Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 21. JANtTÁR 1993. I r>v Fjölmiðlar Beintfrá Washington Það sem hæst bar í dagskrá ljós- vakaflölmiðla gærdagsins var án efa bein útsending Ríkissjón- varpsins frá Washington, höfuö- borg Bandaríkjanna. Embættis- töku hins nýja 42. forseta Banda- ríkjanna, Biils Clintons. Þáttur- inn var svo endursýndur þýddur í lok dagskrár um kvöldið. Eftir þessa beinu útsendingu munu áskrifendur Sjónvarps ætiast til þess að íleiri slíkir erlendir at- burðir sem marka thnamót eða eru umtalaðir verði sýndir beint. Þessi skrautsýning, sem emb- ættistaka bandaríska forsetans er að hluta tii, var vel undirbúin og hnökralaus. Þama eru hæg heimatökin hjá þjóð með ein- hverja mestu tjíirskiptatækm og Sölmiðlakunnáttu sem heimur- inn ræður yfir í dag. Þetta var ekki þurr og svifasein embættisgjörð svo scm við eigum að venjast hér Evrópumegin. Hin beina útsending sýndi okkur inn í heim mesta herveldis heimsins og auöugasta ríkisins, þar sem flestar auðlindir jarðar eru enn iítt eða ekki nýttar. Hinn nýi for- seti tekur því viö blómlegu búi þótt háum tölum sé gjaman flagg- aö um mikinn fjáriagahalla. Sá halli er brotabrot á móti auðæf- um Bandaríkjanna þegar á allt er litið. Mér varð hugsað til þess hversu betur við ísiendingar stæðum hefðum við borið gæfu til að gera fríverslunarsamning við þessa þjóð fremur en við ríki Evrópu sem Bandaríkin hafa tvisvar bjargaðfráþví að brenna til ösku. í gærkvöldi sýndi Sjónvarpið okkur í raun miklu meira en frá embættistöku nýs forseta. Það sýndi okkur forsmekk þess sem getum oröið aönjótandi berum við gæfu til að gera samningana haldgóðu. Geir Andersen Andlát Egill Ormar Kristinsson málari, Sól- vallagötu 27, varð bráðkvaddur á heimili sínu 19. janúar. Ásta Kristjánsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum 19. janúar. Gunnlaug Jónsdóttir, Vesturgötu 19, Keflavík, lést í Borgarspítalanum 19. janúar. Hafsteinn Daníelsson vélstjóri, Klettahlíð 7, Hveragerði, lést 17. jan- úar. Útförin verður gerð frá Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 23. janúar kl. 14. Eiríkur Björnsson, fyrrverandi læknir í Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. janúar. Hallfriður Þorkelsdóttir kennari, frá Jaðri, Bíldudai, Kleppsvegi 22, er lát- in. Jarðarfarir Björn Óskar Einarsson tæknifræð- ingur, áður að Meltröð 8, Kópavogi, verður jarösunginn frá Kópavogs- kirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Guðný S. Richter, Óðinsgötu 8, sem lést 14. janúar, verður jarðsungin föstudaginn 22. janúar frá Dómkirkj- unni kl. 15.00. Stefanía Guðrún Grímsdóttir, áður í Húsavík í Strandasýslu, Skjólbraut la, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. jan- úar kl. 10.30. Ásgerður Runólfsdóttir, Heiðar- hvammi 6, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju á morgun, föstu- daginn 22. janúar, kl. 14.00. Kveðjuathöfn um Guðriði Gestsdótt- ir frá Sæbóli, Haukadal í Dýrafirði, fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 22. janúar kl. 15.00. Jarðarför- in, sem fer fram á Þingeyri, verður auglýst síðar. Kmg Fealures Syndicale, Inc World Hagkaup Útsala. Eg ætla hérna inn og gera reyfarakaup. Vertu viðbúinn að hringja á sjúkrabíl. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavik: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 15. jan. til 21. jan. 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður í Ár- bæjarapóteki, Hraunbæ 102b, sími 674200. Auk þess verður varsla í Laugar- nesapóteki, Kirkjuteigi 21, sími 38331, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma’ 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfj örður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfiarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið fri kl. 9-19 virka daga, aöra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnartjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akuréyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimihslækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka virka daga kl. 10-16. S. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka dagakl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna i síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtah og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. Vísir fyrir 50 árum Fimmtudagurinn 21. janúar: Árásir á Tripoli byrjaðar. Líkurtil, að borgin falli þá og þegar. Hersveitir Rommelsá undanhalditilTúnis. 35 Spakmæli Besta strokleðrið sem fyrirfinnst er góður nætursvefn. O.A. Battista. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, flmmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sól- heimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn fslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn fslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavik, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavik og Kópavogur, simi 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. ^Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkynnmgar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstdaginn 22. janúar. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Dagurinn verður mjög árangursríkur, sérstaklega fyrir þá sem eru skapandi. Þú er vinsæll og þvi ættirðu að reyna að finna tima fyrir sjálfan þig. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Rukkaðu inn peninga sem þú átt útistandandi og komdu fjármál- um þínum í lag. Það verður mikið að gera hjá þér á næstunni, því skaltu nýta tíma þinn vel. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Ákveðnar kringumstæður geta neytt þig til að breyta áætlunum þínum í miklum flýti. Hikaðu ekki við að fá aðstoð við erfið verk- efni. Nautið (20. apríl-20. maí): Ákveðið samband gengur í gegnum erfitt tímabil og þú verður að vera mjög skýr og ákveðinn. Gakktu ekki að neinum samning- um nema að vel athuguðu máli. Tviburarnir (21. mai-21. júní): Þú hagnast á góðvild sem þú hefur skapað að undanfómu. Ýttu undir félagsleg sambönd og þú nærð mjög góðum árangri. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú getur lent í vandræðum ef þú einbeitir þér ekki að því sem þú ert að gera. Taktu enga áhættu í fjármálum. Slakaðu á og taktu lífmu með ró. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Gerðu allt til að láta þér ekki leiðast og forðastu það sem pirrar þig. Haltu þig í líflegum félagsskap. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Hagnýt skynsemi borgar sig, sérstaklega í peningamálum. Þú mátt búast við einhveiju óvæntu í fjármálum þínum innan tiðar. Happatölur era 1, 21 og 32. Vogin (23. sept.-23. okt.): Skoðanaágreiningur, aldursmunur eða kynjamunur getur reynt á þolinmæði þína. Persónulegar eignir þínar gætu verið í hættu ef þú lítur ekki vel eftir þeim. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú gætir lent í minnihluta ef þú ætlar að reyna að breyta ein- hvetju, en hefur betur í deilu. Tjáðu þig varlega, sérstaklega skrif- lega. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Dagurinn lofar góðu og allar breytingar eru þér í hag. Peningamál- in eru dáitítið ruglandi svo þú skalt ekki reyna neitt ævintýra- legt. Happatölur eru 7, 22 og 34. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Ef þú ferð sérstaklega gætilega áttu á hættu að misskiljast. Farðu varlega í alla skipulagningu eða fyrirskipanir. Persónuleg sam- bönd eru bæði til ánægju og hagnaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.