Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992. 15 THgangurinn helgi meðalið ■. getur einhver ímyndað sér „hömlulausa" sjósókn handfærabáta minni en 6 tonn fyrir Vestfjörðum yfir vetrartímann?" er spurt í greininni. Baráttuþrek Reynis Traustason- ar er svo að niðurlotum komið að eina vonin, sem hann sér til að ná fram markmiðum sínum, er að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægstur. Reynir er úr röðum svokallaðra „sóknarmarksmanna" sem vilja núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi feigt og í stað þess komi stýri- kerfi sem tekur mið af sóknargetu fiskiskipaflotans. Þannig myndu „ailir sitja við sama borð“, eins og hann orðar það í kjailaragrein í DV þann 4. nóv. sl. Sjaldgæf níðskrif I tilfelli Reynis vakir fyrir honum að með því að kvótasetja alla smá- báta „verði allt vitlaust og kerfið springi". Þetta þorir hann ekki að segja berum orðum í greininni en var ófeiminn við það á nýafstöðnu Fiskiþingi. Skilaboð hans tii trillu- karla eru þau að þeim skuli fórnað á altari Reynis Traustasonar svo fram megi nást kerfisbreytingar honum að skapi. Sóknarstýringunni ætlar hann sem sagt að ná fram með því að drepa niður einu sóknarstýring- una, einu sóknarstýringuna sem til er í fiskveiðistjórnuninni. Væri Reynir garðyrkjumaður myndi hann eftir þessu byrja á því að drepa öll blómin í beðinu til að eyða arfanum svo hiómin geti vax- ið þar og dafnað. Tilgangurinn helgi meðalið. Níðskrif og skítkast í garð trillu- karla á borð við grein Reynis eru raunar sjaldgæf. Nokkrir aðilar KjáOaiinn Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda hafa þó fengið trillukarla á heilann og árlega birtist leikfarsi þeirra í íjölmiðlum. Við hvaða borð...? Ýmislegt hafa menn tekið upp í sig um trillukarlana, einyrkjana í sjósókninni. Steininn tekur þó ger- samlega úr þegar maður, sem hefur lifibrauð sitt af sjósókn, kallar trillukarla hjartveika krypplinga. Með þessum framsetningarmáta sínum nær Reynir bæði hámarki lágkúrunnar og aumingjaskapar- ins. Baráttuþrek hans er komið niður á það stig eymdarinnar að menn, sem hann telur hjartveika krypphnga, eru orðnir þeir einu sem hann telur sig ráða við. Alvöru togarajaxlar fölna af blygðun við að sjá þessi ósköp og sú spurning vaknar við hvaða borð Reynir sjálf- ur ætlar að sitja. Yfir þetta raunverulega markmið sitt reynir Reynir þó að krafsa með aUs kyns hundalógik. Hann lætur í það skína að einhvers konar „rétt- lætiskennd“ knýi hann tU skrif- anna og höfðar tU þess að króka- leyfisbátar „sæki nánast hömlu- laust". Ekkert væri athugunarvert við að einstakhngur, sem ahð hefur aUan sinn aldur á fjöllum og aldrei sjó séð, léti þetta frá sér fara. En þegar sjómaður og það frá Vest- flörðum gerir það verður klausan beinlínis aulaleg. Eða getur einhver ímyndað sér „hömlulausa" sjósókn handfæra- báta minni en 6 tonn fyrir Vest- íjörðum yfir vetrartímann? En Reynir hefur ekki aðeins hina mestu skömm á krókaveiðimönn- um. FuUtrúar á Fiskiþingi fá það einnig óþvegið. Þeir gerðu sig seka um „ótrúlegan tvískinnung" með afgreiðslu tUlagna sem fyrir þing- inu lágu. Þar sem Reynir sat sjálfur 51. Fiskiþing er því rétt að kanna hvort roðlög hans sjálfs hafi verið fleiri en eitt í afgreiðslu mála. Reynir var einn af kjörnum aðal- fuUtrúm FiskideUdanna á Vest- fjörðum á 51. Fiskiþingi. Á fjórðungsþingi þeirra var eft- irfarandi tiUaga samþykkt og beint til Fiskiþmgs: „52. fjórðungsþing FiskideUdanna á Vestfjörðum, haldið á ísafirði þann 26. september 1992, krefst þess að krókaveiðUeyfi verði við lýði á meðan kvótastýring á afla ríkir.“ Reynir, sem sendur var að vestan tíl að fylgja eftir tU- lögum sinnar deUdar, var vart kominn í pontu á Fiskiþingi þegar hann sagði svo faUega: „krókaleyf- ið á engan andskotans rétt á sér“. Vonir Vestfirðinga að engu Reynir níddist þannig á því sem honum var trúað fyrir af vestfirsk- um sjómönnum. í atkvæðagreiðslu um tUlögu sambærilega Vestflarða- tUlögunni fylgdi hann síðan hvorki því eftir sem honum var tíltrúað að vestan né því sem hann predik- aði úr pontu Fiskiþings. Hann sat hjá. í sjávarútvegsnefnd Fiskiþings kom fram tUlaga um að taka kola út úr kvótakerfinu. TUlagan gerði ekki einu sinni ráð fyrir „sóknar- stýringu" eða „banndagakerfi" eins og er þó á „krókabátum" held- ur einfaldlega frjálsri sókn. Þessa tUlögu studdi Reynir. TU að kóróna allt saman studdi hann svo tíllögu sem fram kom um sóknarstýringu á veiðarnar, þ.e. eftir að hafa hamast gegn hlið- stæðri tiUögu varðandi trUlurnar og stutt frjálsa sókn í ákveðna fisk- tegund. Reynir var því ekki tvöfaldur í roðinu á þinginu heldur þrefaldur. Það er nöturlegt að þurfa árlega að takast á við illkvittni og aula- dóm í garð trUlukarla á borð við það sem fram kemur í grein Reynis. Vonir Vestfirðinga um að ná fram sóknarstýringu 1 fiskveiðum verða að engu með þeim vinnubrögðum sem Reynir Traustason hefur tam- ið sér. Arthur Bogason „Ymislegt hafa menn tekið upp í sig um trillukarlana, einyrkjana í sjósókn- inni. Steininn tekur þó gersamlega úr þegar maður, sem hefur lifibrauð sitt af sjósókn, kallar trillukarla hjartveika krypplinga.“ Sameinum kraftana í Námsgagnastofnun „Hvernig samrýmist það menntastefnu stjórnarinnar að bjóða i auknum mæli upp á úrelt námsgögn - eða alls engin?“ spyr greinarhöfundur. Það gengur kraftaverki næst að svo lítið málsamfélag sem ísland skuh eiga námsgögn á eigin tungu- máli fyrir grunnskóla og fram- haldsskóla. Skýringin er öðru fremur sú að ríkið sameinar krafta þjóðarinnar í eina stofnun, Náms- gagnastofnun, sem hefur forystu í þróun, framleiðslu og dreifingu námsgagna. Við þurfum að standa vörð um þessa stofnun meðan vindar einkavæðingar næða. Við getum ekki einkavætt Námsgagna- stofnun frekar en Ríkisútvarpið eða sjálft Alþingi. Hún er hluti af þjóðmenningu okkar. Lögboðið hlutverk Námsgagna- Stofnunar er að sjá öllum nemend- um grunnskóla fyrir ókeypis námsgögnum. Til þess fær hún tæplega 250 milljónir króna á fjár- lögum. Þar sem grunnskólanem- endur eru 42.000 talsins er kostnað- ur á hvern nemanda ótrúlega lág- ur, aöeins tæpar 6.000 kr. Til sam- anburðar má geta þess að meðal- bókakostnaður framhaldsskóla- nema er talinn vera nærri 40.000 kr. á ári. í þessu dæmi kemur ríkisstofn- unin betur út en frjálsi markaður- inn sem framhaldsskólanemar eru ofurseldir. Þeir sem trúa blint á fijálsan markað eiga sjálfsagt erfitt með að kyngja því og kannske ekki skrítið að sumir þeirra vilji losna við Námsgagnastofnun eða þrengja svo að henni að hún verði óstarf- hæf. Ótrúlega fjölbreytt námsefni Námsefnið, sem Námsgagna- stofnun býður grunnskólum upp KjaUaiinii Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur og kennari (fyrrv. námstjóri) á, er býsna fjölbreytilegt, u.þ.b. 1500 titlar af bókum, heftum og vinnu- blöðum, auk 600 fræðslumynd- banda. Svo er hægt að kaupa eða panta önnur sérhæfð kennslugögn, bæði innlend og erlend, svo sem bækur, blöð, efni til verklegrar kennslu og kennslutæki. Auk gnmnskóla nýta aðrir skólar sér þessa þjónustu og greiða fyrir hana, nema hvað framhaldsskólar fá myndbönd lánuð sér að kostnað- arlausu eins og grunnskólar. Námsgagnastofnun lýtur lýðræð- islegri stjórn. Þar sitja fulltrúar kennara, skólastjóra, fræðslu- stjóra, kennaraháskóla, ráðuneytis og foreldra. Stjórnin er virk og kemur oft saman. Að auki eru tengsl við starfandi kennara og kennaranema í kennslumiðstöð stofnunarinnar og þegar starfs- menn Námsgagnastofnunar fara á kennaraþing og í skóla. Stofnunin er í fjölþjóðasamstarfi um þróun kennslugagna. Flest námsgögnin eru samin á vegum Námsgagnastofnunar í samvinnu við ýmsa aðila en sumt er þýtt og staðfært, fjölprentað eða gefið út af öðrum. Á hverju ári koma út u.þ.b. 80 ný verk auk end- urprentunar eldri. T.d. komu ný- lega út landakortabók og söguatlas fyrir grunnskóla, hvort tveggja í samfloti við erlenda útgefendur. Þá er nýkomið langþráð námsefni um íslenskan sjávarútveg sem hags- munaaðilar í sjávarútvegi styrktu myndarlega. Svo er það verk stofn- unarinnar að kynna efnið, dreifa því og prenta viðbótarupplag. . Þrátt fyrir 1500 titla skortir gögn á mikilvægum sviðum. Mörg námsgögn úreldast á 5-10 árum og eru ritstjórar Námsgagnastofnun- ar í kapphlaupi við tímann að svara auknum kröfum kennara, barna og foreldra. Ekki skera bestu kúna! Hver er galdurinn að geta boðið upp á svo fjölbreytt námsgögn fyrir aðeins tæpar 6.000 kr. á hvem nem- anda á ári? í fyrsta lagi er íslenski markaður- inn svo smár að það er betra að einn aðili sitji að honum en 3-4 aðilar berjist um hann og gefi e.t.v. allir út svipað efni. í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóö, sem eru 20-40 sinnum stærri markaðir, er mikið basl hjá útgefendum að bjóöa upp á góðar námsbækur. Verðið er nefnilega það hátt að skólar spara við sig kaupin og kenna úrelt efni en útgefendur tapa á nýju, vönduðu efni. Fyrir það að Námsgagnastofn- un þjónustar að mestu leyti ein alla grunnskóla landsins getur hún haft sérhæft starfslið til að gera góð námsgögn. Ef þessi starfsemi skipt- ist milli margra er hætta á að eng- inn myndi valda verkefninu. í öðru lagi er mestallt útgáfuefniö notað aftur og aftur af mörgum nemendum. Þeir eignast yfirleitt ekki bækurnar en hafa þær að láni vissan tíma. Þannig sparast mikið fé og nemendur læra að fara vel meö bækur. Okkar íslenska leið að úthluta námsgögnum ókeypis stuðlar að því að skólar eignist bestu námsgögnin og kenni síður úreltar bækur í spamaðarskyni líkt og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef ríkisstjómin vfil fara vel með opinbert fé og fá sem mest fyrir hverja krónu ætti hún að hlúa að Námsgagnastofnun. í fjárlaga- fmmvarpinu er fé til stofnunarinn- ar skorið niður um 25 milljónir. Ef boðaðar breytingar á virðis- aukaskatti ná fram að ganga versn- ar staðan um aðrar 25 milljónir. Verði þessi niðurskurður að lögum gæti nýsköpun námsefnis stöðvast. Hvemig samrýmist það mennta- stefnu stjórnarinnar að bjóða í auknum mæli upp á úrelt náms- gögn - eða alls engin? Hvað finnst foreldrum um það? Þorvaldur örn Árnason „Námsgagnastofnun lýtur lýöræðis- legri stjórn. Þar sitja fulltrúar kennara, skólastjóra, fræðslustjóra, kennarahá- skóla, ráðuneytis ogforeldra. Stjórnin er virk og kemur oft saman.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.