Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 34
46 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992. Meiming Ásta var sjálfri sér verst - segir Friðrika Benónýs um Ástu Sigurðardóttur eitt var nóg til þess að gefa sögum byr undir báða vængi.“ Óréttlát samúð í bókinni er rakið hvernig líf Ástu smám saman gegnsýrist af alkóhóli og hvemig hún missir allt út úr höndunum, bömin sín líka. „Eftir að byrjaði að halla undan fæti varð hún mjög bitur og fannst aUir vera sér andsnúnir en án þess að leita orsaka hjá sjálfri sér. Auðvit- að varð hún örvæntingarfull við að missa börnin sín í hendur vanda- lausra. Hún kenndi fóðumum, Þor- steini frá Hamri, um það og aldrei þessu vant snerist almenningsálitið á sveif með henni og á móti Þor- steini. Það skilja það allir sem hafa umgengist virka alkóhóiista að hann gafst upp en það vita ekki allir að á þessum tíma á átti ógiftur faðir eng- an rétt til sinna bama. Honum var bara sagt að þegja. Mér fmnst sú umræða öll afskaplega óréttlát og miðað viö það orð sem fór af Ástu að hún skyldi hafa alla samúð. Það var þó nokkuð af fólki sem vildi reyn- ast henni vel en hún beit það af sér vegna hroka. Það er þó erfitt að gera sér grein fyrir þessu því hrokinn getur verið vamarviðbragð þess veika. Vorkunn í stað fordæmingar Aö mati Friðriku hafði Ásta hæfi- leika sem aldrei nýttust henni til fulls. Sjálf kenndi hún ýmsu um og ekki síst bameignum. „Það er ekki hægt að kenna bama- stússi um að hæfileikar hennar fengu ekki að njóta sín. Fyrsta bam hennar fæðist þegar hún er átján ára og það tók mamma hennar í fóstur. Tíu árum síðar fæðist næsta barn og þá er hún tæplega þrítug. Það er heldur ekki satt að hún hafi hvergi átt höfði sínu að að halla. Sjálf gerði hún í því að láta alla halda að hún væri útskúfuð. Síðustu árin vor- kenndi fólk henni frekar en for- dæmdi. í raun var Ásta sjálfri sér verst og engu um að kenna, nema Bakkusi, hvernig lífshlaup hennar þróaöist." -JJ „Þetta er ekki skrásetning á hneykslissögum sem gengu um Astu. Mig langaði einungis að koma henni til skila sem persónu. Grunnurinn er líf Ástu en það var aldrei ætlunin að gera ævisögu þar sem öllum atrið- um væri fylgt í tímaröð. Bókin er sett fram sem skáldsaga að því leyti að ég sviðset atburði og bý til samtöl sem áttu sér stað fyrir þijátíu áram," segir Friðrika Benónýs sem skrifað hefur ævisögu Ástu Sigurðardóttur sem hún nefnir Minn hlátur er sorg. Friðrika gerði þátt um Ástu á rás 1 fyrir rúmum tveimur ánun og þá kviknaði hugmynd að bók. Um síð- ustu áramót hófst sjálft verkið með því að hún setti sig í samband við börnin hennar. „Ég vildi hafa þeirra samþykki og hefði ekki farið út í þessa vinnu ef þau hefðu verið mótfallin.“ Auk þeirra hafði Friðrika samstarf við fjölda vina Ástu við samningu bókar- innar. Hún segir að flestir hafi tekið heimildaöflun hennar vel þegar hún var búin að gera þeim grein fyrir því hvemig hún hygðist byggja bókina upp. „Börnin hennar voru mér hjálpleg og þau voru þreytt af þessari glans- mynd sem hefur umlukt minningu hennar. Allir sem þekktu hana vel eru mjög undrandi á því hvað þetta er rétt mynd af henni. Ég reyni að draga upp mynd af Ástu án þess að upphefja hana eða draga hana í svað- ið meö þeim kjaftasögum sem um hana gengu. Öðrum þræði er þetta saga einstaklings sem kemur úr ís- lensku bændasamfélagi til Reykja- víkur eftirstríðsáranna. Hún var mikið náttúrubarn og frjálsleg í sveitinni en það hentaði ekki smá- borgurunum." Klofin persóna Friðrika las sögur Ástu sem ungl- ingur og varð fyrir miklum áhrifum. „Þegar ég var í bókmenntafræði í Háskólanum var mjög vinsælt að skrifa ritgerðir um bækur Ástu af því þær eru svo myndrænar og auð- velt að túlka þær. Hún höfðaði mjög sterkt til mín og mig langaði að vita meira um persónuna. Hún var mjög klofin því hún vildi eiga mann, börn Þetta eru ekki hneykslissögur af Ástu heldur reyni ég að draga upp mynd af henni sem manneskju, segir Frið- rika Benónýs um Ástu Sigurðardóttur. DV-mynd GVA og heimili en hún vildi líka haga sér eins og bóhemarnir. Ég er ekki að reyna að útskýra líf hennar og það er ekki mitt hlutverk mörgum árum eftir dauða hennar. Mér flnnst líka mjög spennandi að hún er eina kon- an sem hefur um sig þessa mýtu listamannsins og hún fékk líka að kenna á þvi. Hún leyfði sér að lifa og haga sér eins og strákamir í hópn- um. Svo var hún líka svo falleg og áberandi og það var fylgst með því sem hún sagði og gerði. Það eina sem ég sé í líkingu við hana í dag er Björk í Sykurmolunum sem segir og gerir það sem hugurinn býður henni og enginn hneykslast lengur." Myndin sem hneykslaði Kápumynd bókarinnar um Ástu er fræg ljósmynd Kaldals sem hann tók fyrir Líf og list þegar önnur saga Ástu var birt þar. Myndinni var stillt út í glugga ljósmyndastofunnar og Friðrika segir að oftar en einu sinni hafi glugginn veriö brotinn og bréf- um með dónalegum athugasemdum hent inn. í þessum bréfum var Ásta kölluð öllum illum nöfnum. Aftast í bókinni eru litprentanir af nokkrum myndum sem Ásta málaöi í kringum 1950. Broddi Jóhannesson hatði geymt þær í öll þessi ár eftir að Ásta bað hann fyrir þær. „Þegar fyrsta saga hennar kemur út hefst almenningur handa við að leita að sögupersónum út um allan bæ af því hún notar eigið nafn. Það Barnabækur njóta meiri virðingar í dag - segir Sigrún Klara Hannesdóttir Sigrún Klara Hannesdóttir, Elisabet Þórðardóttir, Ingibjörg Sæmundsdóttir, Guðríöur Gísladóttir og Ásgerður Kjart- ansdóttir virða fyrir sér Skáldatal. DV-mynd Brynjar Gauti „í gegnum tíðina hef ég safnað sam- an aUs konar upplýsingum um barnabækur og þar á meðal blaðaúr- klippum með gagnrýni og umfjöllun. Tvo nemendur mína í bókasafns- fræði, Elísabetu Þórðardóttir og Guöríði Gísladóttur, langaði til að gera eitthvað úr þessu og unnu efnið til BA-ritgerðar. Þegar ég fór að sýna samkennurum og öðru áhugafólki um bamabækur ritgeröimar taldi það að úr þeim mætti gera enn ítar- legra rit. Þá fengum við Ingibjörgu Sæmundsdóttur til að afla meiri upp- lýsinga um höfundana og verk þeirra. Klæddi hún efnið i nýjan bún- ing og bætti ýmsu við,“ segir Sigrún Klara Hannesdóttir, dósent í bóka- safnsfræðum, um bókina Skáldatal. Sigrún Klara er ritstjóri verksins ásamt Ásgerði Kjartansdóttur. Bók- ina gefa þær sjálfar út og hafa fengiö til þess Utils háttar styrk frá Rann- sóknarráði Háskóla íslands og menntamálaráðuneyti. Skáldatal nær yfir alla sem hafa sent frá sér tvö eða fleiri skáldverk fyrir böm og unglinga og er miðað við árslok 1991. Það þótti rétt að hafa höfunda sem fyrr á öldinni endur- sögðu og aðlöguðu erlenda texta í sínu nafni í bókinni þó ekki væri beinlínis um hugverk að ræða. Myndir af öllum höfundum Að sögn Sigrúnar Klöm var mikil vinna lögð í afla mynda af öllum höfundum. Ættingjar þeirra sem látnir em aðstoðuðu á ýmsa lund með öflun þeirra og núlifandi rithöf- undar sendu inn æviágrip og myndir. „Okkur finnst myndir gefa bókinni aukið vægi og auka heimildagildi hennar. Aðeins vantar mynd af ein- um höfundi, Jóhanni Halldórsssyni, sem lést 1844, en í stað þess birtum við mynd af kápu af bók hans, Jóla- gjöf handa börnum, sem út kom 1839. Það er elsta bamabókin sem getið er um í Skáldatali." Auk mynda eru myndir af handrit- um höfunda sem varðveitt em á Landsbókasafni. Handrit nútímahöf- unda em aðeins tölvuútskriftir sem ekki geta talist persónulegar. Því vom 30 höfundar beðnir um að senda rithandarsýnishorn aö vah til útgáf- unnar. Það gefur bókinni sérstakan svip þvi í sýnishornunum er ýmiss konar efni, bréf, málshættir, kveðjur og teikningar. Sigrún segir að mikfil fengur hafi verið að þessum bréfum því þau setja skemmtilegan svip á bókina og hafa heimildagildi ein og sér. Höfundar hafa metnað Eins og áður er getið eru umsagnir og gagnrýni notuð að hluta til við heimfidaöflun. „Fyrir nokkrum áratugum þóttu bamabækur ekki það merkfiegar að um þær væri fjallað í blöðum, hvað þá að þær fengju gagnrýni eins og aðrar bókmenntir. Síðustu ár hefur staða barna- og unglingabóka batnað tfi muna og nú þykir ekki við hæfi að fjölmiðlar fjalli um nýútkomnar bækrn- án þess að bamabóka sé get- ið. Höfundar bama- og unglingabóka skrifa af miklum metnaði fyrir sína lesendur og taka þá alvarlega. Það er líka gífurlegur vöxtur í bama- bókaútgáfu síðustu ár, öfugt við það sem spáð var þegar myndbandavæð- ingin hóf innreið sína. Eins leggja útgefendur mikla vinnu í að gera bækumar sem best úr garði,“ segir Sigrún Klara. Skáldatal er ætlað kennurum, nemum í bókmenntum og þeim sem almennt hafa áhuga á bókum og bókaútgáfu. Sigrún segir að ritið gagnist vel þeim sem vilja leita víðar að upplýsingum um höfunda og kynna sér frekar skáldverk þeirra. Þess vegna er getið um öll verk sem gefin hafa verið út, greinar höfunda i blöðum og hvar og hvenær umsagn- ir hafa birst. Þetta er gert tfi þess að auðvelda áhugamönnum heimilda- leitina. Góð útflutningsvara „Þegar litið er yfir barnabókaút- gáfu hérlendis verður maður hissa á því hve lítið hefur verið gert að því að þýða íslenskar bamabækur á er- lend mál og sérstaklega ensku. Ég sé alveg fyrir mér íslenskar barnabæk- ur sem góða útflutningsvöru,“ segir Sigrún Klara Hannesdóttir. -JJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.