Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. Fréttir______________________________________ Einar Guðfinnsson hf. tekið til gjaldþrotaskipta í gær: Gjaldþrotið snertir hvern einasta íbúa - segir Davíð Guðmundsson, formaður verkalýðsfélagsins Gjaldþrot Einars Guöfinnssonar hf. í Bolungarvík hefur valdið því aö um 170 bæjarbúar hafa misst atvinnuna. „Hér í Bolungarvik eru allir slegn- ir. Viö höföum vonað aö þetta gæti gengið fram á vor. Gjaldþrotiö snert- ir hvem einasta íbúa, beint eöa óbeint. Fólk er mjög uggandi um sinn hag. Það þekkir ekki það ástand að hafa ekki vinnu. Slíkt hefur ekki hent það áöur. Þetta fólk hefur aldrei þegið neitt af samfélaginu og þekkir því ekki rétt sinn,“ sagði Davíð Guö- mundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Forsvarsmenn Einars Guðfinns- sonar hf. og dótturfyrirtækisins Hóla gengu í gærmorgun á fund héraðs- dómarans á Vestfjörðum í Bolungar- vík og óskuðu eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Skuldir fyrirtækisins eru hátt í tveir millj- arðar en eignir em taldar vera innan við einn milljarður. Hátt í 170 manns missa vinnuna hjá EG og Hólum við gjaldþrotið. Tveir togarar fyrirtækisins, Heið- rún og Dagrún, eru metnir á samtals 700 til 800 milljónir og er þá kvóti þeirra talinn með. Talið er að við sölu fáist lítið sem ekkert fyrir eignir fyrirtækisins í landi þrátt fyrir að á þeim hvíli hundraða milljóna veð- kröfur. Því er Ijóst að gjaldþrotið stefnir í að nema hundruðum millj- óna, jafnvel milljarði. Bústjóri Hóla hefur verið skipaður Jón Sigfús Sig- uijónsson hdl. en bústjórar EG eru þeir Páll og Stefán Pálssynir hrl. Bæjarbúar á atvinnuleysis- skrá Þegar í gærmorgun þyrptust bæj- arbúar inn á bæjarstjómarskrifstof- una í Bolungarvík til aö skrá sig at- vinnulausa. Að sögn Guðrúnar Sig- urbjömsdóttur vom 83 íbúar komnir á skrána þegar fyrir hádegi. Eftir hádegi bættust við nokkrir tugir manna. Guðrún segir bæjarbúa bera sig vel enda þótt útlitið verði vart svartara. Síðdegis í gær var svo hald- inn fundur hjá verkalýösfélaginu og mættu á annað hundrað manns. Umræður snerust einkum um rétt fólks til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Bolungarvíkurbæjar gengu á fund fulltrúa Byggðastofn- unar í gær til að undirbúa aðgerðir til bjargar atvinnulífi á staðnum. í semfinefnd Bolvíkinga eru þeir Ólaf- ur Kristjánsson bæjarstjóri, bæjar- fulltrúamir Ólafur Benediktsson, Þóra Hallsdóttir og Valdimar Guð- mundsson. Með þeim í för em einnig Jóhann Magnússon rekstrarráðgjafi og Andri Ámason lögfræðingur. Á næstu dögum mun hópurinn eiga formlegar viðræður við Byggða- stofnun, Landsbankann og ráðherra. Að sögn Bjarka Bragasonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækjadeildar hjá Byggðastofnun, var fundurinn í gær gagnlegur. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um aðstoð af hálfu stofn- unarinnar. Landsbankinn skoðar stöðuna í dag ganga Bolvikingar á fund full- trúa Landsbankans til að ræða hugs- anlega yfirtöku bæjarins á togurum EG. Samkvæmt heimildum DV hvíla á togurunum veðskuldir upp á ríf- lega 800 milljónir, þar af á Lands- bankinn veð upp á um 400 milljónir. Til að geta staðið undir útgerð togar- anna yrði bærinn að fá skuldbreyt- ingu og jafnvel niðurfellingu á stór- um hluta áhvílandi lána. Að sögn Sverris Hermannssonar, bankastjóra í Landsbankanum, hef- ur engin ákvörðun verið tekin um hvort eða meö hvaða hætti bankinn geti aðstoðað Bolvíkinga. Sverrir segir að innan bankans muni menn taka daginn í dag til að skoða málið. Á morgun kunni síðan að koma til viðræðna við Bolvíkinga. -kaa Frjálstfragtflug: Engin skilyrði við fragt- afgreiðslu - segir Þröstur Ólafsson „Það var gefin út yfirlýsing í haust um að búið væri að gefa fragtafgreiösluna fijálsa. Það er öllum fijálst að afgreiða sjálfir sína fragt ef þeir fá til þess til- hlýöileg rekstrárléyfi éðá bygg- ingarleyfi. Það eru engin önnur skilyröisegir Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráð- horra. Halldór Gunnarsson, formaður Félags lirossabænda, gagnrýndi í DV í gær að engar upplýsingar væri að fá um með hvaða skilyrðum fragtafgreiðsla yrði gefin frjáls. Þröstur sagðist aðeins hafa fengið eitt bréf frá íslensku flug- þjónustunni en Halldór sagði það fyrirtæki lengi hafa leitaö upplýs- inga um fragtafgreiðsluna en engin svör fengið. Það hefði hins vegar verið áður en afgreiðslan var gefm frjáls, síðan hefði ekkert frá fyrirtækinu he>Tst. Varnar- málaskrifstofa utanríkisráðu- neytisins heíði reynt að afla sér upplýsinga um hvers konar fýrir- tæki væri um að ræða og meðai annars beðið um upplýsingai- um hvernig rekstri fyrirtækisins væri háttað. Það heföu hins vegar engar upplýsingar borist. Þröstur sagði það Ijóst að lend- ingargjöldin væru enn há á Kefla víkurflugvelli. Það væri hins veg- ar stefnt að þvi að markaðssetja : fiugvöliihn i því skýni að laða aö erlend frágtfiugfélög. Lagðar hefðu veriðfram tillögur, sem eru til meðhöndlunar í ríkisstjórn, um það að reyna að lækka gjöld vegna lendinga. Þessar aðgerðir væra í tengslum viö aðrar að- gerðir, meðal annars einkavæð- ingu fríhafnarínnai'. Taka eigi mál flugvallarins til sérstakrai' endurskoðunar. Það breytti því þó ekki að hvaða aðili sem er gæti fengið leyfi til fragtaf- gréiöslu eins og staðan væri nú. „Ákvæði um einkaleyfið var aðeins til í samningi viö Flugleiö- ir og samningnum hefur nú verið breytt. Það þurfti ekld að breyta reglugerðum og lögum,“ segir Þröstur. -Ari í dag mælir Dagfari Vextir era háðir tvenns konar lög- málum. Annars vegar handalög- málinu og svo hins vegar markaðs- lögmálinu. Lengi var handalögmál- ið ríkjandi hér á landi. Stjómmála- menn og bankastjórar beittu hand- afli til að hækka eða lækka vexti í samræmi við það sem kom þeim sjálfum best enda skiptu hagsmun- ir viððskiptavina bankanna ekki svo miklu máli þegar hagsmunir bankanna og ríkisstjóma vora annars vegar. Raunar tíðkaðist það hér lengst af að hafa vexti langt undir þvi sem peningamir gáfu af sér og varð þessi stefna til þess að íslendingar tóku óspart lán og verðbólgan þreifst hér með ágæt- um og enginn fór á hausinn. Á allra síðustu áram fundu fróðir menn það upp að vextir skyldu fara eftir markaðnum og vextir hækk- uðu upp úr öllu valdi án þess að menn hættu að taka lán og þetta endaði með þeim ósköpum að nú er fyrirtæki eða einstaklingur ekki fyrr búinn að taka lán en sá hinn sami er orðinn gjaldþrota vegna vaxtanna. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessa markaðsstefnu enda gafst handaflsaðferðin vel og þeir eimr töpuðu sem áttu peninga inni í Sálrænir vextir bönkum en þeir sem era svo vit- lausir að leggja peninga í banka áttu auðvitað ekkert annað betra skilið. Nú skyldi einhver halda að bank- amir hefðu tapað á þessari banka- pólitík sinni. Það gengur ekki til lengdar að lána peninga með lágum vöxtum og eyða þeim litlu pening- um sem lagðir eru inn. En þá er þess að geta að verðbólgan var hér með myndarlegri verðbólgum og krónan varð minni og minni og þá sjaldan sem einhver fór á hausinn vora það orönar krónur sem engu máli skiptu og bankana munaði ekki um. Þeir sem áttu peninga í banka slógu lán á móti og þannig jafnaö- ist það út að meðan sparifjáreig- andinn tapaði á innláninu græddi hann á útláninu. Nú er öldin önnur. Um þessar mundir era fyrirtækin að fara á hausinn hvert á fætur öðra og allt er þetta vegna vaxtanna sem eru drápsklyfjar á skuldsettum fyrir- tækjum og þetta er QÍlum ljóst, bæði stjómmálamönnum, atvinnu- rekendum og bankamönnum. Bankamir hafa verið að hækka vextina hægt og sígandi samkvæmt þvi sem markaðurinn hefur sagt þeim að gera og ráðherramir hafa neitað að beita handafli til að lækka þá, vegna þess að ráðherramir hafa trú á gildi markaðarins. Fyrir vikið gerist ekkert. Nú er reyndar svo komiö að allir helstu hagfræðingar þjóðarinnar era sammála um að vextirnir geti lækkað en einhvern veginn hefur markaðurinn ekki tekið eftir því og vextir halda áfram að vera hærri en markaðurinn segir til um án þess að markaðslögmálið lækki vextina. Markaöslögmálið gengur sem sagt ekki upp nema í aðra áttina, sem sé þá þegar vextir hækka. Þá er það markaðurinn sem ákveður það. En þegar þeir eiga að lækka tekur markaðurinn ekki eftir þvi. Þetta kemur sér auðvitað afar illa, því bæði fyrirtækin, heimilin, rík- issjóður og hagfræðingamir þurfa á vaxtalækkun að halda, sem gerist ekki, því markaðurinn lætur á sér standa. Markaðslögmálið virkar ekki. Ef markaðurinn gerir það ekki, þá verður handaflið að gera það. Vandinn er bara sá að það er eng- inn nógu handsterkur til að knýja fram vaxtalækkun og forseti Al- þýðusambandsins skilur hvorki upp né niður í þessum vanda og telur hann vera sálrænan! Þetta nýja vandamál kemur mönnum algjörlega í opna skjöldu. Handafl er handafl og menn geta ekki beitt handafli á sálartetrið og þess vegna er verið að ræða þessa dagana hvort hægt sé að beita handafli á markaðinn. Ekki bætir það úr skák ef beita þarf sálfræði með handafli til að hafa áhrif á markaðslögmálið. Ekki gátu þeir í Bolungarvík áttaö sig á því að EG mundi fara hausinn vegna þess að vextir lækkuðu ekki á skuldum þeirra af sálrænum ástæðum. Ekki gátu þeir hjá Hagvirki og Fómar- lambinu reiknað með því að vextir mundu ekki lækka vegna sálar- flækju markaðarins. Hvað er til ráða? Er ekki skyn- samlegast aö ráða sálfræðing í Seðlabankann þegar Jóhannes hættir? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.