Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 46
54 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. Passið ykkur á myrkripu! IUMFHRÐAR Iráð Smáauglýsingar Meiming ■ Jeppar Toyota double cab, árg. 1991, dísil, til sölu, ekinn 62 þús. km, stálhús, 33" BF Goodrich dekk og álfelgur. Upplýsingar í símum 985-25187, 985-25120 og 91-27307. *Frábær sértilboö til jóla á •jolatrjám, • dömuundirfatnaði, •bílaviðgerðum, •skartgripum, •kaffivélum og •gæða-ferðatækjum. 15-50% afslátt- ur. Hringdu í síma 99-13-13 og fáðu nánari uppl. Mínútugjald er kr. 39.90. ■ Líkamsrækt Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinsson í mjúka pakka og harða Reykvíkingar létu frosthörkurnar á laugardag ekki á sig fá heldur fjöl- menntu f bæinn til að gera jólainnkaupin. Hvort sem var i verslunar- mfðstöðvum eða við Laugaveginn var ekki þverfótað fyrir fólki að létta pyngjuna. Sumir stóðu f margföldum röðum til að kaupa í mjúku pakk- ana... ... á meöan aðrir tóku þessu öllu með heimspekilegri ró og glugguðu i bók f öllum látunum. DV-myndir GVA Glæsilegur Blazer S10 '84, þickup, til sölu. Vél 4,3 1, ek. 60 þús. á vél, upp- hækkaður, brettavíkkanir, 33" dekk, nýtekinn í gegn, skoðaður '93. Ath. öíl skipti á ódýrari. Verð 900 þús. staðgr. Upplýsingar í síma 92-15127. ■ Ymislegt Sviðsljós Frumleg hreinskilni Bók þessi er „Þórbergsrannsókn" og mætti ef til vill kalla tilraun um Þórberg Þórðarson á ákveðnu tímaskeiði. Hún íjallar einkum um árin 1912-1925 í lífi skáldsins eða hin svokölluðu Unuhússár. Sjálfur lýsir höfundur bókinni sem gönguferð um handritasafn Þórbergs. Hann seg- ir handritasafn þetta svo fjölbreytt að efni og áhugavert að hann hafi ekki litið upp úr því í átta mánuði. Handritasafnið, sem varðveitt er í Landsbóka- safni, fyllir sex hillumetra. „í því eru dagbæk- ur, minnisbækur, uppköst að sendibréfum, rit- gerðir og fleira." Bókin samanstendur af 13 rit- gerðum um Þórberg og áhrifavalda í lífi hans, auk formála og tveggja viðauka um meistarann. Er annar viðaukinn frásögn efdr Kristján Al- bertsson en hinn úr bók eftir Halldór Laxness. Allar hafa þessar ritgerðir að markmiði að lýsa manninum og skáldinu Þórbergi Þórðar- syni, ákveðnum þáttum í skaphöfn hans og lífs- rás. Dregur höfundur ályktanir af athugunum sín- um á handritum Þórbergs en færir jafnframt fram ummæli annarra og orð og skrif meistar- ans sjálfs. Myndir eru nokkrar í bókinni og frágangur allur hinn vandaðasti. Sjálfur hafði Þórbergur í huga að skrifa sögu Unuhússáranna en komst aldrei verulega á veg með verkið. Sjálfur segir höfundur aö þessi bók, Frumleg hreinskilni, komi ekki í stað Unuhúss-sögu Þór- bergs. „Hana gat hann einn skrifað." Nafnið Frumleg hreinskilni er sótt í skrif Þór- bergs sjálfs í Bréfi til Láru þegar hann segir í XXTV. kafla Bréfsins: „Oss vantar frumleik, hugrekki og hrein- skilni. En sérstaklega vantar oss frumlega hreinskilni.“,. Með ritgerðum sínum bregður Helgi M. Sig- urðsson upp mynd af manninum og skáldinu Þórbergi Þórðarsyni á þessum árum, 1912-1925. Þetta mat Helga er mikils virði, enda hefur hann stundað Þórbergsrannsóknir af alúð og staöið að útgáfu á verkum meistarans. Jafnframt varpa ritgerðimar ljósi á ýmislegt í bókum Þór- bergs. í Islenskum aöh, þegar Þórbergur fjallar um „elskuna“ sína, Amdísi Jónsdóttur, hefur fram- hjágangan svonefnda orðið mörgum umhugsun- arefni. Helgi telur þennan atburð einhvem dramatískasta atburðinn í allri sjálfsævisögu Þórbergs og segir: „Alla tíð, síðan bókin birtist almenningi, hefur verið spurt þessarar spum- ingar: Gekk hann virkilega framhjá?" Með rannsókn á dagbókum Þórbergs kemst Helgj að þeirri niðurstöðu að framhjágangan sé skáldaleyfi. „Þórbergur ætlaði sér aldrei að Þórbergur Þórðarsson. Fjallað er einkum um árin 1912-1925 í bókinni. skrifa sagnfræðiverk heldur draga upp myndir úr lífi ungmenna á tilteknu tímaskeiði, og það tókst honum frábærlega vel.“ Helgi veltir fyrir sér áhrifum Frelsisins eftir John Stuart Mih á Þórberg, áhuga hans að láta persónuleika sinn koma fram. Eftir lestur þessarar bókar mun lesandanum þykja sem hann þekki Þórberg miklu betur. Mann sem lét ekki hvarfla að sér á þessu tíma- skeiði og lengi síðar að gerast rithöfundvu- að aðalstarfi en varð þó einn af mestu meisturum íslenskra bókmennta. Þama er lýst glímu hans við skólakerfið, áhuga á líkamsæfmgum, sjóböðum og jóga ásamt óbeit á Ukamlegri vinnu. Þórbergur hafði mikinn áhuga á orðasöfnun. Hafði hann nokkr- ar tekjur af þessari söfnun þar sem Alþingi veitti honum styrk til hennar. Var þessi styrkur honum mikilvægur en á þessum árum býr Þór- bergur á stundum og reyndar oftast við svo sára fátækt að jaðraði við að hann kæmist ekki af. Átti hann þá athvarf hjá Unu í Unuhúsi, þar fékk hann að borða. Kvað svo rammt að heim- sóknum Ustamanna tíl Unu, að segjr í bókinni, að hún hafi þurft að hálfbetla til að geta gefið þessu liði aö éta. Aðfinnslum svaraði hún á þá leið að þeir mundu borga ef þeir gætu. En um tíma var orðasöfnunarstyrkurinn feUd- ur niður. Segir að Jón Þorláksson hafi feUt hann úr fjárlagafrumvarpi sínu og rökstutt það þann- ig „að orðasöfnun Þórbergs væri hreint og beint skaðleg". Kennarastöður missti Þórbergur af póhtískum ástæðum. Helgi fjallar um póUtískar skoðanir Þórbergs og afstöðu hans til trúmála og ástæða er til að vekja athygU á áhugaverðum skrifum Helga um Bréf til Láru, en hann vitnar í HaUdór Guö- mundsson sem telur Bréfið ásamt Vefaranum mikla upphaf íslenskra nútimabókmennta. Þessi bók er ekki endanlegur dómur um Þór- berg Þórðarson. Um hann verður margt ritað um ókomin ár. En þessi bók er mikUsvert fram- lag tíl skUnings á skáldinu. Við fyrstu sýn kann að virðast framandi að bók þessi nefnist: Rit Árbæjarsafns. Höfundur svarar þessu í formála: „En hlutverk safnsins er í víðum skUningi að stunda rannsóknir og fræðslu á menningarsögu borgarinnar." í ljósi þess má taka undir þakkir höfundar tU Árbæjarsafns fyrir útgáfu þessarar bókar. Þórbergur Þórðarson og mannlifið á mölinní i upphafi aldar. Rit Árbæjarsafns. Árbæjarsafn og Hið islenska bókmenntafélag. Helgi M. Sigurðsson. 119 blaðsiður. Þær tala sínu málil Otrúlegt en satt. Heilsustúdíó Maríu býður upp á Trim-Form, sogæða/cellónudd, fitu- brennslu, vöðvaþjálfun og GERnétic- meðferðir. Gerðu þig glæsilega(n), þú átt það skilið. Tímapant. í síma 36677. IV. STÖÐVUM BÍLINN ef vi6 þurfum aö tala í farsímann! UiyiFERDAR Kjarabót heimilanna 991313 TILBOÐALÍNAN Hringdu og sparaöu þúsundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.