Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992.
37
Karl Steinar Guönason, for-
maöur fjárlaganefndar Alþingis,
sagði í ræðu á Alþingi aö mikil
nauösyn væri á áframlialdandi
hagræðingú í rekstri ríkisins.
Hann sagði að fram heföi komið
i skýrslu Ríkisendurskoðunar að
heildarkostnaður vegna bifreiða-
notkunar og bifreiðaeignar ríkis-
ins hefði árið 1991 numið 1,8 milij-
örðum króna, aö meðtöldum af-
skriftum. Það er eitt og hálft pró-
sent af heildarútgjöldum A-hluta
ríkissjóðs á þvi ári.
Útgjöld vegna bifreiðanotkunar
starfsmanna námu níu hundruð
fimmtíu og fjórum milljónum
króna árið 1991. Þar af námu ut-
gjöld ríkisins vegna leigöra
starfsmannabifreiða ri'unum sex
hundruð milljónum króna. Á síð-
ustu 10 árum hefur þessi kostnað-
ur aukist um flörutíu prósent á
fóstu verðlagi. Þriðja hverjum
starfsmanni ríkisins var greilt
fy rir akstur eigin bifreiðar 1991
eða um sex þúsund starfsmönn-
um. Heildarakstur þeirra nám 22
mihjónum kílómetra. Aö mati
Rikisendurskoðunar fóru um 170
ársverk í þennan akstur.
Karl sagði að í skýrslunni kæmi
; fram aö launauppbætur hcfðu oft
verið dulbúnar í formi bílastyrks.
Eftirliti með greiöslum þeiiTa
væri oft ábótavant og reglur um
ákvörðun þeirra sniðgengnar.
-S.dór
Sjömannanefiid:
Bændur hættir
þátttöku
Fuiltrúar Stéttarsambands
bænda í sjömannanefnd, Haukur
Halldórsson og Ilákon Sigur
grimsson, hafa ákveðið að taka
ekki frekari þátt í störfum nefnd-
arinnar í móunælaskyni við fyr-
irhugaðan ; niðurskurö ríkis-
stjórnarinnar í landbúnaðarmál-
um. Nefndin er skipuð aðilum
vinnumarkaðar, bænda og
stjómvalda. Hún hefur starfað í
tæp tvö ár og lagði meðal annars
drög að búvörusamningi sem tók
gildi í sumar.
Haukur og Hákon segja að með
niðurskurðinum séu stjórnvöld
að taka til sin ávinninginn af
starfi nefndarinnar og hindri
þannig aö neytendur njóti aukin-
ar hagræðingar í landbúnaði. Þá
komi aögerðirnar í veg fyrir að
bændur geti bætt samkoppnis-
stöðu sína á markaðinum. -kaa
Þykjast selja
plötufyrir
Bamaheill
„Ég vil vara fólk við ef þaö er
verið að selja eitthvað í nafni
Bamaheilla því sölu á plötu þeirri
sem seld var í ágóöaskyni fyrir
samtökin var hætt 1. nóvember
sl.,“ sagði Artlirn- Morthens,
formaður samtakanna Barna-
heilla, við DV.
Aö undanfömu hefur verið
hringt í fólk og því boöið aö kaupa
geisladisk. Segpa þen* sem
hringja, aö diskinn sé veriö að
selja til Qáröflunar fyrir Bama- ;
heill.
„Sú plata sem við seldum hét
„Þegar þið eruð nálægt“ með
Ingva Þór Kormáksson hljómhst-
armann í fararbroddi," sagði Art-
húr. „Nú er ekkert slíkt í gangi
hjá samtökunum þannig að þeu*
sem em þama að verki era að
reyna að selja á fölskum forsend-
um.“ , -JSS
Snjóflóðasvæðiö á Siglufirði:
Sjálfsagt var
að f lytja út
- sagðiGuðmundurDavíðsson
öm Þórarinssan, DV, njótunu
„Við yfirgáfum húsið klukkan 23 á
mánudagskvöldið. Þá höfðu al-
mannavamir í bænum mælst til að
nokkur hús yrðu yfirgefin. Mér brá
óneitanlega svolítið þegar við voram
beðin að fara. Ég hafði ekki hugsað
út í hættu af snjóflóði, enda ekki
búið í þessu húsi áður,“ sagði Guð-
mundur Davíðsson á Siglufirði þegar
fréttamaður hitti hann rétt eftir að
hann flutti aftur inn. Þá voru al-
mannavarnir bæjarins nýbúnar að
aflýsa hættuástandi.
Guðmundur og fjölskylda hans búa
í Suðurgötu en við þá götu voru ein-
mitt þrjú hús yfirgefin. Einnig var
flutt úr nokkrum húsum annars
staöar í bænum þar sem snjóflóða-
hætta voföi yfir. Guðmundur keypti
húsið síðastliðið haust en hann bjó
áður niðri í miðbæ og hafði því aldr-
ei áöur þurft að hafa áhyggjur af
snjóflóðum.
Fjölskyldan flutti sig um set í ann-
að hús sem þau eiga á Siglufirði
meðan hættuástand varði. Guð-
mundur lét þess getið að þau hefðu
ekki verið í neinum vandræðum,
vinir og kunningjar buöu þeim að
vera og voru aliir boðnir og búnir
að hjálpa við þessar aðstæður.
Feðgarnir Guðmundur og Daði Már ánægðir heima í stofu úr allri hættu
vegna snjóflóða. DV-mynd Örn Þórarinsson
Fréttir
Nýs vettvangs um að gjalddögum
vegna fasteignagjalda í Reykja-
vík, verði tjölgað úr þremur í sex
og að leyft verði að greiða með
greiðslukortum.
Markús Öm Antonsson borgar-
stjóri sagöi að ekki heföi verið
mikið um kvartanir vegna þess
að gjalddagarnir væru þrír og
hann sagði einnig að ekki væri
hægt að bera þetta fyrírkomulag
saman við þaö sem gerist hjá
nágrannasveitarfélögunum þar
sem þar væru fasteignagjöldin til
muna hærri.
Ölína Þorvarðardóttir taldi að
þeim sem þætti í lagi að borga
þrisvar yrði ekki íþyngt þó gjald-
dagamh-yi'ðusex. -sme
Af koma smá-
bátabest
í úttekt sem Landssamband
smábátaeigenda fékk Háskóla ís-
lands til aö gera um arðsemi smá-
bátaflotans í samanburði við aöra
útgerðarflokka kemur í ljós aö
enginn útgerðai-flokkur í landinu
hefur jafn góöa afkomu og smá-
bátamir.
Árið 1989 sýndir smábátaút-
gerðin 8,4 prósent hreinan hagn-
að en sá útgerðarflokkur sem
næstur kom sýndi 3,7 prósent
haganð. Og það sem meira er.
Smábátaútgerðin er eini útgerð-
artlokkurinn sem landaði afla
sínum til vinnsiu hér heima sem
sýndi hagnað þetta ár. Stærsti
þáttur þessa mismunar á afkomu
er olíukostnaðurinn.
Þá kemur fram í skýrslunni að
smábátarnir færa að landi jafn-
bestahráefnið. -S.dór
ækuraar um Valla hafa farið sigurför víða
um lönd. Um leið og bókin er opnuð hefst æðis-
gengin leit að furðufuglinum Valla sem hefur
einstakt lag á að láta sig hverfa í mannhafínu.
Valli leynist víða: Á ströndinni, íþróttavellinum,
tjaldstæðinu, járabrautarstöðinni - alls staðar í
iðandi mannþrönginni. Hann ferðast einnig um
tímann og hann má fínna ef grannt er leitað á
meðal hellisbúa, Fom-Egypta, Rómverja, víkinga,
riddara, smábænda, Asteka, geimvera og margra
annarra. Bók sem getur reynst erfitt að ná af
pabba og mömmu!
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F
-góð bók um jólin!
>
Opiö virka daga kl. 10.00 - 19.00
og laugardaga kl. 13.00 - 17.00
Engin útborgun
Raðgreiðslur til allt að
18 mánaða
Skuldabréf til allt að
36 mánaða
AT
otaðir bílar í miklu úrvali!
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1,110 Reykjavík
Sími 686633 og 676833
Toyota Corolla ’88, sjálfsk., stgr.v.
640.000, tilboðsv. 560.000.
BMW 518í ’86, stgrv. 680.000, til-
boðsv. 550.000.
Toyota 4Runner, árg. 1991. Verð
2.250.000 stgr.
BMW 518i, árg. 1991. Verð 1.990.000,
tilboðsverð 1.850.000.