Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992. 5 Fréttir Tónleikaferð Sykurmolanna með U2: Frábær frammistaða Jensrna Böðvaisdóttir, DV, Kalifomíu: Sykurmolarnir stóðu sig hreint frá- bærlega á U2 tónleikum síðastliðið laugardagskvöld. Uppselt var á tón- leikana en þeir voru haldnir á 60.000 manna leikvangi í Oakland, Kali- fomíu. Það er augljóst hversu góð landkynning Sykurmolarnir eru þegar þeir spila á einum tónleikum fyrir fólksfjölda sem er um 20% af íslensku þjóðinni. Sykurmolarnir byijuðu tónleikana og þeir tóku skýrt fram að þeir væru frá íslandi. Flutningur hljómsveitar- innar var mjög góður og skilaði sér vel. Á eftir Sykurmolunum spilaði Pubhc Enemy og svo loks aðalhljóm- sveit kvöldsins, U2. Tónleikaferð U2 kallast „Zoo TV“ og það má segja að hljómsveitin gleð- ur ekki bara eyrað heldur einnig augað. Níu risa-sjónvarpsskjáir juku skemmtun áhorfenda með póhtísk- um táknum, orðum og myndum af hljómsveitinni á sviðinu. Einnig voru átta skrautlegir trabantar bæði á og yflr sviðinu sem hreyíöust í ah- ar áttir og lýstu upp áhorfendur sem og sviðið í þessa tvo klukkutíma sem hljómsveitin spilaöi. Th gamans má geta að vinsældir Sykurmolanna, a.m.k. hér í Kaliforn- íu, eru miklu meiri en flestir ímynda sér. Svo ég tah nú fyrir sjálfa mig þá má segja að oftast þegar Amerík- anar vita að ég er frá íslandi þá kveikja þeir á perunni og segja: ... Sugarcubes. Flateyri: Veitingamaðurinn kærir Vestf irska fréttablaðið Reynir Traustason, DV, Flateyii: „Ég mun leita réttar míns vegna þessa máls og ráðgast við lögfræð- inga um viðbrögð,“ segir Guðbjartur Jónsson, veitingamaður á Vagnin- um, Flateyri. Guðbjartur vísar þarna tíl viðtals sem Vestíirska fréttablaðið birti í síðustu viku. Þar er haft eftir Jónmundi Kjart- anssyni, yfirlögregluþjóni á ísafirði, að byrja megi flestar lögregluskýrsl- ur vegna atburða á Flateyri með því að viðkomandi hafi haft viðkomu á Vagninum og orðið vitlaus, annað- hvort innan staðarins eða eftir að út var komið. Guðbjartur segir að þessar stað- hæfingar komi sér mjög á óvart og bendir á að á Vagninum hafi ekki þurft að kalla til lögreglu vegna óláta nema þrisvar sinnum frá því að stað- urinn var opnaður fyrir einu og hálfu ári. VÍTAMÍNLÁGT LÝSI -nýr heilsugjafi í lýsisfjölskyldunni Lýsisfjölskyldan heilsar vetrinum með því að kynna nýjung sem margir hafa beðið eftir: Vítamínlágt lýsi sem er ætlað þeim sem af sérstökum ástæðum vilja bæta við daglegan skammt sinn af fjölómettuðum fitu- sýrum án þess að auka inntöku A og D vítamína. Lengi hefur verið vitað að lýsi er mjög auðugt að fjölómettuðum fitusýrum. Vísindarannsóknir síðustu ára hafa leitt í Ijós að tvær þessara fitusýra, EPA og DHA, minnka líkurnar á kransæða- sjúkdómum, draga úr hættunni á blóðtappamyndun og vinna gegn æða- kölkun. Þá hefur reynslan sýnt að neysla þessara fjölómettuðu fitusýra í lýsi dregur úr bólgu og sársauka í liðum. Grandavegi 42. Reykjavík, sími 91-28777 Átta útskrif ast afnámskeiðium stofnun og rekstur fyrirtækja Gylfi Kristjánsson, DV, TUoneyii: Átta aðilar hafa lokið nám- skeiði sem Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar stóð fyrir um stöfnun og rekstur fyrirtækja en námskeiðið hefur staðið í 7 mánuði. Nám- skeiðið var ætlað fólki sem hefði áhuga á að fara af stað með at- vinnurekstur, væri að hefja at- vinnurekstur en vildi glöggva sig á undirstöðuatriðunum, svo og starfandi fyrirtækjum sem væru að fara af stað með nýjungar í framleiðslu. Þeir sem luku námskeiðinu eru Helgi Jóhannsson og Bjarkey Gunnarsdóttir á Ólafsfirði sem reka fyrirtækið íslensk tónbönd og framleiða segulbandsspólur. Hugrún Marinósdóttir á Dalvík sem hóf í ársbyrjun framleiðslu á umhverfisvænum bleium undir framleiðsluheitinu Draumablei- an; Jakob Þórðarson frá Grenivík sem er framkvæmdastjóri Vél- smiðjunnar Víkur sem m.a. fram- leiðir snjóblásarann Barða; Lene Zakhariassen úr Skíðadal sem framleiðir handunna muni og minjagripi úr uh, kanínufiðu, hrosshári o.fl.; Óh Þorsteinsson, Akureyri, sem er aö fara af stað með fyrirtækið Tölvuljósmyndir hf. sem sérhæfir sig í tölvu- vinnslu og sérhæfðri prentun; Sigríður Sverrisdóttir, Grenivík, framkvæmdastjóri Leðuriðjunn- ar Teru; Sigþór Heimisson og Hrönn Einarsdóttir á Akureyri sem hafa unnið að stofnun fram- leiðslufyrirtækis og Þröstur Har- aldsson, Dalvík, sem hefur hafið rekstur útgáfuþjónustu. nOVEMBER Frábært tilboð fyrir húsbyggjendur ff mmmmm ffVCf ff U'UffC TÆKI FRÁ Blomberq HEN 603 undirborðsofn með yflr- og und- irhita, grilli og blæstri. Barnalæst hurð MPN 601 emalérað helluborð m/4 hellum (hægt að fá glerhelluborð j DF 603 gufugleypir, 375 rúmm. OASIS stálvaskur, 2 hólfa (án blöndun- artæiga) Tilb. verð kr. 69.132,- stgr. Borgartúni 28 "3 622901 og 622900 Einar Farestveit & Co.hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.