Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992.
Merming
Þrir spænskir meistarar
Þessi útgáfa Máls og menningar á þremur listaverka-
bókum þriggja spænskra meistara er að tvennu leyti
tímamótaverk. Hvorttveggja er að málaralist hefur lítt
verið sinnt til þessa á innlendum bókamarkaði, hvað
þá erlendri málaralist. Eins er hér um aö ræða óvenju
snör handtök hérlends bókaforlags að grípa gullegg
erlends útgefanda svo að segja úr hreiðrinu. Frumút-
gáfur þessara rita eru útgefnar af forlagi Fernands
Hazan í París á síðustu þremur árum. Og ekki er
hægt að segja að kastað sé til höndum við prentun og
frágang - þar er greinilega vandað til verka. Nokkra
hnökra er þó að finna í þýðingum og prófarkalestur
hefði og mátt fínpússa. T.a.m. er Konunglega torgiö,
Plaza Real, í miðborg Barcelona nefnt Aðaltorgið í
bókinni um Miró og stafsett rangt á spænsku. Enn-
fremur er ekki gætt samræmis í stafsetningu á staða-
nöfnum í bókunum þremur en það er ritstjómarlegt
atriði og mál forleggjarans. Bók Georges Raillard um
Miró þýddi Þorbjöm Magnússon, bók Daniéle Boone
um Picasso þýddu Mörður Árnason og Ámi Óskarsson
og um þýðingu á bók Eric Shanes um Dali sá Ólöf
Pétursdóttir.
Picasso
í bókinni um Picasso er leitast við að gefa sem víð-
feðmasta mynd af þessum þúsundþjalasmið í hst þess-
arar aldar. Einnig er talsvert gert úr kynorku meistar-
ans og afkastagetu á efri árum. Hér kemur t.a.m. fram
að síöustu þijú æviárin teiknaði Picasso, vann í grafík
og málaði yfir átta hundruð verk, en þá var hann í
kringum nírætt. í myndinni „Nakin Uggjandi kona og
gítarleikari" frá 1970 kemur glöggt fram að Picasso
var e.t.v. aldrei á öllum sínum ferh jafn gagntekinn
af bamslegri sköpunargleði og einmitt síðustu árin.
Hér er einnig að fínna tímamótaverk á borð við „Stúlk-
umar frá Avignon" (1907) og „Guernicu" (1937). Það
Picasso. Einn af þremur stórum, spænskum meistur-
um.
er e.t.v. stærsti löstur þessarar bókar að „Guemica"
skuli vera sUtin í sundur um kjölinn, eina myndin sem
þannig er farið með í öllum þemur bókunum. Er þetta
þeim mun fremur til vansa sé haft í huga að hér er
e.t.v. um að ræða mikUvægasta verk Picassos. Líkt og
í hinum tveimur bókunum er fyrst þrjátíu og sjö blað-
síðna æviágrip og þá heilsíðu Utmyndir af níutíu og
fjórum verkum í tímaröð ásamt stuttri tölu um hvert
og eitt þeirra.
Miró
Þegar flett er í gegnum bækurnar um Picasso og
Miró kemur í ljós óvenju fjölbreytilegur stUl og þó
sérstaklega í tilviki Picassos. Sýningarhaldarar og for-
leggjarar hafa oftast tilhneigingu til aö raða saman
samstæðum verkum, en hér er sú sem betur fer ekki
raunin. Georges RaUlard leggur áherslu á að ímynd
Mirós sem bláeygs sakleysingja sé röng og dregur
þess í stað upp mynd af ofsafengnum „vUUmanni" í
myndUstinni og jafnar honum saman við Rimbaud í
ljóðUstinni. Miró notar rejmdar orð á afgerandi ljóö-
rænan hátt í verkunum „Ó! Einn af þessum köllum
sem hafa gert aUt“ (1925) og „þetta er Utur drauma
minna" (1925). Af þessum þremur bókum er bókin um
Miró e.t.v. best heppnuð og Ustamaðurinn kemur les-
anda hér fyrir sjónir sem heimspekUegt myndskáld.
Þó þessir þrír spænsku meistarar hafi verið fæddir
hver á sínum áratug tengdust þeir allir hreyfingu súr-
reaUsta í París á þriðja áratugnum - að vísu hver með
sínum hætti. Miró bar að sínu leyti ábyrgð á því að
leiðir þeirra lágu saman. Hann kynnti hinn unga DaU
fyrir Picasso í París.
Dali
Líkt og landar hans báðir var DaU afar fjölhæfur
Ustamaöur, þó það komi ekki nógu skýrt fram í
myndavaU Daniéle Boone í bókinni. Picasso mun hafa
hrifist af fyrstu verkum DaUs en hið sama var ekki
uppi á teningnum hjá Miró. Áhrifa frá bæði Miró og
Picasso gætir þó í fyrstu verkum DaUs. Eins og fyrr
segir er myndaval í bókinni um DaU ekki eins fjöl-
breytt og afhjúpandi og í bókunum um koUega hans.
Mest áhersla er lögð á myndir þar sem DaU vinnur
Bókmenntir
Ólafur Engilbertsson
út frá landslaginu í Ampurdán og Figueras og bætir
inn „ofskynjunum“ sínum. í textanum er goðsögninni
um „Avida Dollars", sjálfsalann DaU, fylgt eftir á
kostnað umfjöllunar um Ustferilinn. Af þekktum verk-
mn DaUs sem hér eru birt má nefna „Þrákelkni minn-
isins" (1931) og „Fyrirboði borgarastyrialdar" (1936).
Bæði þessi lykilverk DaUs virðast þvi miður vera fóm-
arlömb Utgreiningar; bæði virka þau of dökk. En fram-
lag Máls og menningar til kynningar á heimsUstinni
er þrátt fyrir þessa hnökra aUs góðs maklegt og er
vonandi að framhald verði á slíkum útgáfum.
Picasso - höl.: Daniéle Boone.
Miró - höf.: Georges Railiard.
Dali - höf.: Eric Shanes.
144 bls. hver.
Útg.: Mál og menning 1992.
Hágæða
hnífasei
k r. 3 9 9 0
Laugavegl 32 Sími 20670
Biotechnics
„Babe“ Ruth (John Goodman) heimsækir barn á sjúkrahúsi.
Laugarásbíó - The Babe: ★★ !/2
Barn síns tíma
Babe Ruth er frægasti hornaboltamaður sem Bandaríkjamenn hafa átt
og það fer ekki milU mála að hann var skrautleg persóna. FeriU hans
byggðist á því að slá boltann út fyrir völUnn og gaf það honum nægan
tíma tíl að hlaupa hringinn. Þetta kallast á fagmáh „home-run" og Babe
var sá besti á því sviði. Hvað varðaöi hans persónulegu mál virtist hann
aldrei hafa jafnað sig á því að vera yfirgefinn af foreldrum sínum í ka-
þólskum skóla. Hann var óforbetranlegur nautnaseggur í orðsins fyllstu
merkingu en komst upp með ýmislegt vegna frægöar sinnar.
Ævi Babe Ruth er kjaftfuU af góðu söguefni og þessi kvikmyndaútgáfa
reynir að vera trú persónunni en getur ekki kafað ofan í sálarlíf hennar.
Hún hefur víst hagrætt sumu og sleppt öðru en gerir það aðeins í drama-
tískum tilgangi og er laus við þá hetjudýrkun sem einkennt hefur eldri
myndir um hann (sú fyrsta var gerð 1948). John Goodman er kjörinn í
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
hlutverkið. Hann hefur stærðina og sverleikann og með aðstoð forðunar
er hann ótrúlega líkur fyrirmyndinni. í hans meðfórum er Babe Ruth
aumkunarverð persóna sem hefur þó enga afsökun fyrir hegðun sinni.
Hann er barn langt fram eftir aldri og Goodman er geysigóður hvenær
sem reynir á hann í blíðu eða stríöu. Þó Goodman sé fuUgamall tU að
leika 19 ára strák eins og hann gerir í fyrstu verður hann því meira sann-
færandi eftir því sem á Uður.
Hvað varðar aöra þætti myndarinnar eru þeir bara rétt yfir meðallagi,
draga myndina ekki niður en geta ekki aukið á áhrif hennar. Trini Al-
varado leikur fyrstu konu Babe Ruth og Kelly McGiUis þá seinni en þær
eru hvorugar spennandi persónur. Samband Babe Ruth við áhorfendur
var honum alltaf mikUvægara og það kemur vel fram, sérstaklega í homa-
boltasenunum þar sem Ruth er konungur vallarins. Ólíkt öðrum homa-
boltamyndum þá em boltasenurnar auöskiljanlegar enda geröi Ruth
aldrei annað en að standa kyrr og slá boltann.
The Babe (Band. - 1992).
Handrit: John Fusco (Crossroads, Thunderheart).
Leikstjóri: Arthur Hiller (Outrageous Fortune, See No Evil...).
Leikorar: John Goodman, Kelly McGillies (The Accused, Winter People), Trini Al-
varado (Satisfaction, Stella), Bruce Boxleitner (Kuffs, Tron), Rychard Tyson.
Sambíóin - Aleinn heima 2: ★ !/2
Meira af því sama
Sögusviðið í Home Alone 2 er stærra en sagan er sú sama og sömuleið-
is nánast hvert einasta atriöi.
Það eina sem vantar er vörumerki Macaulay/Kevins, öskrið og kinna-
slátturinn samtímis. Núna er bara öskriö eftir. Macaulay hefur vaxiö úr
grasi og hefur tapað svohtlu af æskufjörinu sínu.
Kevin týnist á flugvelhnum um leið og fjölskyldan og frændsystkinin
fara í jólafrí til Flórída. Hann vihist upp í aðra vél og endar í New York.
Hann á ekki í vandræðum með að spjara sig enda óvenju glúrinn eftir
aldri. Honum tekst að bóka sig inn á hótel og hrella starfsliðið innandyra
en úti á götunni lendir hann aftur í ræningjunum sem em nýsloppnir
úr steininum. Það er engu líkara en kvikmyndargeröarmennimir hafi
verið hræddir við að breyta hið minnsta út frá söguþræði sem græddi
óteljandi mihjarða um allan hinn vestræna heim (flestum th mikihar
furðu). Endurvinnslan er algjör og það hefur engu bitastæðu verið hætt
viö. Sagan er fyrirsjáanleg, eflaust vUjandi, en það bætir ekki úr skák.
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Húmorinn er einfaldur, tilfinningasemin óhófleg og áhrifalaus. Kvik-
myndagerð hefur aldrei komist nær því að vera eins og máluð eftir númer-
uðum reitum.
Home Alone 2 er mynd sem er gerö á eins einfaldan hátt og mögulegt
er, eflaust til þess að börnin séu með á nótunum. Þetta hægir enn meira
á sögunm og það er ekkert um fina drætti í ýktum gamanleiknum (erfitt
þegar enginn af leikurunum er gamanleikari) eða tæknivinnunni.
Þegar loksins kemur að þeim ómissandi kafla þar sem lumbrað er á
bófunum er það ansi fyndið. Átökin eru í teiknimyndastíl þar sem menn
geta aUtaf staðið upp eftir fimm hæða faU og bensínsprenging gerir ekk-
ert annað en að sverta andhtið. Það er mikUl sársauki en enginn varanleg-
ur skaði. Þessi atriði eru vel þegin eftir langa bið en bjarga ekki myndinni.
Home Alone 2: Lost in New Yorfc (Band - 1992).
Handrit: John Hughes.
Lelkstjórn: Chris Columbus (Only the Lonely). Leikarar: Macaulay Culkin, Joe
Pesci, Daniel Stern, Cathrlne O'Hara, John Heard, Brenda Fricker (My Lett Foot),
Tlm Curry (Legend, Oscar).