Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 22
<22 MÁNUDAGUR H DESEMBER 1992. Meiming Sparirá upplýsingar Út er komin bókin Hestar og menn 1992, sjötti ár- gangur. Bók þessi er í sama formi og hinar fyrri. Hér segir fyrst frá Sveini Jónssyni tamningamanni er náði þeim ágæta árangri að sitja efsta hest í báðum flokkum gæðinga hjá hestamannafélaginu Söria síð- astliðiö vor en hann var einnig fyrstur Islendinga yfir- dómari á heimsmeistaramóti eigenda íslenskra hesta. Þá segir í bókinni frá ferð nokkurra Véstfirðinga fyrir og yfir Breiðafjörð á fiórðungsmótið á Kaldármel- um. Var för þessi hin ævintýralegasta og fylgja henni góðar Ijósmyndir auk korta. Næst er rakin saga íslandsmóta í hestaíþróttum í 15 ár í máli og myndum og er frásögn sú ítarleg og ágæt. Kafli er í bókinni um fióröungsmótið á Vesturlandi síðastliðiö sumar og greint frá helstu úrslitmn í máli og myndum. Munu margir sækja fróðleik þangað nú og í framtíðinni. Um hestamanninn Gísla Höskuldsson á Hofsstöðum í Hálsasveit er vel myndskreyttur og fróðlegur kafli en Gísli er með snjöllustu hestamönnum okkar. Það eru einkum hvítir gæðingar sem hann vill rækta eins og myndir kaflans bera með sér. Þá er sagt frá íslandsmótinu í hestaíþróttum 1992 í máli og myndum. Næsti kafli bókarinnar fiallar um Jón Steinbjöms- son, hinn kunna íslending, sem nú dvelur í Þýskalandi. Norðurlandamótinu í hestaíþróttum 1992 eru gerð góð skil í máli og myndum og Olil Amble, hin kunna norska hestakona, segir á hreinskilinn hátt frá áhuga- málum sínum og uppvexti. Aö lokum er frásögn af Jóhannesi Hoyos, austurrísk- um hestamanni, og greint frá samskiptum hans við íslenska hestamenn. Síðast er skrá yfir úrslit helstu móta ársins. Segja má að bók þessi sé sannkallað augnayndi. Hún er prýdd miklum fiölda Ijós- og lit- mynda sem gefa henni aukið gildi. Enn sem fyrr fer það dálítiö í taugamar á mér hversu sparir höfundar em á upplýsingar um hestana sem Bókmermtir Albert Jóhannsson þeir fialla um. Á þaö einkum við um ættir og uppruna hrossa í síðasta kaflanum og kaflanum um hestaíþrótt- ir. Þá em nokkrar leiðinlegar og óþarfar prentvillur í bókinni sem kasta rýrð á annars ágætt verk og sýna óvandvirkni. Að öðra leyti eiga höfundar þakkir skildar fyrir á- gætt verk. Þeir vanda sig bara betur næst. Hestar og menn. 250 bls. Útgefandi: Skjaldborg 1992. Olil Atrtble, hin kunna norska hestakona, segir á hreinskilinn hátt frá áhugamálum sinum og uppvexti. Lalli verður stór VHNOLHTH HEN sin n henri%Jlloyd ir vinsælu jakkar frá fara nú sem eldur í ðurlöndin. Þeir fást í n, stærðum og litum. í Seglagerðinni v, fæst allur útbúnaður og fatnaður fyrir þá sem unna útivist og ferðamennsku innanlands. SEGLAGERÐIN ÆGIR % * EYJASLÓÐ 7 101 REYKJAVÍK S. 91-621780 Saga Þorgríms Þráinssonar, Lalli ljósastaur, er siðferðileg dæmisaga með útúrdúmm. Þar segir frá strák sem hrekkir gamla konu og stríðir álfadreng og hefnist fyrir með því að vakna einn morguninn tvisvar sinnum lengri en hann á að sér. Honum bregður að vonum í brún, en Moni, vinur hans, sér fram á glæsilega framtíð risans í körfu- bolta og öfundar hann mikið af stærðinni. Áður en lýkur getur Lalli launað Mona vinskapinn með því að taka til hendinni í boltanum. Lalli er ellefu ára gamall og býr í ótilgreindu sjávarþorpi. Hann ér ósköp venjulegur krakki, litill námsmaður og ennþá minni áhugamaður um íþróttir. Vinir hans em yfirborðslega dregnir; það er helst Moni sem fær einhver per- sónueinkenni þó að höfundur hafi skömm á vaxtarlagi hans. Um- hverfi er óljóst, þar með talin heim- ili bamaima. Ævintýrið eitt skiptir máli. Þráöur þess er ágætlega spunninn. Það er vel til fundið að velja Lalla sem fómarlamb hinna yfirnáttúrlegu afla, þann sem síst vill láta bera á sér. Og endirinn er vel hugsaður. Sagan um Lalla ljósastaur sækir efnisatriði í ýmsar áttir, meðal annars í íslenska þjóðtrú, Hamskipti Kafka og bækur hins vinsæla danska höf- undar Ole Limd Kirkegaard. En mikið vantar á að Þorgrímur nái sömu tökum á efni sínu og Ole. Þar munar mest um stílinn sem er knappur og hnitmiðaðiu- hjá Ole en teygður og óþéttur hjá Þorgrími. Sagan hefði þurft vandlegan yfirlestur áður en hún fór á bók. Stærsti gallinn á stíl Þorgríms er að hann segir stöðugt of mikið, ofskýr- ir, tyggur ofan í lesanda sinn svo hvimleitt er aö lesa, en svona orða- hröngl er auðvelt að strika út til að þétta textann. Dæmi em á hverri blaðsíöu, ég skáletra það sem hefði mátt sleppa: „Lalli veitti engum þá gleði heldur grúfði sig niður í koddann sem hann hafði undir höfðinu." „Undrunarsvipur var á andlitum þeirra og þau vissu hreinlega ekki hvað þau áttu að segja. Oröin sátu fost á tungunni. “ „Hulda rauf þögnina og kastaöi þessari setningu fram til þess að segja eitthvað því hún vildi hughreysta Lalla.“ (Öll dæmin á bls. 38.) „Ég held að þetta sé Göldra að kenna, sagði Lalli en hann hafði velt því aðeins fyrir sér hvaö gæti hafa gerst. “(39) Lalli „skildi ekki þénnan geggjaöa íþróttaáhuga hans því Lalli var yfirleitt sjálÁir svo áhugalaus. “ (57, okkur hefur verið sagt það oft.) Og á blaðsíöu 101 em þessar þrjár setningar með stuttu millibili: „Lalli vildi fá að vera einn með sjálfum sér um kvöldið", „Lalli fann að hann þurfti að vera einn þessa stundina" og Lalli „sagðist vilja fá að vera í friöi“! Annað leiðinlegt einkenni á stílnum em tilgerðarlegar samlíkingar eins og þessi: „og svo hristist hún öll eins og verið væri aö búa til mjólkur- hristing úr henni.“ (41) Eins og sjá má af þessum dæmum er tungutak Þorgríms ekki lipurt. Stundum er það þó verra. Sífellt er talað um „túmeringar" í körfubolta, og á bls. 46 segir: „Tveimur sjónvarpsvélum var beint að honum, sitthvor hljóðmaðurinn otaöi hljóðnema að honum...“ Hvemig skepna skyldi þessi sitthvor hljóðmaður vera? Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir þennan vinsæla verðlaunahöfund og hún olli mér sárum vonbrigðum. Myndimar em groddalegar en eiga ekki illa við söguna. Þorgrimur Þrálnsson: Lalli Ijósastaur. Telknlngar: Stefán Kjartansson. 118 bls. Fróði 1992. Lalli Ijósastaur hengdur upp á snúru. Teikning eftir Stefán Kjart- ansson. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.