Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992. 15 Miklabraut grafin niður Hefur það verið hugleitt að grafa Miklubraut niður á svæðinu milli Snorrabrautar og Grensásvegar? Hvað ætli það myndi kosta í sam- anburði við mislæg gatnamót á íjórum stöðum? Fyrir utan það að losna við byggingu brúa og slaufa myndi þessi kostur bæta umhverfi fjölda fólks sem býr báðum megin við Miklubraut á þessu svæði. Þetta var gert í Osló fyrir nokkrum árum til að auðvelda umferð þvert í gegnum borgina og þótti takast vel. Brýr og skurður Þegar Miklabrautin var steypt (síðar var malbikað yfir steypuna) fyrir um 30 árum var grafið niður á fast á þessu svæði eftir því sem ég best veit og myndaðist þá stór skurður sem var fylltur. í þess stað hefði mátt leggja brautina í skurð- inn og byggja síðan yfir hann. En á þeim tíma var ekki umferð 40.000 bíla á dag eftir Miklubraut. Unnt væri að byggja brýr yfir götuna á gatnamótum Háaleitis- brautar, Kringlumýrarbrautar og Lönguhlíðar. Hluta brúar á gatna- mótum við Bústaðaveg/Snorra- braut er þegar búið að byggja. Það erfiðasta yrði að búa til tengingar inn á Miklubrautina fyrir þá sem koma norðan og sunnan að og viija komast austur eða vestur eftir Mi- klubraut. Mín hugmynd er að slík- ar tengingar yrðu aðeins hjá Kringlumýrarbraut, Grensásvegi og Snorrabraut. Kjallaiiim Ásgeir Valdimarsson hagfræðingur Það ætti að vera mögulegt að breikka götuna í þrjár akreinar í hvora átt í skurðinum. Þá kæmist greiðlega öll sú umferð sem nú hálfteppir götuna á morgnana milli 7.30 og 9.00 og milli 4.00 og 6.00 síð- degis. Þetta yrði því mun þægilegra fyr- ir alla þá sem þurfa að komast þessa leið til og frá vinnu. Húsagöt- ur og götu fyrir umferð innan hverfis í Hlíðunum og í Háaleitis- hverfi mætti hafa ofan á skurðin- um og loka honum þannig á stórum köflum. Við þessa framkvæmd myndi þörfin fyrir hraðbraut i Fossvogsdal minnka til muna að mínu áliti. „Hvernig væri að gatnamálastjóri segði álit sitt á þessari hugmynd? Hvað myndi þetta kosta og hvað kosta fyrir- hugaðar slaufur eða brýr á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar?“ ,Það ætti að vera mögulegt að breikka götuna í þrjár akreinar í hvora itt...,“ segir í greininni. Mikill sparnaður Ég held að hvergi í Reykjavík sé eins mikil umferð svona nálægt fjölmennum íbúðahverfum. Mikla- brautin klýfur Hlíðahverfi í tvo hluta sem erfitt er að komast milli. Það sýna þau fjölmörgu slys sem orðið hafa á Miklubraut á þessum kafla. Spyija má hversu mörg al- varleg slys þurfi til að Miklabraut verði grafin. Mér er ljóst að þetta yrði dýr framkvæmd en mér sýnist að hún myndi leiða til mikils sparnaðar í öðrum hlutum gatnakerfisins og taka ætti tillit til þess í útreikningi á kostnaöi við hana. Auðvitaö yrði erfitt að reikna út ávinning íbú- anna í Hlíða- og Háaleitishverfum en þó hef ég trú á að slíkir útreikn- ingar á auknu hagræði, þægindum, hávaðaminnkun, . minni slysa- hættu og þess háttar velferðarauk- andi atriðum hafi verið gerðir er- lendis. í velferðarhagfræði er reynt að leggja mat á slík gæði. Þaö væri eflaust unnt að finna dæmi um sambærilega framkvæmd í ein- hverri erlendri borg á stærð við Reykjavík. Þegar Miklabrautin var lögð var umferð langtum minni og nauðsynlegt er að gera breytingar af þessu tagi til að bregðast við stór- aukinni umferð og mun meiri um- ferðarhraða. Hvernig væri að gatnamálastjóri segði álit sitt á þessari hugmynd? Hvað myndi þetta kosta og hvað kosta fyrirhugaðar slaufur eða brýr á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar? Gaman væri að heyra álit íbúa í nágrenni Miklubrautar og þeirra sem aka þessa leið daglega. Ásgeir Valdimarsson Varúð - eitraðar pottaplöntur Greinarhöfundur telur sumar plöntur í heimahúsum vera hættulegar ungum börnum. Á skólaárum mínum las ég ekki aðeins hagfræði heldur einnig lög- fræði, að þvi leyti er varðar fjöl- skyldu. Okkur var bent á að fóstur- eyðingar væru stranglega bannað- ar og við ættum að athuga ýmislegt í sambandi við þær. Bændakonur í sveitum í mörgum löndum Evrópu vissu að fallegir runnar í öllum görðum: Nerium oleander, kallaðir Neria, sem er einnig pottablóm, voru eitraðir og notuðu blöðin til fóstureyðingar. Ekki beint að vísu. Þær borðuðu Neríublöð sem innihalda eitur sem virkar eins og hjartalyf. Konur urðu mjög veikar og misstu fóstur af því. Fóstureyðingar eru ekki lengur bannaðar á Norðurlöndum og því ekki nauðsynlegt að nota þessa dauðhættulegu leið. Hættulegar plöntur eru til, sér- staklega sem pottaplöntur í íbúö- um. Slíkar plöntur eru oft keyptar fyrir jól og salan er nú þegar byijuð skv. auglýsingum. Hættulegastar eru þessar í heimahúsum ungra barna. - Böm á aldrinum 18 mán- aða til 4 ára eru í mestri hættu, enda vilja þau athuga allt með Kjallaiiim Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur tungu eða munni, sleikja plöntur og éta jafnvel blöðin. Þess vegna ættu pottar að vera merktir með nafni blóma og eiturefnaupplýsing- ar veittar af sölufyrirtækjum til að benda fjölskyldum þar sem böm eiga heima aö hafa þær á stöðum þar sem börnin ná ekki í, t.d. ekki á gluggakistu. Olafur Guðmundsson lyfjafræð- ingur vildi vernda börn frá áhrif- um eiturs í blómum og gaf mér lista. Hér fyrir neðan tek ég bara dæmi þeirra mest keyptu blóma sem ég veit um, þijár tegundir. Eitraðar pottaplöntur Jólastjarna, Euphorbia pulcher- rima: Harpixefni í mjólkursafan- um, kallað Diterpena, veldur bólgu og bruna á húðinni og slímhúð. Varast ber að plantan eða hluti hennar snerti munn eða augu. Köllubróðir, Dieffenbachia: í safa eru eiturefni sem valdið geta slæmri ertingu og bólgu, einkum á slímhúð. Varast ber að börn nái til plöntunnar, sérstaklega blaða og stöngla. Nería eða lárviðarrós, Nerium ole- ander: Inniheldur eitrað hjarta- virkt glykósí (Folinerin) sem hefur líka verkun og Digitalis. Meðferð Hafi bam gleypt eða tuggið plönt- ur sem innihalda efni sem verkar á miðtaugakerfið og hjartaö, gefið því þá strax glas af vatni aö drekka og reynið að fá barnið til að kasta upp. Gefið síöan lyfjakol og hafið strax samband við lækni eða slysa- deild um það hvemig á að fá bám- iö til að kasta upp. Þetta gildir þegar barnið hefur tuggið eða gleypt plöntur sem inni- halda efni sem er ertandi á slímhúð í munni eöa meltingarfærum. Hafi miklu verið kyngt getur það haft áhrif á miðtaugakerfi. Gefið strax vel að drekka vatn eða mjólk. Ef efnið hefur komist í auga skolið þá vandlega með ylvolgu vatni. Árið 1979 kom á slysadeild Borg- arspítalans 21 sjúklingur undir 10 ára aldri. Æsldlegt er að fólk í sveit, þar sem ekki er hægt að ná til læknis eða heilsugæslustöðvar, fái fyrirfram lyf og leiðbeiningar með tilliti til veðurs á veturnar o.fl. Eiríka A. Friðriksdóttir. „Hættulegar plöntur eru til, sérstak- lega sem pottaplöntur í íbúöum. Slíkar plöntur eru oft keyptar fyrir jól og sal- an er nú þegar byrjuð, samkv. auglýs- ingum.“ Meðog Þróunarsjóður réttlætismál „Veröi aftur verulegur hagnaður af útgerð þá verður ekki hjáþvíkomist að taka upp veiðileyfa- gjald. Aö öðr- um kosti verður ekki hægt að skrá gengið eðlilega með tilliti til sjáv- arútvegs og iðnaðar. Þetta er kjarni málsins. Þá er það einnig réttlætismál að taka upp veiði- leyfagjald. Það er óréttlátt gagn- vart þeim sem ekki mega veíða aö aðrir megi veiða endurgjalds- laust. Þróunarsjóðurinn er ekki lausn á neinu vandamáli en hann kann að breyta tæknilegum forsendum fyrir lausn á vanda sjávarútvegs- ins. Með stofnun þessa sjóðs eru menn hvorki að stíga spor í átt að veiðileyfagjaldi né frá því. Reyndar er mjög óljóst hvernig þessi sjóður verður. Þá er ekki siður óvissa um hvemig honum tekst upp við það sem honum verður ætlaö. Eftir sem áður er óánægja með kvótakerfiö. Þaö hefur veriö nefht að sjóöur- inn eigi að kaupa og úrelda 25 grósent af fiskvinnsluhúsunum. Ég fæ ekki séð að húsin séu til sölu á þeirri forsendu, til dæmis á Bildudal og í Bolungarvík. Fjöldi fiskvinnsluhúsa í land- inu er fremur sjúkdómseinkenni en sjúkdómur. Það á því ekki fækka húsunum heldur firam- kvæma þær breytingar sem stuðla að fækkun. Of margar byggðir treysta því aö þær geti lifáö af veiðum og vinnslu.“ Ekki gef in auðlind SnjóKur Olafsson, dós- önt við Háskóta íslands. „Veiöileyfa- gjald á ekki rétt á sér. Ég sé ekki fyrir mér að sjáv- arútvegurinn skili stórkost- legum gróða á næstu áram. Ég er jarð- Kristján Ragnar&son, bundinn ,orma6ur uu- maður og ástand fisklstofnanna gefur ekki tilefni til bjartsýni. Það er ekkert gefiö í tengslum við aðganginn að þessari blessaðri auðlind. Menn tala um að iönaðurinn verði að kaupa hráefhi en fisk- vinnslan ekki. Þetta er rangt þvi að hingað tíl hefur þaö kostað mikið að ná í fiskinn. Þjóðin hef- ur svo notið arðsins enda hefur gengið verið skráö í samræmi við afkomu sjávarutvegsins. Kaup- geta fólks hefur í raun ákvarðast af gengi greinarínnar. Við virð- umst ekki geta gert neitt annaö í þessu landi en veiða og vinna fisk. Með Þróunarsjóðnum er verið að hengja ó okkur bagga fyrrver- andi ríkisstjórnar. Atvinnutrygg- ingasjóður og Hlutafiársjóður voru liður í sértækum aðgerðum fyrir útvalin fyrirtæki. Nú á að láta þá borga sem enga fyrir- greiðslu fengu. Þetta er óhæfa. Það er erfitt að benda á kosti sjóðsins. Auðvelt er að úrelda sklp og eyða þeim en hins vegar áttum við okkur ekki áþvf hvern- ig eigi að úrelda ffskvinnsluhús. Eg ætla ekki aö þaö verði kveikt í því eða að það verði brotið nið- ur. Úreldingin er mér þvi ráð- gáta.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.