Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sjálfsögð hernaðaríhlutun Sameinuðu þjóðirnar eru um það bil að senda allt að þrjátíu þúsund manna herlið til Sómalíu. - þótt fyrr hefði verið. Satt að segja er það hinum siðmenntuðu og velmegandi þjóðum til skammar hversu lengi hefur verið horft í aðgerðaleysi á neyðina í Sómahu. Friðar- gæslusveitir og starfsmenn Rauða krossins og einhverra annarra hjálparstofnana hafa að vísu reynt að bjarga því sem bjargað verðiir og koma bágstöddum til aðstoð- ar, en það er langur vegur frá því að þær aðgerðir hafi borið nokkurn umtalsverðan árangur. Skil á sendingum á hjálpargögnum og matvælum hafa verið með höppum og glöppum og ringulreiðin algjör. í Sómalíu ríkir stjómleysi og skálmöld. Stríðandi kynstofnar og ættbálkar og fylkingar í þessu fátæka og afskipta landi hafa ekki aðeins komið stjórninni og and- stæðingum sínum á kné heldur hafa stríðsátökin leitt til þess að þeirra eigið fólk hefur hvorki til hnífs né skeiðar. Sjúkir fá ekki læknishjálp. Börn hrynja niður í tugþúsunda tali og deyja í örmum mæðra sinna, eða systkina þegar foreldrar eru ekki lengur til staðar. Umheimurinn hefur fengið lýsingar og frásagnir af þessum hörmungum í sjónvarpsstöðvum sem eru þó aðeins brot úr allri myndinni og barnaleikur miðað við hina algjöru og botnlausu neyð sem fólkið í Sómalíu býr við. Samviska umheimsins krefst þess að gripið sé til al- varlegra og raunhæfra aðgerða. Það er kristalljóst að stjórnvöld í Sómalíu sjálfri hafa engin tök á því að koma skikki á ástandið. Það gengur ekki lengur að lítill hluti hjálpargagna og matvæla komist til skila af því að megn- inu af birgðunum er rænt áður en þær komast á áfanga- stað. Sá góði hugur, sem fylgir aðstoð annars staðar frá, er til einskis ef þeir sem aðstoðarinnar eiga að njóta verða hennar'aldrei varir. Bandaríkjamenn hafa haft forgöngu um að senda herlið inn í landið í nafni Sameinuðu þjóðanna. Tilgang- ur þeirra hernaðaraðgerða er ekki að taka völdin né heldur vinna sigur á öðrum her. Sú hernaðaríhlutun er af mannúðarástæðum og til að koma í veg fyrir að hjálpargögnum sé rænt, til að bjarga sveltandi börnum frá hungurdauða. Sjaldan hefur vopnaður her haft jafn gilda ástæðu til afskipta og aldrei hefur þörfm verið ríkari fyrir hernaði. Hér er ekki verið að berjast um hugmyndafræði, ekki um þjóðerni, ekki um landvinn- inga. Hér er verið að bjarga landi og lýð frá sjálfsmorði. Sameinuðu þjóðirnar eiga sömuleiðis alvarlega að íhuga þann möguleika að senda herlið í sínu nafni inn í fyrrum Júgóslavíu. í raun og veru eru sömu hörmung- arnar að eiga sér stað á þeim slóðum. Stríðsástandið þar er komið í sjálfheldu. Enginn virðist stjórna og eng- inn heima fyrir virðist geta fundið lausn á óhugnanlegu þjóðarmorði. Herinn fer sínu fram, einstakir hermenn fara sínu fram og stórir og einangraðir hópar öfga- manna, þjóðernissinna og jafnvel glæpamanna vaða uppi í upplausninni sem þarna ríkir. Allt þetta er að gerast við túnfótinn hjá okkur. Júgó- slavíá er ekki í Afríku. Serbar, Króatar og Slóvenar eru Vesturlandabúar í næsta nágrenni. Evrópa getur ekki horft upp á þennan hildarleik með hendur í vösum. Sáttatilraunimar og afskiptaleysið er fullreynt. Það eru sömu forsendur fyrir íhlutun Sameinuðu þjóðanna í fyrrum Júgóslavíu eins og í Sómalíu. Ekki til að taka völdin heldur til að bjarga sveltandi bömum óg örvænt- ingarfullum þjóðarbrotum frá neyð og dauða. Ellert B. Schram I forsetakosningum í Serbiu hinn 20. þ.m. verður kosið á milli þeirra Milosevics forseta og Panics forsætisráð- herra. Símamyndir Reuter íhlutun er tímabær Herlið Sameinuðu þjóðanna í Bosníu hefur hingaö til ekki gert annað en horfa á Serba gera það sem þeir ætla sér. Þjóðir heims reyta hár sitt, en geta ekki komið sér saman um neinar raunhæfar aðgerðir til að stöðva þetta mesta blóðbað í Evrópu frá stríðsárunum. Þegar hafa um 120 þúsund manns látið lífið í fyrrum Júgóslavíu og allt að þrjár milljónir flosnað upp. Ailt mælir með því að þetta verði stöðvað með vopnavaldi, ekki að- eins af mannúðarástæðum, heldur af kaldri hagsmunapólitík. Þetta kann að vera innanlandsstrið, en það hefur heimspóhtískar hættur í fór með sér. Það er ljóst að næsta skref í þeirri stefnu Milosevics for- seta aö búa til Stór-Serbíu og út- hýsa öllum af ööru þjóðemi af yfir- ráðasvæði sínu, er að ráðast tÚ at- lögu í Kosovo. Önnur hætta Önnur hætta er yfirvofandi í Makedóníu, sem hefur hingað til sloppiö við stríð, eitt lýðvelda fyrr- um Júgóslavíu. Ef Serbar ráðast til atlögu þar er fulivíst að því er Ghg- orov, forseti Makedóníu, segir, að enginn nágranna Makedóníu situr hjá. Grikkir, Búlgarar og Albanir munu allir skerast í leikinn, og jafnvel Tyrkir. Ef svo fer mun allur Balkanskagi loga í ófriði og óhugs- andi annaö en önnur ríki drægjust inn í þann hildarleik. Þegar hafa íslömsk ríki ákveðið að efla stuöning sinn við múshma á Balkanskaga og svo gæti farið að þetta stríð fengi á sig blæ trúar- bragðastríðs þar sem hinn íslamski heimur, væntanlega undir forystu Tyrkja, mundi dragast inn í átökin. Þegar hefur orðið vart við vopna- smygl frá íran og Qeiri löndum Miöausturlanda til múshma í Bosníu. Það er ekki aðeins af mannúðará- stæðum að afskipti umheimsins af Kjállariiin Gunnar Eyþórsson fréttamaður stríðinu í Bosníu eru orðin tíma- bær. Serbar eru að vinna það stríð og vitað er hvað er næst á dagskrá. Tími er kominn fyrir Bandaríkin, Evrópubandalagið, Nato og Sam- einuðu þjóðirnar að standa fyrir stofnun bandalags sem skerast mundi í leikinn af alvöru. Milosevic hefur komist upp með að lofa öllu fogru en svíkja jafn- harðan og veik viðbrögð utanlands frá hafa eyðilagt allan trúverðug- leika hótana Bandaríkjamanna og Evrópumanna. Efnahagslegar refsiaðgerðir eru máttlausar því að engar hömlur eru á flutningum um Dóná sem er aðalflutningaleiðin til. Serbíu frá Austur-Evrópu. Kosningar Hinn 20. þessa mánaöar verða forsetakosningar í Serbíu og kosið verður milU MUosevics og Panics forsætisráðherra. Nú sem stendur er Panic, sem vill binda enda á stríðið, tahnn sigurstranglegur en Milosevic hefur í hendi sér að láta umheiminn fást við orðinn hlut með því að heQa þegar í stað árásir í Kosovo. Nú loksins eru Bandaríkjamenn farnir að taka við sér og eru að kanna í samvinnu við Breta, Frakka og ítali moguleika á hem- aðaríhiutun í Bosníu. í áæOun sem Dugan, fyrrum æðsti maður bandaríska flughersins, hefur birt opinberlega er því lýst hvernig slíkt mætti gera og hann telur það verkefni vel viöráðanlegt ef sam- staða næst milU þeirra ríkja sem málið varðar mest en þar yrðu Bandaríkin að vera í forystuhlut- verki. Ef ekkert verður að gert munu Serbar komast upp með að breyta landamærum með vopnavaldi, svelta tugþúsundir til bana, hreinsa yfirráðasvæði sitt af öUum öðrum en Serbum en setjast síöan að friðarviðræðnaborði og lýsa yfir friði þar til næsti liður í áæfiun þeirra verður framkvæmdur í Kosovo og Makedóníu. Umheimur- inn getur ekki látið þetta viðgang- ast. Gunnar Eyþórsson „Nú loksins eru Bandaríkjamenn farn- ir að taka við sér og eru að kanna í samvinnu við Breta, Frakka og ítali möguleika á hernaðaríhlutun í Bosn- ' , u Skoðanir annarra Eitthvað að í réttarkerf inu „Fréttir af tveimur stórum sakamálum sem tengjast bæði eiturlyfjum benda til þess að það sé eitthvaö meira en Utið að í íslensku réttar- og lög- reglukerfi. Og þegar upp verður staðið er eins Uklegt að dómur hafi fremur verið felldur yfir kerfinu en meintum afbrotamönnum. Þaö er með öUu óskiljan- legt að stærsta eiturlyfjamál í sögunni sé að drabb- ast í kerfinu í heil 5 ár og það þrátt fyrir að játning- ar Uggi fyrir. Og svo þegar gengið er í máUð, fyrst og fremst vegna þess að hneykslaðir fjölmiðlar neyddu kerfið til að taka til hendinni, þá er aUur málatilbúnaður í hinu mesta rugU... Og ennfremur bendir aUt tíl þess að dráttur málsins sé sakborning- um tíl hagsbóta og þeirra helsta vöm.“ Úr Víkurblaðinu, Húsavík. Allra veðra von „íslenskur iðnaður er að hrynja. Þar á meðal annars almenningur sök á. Við stöndum ekki vörð um innlendan iðnað með því að kaupa innlenda iðn- aðarvöru hvenær sem því verður viö komið. Afleið- ingin er sú að íslenskur iðnaður heldur ekki mark- aðshlutdefid sinni. Sjávarútvegurinn á einnig í mikl- um erfiðleikum. Það er gömul saga og ný. ... Sá vetur sem nú er hafinn getur orðið örlagarík- ur. Innleiðir hann að nýju atvinnuleysi og örbirgð og festir það í sessi? Verður það hlutskipti imgs fólks að missa í stórum stfi íbúðir sínar og þá í hendur hverra? Hverjir geta keypt? Ég held að hver maður sjái að Verkamannafélagið Dagsbrún stendur frammi fyrir miklum vanda. Það er aUra veðra von.“ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrún- ar, í málgagni félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.