Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992. Spumingin Hver er uppáhaldsdrykk- urinn þinn? Geirþrúður Guttormsdóttir nemi: Ætli þaö sé ekki bara vatn. Herbert Hólm nemi: Það er erfið spuming, jú, íscola er minn uppá- haldsdrykkur. Margrét Sveinsdóttir húsmóðir: Vatn. Guðmundur ísidórsson, atvinnulaus: Vatn. Ásthildur Sigurðardóttir heimilis- hönnuður: Þaö er bara íslenskt vatn. Guðfmna Kristín Einarsdóttir nemi: Ég segi bara Pepsí. Lesendur Bubbi „frels- ar“ tónlistina PMl Ólafsson hringdi: Ég er áreiðaniega ekki einn um þá skoðun að tónlist sú sem hér hefur löngum verið leikin í útvarpsstöðv- unum síðustu ár er einhæf og lítt fallin til afþreyingar. Sumir hafa gef- ið henni viðumefnið „graðhestamús- ík“. Það má til sanns vegar færa að mest hefur farið fyrir barsmíöum, ópum og skrækjum, og hljóðfæra- skipan samanstaðiö mestan part af gítar og trommum og þær ekki spar- aðar til að gera gargið enn hrotta- legra. Einstaka söngvarar hafa komið lögum sínum - oft ágætum lögum - á framfæri við undirleik svona bar- smíöa. En lögin hafa oftar en ekki afskræmst og eyðilagst og orðið bar- smíðunum að bráð. Mjög fáir söngv- arar í dægurlagaheiminum íslenska hafa því náð að vinna sér vinsældir. En þeir sem það hefur tekist eru enn við lýði. Þeir hafa líka farið ótroðnar leiðir til að kynna sig. Einn þessara söngvara er Bubbi Morthens. Hann hefúr reynt ýmislegt óvana- legt og tamið sér sérstakan söngstíl. Hann hefúr vissulega leikhæfileika og bregður stundum fyrir í huga manns sem öðrum söngvara ef maður beitir ímyndunaraflinu nógu stíft Bubbi hefur sem sé ákveðinn stíl sem erfitt er að stæla. En það hafa aðrir söngvar- ar líka haft, sem betur fer. Charles Aznavour hefur líka stíl. Og það er ekki svo langt á rniili þessara sérstæðu persóna ef grannt er hlustað. Nú hefur Bubbi heldur betur söðl- að um. Hann hefur einfaldlega rutt brautina til siðvæðingar í dægurla- gatónlist hér á landi með gerð nýrrar plötu þar sem kúbönsk hljómsveit leikur undir. Þetta er nýtt hér og fyrir þá sem sakna ekki graðhesta- tónlistarinnar, sem glumið hefur í eyrum, er þetta vonandi eitthvað sem aðrir söngvarar fara aö taka upp. Með hinni nýju plötu Bubba hefur hann aö nokkru leyti „frelsað“ ís- lenska dægurlagatóniist. Þama heyrir maöur loks sungin dægurlög að hætti siðaöra þjóða. Nýr taktur - nýr tónn. Bubbi hefur ef tíl vill leyst íslenska dægurlagatónlist úr álög- um. Guð láti gott á vita. Dægurlög að hætti siðaðra þjóða.“ - Bubbi Morthens og kúbanska hljómsveitin Sierra Maestra, Uppbygging dagvistunar í heimahúsum Selma Júlíusdóttir, form. Samtaka dagmæðra í Reykjavík, skrifar: Vegna blaðafréttar hinn 9. nóv. sl. um fund, sem Halla Hjálmarsdóttir dagmóðir boðaði til, óska ég eftír að taka fram eftirfarandi: Halla Hjálmarsdóttir hefur aldrei starfað í Samtökum dagmæðra í Reykjavík. Hún er ekki á skrá sam- takanna 1991 en er skráð í september 1992. Hinn 21. okt. sl. sendir hún dag- mæðrum í Reykjavík níðbréf um störf mín sem formanns. - Heimilis- fóng þeirra fékk hún hjá LdJju Ey- þórsdóttur, umsjónarfóstru dagvist- unar í heimahúsum. í framhaldi þessa bréfs boðaði hún til fundar með dagmæðrum, bæði félagsmönnum Samtaka dagmæöra og utanfélagsmönnum. Einnig voru á fundinum konur sem nú sitja nám- skeiö fyrir leyfisveitingu dagvistun- ar í heimahúsum. - Hvorki ég eða stjórn mín var boðuð. Hef ég frétt að eina máhð á dagskrár hafi verið þaö að ófrægja mig persónulega og störf mín sem formanns. - Hef ég sent' þetta mál til lögfræðings til athugun- ar. Samtök dagmæðra í Reykjavík hafa það á stefnuskrá sinni aö vinna að uppbyggingu dagvistunar í heimahúsum og er öryggi bama það sem er aöalatriðið ásamt réttum og skyldum dagmæðra og foreldra. í samtökunum hafa starfað heiðarleg- ar og ósérhlífnar dagmæður aö því að fá lög og reglugerð sem tryggja þetta. Þykir mér leitt að dagmæðrastéttin skuli bendluö við svona óheiðarleg vinnubrögð, því innan hennar eru flestir tryggir og heiðarlegir. - Hvaö formannskjör varðar er öllum heim- ilt að bjóða sig fram til formanns í þessu félagi eins og í öðrum félögum. Mllljarð hér og milljarð þar: Fáheyrðar kröf ur á borðinu Þ. K. skrifar: Hvemig í andsk... á að vera hægt að bjarga þessari þjóð okkar frá sjálf- skaparvítinu í efnahagsmálum við núverandi aðstæður? Eg spyr: Era einhver tímamörk nauðsynleg í lausn þessara mála? Er ekki bara alveg bráðnauðsynlegt að láta fjara almennilega út áður en farið er að hreinsa til? Vita menn í raun hve mörg fyrirtæki þaö em sem bráð- nauðsynlegt er að losna við? Kannski spjara einhver þeirra sig ef þeim er leyft að sýna hvað þau geta. Hvemig vom málin leyst hjá Lýsi hf.? Starfs- menn gengust inn á tímabundna launalækkun. Valkostir verkalýðshreyfingar eða valkostir ríkisstjómar? Hvaö er þetta eiginlega, em ekki aðilar vinnu- markaðarins fullfærir um að koma með lausnir sem þá sjálfa varðar? Þarf ríkisstjómin eitthvað að koma þar nærri? Ekki hjá Lýsi hf. og ekki Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum á fundi með stjórnmálamönnum. þjá mörgum öðrum fyrirtækjum sem finnst eðlilegt aö krafsa sig fram úr sínum eigrn erfiðleikum. Er eðlileg krafa stjómar Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum um eitt- hvað sem heiti „Uppbyggingarsjóður atvinnulífsins" með einn milljarð króna aö stofnfé? Hve mikils ætla önnur sveitarfélög að krefjast? Skyn- samlegast væri aö gera sérhveiju sveitarfélagi skylt að leysa atvinnu- og efnahagsástandið innan síns svæðis. Ríkisstjómin sjái um að halda genginu föstu og veröbólgunni í skefium. Er það ekki besta framlag hins opinbera til að skapa skilyrði fyrir rekstri fyrirtækjanna? Þaö era ekki öll kurl komin til grafar í sam- drættinum. Það væri því hreinn fifla- háttur að spreða núUjarði hér og ’ milljarði þar með erlendum lántök- ' um. Spumingin stendur ekki um skyndiþjálp heldur um tíma til að aðlagast því ástandi sem hæfir 250 þúsund manna þjóðfélagi. Ari skrifar: Þegar maöur er að basla við að koma þaki yfir höfuðiö eins og þaö er kallað finnst manni blóð- ugt að horfa upp á blokkimar með félagsiegu íbúöunum með stórum jeppum á bílastæðum og vitandi aö þama eru margir sem ekki þurfa á þeirri aðstoð að halda sem þeir samt fengu. - Hvað er verið aö hugsa? Á þetta kerfi aö vera næstum eftirlits- laust? Því er ekki athugað hvort t.d. aðstæður hafi breyst, svo sem á þriggja ára íresti? Skattahækkun Páll skrifar: Ég held að fólk yrði ekki eins tregt tíl hjálpar atvinnuvegum og ríkinu sj álfu (sem er nú ekki ann- aö en viö sjálf) með einhverri skattahækkun ef þaö vissi aö ráöamenn draegju í vírinn hjá sjálfum sér. Legðu td. niður afnot ríkisbíla nema þar sem brýn nauðsyn krefði, risna yrði aflögð að mestu og dagpeningar ráö- herra að fuiiu. - Þetta ýfir upp þvermóðsku hjá aimenningi sem getur fúslega samþykkt skatta- hækkun en gegn skilyrðum. Næringar- sjúkdómar Unnur Jörundsdóttir skrifar: í DV 12. nóv. sl. var bréf frá Karli Gunnarssyni um nokkra sjúkdóma, t.d, heilablæðingu, krabbamein, hjartagalla og æða- bilanir sem hann álítur e.tv. ætt- genga. Ég tel hins vegar alla þessa sjúkdóma vera næringarsjúk- dóma og orsakast af því að neyta matvæla, svo sem kjöts og/eöa fisks sem hvort tveggja er afar óhollt og orsakar að löngum tíma liðnum þessa næringarsjúk- dóma. Grænmeti og ávextir eru hins vegar hollasta fæðið. Ef fólk hefúr neytt kjöts og fisks í langan tíma er hollt að drekka óblandaö- an ávaxtasafa daglega. í honum (t.d. í appelsinu- og eplasafa) er sýra sem leysir upp dýrafituna úr blóðinu og vinnur þannig gegn sjúkdómum. Einkavæðiitg Veðurstofunnar Sigurður Bjarnason skrifar: Fyrir nokkru var til umræðu í þessum dálki ykkar einkavæðing Veðurstofu íslands. Nú segja fréttir okkur að Þjóðverjar vilji einkavæöa þýska veðurfrétta- báknið sem er að verða þeim of- viða vegna kostnaðar. Þar eru sagðir vinna um 4.000 manns. Hér fast að hundraði þegar allt er tal- iö. Mér finnst þetta umstang sem fylgir Veðurstofunni rétt eins geta tilheyrt einkageiranum eða þá annarri stofnun eins og Slysa- vamafélaginu. Þótt rikið greiddi hluta kostnaðar yrði sparnaður- inn meö því aö leggja niöur Veð- urstofuna veruiegur. Hvarer Útrás? D.H. hringdi: Um nokkurra ára skeið höfum við útvarpshlustendur getað hlýtt á Útrás, útvarpsstöð fram- haldsskólanna, FM 97,7, okkur til ómældrar ánægju. Nú hefur Öt- rás ekki útvarpað síðan 4. sept- ember. Áhangendur þessarar út- varpsstöðvar em hræddir um að stöðin sé hætt starfsemi. - Hvar eru Pajty Zone, Helgi Már Bjamason, Kristján Helgi Stef- ánsson, Ann Consuelo og Inner City? Vonandi verður einhver til að senda skýr svör - og í von um endurkomu besta útvarpsþáttar- ins, Party Zone.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.