. Mirta var af efnaðri og áhrifamik- illi ætt. Hún var dökk yfirhtum og lagleg. Foreldrar hennar vom ekki ánægðir með val hennar. Þeim leist ekki á þann sem svipmyndin er af. Er hér var komið sögu var hann tuttugu og tveggja ára og var að lesa undir próf. Brúðkaupið fór fram í rómversk- kaþólskri kirkju í heimaborg brúð- arinnar. Síöan fóra ungu hjónin í brúðkaupsferð til Bandaríkjanna. Ári síðar eignuðust þau son sem varð síðar mikið uppáhald fóðurins. HÖónabandið varð hins vegar eng- inn dans á rósum. Oftast skorti fé á heimilinu. Meginhluti fram- færslufjárins kom frá foður þess sem hér er lýst. Afskipti af stjóm- málum og fangavist Meðan á háskólanáminu stóð hóf hann afskipti af stjómmálum. Oft varð Mirta að sitja ein heima. Sá sem svipmyndin er af er mikið fyrir mat og drykk. Hann kýs mag- urt kjöt og glóðaðan fisk. Þegar hann var ungur gat hann borðað mikið af spagettí. Honum finnst gæsalifur líka góð. Með matnum drekkur hann gjaman rauðvín fra Alsír. Uppáhaldsviskíið hans er Chivas Regal. Þegar á unga aldri lét hann sig miklu skipta hvemig fótum hann klæddist. Þá gekk hann oft í dökk- um fötum og með slifsi. Nú em við vanari að sjá hann öðmvísi klædd- an. Þjóöarleiðtogi með aðstoð CIA Hann hefur farið víða og heimsótt mörg lönd. En fram til þessa hefur hann ekki komið til Vestur-Evrópu, ef frá er talin klukkustundardvöl á flugvelhnum í Madrid. Heista dægradvöl hans er neðan- sjávarveiðar. Hann klæðist þá kaf- arabúningi og veiðir með skutli. Fiskurinn, sem hann veiðir, endar oft á hádegisverðarborðinu hjá hon- um. Þegar sá sem svipmyndin er af tók völdin í heimalandi sínu fékk hann til þess fjárhagsstyrk frá CIA. Það var athyglisvert tímabil í lífi hans en hefvir þó ekki verið mikið til umræðu. CIA lagöi honum til fimmtíu þús- und dali þá. Það kom honum vel því hann var í fjárþröng. Hann var aldrei sammála Tító for- seta Júgóslavíu. Þessir þjóðhöfð- ingjar rifust eins og hundar og kett- ir. Og báðir kepptust þeir um hylli annarra þjóða. Sá sem hér er lýst er kominn til ára sinna. Sonur hans er nú fiöratíu og tveggja ára. Hann er eðlisfræð- ingur og hlaut menntun sína í Sov- étríkjunum. Síðar varð hann form- aður kjamorkumálanefiidar hei- malands síns. Margjr halda því fram að hann sé afar líkur fóður sínum í flestu. Hann heitir sama nafhi og faðir- inn en er kallaður Fidelito. Hver er þessi dularfulli maður sem svipmyndin er af? Lausnin er á bls. 56 Matgæðingur vikuimar Kjúklingur hvítlauks- drottningarinnar „Ég elska mat og veit ekkert dá- samlegra en setjast niður og borða. Við emm nokkrar valkyrjur í mat- arklúbbi og hittumst stundum og eldum saman. Það fer oft heill vinnudagur í eldamennskuna," segir Guðný Einarsdóttir, matgæð- ingur vikunnar. Kiddý kokkur benti einmitt á hana vegna þess hversu mikill sælkeri hún er. „Ég fer með matreiðslubækur í rúmið og hef hina mestu skemmtun af,“ segir Guðný. Hún segir að í matreiðsluklúbbn- um búi þær vinkonurnar oft til íburðarmikla eftirrétti eins og inn- bakaða osta og ávexti pakkaða-í grískt deig og bakaða í ofni. Meðal rétta sem þær dunda viö að útbúa er súkkulaðifonda og í hana dýfa þær lakkrís, banönum, jarðarberj- um og kirsubeijum. Guðný ætlar að bjóða lesendum upp á sérstæðan kjúkhngarétt sem hún hefur þróað sjálf og gerir mikla lukku. Guðný segir að enginn þurfi að hræðast að rétturinn sé erfiður því svo sé ekki. „Það þarf einungis svolitla natni,“ segir matgæðingur- inn. „Þetta er fylltur kjúklingur en fyllingunni er komið undir húð við bringubeinið þar sem opið er stærst og síðan þrýst að bringu, vængjum og læmm með skeið,“ útskýrir Guðný. Þaö sem þarf er ekki margt en uppskriftin lítur svona út: Guðný Einarsdóttir, matgæðingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti Uppskriftin 1 stór kjúkhngur, 1700-1800 grömm 6 stór, pressuð hvítlauksrif 2 tsk. itahan season 200 g ijómaostur Aðferð Hvítlauk, kryddi og osti hrært saman. Ef fólk er hrætt við aö gera blönduna sjálft má líka kaupa til- búinn kryddaðan ijómaost effir smekk og nota í staðinn. Hræran er sett undir húð kjúklingsins við bringubeinið þar sem opið er stærst. Þrýst í átt að lærum, bring- um og vængjum með skeið. Áður hefur kjúklingurinn verið krydd- aður með salti. Kjúklingurinn er settur í eldfast smurt form og bakaöur við 200 gráða hita í tæplega 60 mínútur. Þegar eldunartíminn er hálfiiaður er gott að pensla kjúklinginn með hvítlaukssinjöri (4 pressuð hvít- lauksrif og 3 matskeiöar af smjöri, bræddu). Með þessum rétti er gott að bera fram bakaða kartöflubáta. Kartöfl- umar eru burstaðar, skomar í báta . og settar á salti stráð eldfast form. Þær em bakaöar í 45 mínútur og verða þá stökkar og góðar. Einnig er gott að bera fram með réttinum smjörgljáðar gulrætur. Miðað er við hálfa gulrót á mann, hún er skorin í strimla eða sneiðar og soðin í smjöri í 4 mínútur. Ág- ætt er líka fyrir kanínusinnaða að hafa Iceberg en það gerir réttinn fahegan. Guðný ætlar að skora á frænku sína, Guðrúnu Fræ, bóndakonu í Hvolhreppi, að vera næsti matgæð- ingur. Guðrún er mikh hestakona og rekur stórt hrossabú ásamt for- eldram sínum. „Hún er mikih sæl- keri og tók meðal annars þátt í stofhun valkyrjumatarklúbbs okk- ar en hefur síðan ekki getað mætt vegna mikilla anna í sveitinni. Þar fyrir utan hefur hún kennt mér margt í sambandi við eldamennsk- una, ekki síst að njóta matarins," segirGuðnýEinarsdóttir. -ELA Hinhliöin Maturinn hennar mömmu er bestur - segir skemmtanastjóri Tunglsins Leifur Bjöm Dagfinnsson er skemmtanastjóri skemmtistaðar- ins Tunglsins sem opnað var eftir langt hlé 11. september síðasthð- inn. Nýir eigendur tóku við staðn- um og gjörbreyttu honum. En hvað gerir skemmtanastjóri? „Hann sér um hönnun auglýs- inga í blöð og útvarp, hönnun boö- smiða og öh almannatengsl, er and- ht staðarins út á við. Þá sér hann um að gestir staðarins séu ánægðir og leysir úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma,“ segir Leifur. Hann segist þokkalega ánægður með starfið. Hann hefur áður unnið við auglýsinga- og kvikmyndagerð en dijúgur hluti frístunda hans fer í iðkun handbolta. Hann leikur nú með Haukum í Hafnarfirði en hef- ur annars leikið með KR. Leifur sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. Fullt nafn: Leifur Bjöm Bjamason Dagfinnsson. Fæðingardagur og ár: 18. mars 1968. Maki: Enginn. Böm Engin. Bifreið: Engin eins og er, er að leita. Starf: Markaðs- og skemmtana- sfjóri Tunglsins og nemi. Laun: Yfir meðahagi. Áhugamál: íþróttir, auglýsinga- gerð, kvenfólk og siglingar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Man það ekki. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Drekka bjór og Gammel Dansk úti á Eyrarsundi. Hvað finnst þér leiðinlegast að Leifur Bjöm Dagfinnsson. gera? Leggja bíl í miðbænum og borga stöðumælasektir, ég þoh það ekki. Uppáhaldsmatur: Maturinn henn- ar mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Jim Beam á klaka. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: Premier. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Michehe Pfeiffer. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Michael Jordan og líka Robert de Niro. Uppáhaldsleikari: Robert de Niro. Uppáhaldsleikkona: MicheUe Pfeifíer. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Svo er Bono í U2 góður. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Kristinn Snæhólm, hann á eftir að verða forsætisráðherra. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bugs Bunny. Uppáhaldssjónvarpsefni: NBA- körfuboltinn og Ráð undir rifi hveiju með Bertie Wooster og þjón- inum Jeeves. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan, en ég hlusta líka svo- htið á Sólina. Uppáhaldsútvarpsmaður: HaU- grímur Thorsteinsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjami Fel. Uppáhaldsskemmtistaður: Tungl- ið, að sjálfsögðu. Uppáhaldsmatsölustaður: Nokken í Rungsted, siglingaveitingstaður sem Janni Spies átti í um tíma. Það er enginn staður í uppáhaldi hér heima. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ég hef aUa tíð haldiö með KR en spUa nú handbolta með Haukum þannig að það er erfitt fyrir mig að svara. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Upp á við og að halda heUsu. Hvað gerðir í sumarfríinu? Sigldi um Eyrarsundið á skútu og sphaði tennis. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.