Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 52
64 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992. Sviðsljós Safnað í ferðasjóð Æskulýðsfélag Neskirkju safnaði fé í ferðasjóð i gær. Gestum var boðið upp á kaffi og kökur. Hér eru félagsmennirnir Hreinn Hjaltason, Einar Aron Einarsson, Valdís Sigurlaug Bragadóttir, Jóhanna Guðrún Guðjónsdótir og Katrin Einarsdóttir. DV-mynd S Selma Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir héldu tvenna tónleika í íslensku óperunni um helgina. Enn er verið að safna fé til kaupa á fiðlu Sigrúnar. DV-myndir ÞÖK Fiðlu- kaupa- tón- leikar Stöllumar Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdótt- ir píanóleikari héldu tvenna tónleika í íslensku óperunni um helgina. Til- gangurinn var að safna fé til fiðlu- kaupa Sigrúnar og að gefa fólki um leið kost á að heyra hvernig fiðlan góða hljómar. Á tónleikunum voru flutt lög eftir íslenska höfunda í sömu útsetning- um og getur aö heyra á geisladiskin- um Ljúflingslögum. Einnig var gest- um skemmt með sígaunalögum eftir Sarasate. Meðal gesta á tónleikunum voru Carol Cone, Valgeir Guðjónsson, Oddný Ólafsdóttir og Ævar Kjartansson. Ársafmæli Sólarinnar Ófáar blómarósir kommu í Tunglið um helgina til aö halda upp á ársaf- mæli útvarpsstöðvarinnar Sólarinnar. Þær Sveinbjörg, Silja og Birna brostu sinu blíðasta fyrir Ijósmyndara DV. DV-myndir ÞÖK Börnin horfðu stórum augum á Ronju þar sem hún sat í makindum í fylgsni sínu. DV-myndir ÞÖK Bömin heilsa upp á Ronju Um helgina gafst gestum í Borg- baki. Unga fólkið tók þessu boði „opnu húsi Borgarleikhússins" þar arleikhúsinu kostur á að kynnast fegins hendi og var fjölmenni á sem gestir geta kynnt sér starfsem- fólkinu í ævintýrasögunni um sviði leikhússins að sýningu lok- ina. Ronju ræningjagóttur að tjalda- inni. Uppákoma þessi er liður í Góssið sem ræninginn, faðir Ronju, hefur dregið að sér vakti ekki minni athygli unga fólksins. Meiming____________ Fiðlutónleikar Tónleikar voru í íslensku óperunni í gærkvöldi. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmunds- dóttir píanóleikari léku saman verk eftir Þórarin Guð- mundsson, Inga T. Lárusson, Karl 0. Runólfsson, Skúla Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thor- oddsen, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Pablo Sa- rasate, Sigfús Einarsson, Páll ísólfsson, og Eyþór Stef- ánsson. Tónleikar þessir voru haldnir í fjáröflunarskyni til kaupa á Guraneri fiðlu sem Sigrún fékk afhenta í fe- brúar í fyrra. Áður en tónleikarnir hófust flutti ávarp Steinar Berg fyrir hönd Steina hf. en fyrirtækið hefur gefið út geisladisk með efni því sem flutt var á tónleik- unum. Þá sagði Atli Heimir Sveinsson frá aðdraganda málsins en hann útsetti allt efnið fyrir fiðlu og píanó. ítalskar fiðlur frá átjándu öld hafa sérstaka stöðu í tónlistarsögunni. Um flest hljóðfæri má segja að smíði þeirra hefur tekið framfórum fram á okkar daga. Flest- ir sækjast eftir nýjum píanóum og nýjum blásturs- hfjóðfærum. Um strengjahljóðfæri er þessu öðruvísi farið. Smíði þeirra náði hápunkti snemma á átjándu öld. Frægasti fiðlusmiður þess tíma var Antónío Stradivari sem var uppi um aldamótin 1700. Sá sem næstur er talinn koma hét Josep Guameri og var uppi um miðja áijándu öld. Báðir þessir menn störf- uðu í Cremona á Norður-Ítalíu. Hljóðfæri þau er þeir smíðuðu, einkum fiðlurnar, þykja með þeim ágætum að ekki verði saman jafnað hvorki fyrr né síðar. Segja má að því sem næst allir merkustu fiðluleikarar sem til sögunnar hafa komið frá þessum tíma, hafi talið sér nauðsyn á að eiga hijóðfæri eftir annan hvorn þessara manna. Á tónleikunum gafst ágætt tækifæri til að gaumgæfa hljóm Guameri fiðlu Sigrúnar. Fór ekki á milli mála að hún er hinn ágætasti gripur og vel skiljanlegt hvers vegna Sigrún leggur sig svo fram um að eignast hana. Hljómur fiðlunnar er ekki aðeins skínandi bjartur og Tónlist Finnur Torfi Stefánsson fagur heldur kemur fleira til. Má þar nefna að hljómur- inn er jafngóður á hvaða tónsviði fiðlunnar sem er. Það er einnig heyranlegt aö lítil átök þarf til að mynda tóninn ef réttu lagi er beitt. Jafnvel viö hin léttustu bogastrok er tónninn fullur og hljómmikill. Um lögin sem þær stöllur fluttu er ekki ástæða til að fjölyrða. Þau voru sannkölluð ljúflingslög, alkunn og flestum kær. Útsetningar Atla Heimis eru allar vel gerðar og leyfa einfaldleika laganna vel að njóta sín. Ef til vill er best heppnaða útsetningin á lagi Emils Thoroddsens, Búðarvísum. Því miður hófust tónleikar þessir seinna en venjulegt er og gat gagnrýnandi því ekki setið út tónleikana. Flutningur Sigrúnar og Selmu var mjög góður, blæbrigðaríkur og vel undirbúinn og er vonandi að tónleikamir hjálpi til við fiðlukaupin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.