Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16.FEBRÚAR.1993. Fréttir Einstæð móðir með tvö böm atvinimlaus 115 mánuði: Fyllist vanmetakennd og verð fyrir f ordómum „Þegar manni er þráfaldlega neitaö um vinnu á þeirri forsendu að eiga tvö böm og vera of gamall verður maður vonlaus og missir trúna á sjálfan sig, fyllist vanmetakennd. Mér hefur oft fundist ég vera einskis nýt fyrir þjóðfélagiö. Það er mjög niðurdrepandi, ekki síst þegar mað- ur hefur alla tíð getað bjargað sér sjálfur og greitt sína skatta og skyld- ur. Svo bætast fordómamir við, það er furðulegt. í augum margra, sem hafa vinnu og geta séð fyrir sér og sínum, er ég ekkert nema aumingi sem ekki nennir að vinna. Þetta fólk hugsar ekki rökrétt og lætur for- dóma gagnvart atvinnuleysi og að- stoð Flagsmálastofnunar blinda sig,“ - fólk kallar mig aumingja sem ekki nennir að vinna segir Hulda Jóhannsdóttir, atvinnu- laus.einstæð móðir með tvö böm, 4 og 6 ára stúlkur. Hulda hefur verið atvinnulaus í 15 mánuði og ekki haft neitt upp úr krafsinu í atvinnuleit. „Það er ekki haft fyrir því að svara manni þó að ur leggi vinnu í að aug- lýsa. Annars finn ég að fólk vill ekki ráða einstæða konu með tvö ung böm í vinnu. Það er síðan ekki til að auðvelda mér atvinnuleitina að vera nýlega orðin fertug, ég hef svo sannarlega fundið fyrir því. Yngra fólkið gengur fyrir.“ Ekkert eftir í buddunni Hjá Félagsmálastofnun era greiðsl- ur til Huldu miðaðar það sem hún fær í meðlag og mæðraiaun. Þar fær hún síðan þá peninga sem vantar upp á til að ná lágmarkslaunum, rúmum 43.000 krónum á mánuði. Hulda býr í leiguíbúð í eigu Reykja- víkurborgar sem hún segir bót í máli en endar nái þó alls ekki saman. „Meðlagið og mæðralaunin ganga upp í húsaleiguna, um 20.000 krónur. Þá greiði ég 17.600 krónur fyrir vist- un fyrir stelpumar á dagheimili. Síö- an þarf ég að greiða þessa venjulegu reikninga, þó ekki bankalán. Þegar því er lokið er nær ekkert eftir í buddunni til að lifa af. Til að eiga fyrir mat þarf ég að geyma reikninga til skiptis. Það bjargar mér að okkrn- er reglulega gefinn fiskur í matinn. Ef í harðbakkann slær get ég stxmd- um slegið vini og kunningja um smá- lán.“ Bjarga námskeiðin? Hulda hefur unnið ýmis störf um ævina, verið á sjó, unnið við beitn- ingu, á heimih fyrir þroskahefta en síðastliöin 12 ár hefur hún unnið í verslunum. - Verða bömin mikið vör við afleið- ingar atvinnuleysisins? „Sú eldri verður vör við þær. Hún veit nokkum veginn hvað er á seyði. Hún veit að þetta er erfitt og að mamma getur ekki gert mikið fyrir þær. Þá spyr hún reglulega hvort ég sé nokkuð að fá vinnu.“ Hulda er á námskeiðum í ensku og bókhaldi hjá Námsflokkum Reykja- víkur, byijaöi nú í febrúar. Hún seg- ir allan daginn fara í námskeiðin og strætóferðir með bömin í og úr gæslu. „Námið hefur veriö til þess að lyfta manni aðeins upp. Ég kemst innan um annað fólk og þarf ekki lengur að eyða deginum í að mæla götunar eða hanga sífellt á sama blettinum heima hjá mér eins og fyrstu mánuð- ina í atvinnuleysinu. Þar fyrir utan geta þessi námskeið aukið möguleika mína á að fá vinnu," segir Hulda. -hlh Stuttar fréttir Skuldirrtkissjóðs Skuldir ríkissjóðs á árslok 1991 voru 18 milljónir umfratn eignir. Að frádregnum kröfum var heild- arskuldin 131,4 milljarðar. Gjald- fallnar og óinnheimtar eftirstöðv- ar tekna voru tæplega 20 mihj- arðar, þar af 3,4 milljarðar vegna vanskila á staögreiðslu. Á árinu 1991 voru 2 milljarðar afskrifaðir. Sjúkradeiídum lokað Eín álman á öldranardeild Rík- isspitalanna í Hátúni verður lok- uð í sex vikur í sumar vegna við- gerða. Þá fyrirhugar stjóm Rík- isspítalanna að láta helming rúma á bamadeild Landspítala standa auðan í tæpa þijá mánuði. Dutinnfjársjóður Sjávarútvegsráðuneytið á fjár- sjóði, þar á meðal hvalasjóð, sem ekki era ttigreindir í ríkisreikn- ingi og eru ekki nefhdir í fjárlög- um. í nýrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar sæta þessir duldu sjóð- ir gagnrýnL Undirhópar íkjaradeilu Á fundi ASÍ og VSÍ í gær var ákveðiö að skipa þijá undirhópa sem leita eiga uppi samstööu í atvinnumálum. Þeir eiga að ræða sjávarútvegsmál, atrvinnuleysi og langtímastefnu í atvinnumálum. ÚAborgar 240 mílljónír Útgerðarfélag Akureyrar mun greiða um 240 mitijónir fyrir 60 prósenta hlut í þýska útgerðar- fyrirtækinu Mecklenburger Hochseefisherei veröi af kaupum. Að því er segir í Morgunblaðinu er stefiit að því aö Ijúka kaup- samningi fýrir 1. apríl. BiskuptílFæreyja Ólafur Skúlason biskup heim- sækir á morgun Færeyjar í boði þarlends biskups. Heimsókmn stendur í viku og er i tílefiti ís- landsdaga á eyjunum. btymsr versiunarraos Ámi G. Hauksson, nemi í mark- aðsfræðum, og Jóhann Viðar ívarsson hagfræöinemi hlutu námsstyrki Verslunarráðs í ár. Hvor um sig fær 185 þúsund krónur í styrk. Bombaldi Togga baróns heitir árshátíöarlagið 1993 sem frumflutt var i Ráðhúsinu í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Tilefnið var 110 ára afmæli Framtíðarinnar, málfundafélags M.R., sem haldið verður hátiðlegt næstu daga. DV-mynd BG Friörik Sophusson vegna Fómarlambsins: Overjandi að veita ekki ábyrgð „Bústjóri þrotabús Fómarlambs- ins segir svo skýrt að gengið hafi veriö á hlut ríkisins að óveijandi var fyrir ríkið að veita ekki ttitekna ábyrgð vegna kyrrsetningar á eign- um Hagvirkis-Kletts. Við voram að gera nákvæmlega það sama og í öðrum hliðstæðum málum og höf- um tti þess óumdetianlega heimtid. Ríkiö leggur fram ábyrgð tti að veija sína hagsmuni sem era vera- legir. Ríkið er stærsti kröfuhafinn. Ég vti að gögn varðandi máliö komi fram þar sem forsvarsmenn Hag- virkis-Kletts hafa látið að því hggja að óeðltiega hafi verið staðiö að málunum af hálfu ríkisins," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráö- herra á blaðamannafundi sem hann boðaði til vegna mála Hag- virkis-Kletts. Á fundinum hrakti Friðrik orð forsvarsmanna Hagvirkis-KIetts um að kyrrsetningarmálið dræpi ágreiningsmál ríkisins og Hagvirk- is-Kletts, svokölluð flugstöðvar- og söluskattsmál. Hann sagði kyrr- setningarmálið ekki koma þeim málum neitt við. Þá sagði hann kyrrsetningarmálið eitt og sér ekki leiða tti gjaldþrots Hagvirkis-Kletts og engin ástæða væri fyrir bústjóra Fómarlambsins að krefjast gjald- þrots. -hlh Gert að lifa aflaunum konu sinnar: Ekki annað ráð en slíta sambúðinni „Það er náttúrlega ekki auövelt að þurfa að segja sig á bæinn en það fyllti alveg mælinn þegar mér var tilkynnt að konan skyldi sjá fyrir mér í fjóra mánuði. Ég hef alla tíð séð um mig sjáifur og er því mjög sár og reiður yfir þessu. Niðurlægingin er algjör þegar þessum biðtíma er náð. Eg sé í fljótu bragði ekki annað ráð en að slíta sambúðinni, fá mér herbergi úti í bæ tti að fá fulla aö- stoð,“ segir Hreinn Bjamason sem verið hefur atvinnulaus í yfir 52 vik- ur. Hann fær því ekki lengur at- vinnuleysisbætur, er kominn á 16 vikna biðtíma þar sem aðstoð frá Félagsmálastofnun er eina leiðin til að fá fé. Hreinn var áður Sjómaður og veiöieftirlitsmaður en hætti störf- um snemma á síðasta ári samkvæmt læknisráöi. Hreinn er eignalaus, hef- ur eytt miklum hluta ævinnar í að sigla um heimshöfm. Hann er i sam- búð með konu og hefur verið þaö í tvö ár. Er íbúðin skráð á hana. Strax á þessu ári fór Hreinn að hugsa sinn gang þar sem hann gæti ekki lifað peningalaus þessar 16 vikur. „Það era nokkrir símatímar hjá Félagsmálastofnun í Skógarhlíð en gjörsamlega ómögulegt aö komast í samband við nokkum mann, minnir mann á fangelsi. Þegar ég loks komst í samband eftir vikuhringingar var ég beðinn að koma í viðtal og hafa meö mér stimpilkortið mitt, yfirht yfir greiðslur frá Atvinnuleysis- tryggingasjóöi og síðast en ekki síst launaseðti konimnar minnar. Var lögð mikil áhersla á launaseðtiinn en ekki eins mikti áhersla á pappíra yfir lán sem ég þarf að greiða af.“ Hreinn segir að félagsráðgjafinn hafi virst mjög hissa aö sjá mann á hans aldri og frekar ráðvilltan. Eftir fundinn hringdi Hreinn oftsinnis í Félagsmáiastofnun án árangurs en fékk loks að vita að hann ætti þar peninga. Það voru hins vegar aðeins 12 þúsund krónur. Hann sætti sig ekki við þau málalok og hafði aftur samband við félagsráðgjafa sem sagðist ætla að athuga málið. „Síðan var hringt og það var stúlk- an á skiptiborðinu. Þá var verið að láta hana segja mér þaö að búið væri að fara yfir mitt mál. Ég hefði fengið 12 þúsund krónur 1. febrúar og þar sem konan hefði atvinnu fengi ég ekki meiri bætur. Konan hefur um 70 þúsund á mánuði og ég á að lifa á henni." Hreinn segist ætla aö ráðfæra sig við lögfræðing og fá viðtal við félags- málastjóra en eins og er sjái hann enga leið út úr þessu aöra en að fara frá konunni. „Það lifir enginn af 12 þúsund krónum og þeirri niðurlæg- ingu að auki að vera algerlega upp á aðramanneskjukominn.“ -hlh Að verða vitlaus á að hanga - segir Stefán Guðmundsson á Akureyri Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Það má segja að ég sé búinn aö vera meira og minna atvinnulaus síðan seint á árinu 1991. Síöan þá hef ég ekki fengið aöra vinnu en í nokkra daga sem afleysingamaöur hjá Eim- skip og á sláturhúsinu í sláturtíðinni í 6 vikur," segir Stefán Guðmunds- son, verkamaöur á Akureyri. Stefán, sem er 34 ára, er í hópi þeirra sem hafa verið svo lengi á at- vinnuleysisbótum að hann fær þær ekki lengur greiddar en eftir bóta- greiðslur í 260 daga veröa atvinnu- lausir aö vera án bóta í 6 vikur. „Ég datt út af atvinnuleysisbótunum snemma í janúar en vonandi fæ ég aftur greiddar bætur í næsta mán- uði,“ segir hann. Stefán er giftur og á eitt bam og kona hans hefur vinnu hálfan dag- mn. Þau búa í leiguhúsnæði og segir Stefán aö atvinnuleysið hafi haft slæm áhrif á sig. „Þetta er ekki gott ástand, það hefur haft slæm áhrif á mig og ég er að verða vitlaus á að hanga svona og hafa ekkert að gera. Mér finnst tími tti kominn að ég fari að fá einhverja vinnu.“ Fjárhagslega segir Stefán afleiðing- ar atvinnuleysisins slæmar. „Fjár- hagurinn er verulega slæmur og ég hef lent í vanskilum t.d. í bönkum. En þar hefur þó verið reynt að koma til móts við mig. Þetta er svart og því miður ekkert bjart framundan nema þetta átaksverkefni á vegum bæjar- ins. Ég vona að ég verði í þeim hópi sem fær vinnu 1 sambandi við það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.