Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992. 19 dv_________________________________________________Fréttir Hitaveita Suðumesja: Vill framleiða ódýrari raforku - útsöluverð lækkar þó að öllum líkindum ekki „Viö erum með nýjar gufuvélar sem geta framleitt rafmagn á 50-60 prósent af heildsöluverði Lands- virkjunar. Ef samningar nást við Landsvirkjun munum við bjóða raf- orkuna til sölu í húsum hér á Suður- nesjum. Ég trúi ekki öðru en það takist að samræma sjónarmið aöila og samningar takist,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður- nesja. Hitaveita Suðumesja kaupir nú um 55% af allri orku sem hún selur frá Landsvirkjun en framleiðir um 45% sjálf. Með nýju vélunum stefnir Hita- veitan að því að auka eigin orku- framleiðslu í um 54%. Að sögn Júlíusar fer framleiðslu- kostnaður raforkunnar eftir því Verð á rafmagni - mismunur á framleiðsluveröi Hitaveitu Suðumesja og heildsöluverði Landsvirkjunar- 2,50 kr/KWst. hvaða forsendur menn gefa sér um afskriftartíma vélanna, raunvexti og nýtingu. Ef miðað er við 6.200 klst. keyrslu vélanna á ári er framleiðslu- kostnaður Hitaveitunnar um 1,30 krónur á kílóvattstundina. Heild- söluverð Landsvirkjunar til Hita- veitunnar er 2,50 krónur. Inni í þeirri tölu er meðal annars flutningskostn- aður og verðjöfnun raforkunnar. Júlíus segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort verð á raf- Mótmæla lokun veíði- svæðis Stjóm Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Bylgjunnar mótmælir harð- lega þeirri lokun veiðisvæðis á Kög- urgmnni sem hefur átt sér stað með reglugerö. Stjórnin telur að skyndi- lokunarkerfið hafi nægt fullkomlega til friðunar á þessum slóðum og smá- fiskur hafi ekki veiðst í þeim mæh að lokun sé réttlætanleg. Jafnframt telur stjómin aö vinnubrögð sem þessi séu ekki líkleg til að nauðsynleg samvinna milli fiskifræðinga og sjó- manna geti átt sér stað. Þessi ályktun er tilkomin vegna reglugerðarhólf á þessum stað á sér ekki fordæmi í fiskveiðisögunni og menn sjá ekki þær aðstæður sem kunna að vera að baki slíkri lokun. Smáþorskur hefur ekki veiðst í þeim mæli undanfarið að ástæða sé til jafn róttækrar aðgerðar sem reglugerð- arlokun er. Skyndilokanir hafa átt sér stað á þessum slóðum að undafómu og það er mat félagsins að þær séu fullnægj- andi friðunargerð og hafi í sér þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er vegna þess hve breytilegt er frá tíma til tíma hvort fiskur er yfir eða und- ir þeim viðmiðunarmörkum sem ráða lokunum. orku til neytenda á Suðurnesjum lækki ef samningar takist. „Við myndum ekki lækka verðið samdægurs. Það þarf að gera ráð fyrir afskriftum lána, rannsóknar- kostnaði og afslætti til laxeldis sem við myndum taka á okkur af Lands- virkjun. Hins vegar má segja aö þetta mun örugglega skila sér í lægra raf- orkuverði til neytenda þegar til lengri tíma er litið því að verðið mun ekki hækka þrátt fyrir að verðbólgan fari upp,“ segir Júlíus. „Viðræður eru í gangi og þeim er ekki lokið. Þetta mál var skoðað fyr- ir um tveimur árum síðan og þá var ekki tahö þjóðhagslega hagkvæmt að setja þessar vélar í gang á meðan nóg er tíl af orku,“ segir Hahdór Jónat- ansson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir að tekjutap Landsvirkj- unar fari eftir því hvernig samningar við Hitaveituna æxhst. „Við verðum að dreifa rafmagni um aht land og halda uppi sama verði ahs staðar. Við virkjuðum fyrir markaðinn á Suðurnesjum eins og aðra og megum ekki við því að hann sé tekinn og færður öðrum á silfurfati. Th að halda óbreyttum tekjum ættum við því með réttu að fá þetta tekjutap bætt frá Hitaveitunni eða hækka gjaldskrá annarra," segir Hahdór. -ból Ml MYI BÓI STEI MÚSI MYN BÓNU STEINAl MÚSIK MYNDIR' BÓNUSKI eingöngu fyrir klúbbmeðlimi i fjölbrey^8 S3fn \ >ÍS5- úr,a. ' fVrstU sKiúbb' \ BónUSk n Mynda- \ Skraning i ollum verslunum Steinar músík & myndir og einnig í símum 91-11620 og 91-18670 milli kl. 9:00 og 18:00 eða í síma 91-679015 milli kl. 10:00 og 23:30. S T E I N A R MU MY _ -116 20 AUSTUHSTRÆTI 22_M^|>ÍÍ^y^il^^^TÁ3528 . LAUGAVEGUR 24 s: 18670 • ÁLFABAKKI 14 M|ÓSP-«'T4848 • BORGARKRINGLAN s: 679015 • STRANDGATA S7(Hf.) s: S3762 • GUR 64 (Hf.) s: 65 14 25. ATHUGIÐ AD VERSLANIR STEINAR MÚSÍK tl MVNDIR ðDDINNI OG BORGARKRINGLUNNI ERU OPNAR TIL KL. 23:30 ÖLL KVÖLD VIKUNNAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.