Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 8
mmmqpm vmm, m. Útlönd Gífurlegur jarðskjálfd í Indónesíu varð þúsundum manna að fjörtjóni: Flóðbylgja drekkti öllum á einni eyju 1200 manns fórust þar og ótölulegur flöldi víðar í strandbyggðum „Flóðbylgjan var á hæð viö átta hæða byggingu,“ sagði sjónvarvottur sem lifði af hörmungamar sem gengu fyrir strandhéruö Indónesíu um helgina. Á laugardaginn varð jarðskjálfti, sem mældist 6,8 á Richt- er, og í kjölfarið fylgdi flóðbylgja sem náði allt að tuttugu og fimm metra hæð. Hún varð flestum að fjörtjóni. Á smáeyjunni Babi úti fyrir strönd Flores bjuggu 1200 manns. Björgun- armenn segja að þar sé enginn á lífi eftir að flóðbylgjan færði eyjuna í kaf. Alls er búið að finna 1226 lík en það er þó hvergi nærri lokatala því þúsunda er saknað í strandbyggðum Flores og á eyjum þar fyrir utan. Þá er óttast aö enn fleiri eigi eftir að látast á næstu dögum því hjálpar- gögn eru af skornum skammti. Regn- tíminn, kaldasta ársfíðin, stendur nú yfir og þykir sýnt að margir muni látast úr kulda og vosbúð. Mikill skortur er á lyfjum til að hindra út- breiðslu farsótta. Því mim líða lang- ur tími áður en hægt verður að segja £H!If hve mörg mannslíf þessar náttúru- Stjómvöld í Indónesíu hafa sent hamfarir hafa kostað. hjálparbeiðni til þjóða heims og ósk- að sérstaklega eftir lyfjum og tjöld- um. Þá er óskað eftir hjálparsveitum því víöa hefur ekkert spurst til fólks á eyjum við ströndina. í bænum Maumere á eyjunni Flor- es er óttast að þúsund manns hafi farist og 200 í nærliggjandi þorpi. í bænum hrundu flestar byggingar. Þar bjuggu um 70 þúsund manns og em flestir flúnir. Sjúkrahúsiö á staðnum eyðilagðist í skjálftanum sem og flestar opinberar byggingar. Herskip er nú komið á staðinn með hjálargögn. Skjálftinn varð neðansjávar um 30 kílómetra frá Maumere. Hann er einn hinn öflugasti sem orðið hefur á þessum slóöum í manna minnum. Jarðskjálftar þar em þó tíðir. Flóð- bylgjan er einnig einhver sú mesta sem sögur fara af. Eyjan Flores er flölsótt af ferðamönnum en ekki er vitað hvort einhver þeirra hefur far- ist. Reuter VANDAÐIR SKRIFBORÐS- STÓLAR KR. 8.327,- STAÐGR, 1+2+3 SÆTA VERÐ KR. 252.000 CD DISKASTANDAR VERÐ FRÁ KR. 3.870,- FATA- STANDUR KR. 15.848,-STAÐGR. DÆMI: 25% ÚT, KR. 7.832,- Á MÁN, Amsterdam SKRIFBORÐSSTÓLAR FRÁ KR. 3.990,- STGR. Verð kr. 65.950,- staðgr OÆMI: 25% ÚT, KR. 3.056,- Á MÁN. VERÐ FRA KR. 11.544, ÝMSAR SMÁVÖRUR Á GÓÐU VERÐI! • MATAR- OG KAFFISTELL F. 4 KR. 2.849,- • MATAR- OG KAFFISTELL F 6 KR. 3.990,- • RUSLAFÖTURFRÁKR.600,- • LAMPAR, MARGAR GERÐIR, FRÁ KR. 990,- • BRAUÐBAKKAR FRÁ KR. 200,- • HITABRÚSAR FRÁKR. 1.580,- • HNÍFAPÖR F.6 FRÁ KR. 1.190,- • FÖT FYRIR ÖRBYLGJUOFNA ------------------ FRÁ KR. 550,- • HVÍTVÍNSGLÖS F. 12 MANNSKfí. 2.250,- • PÚÐAR FRÁ KR. 390,- • BLÖMAPOTTAR ( f ' FRÁ KR. 200,-• EGGJAKLUKKA j , t f . ,, KR. 990,- i ÚRVAL AF VÖNDUÐUM: !•-—Mjr™^ • KOMMÓÐUM • SKÚFFUSKÁPUM | 3 | \ • VÍDEÓSKÁPUM • SKÖSKÁPUM Á GÓÐU VERÐI. ___________j GAMMA KR. 5.640,- STGR. BARIS-BORÐ 3 MISMUNANDI HÆÐIR lEINUBORÐI ELDHÚSBORÐ OG STÓLAR BURMA KR. 9.310,-STGR. BAHAMAS KR. 35.150,- STGR. RAÐGREIÐSLUR U LS HUSGOGN SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI S 91-44544 KAUPVANGI, AKUREYRI S 96-12025 Bleiki fíllinn kominn í jólaskap — CORONA Sex ísraelar sáu Saddam líkamnast Geðlæknar í ísrael hafa sex landa sína í meðferð vegna svokallaðrar Saddamveiki sem fyrst varð vart í Persaflóastríðinu. Einkenni veikinn- ar er að fólk sér Saddam Hussein íraksforseta fyrir sér holdi klæddan. Veikin er talin stafa af ótta sem greip um sig þegar írakar sendu Scud- flugskeyti á ísrael í stríðinu. Myrtu 89 manns fyrir kýr, geitur, úlfalda og asna Ókunnir ránsmenn frá Súdan myrtu 89 menn í Keníu og rændu öllum búsmala á stóm svæði í norð- urhluta landins. Ræningjamir vom vel vopnaöir nýtísku byssum og hurfu á braut með kýr, geitur, úlf- alda og asna. Alls er talið að þeir hafi haft 7000 gripi upp úr krafsinu. í hópi hinna látnu em 42 böm og 32 konur. Þetta er versta búrán á þessum slóðum frá árinu 1988 þegar 191 maður var myrtur í ránsferð Súdana. Lífstíðarfangeisi fyrír að skjóta örígegnumhöf- uðelskhugans Dómari í San Diego í Kalifomíu hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta ör af lásboga í gegnum höfuð elskhuga síns. Mennimir bjuggu saman en sam- búðm var stirö og sagðist hinn dæmdi hafa þjáðst af sálarkvilla, sem hann kallaöi „barinnarkonuein- kenni“, eftir nauðganir og barsmíöar elskhugans. Dómarinn tók ekki tillit til sjúkdómsins. Reuter Norðmennhafa tapaðstríðinuvið Finnaumjóia- sveininn Norskir landkynnar segja að stríðið við Pinna um eignarhald á jólasveininum sé tapað. Finnar hafl Tágt allt undir til að tefla heimsbyggðinni trú um að jóla- sveinninn ætti heima í Lappahér- uðum Finnlands og haldi til í Rovaniemi, höfuðstað flnnska Lapplands, milli jóla. Um tíma bárust nær öll bréf til jólasveinsins til ritara hans i Ósló. Norðmenn uggðu ekki að sér og héidu að allir vissu aö þar væri hans að leita. Nú fær norski jólasveinninn vart bréf lengur en í Rovaniemi er allt að drukkna í bréfum. Þar era menn hins vegar ekki vissir um að hagnaður sé af sveinka. ÁttaaftíuSvíum bíðajólannameð óþreyju Ný skoðanakönnun í Svíþjóð sýnii' aö átta af hverjum tíu Svíum eldri en 16 ára hlakka til jólanna. Þetta kemur mönnum á óvart því jólin hafa verið á und- anhaldi í Svíþjóð siðustu ár og ekki verið sama hátíðin og var áður. Könnunin gaf einnig vísbend- ingar um að trúrækni fari vax- andi þegar líður að jólum. Til skamms tíma hafa jólin verið hátíð kaupahéðna í Svíþjóð eins og víöast annars staðar á Vestur- löndum. Loftsteinn skelfdi menn á Jótlandi Mikið uppístand varðá Jótlandi í laugardaginn þegar fólk þar sá torkennileg ljós á lofti og taldi að geimverur væru að gera innrás. Fólk hringdi í herinn og spurði hvað væri að gerast. Fljótlega var upplýst aö ljósin voru vissulega utan úr geimnum en þau komu frá loftsteini sem sprakk í tiu til fimmtán bluta þegar hann kom ínn í lofthjúp jaröar. Brotin brunnu upp á leið til jarðar og sáust greinilega á Jótlandi og raunar víðar um Norðurlönd. LizTaylorsagði fyrstaorðiðfyrir MaggieSimpson Þá er Maggie Simpson, systir óbermisins Barts Simpson, búin að segja sitt fyrsta orö. Þar sem um teiknimyndapersónu er að ræöa verður hún aö fá rödd sína að láni. í þeim efnum var leitað til Elísa- betar Taylor, leikkonu og stór- stjörnu. Hún geröi sig barnalega í rómnum og sagði pabbL Eldri systkini Maggie kaila foður sinn alltaf Hómer enda sambandið ást- lítið. Aðstoðarmaður Sómalíu Aðstoðarmaður Normans Schwartzkopf, hershöfðingja og stríðshetju úr Persaflóastríðinu, á aö stýra liöi Bandaríkjamanna í Sómalíu. Sá heitir Robert Jo- hnston og er hershöföingi að tign. Hann á aö hafa aflað sér þcirrar reynslu í baráttunni viö íraka sem nægir til að leiða liöiö gegn stríösherrum Sómalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.