Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 14. JANÚÁR 1993.
Afmæli
Jónína K. Michaelsdóttir
Jónína K. Michaelsdóttir, er starf-
ar við markaðsráðgjöf og ritstörf, til
heimilis að Mávahrauni 18, Hafnar-
firði, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Jónína fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún bjó að Gufuskálum
við HeUissand 1963-76 er hún flutti
í Hafnarfjörð þar sem hún hefur
búiðsíðan.
Jónína var prófarkalesari hjá
Blaðaprenti 1976-77, blaðamaður
við Vísi 1977-80, framkvæmdastjóri
samtakanna Viðskipti og verslun
1980-83, starfaði við markaðsráðgjöf
í Iðnaðarbanka íslands 1983-86 en
hefur síðan starfað sjálfstætt við
markaðsráðgjöf samhliða ritstörf-
um, að fjórtán mánuðum undan-
skildum er hún var aðstoðarmaður
forsætisráðherra í ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar 1987-88.
Komið hafa út eftirfarandi bækur
eftir Jónínu: Líf mitt og gleði - ævi-
minningar Þuríðar Pálsdóttur
óperusöngkonu, útg. 1986; Eins
manns kona - minningar Tove Eng-
Uberts, útg. 1989; Mér leggst eitthvað
til - sagan um Sesselju Sigmunds-
dóttur og Sólheima, útg. 1990.
Jónína var formaður sjálfstæðis-
félagsins á Hellissandi 1973-74,
formaður Héraðssambands ungra
sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi
1974-76, sat í skipulagsnefnd Sjálf-
stæðisflokksins 1977-79, í út-
breiðslunefnd 1979-1)3 og formaður
hennar frá 1981 og átti þá sæti í
miðstjórn flokksins, var kjörin í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
1983-85, á sæti í flokksráði Sjálf-
stæðisflokksins og var fulltrúi
flokksins í stjórn ríkisspítalanna
1983-87.
Fjölskylda
Jónína giftist 17.11.1961 Sigþóri
Jóni Sigurðssyni, f. 24.6.1940, for-
stöðumanni Aðgangsþjónustudeild-
ar SKYRR. Hann er sonur Sigurðar
Kr. Sigurðssonar og Þórunnar Sig-
urðardóttur.
Börn Jónínu og Sigþórs Jóns eru
Michael, f. 25.9.1963, deUdarstjóri
útflutningsdeUdar Samskipa en
kona hans er Lilja Bragadóttir og
eiga þau einn son, Braga, f. 21.1.
1992; Bjöm, f. 10.10.1966, mat-
reiðslumeistari, í sambýU með
Huldu Katrínu Ólafsdóttur en sonur
hans og Birnu Hermannsdóttur er
Hermann Ágúst, f. 12.7.1992; Þór-
unn, f. 16.10.1969, hagfræðinemi.
Alsystkini Jónínu eru Karl Hreið-
ar, f. 13.12.1934, sjómaður á Stöðvar-
flrði; Laila, f. 13.8.1946, fjármála-
stjóri Skyggna Myndverk hf., gift
Stefáni Álexanderssyni og eiga þau
fjögur börn; Ásta, f. 16.5.1950, full-
trúi hjá Launaskrifstofu ríkisins,
gift Baldvini Thorarensen og eiga
þau þrjú börn; Linda Rós, f. 21.8.
1951, kennari, gift Steingrími Ara
Arasyni og eiga þau þrjú böm.
Hálfsystkini Jónínu, samfeðra,
eru Guðleif, f. 14.12.1934, og Kristinn
Kaldal, f. 5.4.1934.
Foreldrar Jónínu voru Michael
Sigfinnsson, f. 25.3.1913, d. 6.5.1961,
leigubílstjóri og sjómaður í Reykja-
vík, og Valborg Karlsdóttir, f. 24.9.
1915, d. 9.10.1957, húsmóðir.
Ætt
Michael var bróðir Hansínu, móð-
ur Pálma Gunnarssonar söngvara.
Michael var sonur Sigfinns, b. í
Rauðholti, Michaelsonar, b. á Hálsi,
GeUissonar, söguritara Árnasonar,
b. á Hryggstekk, GelUssonar, b. á
Mýrum í Skriðdal, Jónssonar, bróð-
ur Jóns pamfíls. Móðir Sigfinns var
Kristjana Pálsdóttir frá Vopnafirði,
systir Guðnýjar, ömmu Sigfúsar
Halldórssonar tónskálds. Móðir
Michaels leigubílstjóra var Jónina
Kristbjörg Einarsdóttir, systir Þor-
gerðar, ömmu Álfrúnar Gunnlaugs-
dóttur rithöfundar.
Móðursystkini Jónínu voru Ingi-
björg, gift Birni Knútssyni endur-
skoðanda, og Svavar símstöðvar-
stjóri, kvæntur Svanhvíti Hávarðs-
dóttur. Valborg var dóttir Karls Jó-
hannssonar Long, á Seyðisfirði
Matthíassonar Long, á Reyöarfirði,
bróður Maríu, langömmu Eysteins,
fyrrv. ráðherra, og dr. Jakobs sókn-
arprests Jónssona. Hálfbróðir Matt-
híasar var Þórarinn, afi Ríkarðs
myndskera og Finns Ustmálara
Jónssona. Matthías var sonur Ric-
hards Long, ættfóður íslensku
Long-ættarinnar.
Móðir Valborgar var Jónína Jens-
dóttir Halldórssonar. Móðir Jónínu
var Ingibjörg Gísladóttir, b. á Reyð-
ará í Lóni, bróður Jóns í Hlíð, lang-
afa Björns, fyrrv. rektors MS og
: & 9 9 jp n f £
•***<*
m * 'í:
W* **
Jónína K. Michaelsdóttir.
Benedikts í Bolungarvík, föður Ein-
ars, framkvæmdastjóra SUdarút-
vegsnefndar. Gísli var sonur Mark-
úsar, b. á Flugustöðum Jónssonar,
og Þóreyjar, systur Antoníusar, lan-
gafa Guömundar, afa EgUs, alþing-
ismanns á SeljavöUum.
Jónína tekur á móti gestum á
heimUi sínu miUi kl. 17.00 og 19.00 í
kvöld.
Ami Haraldur Jóhannsson
Arni Haraldur Jóhannsson, deUdar-
stjóri hjá Pósti og síma, Aflagranda
18, Reykjavík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Ami fæddist í Reykjavík, ólst
þar upp og hefur búið þar aUa
tið.
Árni varð gagnfræðingur frá
Vogaskóla árið 1970. Á sumrin
1967-69 starfaði hann hjá Pósti og
síma og hefur síðan starfað þar
óslitið frá árinu 1970. Árni hefur
sótt ýmis námskeið og skóla á veg-
um fyrirtækisins sem tengjast starfi
hans.
Árið 1986 tók Árni við stöðu deUd-
arstjóra reikningagerðar Pósts og
síma og starfar við það í dag.
Ámi hefur verið félagi í Kiwanis-
klúbbnum Kötlu frá árinu 1978, þar
af forseti frá 1987 til 1988. Einnig
gegndi hann stöðu umdæmisféhirð-
is íslenska Kiwanisumdæmisins frá
1988 tU 1989 og hefur verið svæðis-
stjóri Eddusvæðis frá 1992.
Fjölskylda
Ámi kvæntist 30.11.1974 ÞórhöUu
K.H. Grétarsdóttur, f. 29.11.1954,
verslunarmanni. Hún er dóttir
Grétars H. Birgis, fyrmm endur-
skoðanda, sem nú er látinn, og Sig-
ríðar HaUdórsdóttur bankastarfs-
manns.
Synir Áma og Þórhöllu eru: Guð-
mundur Viðar, f. 21.8.1979, og Sig-
urður Jóhann, f. 14.12.1982.
Hálfsystir Árna, sammæðra, er
Guðrún SólveigGuðmundsdóttir, f.
25.10.1959, húsmóðir, í sambúð með
Jónasi Bragasyni og eiga þau Braga
ogLilju.
Hálfbræður Árna, samfeðra, eru:
Bjami, f. 15.1.1958, íþróttafulltrúi
Mosfellsbæjar, í sambúð með Ingi-
gerði Sæmundsdóttur og eiga þau
Bryndísi og Brynju; Gunnbjörn ÓU,
f. 13.12.1962, verktaki, búsettur á
Reykhólum, í sambúð með Erlu
Björk Stefánsdóttur og eiga þau
Steinunni Margréti. Fyrir átti Erla
Kristjönu Sunnu; Jóhann Guðlaug-
ur, f. 31.1.1964, viðskiptafræðingur
í Reykjavík, í sambúð með Auði
Eddu Jökulsdóttur og á hann Arnar
Stein.
Foreldrar Áma em Jóhann Ágúst
Guðlaugsson, f. 7.8.1930, bifreiða-
stjóri í Dalasýslu, og Guðrún Lilja
Ámadóttir, f. 6.8.1934, húsmóðir í
Reykjavík.
Stjúpfaðir Árna frá fjögurra ára
aldri er Guðmundur S. Benedikts-
son, f. 3.9.1925, verkstjóri.
Ætt
Jóhann Ágúst er sonur Guölaugs,
b. á Kolsstöðum, Magnússonar og
k.h., Jóhönnu Einbjargar Magnús-
dóttur, b. í Miðvogi í Innri-Akranes-
hreppi, Guðjónssonar.
Magnús, faðir Guðlaugs, var járn-
smiður og b. á Gunnarsstöðum,
Magnússonar, b. á Lambastöðum á
Mýrum, Björnssonar og k.h. Guð-
rúnar Sigurðardóttur frá Hofsstöð-
um í Staíholtstungum, Einarssonar.
Kona Magnúsar Magnússonar var
Ingiríður Kristjánsdóttir, Guð-
brandssonar.
Guðrún Lilja er dóttir Árna Jóns,
húsgagnasmiðameistara frá
Köldukinn í Haukadal, Ámasonar.
Foreldrar Áma Jóns Árnasonar
voru Jón Óh Árnason, b. í Köldu-
kinn í Haukadal í Dölum, og k.h„
Lilja Þorvaröardóttir af Leikskála-
ætt.
Kona Áma Jóns var Guðrún frá
Hróðnýjarstöðum í Laxárdal Ein-
arsdóttir, Þorkelssonar, ogk.h. Ing-
iríðar Hansdóttur. Þorkell var son-
ur Einars á Dunki í Hörðudal og
síðar á Hróðnýjarstöðum og fyrri
k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Systir
Guðrúnar er Hróðný, ekkja Jóhann-
Arni Haraldur Jóhannsson.
esar skálds út Kötlum.
Ingiríður var dóttir Hans Ólafs-
sonar á Gautastöðum í Hörðudal og
fyrri konu hans, Salome Sigurðar-
dóttur, Jónssonar sem lengst af hef-
ur verið kenndur við Tjaldbrekku.
Árni verður að heiman á afmælis-
daginn.
Guðmundína Ingadóttir
Guðmundína Ingadóttir, starfsmað-
ur Örtölvutækni, Engjaseli 31,
Reykjavik, verður fimmtug á morg-
un, föstudag.
Starfsferill
Guðmundína fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp í Bústaðahverfinu.
Hún hefur alla tíð búið í Reykjavík.
Guðmundína hefur lengst af starf-
að við verslunarstörf og undanfarin
tuttugu ár hefur hún unnið í snyrti-
vöruverslunum.
í mars á síðasta ári hóf hún svo
störf hjá Örtölvutækni í Skeifunni
17 þar sem hún starfar í dag.
Fjölskylda
Guðmundína giftist 2.3.1963 Sæv-
ari Reyni Ingimarssyni, f. 6.6.1942,
d. í sjóslysi 1.2.1973, skipstjóra.
Hann var sonur Ingimars Bene-
diktssonar, fyrrum húsvarðar í
gamla Vesturbæjarskólanum, sem
nú er látinn, og Sigurlaugar Ingimn-
ar Sveinsdóttur, húsmóður á Akur-
eyri.
Böm Guðmundínu eru: Ingimar
Skúli Sævarsson, f. 13.9.1962, sölu-
maður, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Elísábetu Siguijónsdóttur
og eiga þau eina dóttur. Fyrir átti
Elísabet Sigurjón; Kristín Sævars-
dóttir, f. 11.11.1963, sölumaður, bú-
sett í Reykjavík, gift Tryggva Krist-
inssyni; og Ólafur Reynir Ólafsson,
f. 28.12.1976, nemi, býr í foreldra-
húsum.
Systkini Guðmundínu em: Birna,
f. 4.12.1937, matráðskona, búsettí
Reykjavík, gift Braga Bjamasyni
vélsmið og eiga þau fimm böm;
Guðmundur, f. 1.5.1939, verkamað-
ur, búsettur í Reykjavík, kvæntur
Sigrúnu Pálsdóttur og eiga þau þrjú
böm; Gunnar, f. 24.6.1940, d. 1.2.
1973, sjómaður, og eignaðist hann
tvö böm; Skúli, f. 24.11.1941, d. 5.3.
1961; Júlíus, f. 15.8.1944, fiskútflytj-
andi, búsettur í Hafnarfirði, kvænt-
ur Viktoríu Þóm Árnadóttur og eiga
þau flögur böm; Bettý, f. 9.12.1945,
verslunarmaður, búsett í Garðabæ,
gift Valgarði Reinaldssyni og eiga
þauþijú böm; Ástríður, f. 30.11.
1948, umsjónarmaður, búsettí
Reykjavík, gift Magnúsi Theodórs-
syni tölvufræðingi og eiga þau tvö
böm; Hulda, f. 29.6.1950, starfsmað-
ur á Kleppi, búsett í Reykjavík, gift
Sigurbimi Þorleifssyni símamanni
og eiga þau fjögur böm; og Sigurð-
Guömundína ingadóttir.
ur, f. 4.12.1957, sendibílstjóri, bú-
settur í Mosfellsbæ, kvæntur Sólr-
únu Elínu Rögnvaldsdóttur og eiga
þautvöböm.
Faðir Guðmundínu var Ingi Guð-
mundsson, f. 1.10.1916, d. 30.3.1971,
iönverkamaður. Móðir hennar er
Gyða Guðmundsdóttir, f. 21.9.1918,
húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík.
Guðmundína tekur á móti gestum
í Húnabúð, Skeifunni 17, á milh kl.
20 og 22 á afmælisdaginn.
Til hamingju með afmælið 14. janúar
—---------------------------- ÁslaugKristinsdóttir,
OC óra Norðurbyggð9A,Akureyri.
**__________________ ÞórðurPálsson,
Steinunn Stefánsdóttir, Refsstað I, Vopnafirði.
Skammadalshóli, Vík í Mýrdal.
Nanna Jónsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
80 ára
Magnús Guðmundsson,
Hamrahhð 23, Vopnafirði.
70ára
Vilhjálmur Þorbjörnsson,
Njörvasundi 25, Reykjavík.
ara
Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir,
Vesturhergi 28, Reykjavik.
Guðbjörg Jóna er að heiman á af-
mælisdaginn.
50ára
Sameh Stefán Issa,
Langholtsvegi 184, Reykjavík.
Anna F. Leósdóttir,
Espilundi 18, Akureyri.
Hólmfríður Hólmgrímsdóttir,
Brekkuseh 6, Reykjavik.
Hörður Þórhallsson,
Álfbrekku 2, Fáskrúðsfiröi.
Þuríður Hólmgrimsdóttir,
Drangavöllum 1, Keflavik.
Kristín J. Guðmundsdóttir,
Holtsgötu 9, Hafharfirði.
Sigurður Bjarni Ásgeirsson,
Kársnesbraut21 A, Kópavogi.
40 ára_______________________
Guðný Ólöf Jónsdóttir,
Árholti 18, Húsavík.
Anna Britta Vilhjálmsdóttir,
Útgarði 7, Egilsstöðum.
Hulda Jóhannesdóttir,
Skógarási 3, Reykjavík.
Gunnar Trausti Guðbjömsson,
Brekkubyggð 36, Garðabæ.
Árni Árnason,
Akurgerði 1B, Akureyri.
Valur Friðriksson,
Holtsgötu31, Sandgerði.
Örn Friðriksson,
Laugavöhum 15, Egilsstöðum.
Gestur G. Sigurbjömsson,
Langholtsvegi 103, Reykjavík.
Sigfriður Ingibjörg Óladóttir,
Fífuseh 16, Reykjavik.
Ingunn Vilhjálmsdóttir,
Þinghólsbraut59, Kópavogi.
Friða Sophia Böðvarsdóttir,
Engibjaha 3, Kópavogi.
Gunnhildur Ólafsdóttir,
Hrauntúni 34, Véstmannaeyjum.