Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 26
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992. 26 TH> Merming Hvert sogast hverjir? „Þorvaröur Helgason rís upp sem einn fremsti túlkandi hins harðnandi miskunnar- lausa íslenska samtíma," segir á bókarkápu nýjustu bókar Þorvarðar, Sogar svelgur hring eftir hring eftir hring. Og ennfremur: „Þjáningin æpir en bankastjórar og lögfræð- ingar vokka yfir krásunum, örlögum fólks- ins. Við erum vamarlaus, - við sogumst nið- ur í straumiðu svelgsins." Þetta eru stór orð og við lestur sögunnar sannfærist lesandinn um að útgefandinn hafi síður en svo gert höfundinum greiða með þvi að auglýsa hann á þennan stór- brotna hátt. Þetta er hlálegt og niðurlægj- andi fyrir höfundinn þar sem bókin uppfyllir á engan hátt þær væntingar sem hér skap- ast. Hér er að vísu gerð tilraun til að kryfja þjóðfélag ört vaxandi samkeppni þar sem æ fleiri einstaklingar verða uppsögnum og gjaldþrotum að bráð en þaö er ekki gert á þann miskunnarlausa og gagnrýna hátt sem orðin á bókarkápu boða. Sogar svelgur er þvert á móti afar léttvæg og yfirborðskennd saga af fólki sem á það eitt sameiginlegt að vera í fjárhagskröggum sem það sér enga leið út úr. Nógu slæmt og eflaust efni í magn- aða bók en því miður; þessi er gjörsamlega misheppnuð. Ekki aðeins fyrir þá sök að hér er stefnt saman alit of mörgum persónum sem hver um sig fær svo lítið pláss að vanda- málin verða vart sýnileg nema í svipleiftri, heldur er bókin að auki illa og klúöurslega skrifuð. Maður hnýtur hvað eftir annað um hinar undarlegustu samsetningar eins og Þorvarður Helgason. Léttvæg og yfirborðs- kennd saga. t.a.m. á bls. 120: „háriö er vott og liggur flatt á höfðinu en er áreiðanlega mikið þurrt,“ Hvemig getur hár verið bæði vott og þurrt í senn? Og maöur hoppar vart hæð sína í loft upp af kæti yfir listilega útfærðum útht- slýsingum: „Hún er grönn, lágvaxinn, fín- gerð, töfrar andlitsins eru kvikt en viðkvæmt líf, ekki formleg fegurð heldur að ákveðnu marki berun sálar, skjóllítillar sálar.“ (bls. 12). Þetta er ekki beinlínis myndræn lýsing og það sama gildir um lýsingar á öðrum persón- um bókarinnar sem eru með eindæmum óspennandi og fjarlægar lesandanum. Per- sónumar flækjast sviplausar hver um aðra Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir þvera í frásögn sem æðir ruglingslega áfram allt til loka. Höfundurinn byijar á því að kynna þrenn hjón til sögunnar, ein sem hafa það tiltölulega gott og tvenn sem ramba á barmi gjaldþrots. Lesandinn flakkar síðan á milli þessara persóna fram að sjötugustu síðu en þá er líkt og höfundurinn átti sig skyndilega á að það vanti einhverja fyllingu í söguna. Þá bætist Höröur í hópinn, blaða- maður sem skrifar „meitlaðar" og „gagnrýn- ar“ greinar í blöðin, greinar sem ætlað er að sýna þjóðfélagsástandið í hnotskum um leiö og þær eiga væntanlega að undirstrika þær hræringar sem orðið hafa í lífi aðalper- sónanna. Líklega á Hörður að vera fulltrúi hins unga, reiöa manns sem ræðst óhikað gegn spilltu samfélagi með pennann einan áð vopni en því hlutverki stendur hann síst af öliu undir. Greinamar vekja að vísu upp fáeinar reiðiraddir (106) sem er í rauninni furðulegt ef tekið er mið af því að þetta era einungis útvatnaðar klisjur sem segja les- endanum ekkert nýtt. Þessi „miskunnarlausa" frásögn gufar upp og verður að engu í meðfórum höfundar. Það er líkt og hann viti ekkert hvaö hann eigi að gera við þær persónur sem hann hefur skapað. Um afdrif hjónanna Jóns Baldurs og Sigurborgar fáum við t.d. lítið að vita og örlög hinna em afgreidd í fáeinum setning- um. Einn gengur út eftir afskaplega lítt sann- færandi þunglyndiskast og drekkir sér og lesandinn á erfitt með að gera það upp við sig hvort hann eigi fremur aö rekja þessa örlagaríku ákvörðun til konunnar, sem er hið verstá skass, eða til yfirvofandi gjald- þrots. Þar með em þau úr sögunni og les- andinn finnur ekki fyrir votti af samúð, svo illa er persónusköpunin úr garði gerö. Þegar búið er að afgreiða persónurnar eina af annarri á léttvægan og hraðsoðinn hátt tekur höfundur sig til og endar bókina á svo afkáralegan hátt að lesandinn veit ekki hvað- an á sig stendur veðrið. Þau endalok em jafn illa undirbyggð og önnur atvik í nýjustu bók Þorvarðar Helgasonar. Það eina sem grípur mann heljartökum við lestur þessarar bókar er leiðinn og það em ekki magnþrungin ör- lög persónanna sem því valda. Sogar svelgur hring eftir hring eftlr hring, Þorvarður Helgason, Fjölvl 1992. JOLAGJÖFIN í ÁR SAUMAVÉL SEM ALLIR ÞURFA AÐ EIGNAST VERÐ KR. 2.990. Sölustaðir jólamarkaðurinn JL-húsinu, Borgarkringan, Kolaportið, bás 6 ______ Sendum i póstkröfu, simi 20290 sem gildir út desembcr! Stíptvélar - borvélarl Slípi- og bónvél TXE150 Verð áður: 20.774 kr. Verð nú: 16.498 kr. Verð áður: 10.416 kr. Verð nú: 7.998 kr. Borvél SBE 500 R Verð áður:9.562 kr. Verð áður:30.353 kr. Verð nú: 7.998 kr. Verð nú: 25.498 kr. BRÆÐURNIR Lágmúla 8-9. Sími 38820 /i Svavar gerir upp Ef við rennum í huganum yfir rúmlega sextíu ára sögu Ríkisútvarpsins og riíjum upp nöfn og raddir dagskrárgerðarmanna þess standa tveir menn upp úr - ekki fyrir hæðar sakir heldur þvert á móti! Þetta era þeir Helgi Hjörvar og Svavar Gests sem hafa náð meiri vinsældum en nokkrir aðrir af þeim þúsundum sem fengist hafa við að fræða þjóðina og skemmta henni á öldum Ijósvakans. Helgi fékk fólk til að breyta lífshátt- um sínum til að það missti ekki af ævintýrum Börs Börsonar stórgróssers. Og þegar þjóðin átti þess kost að eyða simnudagskvöldi með Svavari Gests mátti allt sitja á hakanum þar til þættinum var lokið. í bók sinni, Hugsaö upphátt, segir Svavar okkur frá þessum merka kafla útvarpssögunnar - þegar há- menningin vék um stund fyrir græskulausu gamni og sprelli. Og Svavar greinir okkur frá fjölmörgu öðm. Æskuárin em rækilega tíunduö, tónlistarferillinn, starf útgefandans, Lionsforkólfsins og fleira. Raunar gæti Hugsað upphátt verið lykilbók að minnsta kosti þriggja annarra. Hvers vegna sest Svavar ekki niður og skrifar bók um sögu dægurtónlistar frá stofnun Félags íslenskra hljómlistarmanna tíl Bítlatímans? Það yrði vel þegið framtak. Ekki væri síöra að fá frá honum sögu hljómplötuútgáfu á landinu frá upphafi til þess tíma er hann lagði niður fyrirtæki sitt, SG- hljómplötur. Og ekki ætti honum að verða skotaskuld aö fjalla á fræðandi hátt um sögu Ríkisútvarpsins, að minnsta kosti frá því er hann kom þangað til starfa og til þessa dags. - Nú er maöur kannski farinn að fara fram á of mikið. Lífsstarf Svavars Gests er ólíkt flestra annarra ís- lendinga. Hann valdi sér ungur að verða tónlistarmað- ur. Fljótlega var hann farinn að sinna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélag sitt. Hann stóð fyrir skemmtunum (og gerir raunar enn), gaf út blað, kynnti djass í út- varpsþætti, tók síðan að sér hina viðamiklu skemmti- þætti sína á sunnudagskvöldum í marga vetur á sjö- unda áratugnum, varð fyrir tfivfijun umsvifamesti hljómplötuútgefandi landsins um margra ára skeið, hefur tekiö rækilega til hendinni fyrir Lionshreyfing- una og þannig mætti lengi telja. Svavar greinir frá þessu öllu á lipran hátt. Stíllinn er raunar ekkert ólíkur því að maður sé að hlusta á hann í útvarpi. Með því að beita ímyndunaraflinu eilít- iö fer kunnugleg röddin meira að segja aö hljóma meðan rennt er yfir síðumar. Frásögnin er liðug og hér og þar er skotið inn skrítlu, rétt eins og í útvarp- inu. Víða er Svavari þó síður en svo gaman í huga. Hann segir óhikað frá þeim sem reynt hafa að leggja stein í götu hans, er ómyrkur í máli og kallar þá komm- únista marga hverja. En hann er jafnframt óspar á lof til þeirra sem greitt hafa götu hans á lífsleiðinni. í bókinni Hugsað upphátt fáum við sem sé greinar- góða lýsingu á starfsferli Svavars. Hann er þó sagna- fár um einkalifið. Heldur því fyrir sig að mestu leyti. Stöku sinnum verður þessi vemdun einkalífsins hálf- ankannaleg. Til dæmis fær lesandinn ekkert að vita um hjúskaparmál Svavars fyrr en er hann kemur sjó- Svavar Gests. Greinargóð lýsing á starfsferli en fátt um einkalífið. Bókmenntir Ásgeir Tómasson leiöis heim frá New York, eftir að hafa numið tónlist við Julliard. Þá bíða hans unnusta og dóttir á bryggj- unni. Og þeir sem vfija fræðast um samdrátt Svavars og Ellýar Vilhjálms söngkonu verða fyrir vonbrigðum. Ekki er minnst.aukateknu orði á tilhugalíf þeirra né hjónaband. Það fer seih sé ekkert á milli mála hvar Svavar dregur mörkin. Hann ætlar ekki að því leytinu aö blanda sér í bersöglishópinn sem greinir frá ástum sínum í bland við aðrar æviminningar fyrir þessi jól. Hugsað upphátt er einkar fræðandi bók um margt. En maður sem lifað hefur jafn fjölbreyttu lífi og Svav- ar Gests getur ekki greint frá öllum sköpuðum hlutum í þaula í einni bók. Þar af leiðandi veröur saga hans nokkuð ágripskennd á köflum. En þá er bara að setj- ast niður og skrifa meira - um tónlist, útgáfustarfsemi og dagskrárgerö! Það vantar spýtur og þaö vantar sög, segir í söngtexta. Það vantar tfi dæmis meiri upplýs- ingar á bók um dægurtónlist tuttugustu aldarinnar og yfir þeim býr Svavar Gests. Svavar Gests: Hugsað upphátt Fróöi 1992 - 292 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.