Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. 21 Um 18-20 hreindýr hafa verið á vappi í kringum Eskifjarðarkaupstað. DV-mynd Emil Hart í ári hjá hreindýrum Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Síðustu vikur hefur harðnað á dalnum hjá hreindýrunum þar sem snjór er yfir öllu uppi á heiðum. Þau leita til byggða þar sem auðveldara er fyrir þau að krafsa sig niður úr snjónum til þess að ná sér í eitthvað matarkyns að bíta og brenna. Um 18-20 dýr hafa verið á vappi í kringum Eskifjarðarkaupstað og virtust þau öll vera fremur gæf. Það ber hins vegar ekki allt upp á sama dag í þessum efnum, því oft er þraut- in þyngri fyrir veiðimenn hreindýra að finna þau þegar veiði á þeim er heimil á haustin. Það tekur oft marga daga og ómælt erfiði auk kostnaðar veiðimanna að finna þau. Dýrin halda sig þá gjaman í óbyggðum þar sem erfitt er að nálg- ast þau og enn meira erfiði að koma veiðinni til byggða. Efst á óskalistanum hans! HANZ KRINGLUN N I Aðgangurað Símatorginu takmarkaður Póstur og sími lokaði fyrir helgi hluta þjónustu Símatorgsins fyrir notendum sem ekki eru í stafræna símakerfinu. „Við erum að fyrirbyggja vandræði sem gætu skapast vegna takmarka- lausrar notkunar annarra heimihs- manna en rétthafa símans á þjónustu Símatorgsins. Við teljum hiiís vegar eðlilegt að hafa þessa þjónustu í staf- ræna kerfinu. Þeir sem eru í því geta lokað fyrir hana hjá sér eða fengið sundurliðaða reikninga," segir Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts og síma. Hrefna sagði að reyndar hefðu eng- ar kvartanir komið enn frá símnot- endum vegna hárra .reikninga sem mætti rekja tfi notkunar Símatorgs- ins. Samkvæmt nýrri reglugerð um Símatorgsþjónustu eru það dýrari gjaldflokkamir sem aöeins eru opnir notendum í stafræna símakerfinu. Þeir ódýrustu eru opnir fyrir alla. Gjaldflokkamir em fimm og er verð- ið frá 12,50 upp í 66,50 á mínútuna. í reglugerðinni er ákvæði um að efni, sem ætlað er börnum sérstak- lega, megi ekki taka lengri tíma en 8 mínútur og það á að vera í 1. gjald- flokki. Ekki má bjóða upp á efni sem brýtur gegn almennum siðgæðisregl- um. „Við fognum þessari reglugerð. Við höfum verið talsmenn þess að reglur séu um símatorgsþjónustuna því það er mjög auðvelt að misnota svona starfsemi. Reglugerðin er mjög góð en okkur finnst hún líka mjög ströng þar sem þeir sem ekki eru í stafræna kerfinu geta ekki nýtt sér alla þjón- ustuna,“ segir Páll Þorsteinsson, framkvæmdastjóri íslensku síma- þjónustunnar hf. -IBS Fær ekki að opna krá Þórhallur Asnuindssan, DV, Sauðárkróki: „Jú, það er rétt. Ég er búinn að berjast í talsverðan tíma fyrir því að fá að opna hérna ölkrá eða lítið kafíi- hús en það hefur ekki gengið hingað tfi. Ég er samt ekki búinn að gefast upp og held að þetta komi með tíman- um. Það er eins og ýmis nýbreytni eigi erfitt uppdráttar hérna en maður má þó ekki trúa því að verið sé að passa upp á hagsmuni annarra,“ seg- ir Jónas Skaftason á Blönduósi sem rekið hefur ferðaþjónustu í gamla pósthúsinu síðustu tvö sumur. Jónas hefur í tvígang fengið synjun á leyfi tfi reksturs ölkrár. Hann segir skiptar skoðanir innan áfengi- svamanefndar sem tvívegis hefur fengið málið tfi meðferðar. „Ég hef orðið var við það t.d. í hálendisferð- um að ferðafólk vill gjaman eiga þess kost að fá sér öl í krús eða jafn- vel eitthvað sterkara í glas. Fólk vill gjaman í sumarfríinu geta veitt sér ýmsa hluti og notið lystisemda lífs- ins. Húsnæðið hjá mér býður upp á að ónæði þyrfti ekki að hljótast af starfsemi sem þessari. Að þetta kæmi til með að auka drykkjuskap hérna í bænum held ég að sé alveg af og frá.“ Hlé í loðnubræðslunni Pétur Kristjánssan, DV, Seyöisfiröi: Undanfarið hefur engin loðna bor- ist á land á Seyðisfirði og bræðslur því ekki í gangi. Nýlega var skipað út um átján hundmð tonnum af lýsi hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Þar hefur ver- ið tekið á móti um 22 þúsund tonnum af loðnu og 5.500 tonnum af síld tfi bræðslu á þessari vertíð. Búið er að framleiða tæp 4.100 tonn af lýsi og 5.100 tonn af mjöh. Að sögn Gunnars Sverrissonar verksmiðjustjóra gengur þokkalega að selja afurðimar. AGJAFAHLAÐBORÐ Góðar jólagjafir fyrir athafnafólk Borvélastatíf kr. 4.300,- Topplyklasett kr. 3.119,- Al verkfærataska kr. 6.281 : Hleðsluskrúfvélar kr. 5.351, Skúffurekki kr. 2.353,- Borvélar kr. 6.941 hjólatjakkar kr. 5.708,- 10" borðsög kr. 28.747,- Vinnuborð kr. 6.790,- [' Lóðstöðvarkr. 11.946,- Loftskrall kr.7.505,- Skrúfjárnasett kr. 1.403,- Lóðboltar kr. 2.017,- Mikið úrval góðra jólagjafa á sannkölluðu jólaverði. Lítið inn, það er heitt á könnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.