Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992. 43 Meiming Ljuf lamba spörð Þórarinn Eldjám hlýtur aö gera sér ljóst aö ekki er hægt að lesa nýju barnaljóöabókina hans, Heimskringlu, án þess að bera hana saman við þá frá í fyrra, Óð- fluga. Óðfluga var óvænt fagnaðar- efni og skipaði höfundi sínum um- svifalaust í flokk með íslenskum hamaijóðskáldum á borð við Stef- án Jónsson og Jóhannes úr Kötlum þó að enn syngi íslensk böm ekki þessi ljóð. (Þar er verkefni fyrir tónskáld.) Ennþá finnst mér hún betri en nýja bókin, frumlegri og ijömgri. Örðin öðlast ekki eins sjáifstætt líf hér og víða í þeirri eldri. En Heimskringla er gott ann- að bindi og hefur margt sér til ágætis sérstaklega. í hinni nýju Heimskringlu em gamanljóð handa bömum undir ýmsum háttum. Þama em fer- skeyttir hættir af öllu tagi, þulur, sonnetta og limra. Efnið er líka margbreytilegt - hér er því lýst sem getur gerst þegar maður fer öfugu megin fram úr rúminu, líka kvæði um stóla, spákonu, mann sem leit- ar að sjálfum sér, brunahana á strigaskóm og hann Símalanda í Símalandi, svo eitthvað sé nefnt. Öll kvæðin fá vandaða mynd- skreytingu á heilli opnu eftir Sig- rúnu Eldjárn. Þórarinn notar ýmis einfóld hrögð til að velta fyndnu hliðinni á viðfangsefnum sínum upp. Þau al- gengustu eru endurtekningar og upptalningar sem nýtast til dæmis vel í kvæðinu „Stólar“; það endar svona: Stólar sem rugga, stólar sem braka stólar á hjólum til þess að aka. Stólar svo hraustir, stólar svo slappir stólar með rókókókóflöskulappir. Vandaðir stólar, stólar úr gulli stólar með alls konar blettum og suUi. Örlitlir stólar og stólar sem passa fyrir stóra og breiða og niðþunga rassa. (Á myndinni er einn stóllinn með kókflösku í fótar stað.) Þessi stíl- brögð eru vel notuð til dæmis í „Hvar ertu?“ og „Símalandi", en verða leiðigjöm í „Bmnahana á strigaskóm". Annað bragð sem stálpaðir krakkar hafa mjög gaman af er að nota orðatiltæki í bókstaflegri merkingu. Hér segir til dæmis frá stúlkunni Björgu sem var vinsæl fót- og handsnyrtidama - og græddi þar af leiðandi á tá og flngri. Og í „Völuspá" er Jói að spá í Völu sem er að spá fyrir honum. í Óðfluga dró Þórarinn tennurnar úr þeim vonda Þorgeirsbola; nú kemur í ljós að Grýla og Leppalúði em líka orðin vita tannlaus (það em komn- ir nýir ógnvaldar í líf bama), og Þórarinn sendir þau í öldungadeild Hamrahlíðarskóla og þaðan í upp- eldis- og kennslufræði í Háskólan- um. Mynd Sigrúnar við það kvæði er bráðgóð stæling á myndskreyt- ingu Halldórs Péturssonar úr Vísnabókinni sem öll böm þekkja. Bestu kvæðin í þessari bók em þó ekki þessi fyndnustu heldur tvö fjarskalega hlý og einlæg ljóð aftar- lega í bókinni. Annað þeirra er „Vont og gott“, sönn innlifun í bamshugann. Það er vont að liggja á klaka en hins vegar er gott „að liggja í mjúkum mosa / mæna upp í himininn og brosa. / Hugsa bara þetta: - Rosa rosa / rosalega er gott að liggja í mosa.“ Hitt kvæðið heit- ir „A mó“. Þar segir frá Bóa sem fór á berjamó og tíndi í skóinn sinn Þórarinn Eldjárn. Myndrík Ijóð fyr- ir börn. Bókmeimtir Silja Aðalsteinsdóttir en varð svo þreyttur og svangur að hann settist á þúfu og át upp úr skónum: krækiberin, bláberin... og aðalborin aðalber sem ættu að heita fjallasmér og þessi ljúfu lambaspörð svo létt og þurr og sölt og hörð. Myndimar við þessi kvæði eru yndislegar og margar fleiri eru prýðisgóðar. En stundum spyr maður sig við lestur bókarinnar hvort þessi myndríku ljóö þurfi alla þessa viðamiklu skreytingu, ég nefni bara „Öfugumeginframúr- stefnuna". Myndin viö „Maðk og mann“ er sú eina sem mér fmnst misheppnuð - við fáum 'enga til- fmningu fyrir því að verið sé að draga manninn niður í jörðina, hann virðist hanga í lausu lofti. Þakka ber af heilum hug að Þór- arinn skuli nota hagmælsku sína og frjóan hug í þágu barna. Þau kunna áreiðanlega að meta þaö. Þórarlnn Eldjárn: Heimskringla. Sigrún Eldjárn gerði myndirnar. 32. bls. Forlag- ið 1992 pessi s Hleðslu- skrall terku mREGNBOGA Is&Jframkollun Síðumúla 34-108 Reykjavík-sími 682820 - Hafnarstræti 106-600 Akureyri-sími 96-26632 Tvöföld Jólakort með mynd POSTÞJONUSTA Póstburðargjald til okkar er greitt af Regnbogaframköllun og athugið að merkja sendingarpoka okkar vandlega með nafni og heimilisfangi ef póstsend er filma eða pöntunarmiði. ATHUGiÐ! Skrifið númer kortsins sem óskað er eftir, og pegar númer myndar er skrifað skal nota það númer sem nœst er miðju myndarinnar ó filmunni. Ef um fleiri en eina filmu er að rœða skal aðgreina þœr með filmunúmeri. Merkið X í reitina Lórétf/Lóðrétt og athugið að Kort nr 1, 2 og 3 eru lóðrétt kort. Öll kortin eru Kort nr. Stk Lárétt Lóörétt Mynd nr. Filmunr. Verö á Jólakorfum 1 - 9 Kort = Kr 75,- 10 - 29 Kort = Kr 64.- 30 - 49 Kort = Kr 60,- 50 eða fleiri = Kr 56.- Filmumóttökustaðir 24 mynda Kodak filma fylgir hverri framköllun hjá Regnbogaframköllun Reykjavík og nágrenni Olís v/Gullinbrú, Grafarvogi Myndberg, Nethyl 2 Söluturninn Svalur, Arnarbakka Söluturninn, Grænatúni 1 Verslunin Fellaval, Drafnarfelli 16-18 Sogaver, Sogavegi 3 Borgarbúöin v/Urðarbraut Verslunin Skerjaver, Einarsnesi 36 Nesval, Melabraut 19 Sölut. Stansið v/Kaplaskjólsveg Söluturninn, Norðurbrún 2 Söluturninn Allt gott, Hólmaseli 2 Sölut. JL-húsinu, Hringbraut 121 Hitt hornið, Laugavegi 100 Videohöllin, Lágmúla 7 Videohöllin, Mjódd Bónusvideo, Réttarholtsvegi 1 Bónusvideo, Smiðsbúð 6 Bónusvideo, Strandgötu 28 Bónusvideo, Hraunbergi 4 Bónusvideo, Rofabæ 9 Hárhornið, Hverfisgötu 117 Rafbúö vesturbæjar, Hringbraut 121 Gallerý Prýði, Kirkjuvegi 12 Steinar/músík/myndir, Laugavegi 24 Steinar/músík/myndir, Mjódd Steinar/músík/myndir, Strandg. 37 Seljavídeo, Seljabraut 54 Akureyri og nágrenni Esso Nesti, Tryggvabraut 14 KEA - Byggðavegi 98 Neskaup, Hauganesi Radíóvinnustofan Kaupangi Rafland Sunnuhlíð Sólrún hf., Árskógssandi Sæland, Móasíðu 1 Veganesti, Hörgárbraut Verslunin Brynja, Aðalstræti 3 Verslunin Esja, Norðurgötu 8 Verslunin Síða, Kjalarsíðu 1 Dalvík Verslunin Sogn Ólafsfjörður Kea - verslun Vestmannaeyjar Gallerí Prýði, Kirkjuvegi 12 Grindavík Söluturninn Braut, Víkurbraut 31 Hvammstangi Verslunin Mirra, Strandgötu 4 Jólatilb vikuna 12.-18. des. '92 FUNAI VCR 7400 2239H Verð áður kr. 5.895,- Jólatilboð kr. 4.421,-stgr. Ath! 25% jólaafsláttur myndbandstæki á frábæru verði! Verð áður kr. 34.079,- Jólatilboð kr. 25.900,- stgr. Ath! 24% jólaafsláttur SUÐURLANDSBRAUT 8 • SIMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 84 ÚTIBÚ: MJÓDD ÞARABAKKA 3 • SÍMI: 67 01 00 Verð áður kr. 36.900,- Jólatilboð kr. 26.900,- stgr. Ath! 27% jólaafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.