Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 26
26
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992.
'i.s"j.n.i.i.rsTT
OKEYPIS
FILMA
fylgir hverri
framköllun
FRAMKOLLUN
STUNDINN/
GLÆSILEG
HÁRSNYRTISTOFA
OPIÐ TIL
KL. 22.00
ÖLLKVÖLD
Sími 673838
Smiðjuvegi 4-B
(bak við Bónus í Kópav.)
HEllUR BLÆR
Erótísk
ástarsaga
ungrar konu
r ^
18 LÍTRA ÖRBYLGJUOFN
650 vött
.■ubS
5 stillingar, 60 mín. klukka, snún-
ingsdiskur, fsleriskur leiðarvísir,
Sértilboð
Rr. 13.950,stsr-
Tölvustýrður
Kr. 15.950Ætgr.
VÖNDUÐ VERSLUN
23 Afborgunarskilmálar (j|]
UL-JfcUvJriii
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I
Menning
íslenskar fornbókmenntir
Myndskreytingar eru margar og frá ýmsum tímum. Hér má sjá sýnishorn íslenskrar bókagerð-
ar. Önnur er rímnabók frá 16. öld og hin sem er frá fjórtándu öld inniheldur meðal annars Ver-
aldar sögu.
Þetta er fyrsta bindi af fjórum, geysimikið
verk, á sjöunda hundrað þréttprentaðar síður.
Hér eru teknar fyrir íslenskar fornbókmenntir
fram að íslendingasögum. Hér er þá fjallað um
elstu kvæði á íslensku, eddukvæði og drótt-
kvæði, ennfremur um elstu kristileg kvæði. Um
lausamálsbókmenntir er fjallað fram á 13. öld,
í stórum dráttum. Og þar blasir við helsti kostur
bókarinnar, hve alhliða hún er. Hér er rækileg
grein gerð fyrir fornum fræðiritum, þýddum
bókum og innlendum af sama toga, þ.e. einkum
dýrhngasögum. Þetta rennur svo yfir í sögur
íslenskra biskupa og Sturlungu. Erlendar rætur
eru sýndar, svo sem innlendar. Hér er rakið af
miklum lærdómi hvað þessi rit eiga sameigin-
legt og hvað greinir þau. Þetta eru mjög fjöl-
Bókmermtir
Örn Ólafsson
breyttar bókmenntir og alls ekki allt fagurbók-
menntir. En ekki er að sjá nein skörp skil í efn-
inu. Því finnst mér galli á niðurskipan efnis að
ekki skuli farið eftir réttri tímaröð um hvenær
hinar ýmsu bókmenntagreinar komu fyrst fram
á íslandi. Glöggt er þó að íslenskar lausamáls-
bókmenntir hefjast með þýöingum á erlendum
helgisögum og predikunum. Síðar koma til
fræðirit og loks rit um innlend efni og konunga-
sögur, alit samfelld þróun. En hér er fylgt göml-
um sið í að skipa síðasttöldum ritum þegar á
eftir umfjöllun um eddukvæði og dróttkvæði.
Þetta verður vgrla skýrt með öðru en óhæfi-
legri varfæmi höfunda við að rísa gegn hefð-
bundnum þjóðernishugmyndum um að íslend-
ingar hafi skapað fornbókmenntir sínar af eigin
snilld án verulegra erlendra áhrifa. Gerir þó
Sverrir Tómasson mjög góða grein fyrir þróun-
arferlinu - bara eins og afturábak, og án þeirra
samantekta sem prýða kafla Vésteins Ólasonar
(um kveðskap) og Guðrúnar Nordal (um Sturl-
ungu).
Efnistök
eru allajafna góð. Höfundar rekja helstu ein-
kenni umfjallaðra rita, og ekki síður formsein-
kenni en efnistengsl við önnur rit, hér er vel
lýst myndmáli ljóða og ýmsum stíleinkennum
lausamálsrita. Raktar eru helstu túlkanir fyrri
fræðimanna, en síðan dregnar sjálfstæðar álykt-
anir af tiltækum efniviði. Sérlega fannst mér
þetta glæsilegt í umfjöiiuninni um Snorra Stur-
luson (bls. 379 o.áfr.). Hins vegar hefði þurft að
nefna t.d. að túlkunin á bls. 531 er verk Jonnu
Louis-Jensen og endilega þarf að gefa ástæöur
ályktana, svo sem þegar sagt er (s.st.) um aldurs-
setningu: „Það getur naumast verið rétt.“ Aftan
við meginmál eru taldar helstu útgáfur fornrita
og umfjallanir við hvert blaðsíðutal. En svo gíf-
urlega mikið hefur verið skrifað um margar
fombókmenntir, að það hefur verið mikið verk
og vandasamt að komast í gegnum það allt, skipa
niður og velja úr. En þetta rit veitir þá líka greiö-
an aðgang að því helsta. Ekki verður hér dæmt
um það verk, nema hvað ég sakna þess t.d. að
ekki skuh vísað til fróðlegrar ritdeilu Einars
Más Jónssonar og Gísla Sigurðssonar í Tímariti
Máls og menningar, um kvæði fyrir ritöld.
Framsetning
er afar ljós og lipur. Þetta rit er samið fyrir
almenning, og ekki gert ráð fyrir neinni sér-
þekkingu á efninu. Still þeirra þremenninga er
einfaldur og látlaus, þó ekki einhæfur, stundum
gamansamur. Ritið er auðlesið og glöggt.
Víða finna höfundar það að ritum að niður-
skipan efnis sé áfátt, t.d. gæti í þeim endurtekn-
inga. Og það er of víða óþarfur ljóður á þessu
riti, t.d. er fjallað um sömu vísuna til að sýna
nýgervingar í dróttkvæðum og svo aftur snilld
Egils Skallagrímssonar.
Góður fengur er að rammagreinum meö sér-
kennandi textasýnum á víð og dreif um bókina.
Myndskreytingar eru miklar og frá ýmsum
tímum. Mér finnst miklu augljósari þörf á göml-
um myndum, sem víða eru mjög gagnlegar.
Segja má að einnig sé fróðlegt að sýna hvemig
fornbókmenntimar hafa orkað á myndlistar-
menn á ýmsum tímum, em því ýmsar myndir
nýlegar. En í rauninni ráða oft önnur sjónarm-
ið, t.d. dulbúið klám í lok 19. aldar, og alþjóðleg
tíska í teiknimyndasögum segir lítið um þetta.
Þó fmnst mér fráleitast að taka blómamynd með
kvæðinu Lilja frá 14. öld og ýmsar myndir eru
alveg út í hött, t.d. Kossinn eftir Munch.
Það er feiknagóður fengur að þessu riti enda
hefur ekkert svo rækilegt og alhliða yfirht um
efnið verið til á íslensku fyrr.
Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólason
(ritstjóri):
islensk bókmenntasaga I.
Mál og menning 1992, 625 bls.
Sagan bak við bláu augun
Þorgrímur Þráinsson hefur skrifað nokkrar
bækur fyrir unglinga. Segja má að það sé dálít-
ið sérstök kúnst að skrifa fyrir þann aldursflokk
og því miður eru þeir alltof fáir sem lagt hafa út
í það. Þess vegna grípa unglingamir allar bæk-
ur, sem ætlað er að höfða til þeirra og fjaila um
íslenskan veruleika, feginshendi.
Með fiðring í tánum er fyrsta bók Þorgríms
og kom hún út 1989. Ári síðar kom út bókin
Tár, bros og takkaskór og fyrir síðustu jól Mitt
er þitt. í ár koma tvær bækur frá hans hendi,
önnur Bak við bláu augun ætluð unglingum.
Þegar unglingar setjast í framhaldsskóla eru
ákveðin tímamót í lífi þeirra. Grunnskóhnn,
sem er að mörgu leyti afmörkuð veröld, er að
baki og við tekur nýr skóh, þar sem unghngar
Bókmenntir
Sigurður Helgason
víða að koma saman. Fyrstu vikurnar fara að
mestu leyti í að átta sig á nýju námsefni, nýjum
vinnubrögðum og mörgum nýjum félögum.
Bak við bláu augun lýsir þessum skilum í lífi
Nikka, stráks sem samkvæmt orðanna hljóðan
á að vera talsverður töffari og leiðtogi í hópnum.
Hann er með stelpu á föstu en svo virðist sem
einhver lausung sé á því sambandi og þegar
hann kemur auga á stúlku með einstaklega blá
augu fer hann að velta fyrir sér í alvöru hvort
yfirleitt sé nokkur grundvöhur fyrir hinu sam-
bandinu. Nikki fær vægast sagt mikinn áhuga
á þessari stúlku, sem virðist vera í senn dular-
fuh og lokuð. Honum finnst eins og hún búi
yfir vel varðveittu leyndarmáh og forvitnin rek-
ur hann áfram til að komast að einhveiju um
hana. Kamhla heitir stúlkan og eftir því sem á
bókina Uður fer lesandinn að fá nokkuð góða
Þorgrímur Þrainsson. Vinsæll unglingabóka-
höfundur.
og heillega mynd af henni. Nikki kemst að því
að lífshlaup KamiUu er harla óvenjulegt og að
hún býr yfir reynslu og þroska umfram flesta
jafnaldra hennar. Og þessi reynsla hennar skýr-
ir algjörlega hegðun hennar og samskipti við
skólafélagana.
Þorgrímur Þráinsson spinnur talsvert athygl-
isverðan söguþráð í þessari bók. Hann á greini-
lega létt með að móta fléttuna og gera söguna
læsilega og halda lesandanum vel við efnið.
Reyndar er lokalausnin í sögunni dálítið í stíl
við ævintýri en heldur samt sem áður alveg.
En eins og fyrr segir er persóna KamiUu nokkuð
vel mótuð. Lesandinn fær strax á tUfinninguna
að hún gæti verið raunveruleg. En það er því
miður eina persóna sögunnar sem er hefileg og
sannfærandi. Nikki er mjög óljós persóna. Hann
á að vera mikill töffari en erfitt er að koma
auga á í hveiju það sé fólgið. Og það er engin
dýpt í persónunni, heldur rennur hún gegnum
söguna sem mikfivægur en óljós hluti af heild-
inni. Sama á við um aðrar persónur. Þær koma
við sögu en höfundi tekst alls ekki að gæða þær
neinu lífi.
Mér finnst ýmislegt vera spunnið í þessa sögu
Þorgríms. Eins og fyrr segir er góð samfella í
henni og þráðurinn virkar sannfærandi og eðli-
legur. Hins vegar finnst mér að höfundur ætti
að gefa sér meiri tíma tfi að vinna textann. Á
köflum er hann offylltur orðaskrúði, eins konar
„fífilbrekkustíll“. Þá finnst mér of mikið vera
um endurtekningar í textanum, þannig að það
jaörar við stagl. Málfarið er eitt af lykfiatriðum
tfi að skrifa góða bók. Þann þátt þarf Þorgrímur
Þráinsson að rækta. Hann þarf að liggja yfir
textanum og gæta til dæmis að því hvort ekki
megi sums staðar stytta hann. Staðreyndin er
nefnilega sú að flestir íslenskumenn telja að
knappur og markviss stíll sé fallegra mál en
orðaskrúð.
í sögunni er tæpt á ýmsum samfélagsvanda-
málum sem flest tengjast föður Kamfilu. En það
er eins og að rétt megi minnast á þau en ekki
skoða þau ofan í kjölinn. Þaö er eins og að það
megi minnast á þau en ekki fjafia um þau.
Vinsældir bóka Þorgríms eru miklar. Hann
heldur sig í efstu sætum bóksölulistanna. Eins
og fyrr segir eru góðir sprettir í þessari bók um
stúlkuna með bláu augun. Lesandinn skynjar
hlýju og virðingu fyrir manneskjunni. En það
er eins og herslumuninn vanti, herslumuninn
tfi að hægt verði að tala um verulega góðan og
vandvirkan rithöfund.
Þorgrimur Þráinsson:
Bak við bláu augun.
Reykjavik, Fróði, 1992.