Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992. Fréttir Ríkissaksóknari í máli fyrrum aðstoðarverslunarstjóra 1 Lindargöturíkinu: Akærður fyrir 23 milljóna fjárdrátt - faðirinn, sem var verslunarstjóri, verður ekki ákærður Ríkisaksóknaraembættiö hefur gefiö út opinbera ákæru á hendur fyrrum aðstoöarverslunarstjóra ATVR viö Lindargötu, Þorkeli Ein- arssyni, fyrir stórfelldan fiárdrátt í opinberu starfi. í ákærunni felst bó- takrafa fyrir andviröi sem nemur 23 milljónum króna sem rannsókn leiddi í ljós að vantaði upp á lager útibúsins miðað við bókhald. Ákærði er sonur fyrrum verslun- arstjóra Lindargöturíkisins. Faðir- inn lá einnig undir grun á meðan rannsókn málsins stóð. Feðgunum var báöum gert að hætta störfum hjá ÁTVR eftir að rannsókn hófst á mál- inu. Nú hefur ríkissaksóknari hins vegar metið gögn málsins þannig aö ekki séu efni til að draga fóöurinn til refsiábyrgðar. Aðstoöarverslunarstjóranum er gefiö að sök aö hafa dregið sér sem nemur 23 milljónum króna. Hann viðurkenndi strax brot í starfi þegar innra eftirlit ÁTVR gerði skyndi- skoðun í útibúinu í nóvember 1991. Maðurin var úrskurðaður í gæslu- varðhald í nokkra daga á meöan yfir- heyrslur stóðu yfir en hann viöur- kenndi ekki fjárdrátt upp á nema um helming þess sem ákært er fyrir. Samkvæmt upplýsingum DV hóf aðstoðarverslunarstjórinn störf í úti- búinu árið 1984 en fjárdrátturinn mun hafa byrjað árið 1986. Maöurinn viðurkenndi að hafa í gegnum árin afgreitt ýmsar pantanir út án þess að þær kæmu fram í bókhaldi - færslur sem ekki fóru í gegnum sölu- kassa. Rýmuninni á lagemum tókst siðan að leyna, m.a. með því að setja tómar flöskur í kassa á lager - einnig þegar innra eftirlit ÁTVR gerði „stikkprufur“ í útibúinu. Árin áöur en útibúinu við Lindar- götu var lokað framkvæmdu starfs- menn þess vörutalningar. Sá sem síöan sá um að skila niöurstöðum þeirra til ríkisendurskoðunar var m.a. aðstoöarverslunarstjórinn. Til að rýrnunin kæmist ekki upp var niðurstöðunum hagrætt og þær heimfærðar á bókhaldið. Mál hins ákærða verður tekið fyrir hjá Hér- aðsdómi Reykjavíkur á næstunni. -ÓTT Nafnvextimir hækka: Hættuleg vísbending - segir Benedikt Davíösson, forseti ASÍ „Ríkisstjórnin hefur sagt að stefnt væri aö vaxtalækkun. Þetta er auð- vitað alveg í andstöðu við það markmið. Sumir hafa að vísu haldið því fram að þrátt fyrir einhveija nafnvaxtahækkun geti orðið raun- vaxtalækkun en það er eftir að sjá hvemig þaö eigi að vera. Þetta er nú eiginlega ekki vísbending í þá vem. Þetta er hættuleg vísbending,“ segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. í þriðja útboði ríkisvíxla með til- boðsfyrirkomulagi í fyrradag hækk- aði meðalávöxtun tekinna tilboða úr 9,41% í 11,38% frá síðasta útboði, eins og fram hefur komið í DV. Bankastjórar, sem DV hefur talað við, telja að þetta muni þýða hærri nafnvexti. Meöalávöxtun tekinna til- boða upp á 11,38% samsvarar 10,64% forvöxtum. -Ari Kaupmenn fúlsa viö rándýrum rjúpum: Geta átt sínar rjúpur Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Veiðimennirnir geta átt sínar ijúpur sjálfir ef þeir ætla sér að standa fast á því að fá 800 krónur fyrir stykkiö, ég kaupi þær a.m.k. ekki á því verði," sagði kaupmaður á Akureyri sem DV ræddi við um verð á jólarjúpunum að þessu sinni. Mun minni sala var á ijúpum fyrir síðustu jól en verið hafði og er ástæö- an einfóld. Fólk snýr sér að öðmm mat þegar verðið á ijúpunum er orð- ið um 1000 krónur fyrir stykkið. Kaupmaðurinn, sem DV ræddi við, sagðist ekki leggja neina áherslu á að fá ijúpur í sína verslun á því verði sem veiðimennimir vilja fá. Sömu sögu er að segja af fleiri verslunum á Akureyri. KEA hefur þó fengið eitthvað af ódýrari ijúpum og getur boðiö þær á 750 krónur stykkiö eða 50 krónum ódýrari en veiöimenn vilja fá. Þá hefur Mat- vörumarkaðurinn fengiö eitthvað af rjúpu á 500 krónur. Það stefnir því í að margir sem eru vanir að hafa rjúpu á borðum á jólum snúi sér að öðru enda bætist við aö ijúpnaveiðin hefur verið lítil á veiði- tímabilinu. Götulýsing að Straumsvík Svæðið milli Krýsuvíkurvegar og Straumsvíkur á Reykjanesbraut verður nú bráðlega lýst og ekki veitir af í skammdeginu. Vinnuflokkur Vegagerðar ríkisins er nú að koma fyrir Ijósastaurum á vegarkaflanum. DV-mynd GVA „Þetta er auðvitað hreinn þjófnaður“ Hirða þjórfé nemanna „Okkur hafa borist kvartanir um að þiónar á veitingastööum hirði þjórfé frá nemum sínum. Þetta er auðvitað hreinn þjófnaöur og ekk- ert annað. Hins vegar er erfitt fyrir nemana að sækja rétt sinn því að þá er þeim hótað því að þeir verði reknir og séð til þess að þeir fái hvergi vinnu annars staðar,“ sagöi Kristinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands, við DV. Mikil óánægja er meðal nema á mörgum veitingastööum vegna þess hvemig farið er með þjórfé þaö sem gefið er. Reglan er sú að þjónamir hirði þjórféð. Telja nem- arnir að þeim beri hluti þess. Þjónarnir telja hins vegar að þeim beri þjórféð. Þeir sjái í raun um þjónustuna, auk þess sem þeir greiði nema sínum af eigin launum meöan hann sé að læra, eða í þijú ár. „Þetta er ekki það eina sem rang- lega er gert á hlut nemanna," sagði Kristinn. „Við vitum að þeim eru í mjög mörgum tilvikum greidd röng laun. Þeir fá ekki greitt vaktaálag og enga yfirvinnu, svo dæmi séu tekin. Við erum með í gangi núna fyrir félagsdómi stefnu á Vinnu- veitendasambandið út af vaktaá- laginu og yfirvinnunni. Við erum aö reyna að knýja í gegn þá túlkun á kjarasamningnum að nemunum beri þetta. Félag framreiðslu- manna hefur neitað því að þjónun- um beri að greiöa þetta. Varðandi þjórféö þá vitum við örugg dæmi þess aö útlærðu þjón- arnir ganga á eftir nemunum og taka af þeim þjórféð um leiö og þeim er rétt þaö. Þetta er þjófnaður því að það er verið að veita þeim sem þjónustar borðið viöurkenn- ingu fyrir góða þjónustu." -JSS Raufarhöfh: Vantarfólk ífiskvinnslu Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: Atvinnuleysi heftir verið sára- lítið á Raufarhöfn og þakka menn það ekki síst þ ví að talsvert hefur borist þangað af loðnu í haust og trillukarlar, sem oft hafa haft lítið við að vera á þessum árstíma, hafa unnið í loðnubræðslunni. „Segja má aö það vanti fólk í þessi hefðbundnu kvennastörf í frystihúsinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hann telur enga ástæðu fyrir Raufarhafnarbúa að hafa uppi neinn barlóm. akaekkiáfólk Helgi Jónsson, DV, Ólafefir& Bíll fór út af veginum milli Ól- afsíjarðar og Dalvíkur á mánu- daginn. Ökumaður bílsins missti vald á bílnum þegar hann ók yfir blindhæð en gangandi vegfarend- ur voru handan hæðarinnar. Mikil mildi var að bíllinn skyldi ekki lenda á fólkinu en bíllinn hafnaði utan vegar og fór tvær veltur. Ekki urðu teljandi meiðsh á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Ahpreyri: Tæp 6 prósent án atvinnu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Atvinnuleysi á Akureyri jókst gífurlega í siðasta mánuði. Um mánaðamótin október/nóvember voru 224 á atvinnuleysisskrá en fyrsta dag nóvembermánaðar voru á atvinnuleysisskrá 376 og er aukningin rétt tæplega 70%. Þetta þýðir 5,6% atvinnuleysi. Karlar eru mun fleiri atvinnu- lausir en konur. Sl. fóstudag voru 346 atvinnu- lausir á Akureyri. Þeim fjölgaði síöan um 30 á þriðjudag og svo kann að fara að atvinnulausum eigi enn eftir að fjölga. T.d. bytja uppsagnir hjá ullariðnaöarfyrir- tækinu Foldu aö taka gildi á næstunni þótt það verði ekki í miklum mæli á næstu vikum. Þaö hefur mikið að segja varð- andi þessa aukningu á atvinnu- leysi í nóvember að upp úr miðj- um mánuðinum Iauk svokölluðu átaksverkefni en það var sameig- inlegt verkefni Akureyrarbæjar og Atvinnuleysistryggingasjóös og skapaöi allmörg störf. Jörðumíeyði ferfækkandi Alls reyndust 1.715 jarðir á landinu í eyði í lok síðasta árs. Samanborið við áriö 1970 hefur eyðijöröum fækkað um tæplega 23 prósent eða alls 509 jarðir. Samkvæmt Hagtölum landbún- aðarins eru nú um 73 prósent allra jarða f byggð en á árinu 1970 var hlutfalliö tæplega 68 prósent. Allserbúiðá 4.754jörðum. -kaa Eldur kviknaöi í bíl á bilaverk- stæöi í Kópavogi í fyiradag úffrá bensínisem hafðilekið af bilnum. Snarráöir starfsmenn komu í veg fyrir meiri háttar tjón, ýttu bílnum í burtu og slökktu eldinn með handslökkvitæki. Slökkvil- iöiö kom á staðinn og losaði reyk úr húsinu. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.