Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992. 5 Fréttir Bömum fjölgar á Sauðárkróki: Skortur á dagvistunarrými Þórhallur Asmundssan, DV, Sauðárkróki; Bömum hefur fjölgaö svo á Sauð- árkróki imdanfarin ár að nú er svo komið að talsverður skortur er á dagvistunarrými í bænum, en ekki er langt síðan að ónýtt rými á leik- skólum bæjarins var talsvert. í dag em 34 böm eldri en tveggja ára á biðlista hjá leikskólunum. í athugun er að kaupa eldra húsnæði til að leysa þá miklu þörf sem er fyrir dag- vistun bama í bænum. Talsverðar umræður urðu um dag- vistunarmál á bæjarstjómarfundi nýlega. Undruðust einstakir bæjar- fulltrúar að upplýsingar um þessa þróun dagvistunarmála kæmu svo skyndilega fram, hvort ekki væri hægt að fylgjast betur með þessum málum til að fyrirbyggja að ófremd- arástand skapaðist. Snorri Bjöm Sigurðsson bæjar- stjóri sagði að það hefði sýnt sig við upphaf skólaárs að þó nokkuð marg- ir nemendur hefðu komið til náms í grunnskólanum sem ekki hefði verið reiknaö með. Fólksflutningar til bæj- arins virtust hafa verið talsverðir á þessu ári og það kæmi sér ekki á óvart að fólki hefði fjölgað talsvert í bænum á árinu. Varðandi úrbætur í dagvistunarmálum bað bæjarstjóri bæjarfulltrúa að gæta að heildarút- gjöldum bæjarins og framkvæmd- um. Ekki væri hægt að gera allt í einu og óskir bæjarbúa væru marg- ar. T.d. sagði Snorri að margir vildu ráðast í stækkun íþróttahússins. Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjar- Mltrúi G-hstans, sagði að málefni bama ættu að hafa forgang fram yfir tómstundamál fullorðinna. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan veitingasal við Víkurskála í Vík í Mýrdal. DV-mynd Páll Viðbygging við Víkurskála Páll Pétuissan, DV, Vik í Mýrdal; Víkurskáh í Vík í Mýrdal hefur veitt Mýrdælingum og ferðafólki þjónustu við þjóðveginn í mörg ár en það hefur háð starfseminni und- anfarin sumur hversu htið húsnæðið er. Með bættum vegum hefur ferða- mannastraumurinn stóraukist og með nýju brúnni yfir Markarfljót er ekki nema tveggja tíma akstur til Víkur frá Reykjavík. Nú stendur til að bæta úr þessum húsnæðisskorti og em framkvæmdir hafnar við nýj- an veitingasal við Víkurskála. „Þetta er 200 m2 viðbygging og verður í henni veitingasalur fyrir 90 manns, kæli- og frystigeymsla og jafnframt verður eldhúsið stækkað," sagði Guðmundur Elíasson, vei’slun- arstjóri í Víkurskála. „Við gerum ráð fyrir því aö framkvæmdum við granninn verði lokið í byrjun jan- úar, húsið verði fullbúið í maí og verði þá thbúið til að taka við ferða- fólki næsta sumar.“ Viðbyggingin kemur sunnan við veitingasahnn sem notaður hefur verið og sphlist útsýnið ekkert en þeir sem hafa borðað í Víkurskála þekkja útsýnið th sjávar þar sem Reynisdrangar og Reynisfjall standa gegn úthafsöldunni. Verktaki við grunninn er Bygg- ingafélagið Klakkur hf. í Vík. „Vissu- lega er óvenjulegt að ætla sér að steypa grunn í desembermánúði en það er ahs ekkert einsdæmi. Þetta getur orðið sprengur ef við þurfum eitthvað að bíða sökum veðurs,“ sagði Björn Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri Klakks. • Geisladiskur óperusöngvarans ÓLAFS ÁRNA BJARNASONAR tenórs er kominn * Óperuaríur og islensk sönglög * Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó Pæst gegn símapöntunum: 34894 - 666184 ÚTSÖLUSTAÐUR: MIÐBÆJARRADÍÓ, HVERFISGÖTU 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu) ÆTLAR ÞU AÐ FjÁRFESTA í NÝJU SJÓNVARPI ? FAGMENN UM ALLAN HEIM TAKA SONY SJÓNVÖRP OG SJÓNVARPSMYNDAVÉLAR FRAM YFIR ÖLL ÖNNUR TÆKI VEGNA ÁREIÐANLEIKA OG MYNDGÆÐA ÞEIRRA OG SEGIR ÞAÐ SÍNA SÖGU UM GÆÐI TÆKJANNA. BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SfMI 62 52 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.