Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1993. Fréttir Mjög góðar horfur 1 Grundarfirði þar sem einungis 855 manns búa: Eiga nú þrjá togara og kanna kaup á fleirum - meira en nóg atvinna og heildarskuldir bæjarfélagsins aðeins 50 prósent skatttekna Eftir að Hraðfrystihús Grundar- fjarðar keypti togarann Sölva Bjarnason frá Bíldudal í gær liggur fyrir að a.m.k. þrír togarar verða gerðir út frá Grundarfirði á næst- unni - í 855 manna byggðalagi. Sam- kvæmt upplýsingum DV eru heima- menn að hugleiða að kaupa jafnvel 1-2 aðra togara til viðbótar. „Það sem mér fmnst jákvæðast hér er að stjórnendur fyrirtækjanna eru að reyna að bæta við og auka at- vinnutækifærin hér,“ sagði Magnús Stefánsson, sveitarstjóri í Grundar- firði, í samtali við DV í gær. „Menn hafa leitað fyrir sér og eru í ýmsum hugleiðingum varðandi það að bæta við atvinnutækjum og tæki- færum. Við erum svo heppnir að eiga fyrirtæki hér sem hefur verið vel stjórnað og eru vel rekin. Enginn hefur lent í teljandi vandræðum. Hér er næg atvinna og fólk heftu- vant- að,“ sagði Magnús. Eins og fyrr segir keypti Hrað- frystihús Grundarfjarðar Sölva Bjarnason í gær. Fyrir átti útgerðin Davíð Oddsson forsætisráðherra þurfti aö svara mörgum spurningum fréttamanna eftir að forseti íslands hafði staðfest lögin um EES. DV-mynd BG Forsetinn staðfesti EES-samninginn: Átti ekki von á öðru - sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, staðfesti lögin um EES á ríkis- ráðsfundi í gær. Vigdís gerði grein fyrir afstöðu sinni. Að loknum ríkis- ráðsfundi kom í ljós að forseti gerði ríkisstjóminni ekki grein fyrir af- stöðu sinni fyrr enn í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að loknum fundinum að hann hefði ekki átt von á annarri niðurstöðu en þess- ari, það er að forseti staðfesti lögin. í bókun forseta segir meðal annars: „Frá stofnun lýðveldis á íslandi hef- ur embætti forseta íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti. . . Síðar segir: „Glöggt vitni um það eðli embættis- ins er að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjömu Alþingi sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti.“ Nokkrir alþingismenn gerðu, í samtölum við DV, athugasemdir við orðaval forsetans þar sem segir orð- rétt: „Svo sem öllum er kunnugt hafa forseta íslands á undanfórnum vik- um borist áskoranir fiölda mætra íslendinga, sem margir em persónu- lega kunnir og nánir, þar sem þess er óskað að forseti beiti áhrifum sín- um til þess að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði verði lagð- ur fyrir þjóðaratkvæði." Síðar sagði að við þessar aðstæöur væri forseta mikill vandi á höndum. Þarna þótti mönnum eins og Vigdís Finnboga- dóttir gerði greinarmun á hvort þeir sem skoruðu á hana að staðfesta ekki lögin væru henni persónulega kunn- ir eða ekki. -sme Alþingi: Þetta var áminning - segirFriðrikÓlafsson Friðrik Ólafsson, skrifstofusfióri haldavökusinniogfylgjastvelmeð hörð gæsla í húsinu. Hann sagði Alþingis, segir að atvikið þegar þeim gestum sem koma í þinghús- að ef sérstök mál væra til meðferð- ungmenni mótmæltu afgreiðslu ið. ar, það er mál sem valda hugsan- EES-málsins á Alþingi, sé áminn- Friðrik segist teija óæskilegt að legadeilum.megivelaukagæsluna ing til starfsmanna þingsins um að tekin verði upp vopnaleit eða mjög þegar þurfa þykir. -sme togarann Klakk. Talsmaöur Guð- mundar Runólfssonar hf., sem gerir út togarann Runólf, vildi ekkert full- yrða um kaup á öðrum togara en útilokaði ekki að slíkt gæti komið upp. í sama streng tók Láras Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Stöðvar hf.: „Ef eitthvað áhtlegt kæmi þá stykki maður á það,“ sagði Láras. Sveitarstjórinn kvað heildarskuld- ir sveitarfélagsins nema 50 prósent- um af skatttekjum ársins. „Menn eru brattir hérna og ástandið hefur verið gott. Sveitarfélagið stendur vel fiár- hagslega," sagði hann. -ÓTT Úthlaup hjá fikniefhalögreglunni: 16 handteknir með hass og amfetamín - sá yngsti sem var handtekinn er aðeins 16 ára Fíkniefnadeild lögreglunnar fór í 14 húsleitir á sunnudag og mánudag í tveimur óskyldum málum og lagði hald á tæpt hálft kíló af hassi og um 1 gramm af amfetamíni. Ahs vora 16 manns handteknir í tengslum við máhn. Lögregla var kölluö í útkah í bús í Breiðholtinu á sunnudagsmorgun. Þar fundust fikniefnaleifar, neysluá- höld og eitthvað af landa. 10 manns vora handteknir og í framhaldi var farið í átta húsleitar. í þremur húsleitanna fundust fikniefni og tæki til neyslu þeirra. Samtals var lagt hald á um 36 grömm af hassi og um 1 gramm af amfetam- íni. Fólkið, sem var handtekið, var um og yfir tvítugt og alveg niður í 16 ára. Þrennt hefur áður komið við sögu fíkniefnalögreglunnar. A mánudaginn var farið í húsleit í Breiðholtinu og fundust þar fíkni- efni. Farið var í fiórar húsleitir í framhaldi af því og fundust efni og áhöld í þremur húsum. Alls var lagt hald á 13 grömm af hassi og 6 manns vora handteknir í tengslum viö mál- ið. Fimm þeirra eru þekktir hjá fíkni- efnalögreglunni. Allt fólkið er laust úr haldi og telj- astmáhnupplýst. -ból Fíkniefhalögreglan handtók í gær tvo karlmenn og lagði hald á um 2 grömm af amfetamíni. Fíkniefnið fannst í húsi í Breið- holti eftir húsleit lögreglunnar. Mennirnir tveir, sem eru um tvi- tugt, hafa verið yfirheyrðir og era lausirúrhaldi. -ból Sjávamtvegssamningurinn: Samþykktur með einu atkvæði - eftir að Salóme kaus „rangt“ Sjávarútvegssamningurinn mihi íslands og Evrópubandalagsins var samþykktur á Alþingi í gær með 31 atkvæði gegn 30 en tveir þingmenn voru fiarverandi. Salóme Þorkels- dóttir, forseti Alþingis, gerði mistök við atkvæðagreiðsluna, ýtti á hnapp- inn sem gefur nei, í stað hnappsins sem segir já. Þeir Eggert Haukdal, Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson, þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, greiddu allir at- kvæði með stjómarandstöðunni. Salóme mun æfla að láta bóka í Þingtíðindi að hún hafi gert mistök við atkvæðagreiðsluna. Samþykktin þýðir að skip frá lönd- um Evrópubandalagsins mega veiða þijú þúsund tonn af karfa í íslenskri fiskveiðilögsögu og við megum veiða 30 þúsund tonn af loðnukvóta Evr- ópubandalagsins. Þegar atkvæði vora greidd um eina grein samningsins féllu atkvæöi þannig að já sögðu 32 og nei sögðu 29. Tveir voru fiarverandi. Páh Pét- ursson sagði að ekkert jafnvægi væri í samningnum, EB fái að veiða verð- mætan karfa en við aðeins pappírs- loðnu. Steingrímur J. Sigfússon tók undir með Páli og sagði samninginn vera uppgjafarsamning og með hon- um væri verið að opna landhelgina fyrir togaraflota EB. Vilhjálmur Eg- hsson sagði samninginn vera okkur hagstæðan en Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagöi samninginn vera vondan. Halldór Ásgrímsson sagði samn- inginn vera gerðan gegn tollalækk- unum en stefna okkar hafi alltaf ver- ið sú að láta ekki veiðiheimildir í skiptum fyrir tollaívilnanir. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.