Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Rftstjom - Auglýsmgar - Áskn ft - Dreifing: Sími 632700 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992. Snjóflóðahættan: Fimm hús voru rýmd í Hníf sdal Foráttubylur geisar nú um norðan- verða Vestfirði en veður virtist eitt- hvað hafa gengið niður á austan- verðu Norðurlandi og fært var orðið innanbæjar á Akureyri í morgun. 5 hús voru rýmd í Hnífsdal í gær- kvöldi vegna hættu á snjóflóðum og voru íbúar í öðrum húsum á hættu- svæði beðnir um að halda sig sunnan til í íbúðum sínum. Almannavarna- nefnd ísafjarðar mun funda fyrir hádegið til að ákveða með framhald- ið. Vindátt er hins vegar hagstæð fyrir Flateyringa og ekki er tahn hætta á snjóflóðum þar. íbúar í sex húsum á Siglufirði hafa enn ekki komist til síns heima vegna snjóflóðahættu en almannavarna- nefnd Sigluflarðar mun funda klukk- an 11 og skoða aðstæður. Mikið er af skipum í ísaflarðarhöfn og hafa verið haldin böll í bænum undanfarin kvöld til að stytta gest- komandi skipverjum stundir. Raf- magn fór af ísafirði í nótt í um klukkutíma og er nú keyrt á dísilraf- stöð. Mjög þungfært er innanbæjar á ísafirði og á fólk í mestu erfiðleikum með að komast til og frá vinnu. Fært er um sunnanvert landið og á Snæfellsnes. Fjallvegir á Austur- landi verða ruddir í dag og einnig sunnanverðir Vestfirðir að Bíldudal. Mjög slæmt færi er yfir Holtavörðu- heiði og ófært er um alla norðan- verða Vestfirði. Verið er að athuga málin norðanlands og má búast við að þar verði einhveijir vegir opnaðir síðarídag. -ból Meðlagsgreiðendur: annað kvöld „Það er mikill hugur í mönnum og þeir ætla að fylgja eftir sínum mál- um. Það er nauðsynlegt fyrir þá með- lagsgreiðendur úti á landi, sem ekki komast á stofnfundinn, að fylkja hði gegn aðgerðum stjórnvalda," sagði Sævar H. Pétursson, einn stofnenda samtaka meðlagsgreiðenda. Undir- búningsfundur fyrir stofnun sam- takanna var haldinn í gærkvöld. Sjálfur stofnfundurinn verður svo haldinn annað kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20 á Hótel íslandi. Eins og DV hefur greint frá hefur undirbúningur að stofnun samtak- anna staðið frá þvi um miðja síðustu viku. Hefur stöðugt verið aö bætast í þann hóp sem ákvað að mótmæla með þeim hætti hækkun meðlags- greíðslna. -JSS LOKI Hvernig er það, fara þing- menn ekki eftir lögum um hvíldartíma? Okumaður sýkn- aður af kröf u um skaðabætur Héraösdómur Reykjavíkur hefur sýknað ökumann bifreiöar frá Rangárvahasýslu og tryggingafé- lag hans af kröfum bónda í Ása- hreppi um að þau greiði honum skaðabætur fyrir „gæðing" sem : þurfti að aflífa eftir að hann varð fyrir bifreiðinni í september 1991. Dómurinn taldi að fella bæri niður bætur til bóndans á þeím forsend- um að hann var talinn „meðvald- ur“ aö tjóninu þvi að lausaganga hrossa var bönnuð þar sem slysið varð. Helgi I. Jónsson héraðsdóm- ari kvað upp dómhm. Ökumaðurinn ók bíl sínum, Lödu Samara, vestur Suðurlandsveg, skammt vestan Ytri-Rangár í Djúp- árhreppi, þegar 16 vetra hross bóndans hljóp upp á veginn þannig að árekstur varð. Hrossið lemstr- aðist þannig að aflífa þurfti það, Bíllinn skemmdist talsvert mikið að framan auk þess sem dæld kom á toppinn. Eigandi hrössins, bóndinn að Berustöðum í Ásáhreppi, ákvað að stefna ökumanninum og trygginga- félaginu. Hann krafðist 250 þúsund króna skaðabóta með vöxtum frá þeim degi er óhappið varð. Bóndinn lagði fram vottorð tveggja manna um hrossið þar sem m.a. kom fram aö þar hefði farið „öskuviljugur afburöahestur og flörmikih gæð- ingur með flaðrandi mjúka ásetu“. Þessu svöruðu stefndu m.a. með því að í kröfunni væri ekkert tillit tekið th þess að hrossið hefði verið orðið 16 vetra og því mótmælt að það hefði verið meira virði en sem næmi siáturverði þess. í niðurstöðu dómsins segir að oddvitar 7 hreppa í Rangárvaha- sýslu, þar á meðal Ásahrepps og Djúpárhrepps, hefðu undirritað auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í maí 1987 um bann við lausagöngu hrossa aht árið. í auglýsingunni var vísað th heimildar í búflár- ræktarlögum frá 1973 um að sýslu- nefndum eða sveitarstjórnum sé heimilt að ákveða að öllum lirossa- eigendum í þeirra umdæmum sé skylt að hafa lrross í vörslu aht árið eða tiltekinn tíma. Dómurinn taldi upplýst að um- rætt hross hefði gengið laust þrátt fyrir framangreind opinber til- mæh. „Braut stefnandi þar með gegn banni þessu og verður að viröa það honum th gáleysis. Þykir stefnandi með þessu gáleysi sínu hafa orðið meðvaldur að tjóni því er hér um ræðir með þeim hætti að feha beri niður bætur hans úr hendi steíhdu,“ sagði í niðurstöðu dóms- ins. Talið var ósannað að slysið hefði mátt rekja til óaðgæslu öku- mannsins. Hann var því sýknaður. Málskostnaðurféhniður. -ÓTT Óvenjulegur farkostur hefur verið á ferð um miðbæ Reykjavikur um helgar. Börnin hafa ekki verið sein á sér að nota tækifærið og bregða sér í ferð með Kristni Hákonarsyni og klárnum Snata. Sigrún Jana var meðal þeirra sem fengu sér sæti í hestakerrunni. DV-mynd ÞÖK Veðriðámorgun: Frostum allt land Á hádegi á morgun verður norðaustanátt um allt land, víð- ast5-7 stig. Snjókoma, éljagangur og skafrenningur um norðan- og austanvert landið og líklega einn- ig suðaustanlands. Frost um allt land. Veðrið í dag er á bls. 28 Vatnsdalur: Stórbruni í stórviðri Eldur varð laus í íbúðarhúsinu að Nautabúi í Vatnsdal. Slökkvihðið á Blönduósi var þijá tíma að bijótast að bænum sökum ófærðar og veðurs en veðrið var afar vont á þessum slóðum í gærkvöldi þegar eldurinn varð laus. Við venjulegar aðstæður er þetta um hálftíma akstur. íbúðarhúsið er steinhús og er það talsvert mikið skemmt. Einn maður býr að Nautabúi og sakaði hann ekki. Slökkvihð gat, þrátt fyrir afleitar aðstæður, ráðið niðurlögum eldsins áður en eldur braust upp úr þaki hússins. Slökkvistarf stóð vel fram á nóttina. Eldsupptök eru ókunn. -sme Dauðaslys í Norðurárdal Kona á þrítugsaldri lét lífið þegar hún varð fyrir bíl í Norðurárdal í Borgarfirði í gær. Bíll konunnar bilaði á þjóðveginum skammt fyrir neðan Bifröst um sex- leytið í gær í blindbyl og stórhríð. Konan hafði farið út og stóð fyrir aftan bhinn er annan bíl bar að. Sá náði ekki að stööva í tæka tíð og varð konan á milli bifreiðanna tveggja. Talið er að hún hafi látist samstund- is. Mjög slæmt skyggni var er slysið varðeða 20-30 metrar. -ból Rostock-togaramir: Landi 12 þúsund tonnum á Akureyri Útgerðarfélag Akureyringa ætlar að möguleiki sé fyrir hendi á löndun á allt að 12-13 þúsund tonnum af afla, karfa og öðrum tegundum, á Akur- eyri í framtíðinni, í kjölfar viljayfir- lýsingar ÚA um kaup á meirihluta í Rostocker Fischfang Rederei í Þýska- landi á síðustu dögum. Með þessu er þess vænst að afurð- imar verði seldar í gegnum Sölumiö- stöð hraðfrystihúsanna, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV. Þýska útgerðarfyrirtækið á átta úthafstog- ara og standa vonir ÚA-manna til þess að þeir togarar, sem hingað komi, verði afgreiddir og þjónustaðir á Akureyri en inni í myndinni er þó aðseljatvotogara. -ÓTT Færeyjar: ÞyrlameðSfórst Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; Þyrla með fimm mönnum fórst um miönætti í nótt á leiðinni milli Þórs- hafnar og Klakksvíkur í Færeyjum. Lík eins manns er fundið en óliklegt er að nokkur hinna finnist á lífi. ÖRYGGI - FAGMF.NNSKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.