Alþýðublaðið - 22.07.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐlÐ um bókmentum, einkum hinum hýrri. Hann er fæddur árið 1864, varð candidatus magisterii árið 1888, doktorsnafnbót hiaut hann 1896 fyrir ritgerð bókmentasögu- legs efnis og Ioks árið 1908 var hann skipaður prófessor í danskri bókmentasögu við Hafnarháskóia. Þessu fagi hefir hann heigað iif sitt, enda hefir hann bæði yfir- gripsmikla og nákvæma þekkingu á dönskum bókmentum á tíma- bilinu frá siðaskiftunum til vorra daga. Hann hefir skrifað mörg rit um þessi efni og hiotið al- menna viðurkenningu fyrir. Af þeim skulu hér nefnd „Danske Studier', sem kom út árið 1893, „Poul Möller, hans Liv og Skrif- ter* (1899), „Adam Oehlenschlá ger' (1899—1900), „Litteratur- billeder", „Tider og Typer af dansk Aands Historie* og „Fr. Paludan Miiller*. Margar bækur fleiri hefir hann skrifað og auk þess feiknin öil af ritgerðum í blöð og tfmarit. Bæði sem kennari og rithöfund- ur hefir prófessor Andersen sér- staklega gott lag á því að laða menn að sér. Hann segir frá fjör- ugt og skemtilega, svo að aliir, sem lesa eða á heyra, fylgjast með af áhuga og vilja af engu orði. missa. Meðferð hans öll á viðfangsefnunum lýsir þeim djúpa skilningi og brennandi áhuga, sem þarf til þess að gera frá- sögnina skemtiiega og taka huga fólksins föstum tökum. Þeir, sem hjer hafa átt tæki- færi á þvf að hlusta á prófes- sorinn ijúka allir upp einum munni um það, að fyriríestrarnir hafi veitt þeim skemtun og fróð- leik og myndu fegins hendi hafa tekið á móti fieiri siikum. Við sem notið höfum eigum prófessornum og dansk íslenska féiaginu miklar þakkir að gjalda. Stúdent. Þriðja Internationale. Allsherjarþingið i Moskva 1921. I. Á þessu sumri heldur Þriðja Internationale (Kommunistabanda- lagið) alþjóðafund í þriðja sinn. Sá fyrsti var haldinn í Moskva í marz 1919, þegar bandalagið var stofnað af forsprökkum róttækra jafnaðarmanna í Rússlandi og nokkrum Iöndum öðrum. Annar alþjóðafundurinn var haldinn í Júli og ágúst 1920, einnig í Moskva. Sambandið var þá þegar orðið svo öflugt, að þangað sóttu menn aistaðar að úr heiminum, þar sem nokkur frelsis og jafnréttishreyfing hefir gert vart við sig meðal verka- manna. Svo ört streymdu verka- mannaflokkarnir í bandaiagið, að stofnendum þess, rússnesku kom- munistunum, þótti sem nokkur hætta myndi á því að inn í það slæddust kraftar, sem væru engan veginn öruggir til fylgis við bylt ingarstefnu þess. Á þessuni fundi voru því samin hin nafntoguðu Moskva skilyrðí fyrir upptöku í bandalagið, og áttu þau að tryggja þvf einvalalið — eintóma róttæka jafnaðarmenn, sem neituðu ailri samvinnu við kapitalista, en und- irbyggju verkaiýðinn af kappi tii þess að hefja byitinguna um allan heiminn og væru reiðubúnir til þess að leggja alt f sölurnar fyrir sigur verkalýðsins yfir kúgun og ófrelsi hinna ráðandi stétta, Nú hefir þó Þriðja Iaternationsle enn bæzt lið í mörgum löndura, enda hefir þriðja alisherjarþingið verið sótt bæði af miklum mannfjölda og miklu mannvali Alls sátu á því 291 fulltrúl með ákvörðunar atkvæðí, 219 með ráðgefandi at- kvæði og 100 gestir, og eru allir þessir menn samankomnir frá 48 löndum — fullir brennandi áhuga á því að Ieiða verkalýðinn gegn um þrauiirnar sem hann nú lifir í til sigursins — fullir sannfæringar um það, að mannkynið sé komið að tímamótum, að auðvaldsskipu lagið sé í þann veginn að byltask og socialisminn muni taka við. Hlutverk verkaiýðsins og lulltrúa hans sé á þessum tfmum að létta af mannkyninu oki gamla tímans og þess flokks manna, sem berst fyrir því f eigin hagsmuna skyni, að halda við hinu óþolandi slc pu lagi — að sprengja auðvaldsfjötr- ana og leiða mennina inn f nýja tfmann, eyða ófriðarefnunum og venja þá við samvinnu og sam- hjilp. Af fulitrúum er rétt að nefna hér nokkra, sem alþektir eru orðn- ir úti um heimion, Á meðal rúss- nesku fulltrúanna eru þeir Lenin, Trotzki, Bucharin, Radek, Znov- jeff, Lunatfcharski, Dsersjinski, Stekloff, Rykoff Losovski og Kol- lontai Á meðal þeirra þýzku Klara Zetkin og Koenen; Loriot og Cou- turier frá Frakklandi; C tagnano og Lazzari frá ítalfu; Ström og Höglund írá Svíþjóð; Edvard Bull, Scheflo og Jakób Friis frá Noregij Rakovski frá Ukraine, og þannig mætti endalaust halda áfram að telja 17. júní hófst þingið í Moskva. Stórkostleg hersýning fór fram á Rauða torginu svocefnda, og her- málafulltrúi rússnesku sovjetstjórn- arinnar, Trotzki, hélt stutta ræðu. „Hér á Rauða torginu*, sagði Trotzki, „eru nú saman komnir fulltrúar frá verkamönnum f öllum heimsálfum. Frá öllum löndum eru þeir komnir. Það eru Ieiðtogar byltingarmanna, sem eru orðnir reyndir í baráttunni. í dag strengj- um vér þess heit, rússneskir verka- menn og bændur, f návist þessara aðkomnu bræðra vorra, að verja fyrir fjandskap alheimsauðvaldsins hinn rauða fána alþjóðabræðra- lagsins. Heldur en að víkja eitt skref í baráttunni fyrir frelsun verkalýðsins, heitum vér því að ieggja lff vort f söiurnarl Lifi álþjóðabræðralag verkalýðs- insl Lifi aiþjóðabandalag kommu- nista!" Þessum fáu orðum var tekið með fádæma fögnuði af hermönn- unum og gestunum. Á eftir töluðu nokksir af fulltrúunum og hétu fullu fyigi sinna flokksbræðra. Einn af ensku fulltiúunum gat þess, að það væri ætiun sfn og flokksbræðra sinna í Englandi að vinna svo vel á þessu komandi ári, að næsta allsherjarþing sam- bandsins gæti komið saman í London. Á eftir setti Zinovjeff, forseti Þiiðja Internationaie, þingið með stuttri ræðu. €rlenð simskeyti. Kböfn, 21. júlí. Orikkir rinna sigor. Sfmað er frá Aþenu, að Grikkir hafí tekið bæinn Kulatua, eftir 4 daga áhlaup, og tekið þar 30 000 fanga Sigrinum var fagnað með

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.