Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGJJR 14. JANÚAR 1993.
Fréttir
Fá atvinnulausir miðstöð í Akureyrarkirkju?:
Átakanlegt að horfa
upp á örvinglan fólks
- segir Þórhallur Höskuldsson sóknarprestur
Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri:
„Það leynir sér ekki að það er víða
þröngt í búi og atvinnuleysið skekur
alia tilveru fólks. Fjárhagsskuld-
bindingar fólks hverfa ekki þótt enga
atvinnu sé að hafa,“ segir Þórhallur
Höskuldsson, sóknarprestur í Akur-
eyrarprestakalli. Prestamir þrír á
Akureyri hafa orðið talsvert varir
við erfiðleika fólks vegna atvinnu-
leysisins og við Akureyrarkirkju er
í undirbúningi að koma upp miðstöð
fyrir atvinnulausa þar sem þeir gætu
komið saman, rætt sín mál ogjafnvel
fengið ráðgjöf og fræðslu.
Þórhaliur Höskuldsson segir að í
mörgum tilfellum sjái fólk sína sæng
upp reidda vegna fjárhagsvandrasða í
kjölfar atvinnuleysis og leiti þess vegna
tú prestanna. „Við viljum taka þátt í
þessum vanda með fólki og leita leiða
í vandanum. Oft á tíðum setur þetta
hjónabönd í mikla spennu og í annan
stað hefur fólk áhyggjur af bömum
sínum. Það snertir alla Qölskylduna
þegar ekki er hægt að halda sínu striki.
Það er ávallt átakanlegt að horfa
upp á örvæntingu og nánast örvingl-
an fólks vegna þess sem framundan
er. Við reynum eftir því sem við get-
um að hughreysta fólk og eftir því
sem við getum samvisku okkar
vegna að hvetja fólk til að missa ekki
trúna á bjartari tíö. Vitanlega er hluti
þessa vanda tímabundinn og bund-
inn við þennan árstíma. En við finn-
um að vandinn er tilfinnanlegur og
meiri en nokkm sinni fyrr í okkar
bæ. Því veldur ekki einungis at-
vinnuleysið. Tekjur fólks hafa líka
minnkað en fjárskuldbindingar
hverfa ekki þótt svo sé heldur hellast
yfir með fulium þunga og við finnum
mjög fyrir þvi,“ segir Þórhallur.
Sýning á verkum Skotans lans Hamilton Finlay stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Margir hafa séð sýninguna,
bæði ungir og gamlir. Sumir listunnendur eru ekki háir í loftinu og þurfa þvi á hjálp pabba eða mömmu að halda til
aö geta virt fyrir sér dýrðina. DV-mynd GVA
Breytlngar a hlutdeild sjuklinga í lækniskostnaöi:
Af sláttarkort koma
í stað fríkorta
- kostnaöarvitundsjúklingaefldmeöaukinnigjaldtöku
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra hefur gefið út reglugerð
sem felur í sér að sjúklingar greiði
ákveðið hlutfall af sérfræöilæknis-
hjálp í stað fastagreiðslna frá og með
25. þessa mánaðar. Þá verða afslátt-
arkort tekin upp í stað fríkorta hjá
sjúkhngum, sem þurfa mikla læknis-
þjónustu, frá og með 1. mars. Gjald-
taka af bömum hjá heimilislæknum
og heilsugæslustöövum verður sam-
ræmd en til þessa hafa böm undir 7
ára aldri ekki þurft að greiða fyrir
þjónustuna. Samanlagt eiga þessar
breytingar að spara ríkissjóði allt að
220 miHjónir.
Samkvæmt reglugerðinni verða öll
böm undir 17 ára aldri krafin um 200
króna gjald við komu til heimilis-
læknis eða á heilsugæslustöðvar.
Áður greiddu 7 ára böm og eldri fullt
gjald, eða 600 krónur fyrir hverja
komu. Þá verða sjúklingar látnir
greiða 1.200 krónur af reikningi við
hverja komu til sérfræðings og 40
prósent af því sem umfram er. Líf-
eyrisþegar og börn með afsláttarkort
eiga hins vegar aö greiða þriðjunginn
af almennu gjaldi.
Þá á að spara allt að 60 milljónir
vegna læknisrannsókna. Greiðslur
Tryggingastofnunar em bundnar af
samningum við lækna sem ekki em
lausir fyrr en um áramót. Til aö
lækka kostnaðinn hefur stofnunin
því gert samning við Ríkisspítalana
um að þeir taki að sér viðbótarrann-
sóknarvinnu fyrir heilsugæslustöðv-
ar fyrir 45 prósent af gildandi samn-
ingi við lækna.
Aö sögn Þorkels Helgasonar,
standa nú yfir viðræður við sérfræð-
inga um lækkun á gjaldskrá. Nú hafi
ráðherra heimild til aö taka upp til-
vísanakerfi. Heimildina þurfi hins
vegar að rökstyðja og til þess sé horft
í þeim viðræöum sem nú standi yfir.
-kaa
í dag mælir Dagfari
Skæruliðar Fylkingarinnar
Sjö ungmenni úr æskulýðssam-
tökum Alþýðubandalagsins komu
á þingpalla undir atkvæðagreiðslu
um EES, klædd hermannabúning-
um og vopnuð leikfangabyssum.
Öll höfðu þau málað sig svörtum
litum í framan og veifuöu spjöldum
og dúkum með slagorðum gegn
Evrópubandalaginu.
Sumir þessara Fylkingarfélaga
voru komnir nokkuö til ára sinna
og foringinn mun vera þrítugur en
æskulýðssamtök eru æskulýðs-
samtök og menn eru ungir í andan-
um í Allaballanum. Menn minnast
þess einnig að í gömlu Sovétríkjun-
um störfuðu menn í ungliðadeild-
um Kommúnistaflokksins fram á
gamals aldur og þaðan hafa Fylk-
ingarmenn fyrirmyndina.
Nema hvað að þessi miðaldra
ungmenni, sem gerðu innrás í al-
þingishúsið, vildu koma á framfæri
mótmælum sínum varðandi aðild
að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þama voru þingmenn flokksins
búnir að tala sig dauða í hundruð
klukkustunda án nokkurs sýnilegs
árangurs og nú var röðin komin
þeim yngri sem erfa munu flokkinn
og málstaðinn. Það dugðu ekki
lengur ræðuhöldin.
Ungum allaböllum svíður sú at-
laga sem gerð er að íslenska full-
veldinu. Þeir vilja engin útlensk
áhrif. Þeir vilja engin landráð og
hafa því valið sér þann flokk hér
heima sem hefur hreinan skjöld og
óflekkað mannorð í samskiptum
sínum við útlendinga.
Fortíð Alþýðubandalagsins hefur
verið skráð og um hana hafa verið
gefnar út bækur þar sem verið er
að bera það upp á sómakæra ís-
lendinga sem tilheyra vinstri fylk-
ingunni, Sósialistaflokknum og Al-
þýðubandalaginu að þeir hafi verið
í tygjum við útlendinga. Meira að
segja útlendinga austur í Moskvu
og hinum megin við jámtjaldið.
Allt er þetta ósannað mál og engan
veginn stóri sannleikur þótt prent-
aður sé. „Lygin er ekkert betri þótt
hún sé ljósrituð" var einu sinni
sagt.
Ef það hefur tekist aö ljúga upp
á einhveija góöa allaballa að þeir
hafi staðið í póhtísku ástarsam-
bandi viö sovéska eða austurþýska
kommúnista, þá hafa þeir sömu
menn sannað það með fóðurlands-
ást sinni að þeir em hreinræktaðir
íslendingar og þjóðrembingar með
láði. Tökum til að mynda Hjörleif
Guttormsson, sem borinn hefur
verið þeim sökum að hafa verið á
mála þjá útlendum kommum og
trúað á málstað sem á uppruna
sinn í erlendum marxiskum fræð-
um. Hjörleifur hefur setið á alþingi
íslendinga á annan áratug og talað
þar manna mest og haldið uppi
þjóðemisstefnu og íslenskum mál-
stað. Hjörleifur var á móti Nato og
hemum, hann var á móti álverinu
og erlendri stóriðju. Hann er á
móti Evrópubandalaginu og hann
er algjörlega andvígur aðild aö
EES.
Þessi afstaða Hjörleifs og kollega
hans í þinginu stafar að sjálfsögöu
af ættjaröarást og óbeit hans á er-
lendum áhrifum. Hann má ekkert
útlenskt sjá eða heyra. Það er þessi
afstaða sem hefur síast inn í ung-
mennin í Alþýðubandalaginu og
þau hafa hrifist af málflutningi Ól-
afs Ragnars Grímssonar, sem er
prófessor í stjórnmálafræðum og
kennir imgviöinu á íslandi aö
hræðast útlensk og evrópsk áhrif.
Og ungviðið fylgir á eftir. Fylk-
ingin er ákjósanleg uppeldismið-
stöö fyrir þjóðholla unglinga og
miðaldra imgmenni sem vilja vísa
EB og EES og öðrum óvinum okkar
út í hafsauga. Fræðin era kennd í
Fylkingunni og hljóta líka að vera
kennd í Alþýðubandalaginu enda
Fylkingin útungunarvél fyrir verð-
andi leiðtoga í þeim flokki. Best
hefði auðvitað verið að forystu-
menn og alþmgismenn Alþýðu-
bandalagsins hefðu verið mál-
staðnum trúir og klæðst sjálfir her-
mannaklæðum og leikfangabyss-
um þegar þeir fluttu ræðumar.
Unga fólkið í Fylkingunni veit sem
er að það vekur fyrst athygh ef það
klæðist í samræmi við málstaðinn
og eldri mennimir eiga að tileinka
sér nútíma hugsunarhátt og nú-
tímaklæðaburð.
Upphlaup Fylkingarmanna á
þingpöhum var í anda þjóðemis og
fuUveldis og málflutnings Alþýðu-
bandalagsins. Leikfangabyssur og
hermannaklæði era sönnunargögn
um sanna ættjarðarást ungra sem
gamaUa allabaUa.
Dagfari