Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Hugrakkui:, Myndbönd í sömu sporum THE HITMAN Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Aaron Norris. Aóalhlutverk: Chuck Norris, Michael Parks og Alberta Watson. Bandarisk, 1992 - 95 minútur. Bönnuð börnum innan 16 ðra. Þaö reynist erfitt fyrir Chuck Norris aö hverfa frá þeirri ímynd sem hann hefur skapað. Hlutverk hans í The Hitman er að vísu bita- stæðara en oftast áður en stein- runninn svipur hans er sá sami og eftir ágæta byrjun fer myndin í sama horf og aðrar myndir kapp- ans. í The Hitman leikur Norris lög- reglumann sem kemur sér vel fyrir í flokki glæpamanna til þess eins að geta klekkt á þeim. Eftir tveggja ára dvöl er honum treyst en gam- all starfsbróðir hans, sem hafði nær drepin hann í byrjun myndar- innar, kemur upp um dulargervið á versta tíma. Það er mikill hasar í The Hitman og eru áhættuatriðin nokkuð vel gerð. Söguþráðurinn er gamal- kunnur og gengur oft vel upp en hér er handritið ekki nógu vel skrifað, auk þess sem leikur er nokkuð viðvaningslegur hjá sum- um leikurunum. Chuck Norris sést hér leiöbeina ungum vini sinum sem er í vandræö- um í The Hitman. Utlar breytingar eru á listanum þessa vikuna, Cape Fear héidur elsta sætinu en Ógnareðli gæö alveg eins tekið það næstu viku en þessar tvær myndir eru langvlnsælastar i dag. 1 (1) Cape Fear 2 (3) Ógnareðli (Basic Insfinct) 3 (2) Final Analysis 4 (4) Kníght Moves 5 (-) Company Business 6 (5) The Last Boyscout 7(7) Father ot the Bride 8 (6) Hook 9 (10) Pure Luck 10 (9) Deceived 11 (12) Doctor 12 (-) Prince of Tides 13 (11) BoysNthe Hood 14(8) Hitman 15 (■) Parker Kane ★ !4 WHITE FANG Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: Randal Kleiser. Aðalhlutverk: Klaus Maria Brandauer og Ethan Hawke. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 105 min. Leyfð öllum aldurshópum. White Fang er þriðja kvikmyndin sem byggð er á hinni frægu sögu Jacks London um úlfhundinn í auönum Alaska. Og tekst leikstjór- anum, Randal Kleiser, enn einu sinni að blása lífi í söguna og laða fram óhugnanlegt en fagurt jökla- landslagið sem á stóran þátt í að gera myndina eftfrminnilega. Hinn ungi leikari, Ethan Haweke, sem lék eitt aðalhlutverkið í Dead Poets Society, leikur imgan mann sem er í gullleit í Alaska sam- kvæmt síðustu ósk foður síns. í jökulauðnunum rekst hann á lítinn yrðling sem hefur misst móður sína. Ekki verður fundur þeirra langur í fyrstu en örlögin leiða þá saman síðar með eftfrminnilegum hætti. White Fang er virkilega vel heppnuð aévintýramynd sem óhætt er að mæla með fyrir alia fjölskyld- una þótt bömin fái sjálfsagt mest út úr skemmtuninni. Blindur ljósmyndari PROOF Útgetandi: Háskólabió. Leikstjóri: Jocelyn Moorhouse. Aðalhlutverk: Hugo Weaving, Gene- vieve Picot og Russell Crowe. Áströlsk, 1991 - sýningartími 90 min. Leyfð öllum aldurshópum. Þrátt fyrir að þekktustu kvik- myndaleikstjórar Ástraia, og þeir sem komu af staö áströlsku kvik- myndabylgjimni, hafi flestir flutt sig tíl Bandaríkjanna koma af til frá Ástralíu frábærar kvikmyndir og er Proof ein þeirra en hún vaktí verðskuldaða athygh á kvik- myndahátíðinni í Cannes í fyrra. Proof fjallar um þrjár persónur. í byijun kynnumst við Martín sem hefur verið bhndur frá fæðingu. Hann er tortrygginn gagnvart öh- um og hefur frá bamæsku granað að hlutum sé ekki rétt lýst fyrir honum. Sérstaklega er þessi gran- ur sterkur gagnvart móður hans sem deyr frá honum ungum. En sýnt er frá bamæsku hans í stutt- um atriðum inn á milh. Tengsl hans við náttúruna og annað fólk er ljósmyndavél sem hann tekur myndir á í gríð og erg og lætur síðan lýsa fyrir sér hvað er á myndunum. Til þess treystir hann aðeins Andy sem vinnur á veitingastað sem hann sækir. Hef- ur Martin fengið Andy til að heita sér aö segja ahtaf satt. Þriðja per- sónan er ráðskona Martins sem vih eigna sér hann og reynir hvað hún getur til að draga hann á tál- ar. En þrátt fyrir aö Martin viður- kenni fyrir Andy að hann hatí hana er hún honum nauðsynleg. Fyrir ráðskonunni er Andy hindrun sem þarf að ryðja úr vegi og verður DV-myndbandaJistinn Úlfhimdurinn jcaaK iVöoáiv jid eiilfew lirtaáísj,. a ir« jíiI imvíe* WoodrtSfll iír«WS::fcÍ0;C,,»Míi:!" «, Fjölskyldukrísa MR. & MRS. BRIDGE Útgefandi Skífan. Leikstjóri: James Ivory. Aðalhlutverk: Paul Newman og Joanne Woodward. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 124 min. Leyfð öllum aldurshópum. Hjónin Paul Newman og Joanne Woodward leika hjónin herra og frú Bridge í samnefndri kvikmynd og satt best að segja er leikur þeirra það merkhegasta við myndina sem gerð er af þríeykinu þekkta, Jhabv- ala-Merchant-Ivory, sem á að baki margar úrvalsmyndir, meðal ann- ars A Room with a View. Við fylgjumst með lífi Bridge- hjónanna í ein þrjátíu ár en það byggist nær eingöngu á vilja og ákvörðunum heimhisfóðurins en hann er mikhs metinn lögfræðing- ur með gamaldags hugmyndir um fjölskyldulífiö. Frú Bridge er ekki aðeins þræll í hjónabandinu heldur lætur hún sér mjög annt um að eiginmaöurinn verði sér ekki th skammar. Það er ekki fyrr en börn- in tvö vaxa úr grasi að herra Bridge finnur fyrir þvi að orö hans era ekki lengur lög. í hehd er Mr. & Mrs. Bridge hug- Ijúf og mannleg kvikmynd þótt hegðun heimilisfööurins sé ekki beint th fýrirmyndar. En myndin er hæg og nokkuö langdregin. Þaö eru eins og fyrr segir Newman- hjónin sem gera Mr. & Mrs. Bridge eftirminnhega með frábærum leik. -HK Hugo Weaving (er eftirminnilega með hlutverk hins blinda Ijósmyndara. Erfitt samband móður og dóttur hann auðveld bráð enda veit hún nákvæmleg hvernig hægt er að særa Martin mest. Andy er kannski sú persóna sem stendur áhorfandanum næst. Hann er ósköp venjulegur phtur sem hef- ur ekki gengið alltof vel í lífinu og lendir á milli í sálfræðistríði hinna tveggja. Þegar Martín lýsir fyrir- litningu sinni á því að Andy skyldi segja honum ósatt svarar hann því th að þaö sé th of mikhs ætlast að ein manneskja getí verið fullkom- in. Martin er sjálfur ekkert gæða- blóð. Hann gerir sér vel grein fyrir möguleikum sem blindir eiga og notfærir sér það. Th að mynda í veitingahúsi þegar hann fær slæma þjónustu þá færir hann glasið nær borðbrúninni og hellir síðan víninu á borðdúkinn. Auðvitað kennir þjónustustúlkan sjálfri sér um óhappið. Hugo Weaving, Genevieve Picot og Russeh Crowe sýna öll góðan leik, sérstaklega Weaving í erfiðu hlutverki Martíns. Leikstjóri og handritshöfundur er Jocelyn Moorhouse og er vert að leggja nafnið á minnið. Leikstýrir hann myndinni af öryggi og handitíð er vel skrifað. -HK HAIR HÆLAR (TACONES LEJANOS) Útgefandi: Háskólabfó. Leikstjóri: Pedro Almodovar. Aóalhlutverk: Vlctoria Abril, Marisa Pa- redes og Miguel Bose. Spönsk, 1991 - sýningartimi 98 mín. Bönnuð börnum yngrl en 12 ára. Háir hælar er nýjasta kvikmynd hins frumlega spánska leikstjóra Pedro Almodovars sem þekktastur er fyrir mynd sína, Konur á barmi taugaáfalls. Háir hælar er drama- tísk mynd. Hinn beittí húmor, sem hefur verið eitt aðaleinkenni Almodovars, er aö vísu í bakgrunn- inum í einstaka atriðum en hér er fyrst og fremst verið að segja okkur sögu af móður og dóttur og erfiðu sambandi þeirra á milli sem ein- kennist af öfund, aðdáun, afbrýði- semi og hatri. Dóttirin Rebecca (Victoria Abril) er í byijun myndarinnar á flug- velli aö taka á móti móður sinni eftir fimmtán ára aðskilnað. Leiftriúr fortíðinni bregður fyrir. Þar kemur fram að móðirin er fræg söngkona og er komin th aö halda tónleika í Madrid og að uppeldi Rebeccu var ööruvísi. Ekki bætir það samband mæðgnanna að Rebecca hefur gifst Manuel, göml- um elskhuga móðurinnar. Tveim- ur dögum fyrir tónleikana finnst Manuel myrtur og grunur fehur á mæðgurnar. Þótt Háir hælar standist ekki samanburð við Konur á barmi taugaáfalls þá er myndin vel gerð og kemur söguþráðurinn stundum skemmtílega á óvart. Samleikur þeirra Victoriu Abrh og Marisu Paredes er með miklum ágætum. í þetta skiptið er Pedro Almodovar frekar látlaus og ekki jafn frumleg- ur og áður en Háir hælar heilsteypt kvikmynd þar sem sögð er magn- þrungin saga og fátt er það í tilfinn- ingalífi aðalpersónanna sem hann nálgast ekki. -HK ★★ !4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.